Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 4
vlsm Mánudagur 19. nóvember 1979 Það harðnar á dalnum í Póllandi Þaö er ekki oft, að f réttir berast af almennum mót- mælaaðgeröum gegn stjórnvöldum kommúnistaríkis. En fyrir viku sauð loks upp úr langtíma óánægja og ólga í flestum bæjum Póllands. í Varsjá upplifðu menn einhverjar mestu mótmælaaðgerðir gegn yfir- völdum, siðan leið óeirðirnar í október 1956. I Krakow og Lublin lét fólk einnig í Ijós óánægju sína gagnvart kommúnistastjórn Póllands. Hvort þetta á eftir að draga einhvern stærri dilk á eftir sér, eða leiða af sér f leiri sprengingar á borð við ólögleg verkföll, skemmdarverk á vinnustöðum eða almenningsfarartækjum eins og áður hefur hent sig í Póllandi þegar fólki hef ur blöskrað bág kjör sín, getur enginn spáð um. Enginn vaf i leikur þó á því, að deigl- an er í suðumarki. Pólsk alþýða leynir ekki lengur því, að hún er hætt að treysta hinum kommúnístisku ráðamönnum og gæti það leitt til harðra árekstra. Gremja gegn Rússum Eftirstriösárin i Póllandi hafa veriö hin viöburðarikustu. Þri- vegis hefur alþýðan knúiö kommúnistastiórn landsins til þess að slaka á stjórnartaumun- um. En i mótmælunum fyrir viku beindist gremjan ekki aðeins gegn eigii: landsmönnum i stjórn- sýslunni, heldur og gegn Sovét- rikjunum. Var gagnrýnin gegn Sovétstjórninni sist vægari. Hinn voldugi nágranni i austri var sakaður um að hafa svipt Pól- land sjálfstæði sinu. Það er i hæsta máta óvenjulegt tal og hefur ekki verið heldur hættulaust i samfélagi, þar sem Rússar eru hafnir upp til skýj- anna sem verndarar og vinir. En hvað sem liður sliku hjali vald- hafanna um bræðralag og vináttu viö Sovétmenn, sýna mótmælin á dögunum að undir niðri logar enn hið forna hatur, sem Pólverjar hafa alið gegn Rússlandi, svo langt aftur sem mannkynssagan tekur. Þrjár meginkröf ur Þessi djörfu Pólverjar, sem voguðu sér að andmæla opinber- lega á götum höfuðborgarinnar, hrópuðu slagorðin: „Við viljum frelsi, sannleika og brauð.” Það er engin tilviljun, sem ræð- ur þvi i, hvaða röð þessar kröfur eru bornar upp. Hinar efnislegu kröfur eru settar i annað sætið, en fremst er sett óskin um að fá að lifa i manneskjulegra pólsku samfélagi. Er þó vitað að bág kjör og skortur á nauðsynjavör- um er sá eldiviður, sem undir hef- ur kynt, og hefði ekki verið ómannlegt þótt fólk hefði sett i fyrirrúmið kröfuna um meira brauð. ^XvX; KOSNMGA alþingis- kosningar 2.—3. des. Fæst í ValhöII v/Háaleitisbraut og á kosninga skrifstofum Sjálfstæðisflokksins um iand ailt, einnig í flestum söluturnum. Heimdallur Valhöll Háaleitisbraut 1 Pöntunarsímar: 82900 82098 Er timi Giereks að renna út? Greinilegt er á þessu að Pól- verjar ætla ekki að láta sér nægja að lifa á brauði einu saman. Er þetta grimulaus ögrun við Ed- ward Gierek, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins, og með- starfsmenn hans. Stjórnin getur ekki látið það eins og vind um eyrun þjóta. Friðmæli Af óvenjulegum viðbrögðum stjórnvalda er ljóst, að Gierek og félagar hafa þungar áhyggjur af ástandinu. 1 útvarpsræðu, sem um leið var sjónvarpað, var Gierek opinskárri en menn eiga aö venjast á hinum kommún- istisku breiddargráðum. Flokks- leiðtoginn reyndi að friðmælast við sina vanstilltu landsmenn. Hann útmálaði fyrir þeim hversu nærri hann tæki sér vandamál þeirra, svo að honum væri varnað svefns þær fáu stundir, sem hon- um gæfust til hvildar frá annrik- inu við að reyna að leysa þau. Hann viöurkenndi hreinskilnis- lega, að hið kommúnistiska kerfi Póllands verkaði ekki eins og til væri ætlast. Að fólk yrði að búa við þröngan kost og ætti þó skilið betri kjör. Bænstafir Sagan hefur sýnt, að kommún- istastjdrnum hefur verið tiltækari járnglófinn en silkihanskarnir þegar tekið hefur verið á andófs- öflunum. Gierek hefur þá verið um og ó, þegar hann i stað þess að lesa syndaselunum lesturinn, beindi til þeirra i útvarpsræöunni bænstöfum sinum: „Verið þolin- móð og þraukið enn um stund. Þá verður allt öðruvisi og betra.” En Pólverjar hafa áður heyrt þann boðskap og biða þó ennþá þess að fyrri loforð valdhafanna verði efnd. Atburðirnir á dögun- um sýna, að þolinmæði þeirra i biðinni eftir efndunum er senn á þrotum. Nokkrum klukkustundum eftir að ræðu Giereks hafði verið út- varpað, þyrptust mótmælendur i þúsundavis útá göturnar. Greini- legra svar gat æðsti maður Pól- lands ekki fengið. Það þarf ekki spámann til þess að sjá, að það er harður vetur framundan i Póllandi. ÁSKRIFEKDUR! Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar, þá vinsamlegast hringið í síma 86611: virka daqa til kl. 19.30 laugardaga til kl. 14.00 og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess að blaðið berist. Afgreiðslo VÍSIS Sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.