Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 19

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 19
Mánudagur 19. nóvember 1979 Það er eins og að „keyra inn í" vísindaskáldsögu að koma að jarðstöðinni við úlfarsfell í Mosfellssveit. Maður eraðkeyra um snæviþakin holt/ kuldaleg og eyði- leg. Svo er komið í lítið dalverpi og þá blasir við þessi furðusmíð úr öðrum heimi. Risastórt loftnet teygir sig til himins og maður hefði eiginlega ekkert orðið hissa þótt mennirnir sem voru á vappi þarna í kring hefðu verið í silfurgljáandi búning- um og með geimfarahjálma. Jón Þ. Jónsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma, var þó bara í ósköp venjulegri vatteraðri kuldaúlpu þegar hann tók á móti okkur og ekki einusinni með geislabyssu um öxl. Hann brosti þegar hann sá okk- ur stara upp á loftnetið: „Ég er hræddur um að þið verðið ekki eins hrifnir af þvi sem er innan dyra. Þaö er rétt verið að byrja að setja upp tækin og þau eru mest i kössunum ennþá. Efið þið komið i heimsókn um jólaleytið verður þó orðið skrautlegt um að litast inni”. Isvörn Það var alveg rétt hjá Jóni að innvolsið væri litið spennandi. Það voru mest tómir salir og einu maskinurnar sem við sáum voru tvær Caterpillar dieselvélar sem eiga aö framleiö rafmagn ef aöveitan bregst. Jaröstööin þarf að fá geysimik- ið rafmagn þótt meðalnotkun veröi innan við 100 kw. Minnst af þessu geysimikla rafmagni fer þó til aröbærra rekstrarútgjalda. Langmestur hluti þess fer til aö afisa loftnetið. t útreikningum er gert ráð fyrir að þegar stöðin er komin i gang fari 70 kw til tækjabúnaðar, 70 kw i viðbót til upphitunar húsa og 600 kw til aö afisa loftnetiö. Þetta eru þó allt tölur sem sýna mesta gildi, og eins og fyrr sagði er áætlað aö meðalnotkun verði innan viö 100 kw. Það á að taka stöðina i notkun I april á næsta ári, hvaða breytingar verða þá á fjarskiptasambandi tslands? Símastúlkurnar „Þar má ýmislegt upp telja,” segir Jón. „Simarásum til útlanda fjölgar verulega og sambandið verður öruggara, þar sem það hefur sýnt sig aö sæsímastrengjum er gjarnt að slitna. Aö visu getur það komiö fyrir að loka verði þessari stöð um stundarsakir vegna veðurs eöa rafmagnstruflana en það veröur þó mjög sjaldan. Það verður lika haldið áfram að nota sæsimastrengina til að minnsta kosti árins 1986. Nú, um leið og stööin fer I gang verður tekin i notkun sjálfvirka simstöðin sem verið er aö setja upp i Múla. Meö þvi veröur hægt að hringja sjálfvirkt til og frá útlöndum. Þetta verður kannske ekki sist þægilegt fyrir þá sem eru erlendis og þurfa að hringja heim með „gömlu aðferðinni”. Þótt okkar stúlkum gangi vel að ná sam- bandi við útlönd getur þaö oft tekið margar klukkustundir að hringja heim til tslands. Texti: Óli Tynes Myndir: Jens Alex- andersson Þetta geta liklega flestir blaða- menn staðfest. Það gengur oft hroöalega að ná sambandi við tsland þegar verið er erlendis og þaö getur farið afskaplega illa meö taugarnar ef menn eru með stórfrétt fyrir heimamarkaðinn. Jafnframt er hægt aö staðfesta, með virðingu og þakklæti, að það er oft kraftavérki likast hvernig stúlkunum á talsambandinu hér heima tekst aö grafa upp fyrir okkur ótrúlegasta fólk á ótrúleg- ustu stöðum og á ótrúlega skömmum tima. Ef ekki væri fyrir dugnað þeirra og hæfni væri tsland nánast sambandslaust við umheiminn. En snúum okkar aftur aö jaröstöðinni. ódýrari símtöl? „Þessi stöð eykur möguleika á ýmsum öðrum sviðum en beinum fjarskiptum”, segir Jón. „Meðal annars veröur þarna hægt að komast I „Datasambönd”, þ.e. bein sambönd við tölvur i viðskiptalöndum.” „En verður ódýrara að hringja til útlanda?” „Ja, þvi þori ég ekki að lofa, en tel þaö þó liklegra en ekki. t þvi sambandi má benda á að á undanförnum árum hefur verð lækkað á simtölum til útianda. Ekki i krónutölu að visu, en hlut- fallslega.” „Hvað bætast við margar lin- ur?” „Við byrjum með ellefu og för- um upp I tuttugu á nokkrum næstu dögum þar eftir. t ársbyrj- un 1981 ættu aö vera komnar sextiu til sjötiu linur og þeim ætti að fjölga um svona tiu prósent á ári eftir þaö. Hvaö verða margar linur endanlega er ekki hægt að spá um, það er eiginlega hægt að bæta við ótakmarkaö eftir þvi sem þörf segir til um.” Geislinn Loftnetið er ekki i sinni endan- legu mynd á ljósmyndunum hans Jenna, sem fylgja þessum texta. Það á eftir að klæða þaö plötum, en þaö er verk sem menn hlakka ekki til i vetrarveðrinu. Loftnetiö er þrjátiu og tveir metrar i þvermál eða áttahundruö fermetrar og vegur tvöhundruð og fimmtiu smálestir. Og það veitir liklega ekki af,þvi það á aö senda fjögurhundruö miljón watta geisla þrjátiu og sexþúsund kilómetra vegalengd, til gervihnattar sem „hangir” yfir miðbaug. Það er enginn smá- ræðis geisli, ætli væri hægt að fá hann la'naöan til að hraögrilla kjúklinga?? „Það er ég hræddur um að gengi ekki vel”, segir Jón. „Loftnetiö er svo stórt að afliö dreifist á mjög stóran flöt. Jafnvel þótt geislanum væri beint að manni eða dýri herna alveg við stöðina, yrði ekki meint af. Þaö er heldur ekki hætta á að þetta trufli flugvélar eða sjónvörp hér I grenndinni. Satt að segja er þessi stöð miklu viðkvæmari fyrir truflunum en fyrrnefnd tæki. Við erum með hana hér inn á milli hæðanna til þess aö HtJN verði ekki fyrir truflunum, ekki vegna þess að hætta sé á að hún trufli aðra.” -O - Meö þessari stöð opnast ýmsir möguleikar fyrir Sjónvarpið, sem þó er óliklegt aö hafi áhuga þar sem þeir yröu til framfara. Um þennan gervihnött sem jaröstöðin er i sambandi viö er sent mikiö sjónvarpsefni, meðal annars eru fréttasendingar amk. einu sinni á dag. En þær fréttir fá liklega að vera í friöi i 36000 kilómetra fjarlægð. En möguleikarnir eru sem sagt ýmsir þegar þessi stöð verður tekin i notkun. — ÓT m ™» Við jarðstööina: John Kostibas, fulltrúi ITT, sem stöðin er keypt af, Jón Þ. Jónsson og Kichard Halligan, sem stjórnar uppsetn- ingu ioftnetsins. Þeir eru ekkert sérlega lofthræddir strákarnir sem vinna viö loftnetið. Mánudagur 19. nóvember 1979 - KtZntVS Verslunar- 09 innkapastjorar BÍLABRA UTER (margar stœrðir) Áfram veginn í vagninum ek ég HEILDSÖLUBIRGÐIR: GGG Fullkominn SALOMON 727 Frönsk tækni, byggö á áratuga reynslu, nýtur sín til fulls í Salomon öryggisbindingunum, - „öruggustu öryggisbindingunum" Caber. Allir eru sammála um fegurðog gæöi ftölsku Caber skónna. Þægilegir en traustir - sannkölluð meistarahönnun og framleiösla. Sportval I Vió Hlemmtoro-simar V Vió Hlemmtorg-simar 14390&26690 búnaöur fyrir alla fjölskylduna Þegar hönnun og framleiðsla skíða er annars vegar standa fáir - ef nokkrir - Austurrikismönnum á sporði. Nú býður Sportval ótrúlegt úrval hinna heimsfrægu skiða þeirra - og allir finna skiði við sitt hæfi. Fjölskyldur, byrjendur, áhugamenn, keppendur, - leiðin liggur í Sportval.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.