Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 20. október kl. 10-13 á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins Dagskrá: Fundarstjórn: Þór Jónsson Kl. 10.00 - 10.10 Ofnæmissjúkdómar á Íslandi Davíð Gíslason Kl. 10.20 - 10.30 Ofnæmissjúkdómar og skólinn Björn Árdal Kl. 10.40 - 10.50 Lyfjaofnæmi Sigurveig Þ. Sigurðardóttir Kl. 11.00 - 11.10 Atópískt exem og fæðuofnæmi Sigurður Kristjánsson Kl. 11.20 - 11.40 Kaffi Kl. 11.40 - 11.50 Ofnæmislost Unnur Steina Björnsdóttir Kl. 12.00 - 12.10 Ónæmisgallar og ofnæmi Björn Rúnar Lúðvíksson Kl. 12.20 - 13.00 Staða astma- og ofnæmissjúklinga Pallborðsumræður: Dagný Lárusdóttir (formaður Astma- og ofnæmisfélagsins), Davíð Gíslason, fulltrúi frá landlækni, Tryggingastofnun ríkisins, íþróttafræðingur og Kolbrún Einarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir ! Æskilegt að skrá sig í síma 552 2153 eða ao@ao.is Daglegt líf með astma og ofnæmi Aðga ngur ókeyp is ao VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF Á FUNDI Landsbankans-Lands- bréfa var fjallað um þróun hluta- bréfa- og gjaldeyrismarkaða hér heima og erlendis. Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans, sagði að hann og sérfræðingar Landsbankans telji að ákvörðun Seðlabankans um lækkun vaxta sé ekki einföld. „Við höfum samúð með því sjónarmiði að Seðlabankinn velti þessari ákvörðun fyrir sér. Við er- um hins vegar þeirrar skoðunar að þegar Seðlabankinn telur rétt að lækka vextina þá beri að gera það í tiltölulega stórum skrefum og þá hljóta menn að vera að tala um 1% til 2%, hvort sem það er gert í ein- um eða tveimur áföngum.“ Tók að fjara undan genginu síðasta sumar Arnar Jónsson, sérfræðingur gjaldeyrisviðskipta Landsbankans- Landsbréfa, sagði að raunverulega hafi tekið að fjara undan gengi ís- lensku krónunnar í júní í fyrra. „Vikmörkin voru afnumin 27. mars og þá lækkaði krónan þar sem markaðurinn og fyrirtækin höfðu ekki haft trú að vikmörkin héldu. Frá júlí í sumar hefur Seðlabankinn oftsinnis gripið inn á gjaldeyris- markaði, oft með takmörkuðum ár- angri, en ég leyfi mér að fullyrða að ef bankinn hefði ekki gert það væri staðan margfalt verri en hún er nú. Breytingar sem hafa riðið yfir á ís- lenskum gjaldeyrismarkaði hafa gerst á mjög skömmum tíma, geng- isvísitalan hefur lækkað um 30% frá áramótum. Gengissveiflur hafa vita- skuld aukist, og það birtist sem aukinn viðskiptakostnaður hjá fyr- irtækjunum. Það má hins vegar segja að vikmörkin hafi veitt falskt öryggi og þau hafi í raun verið ígildi ókeypis söluréttar á erlendan gjald- eyri. Því er hins vegar ekki að neita að kerfisbreyting Seðlabankans var gerð við erfiðar aðstæður þar sem krónan var við það að rjúfa vik- mörkin.“ Arnar segir að kerfisbreytingin hafi verið gerð þar sem Seðlabank- inn hafi í reynd ekki getað haldið uppi fyrri gengisstefnu og auðvitað sé alltaf óheppilegt að gera slíkar grundvallarbreytingar á peninga- málastjórn við slíkar aðstæður. Það sé hins vegar engin ein skýring á lækkun krónunnar, frekar sé um að ræða samverkandi þætti sem til samans hafi valdið vantrú á gengið og spákaupmennska skýri ekki fall krónunnar. „Raungengið hefur lækkað mjög mikið en hins vegar er það mín skoðun og margra hag- fræðinga að það sé vandséð að að raungengið þurfi að lækka frekar. Með lækkandi raungengi hefur samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja batnað en áframhaldandi verðbólga getur valdið raungeng- ishækkun á nýjan leik.“ Trúverðugleiki Seðlabanka og sterk mynt fara saman Arnar segir að verðbólgan sé að- alvandamálið sem Seðlabankinn glími nú við, ekki vaxtastigið sem slíkt. Það séu rök bæði með og á móti vaxtalækkun af hálfu Seðla- bankans. Í reynd snúist lækkun vaxta um tvennt: trúverðugleika og orðspor Seðlabankans og gengi krónunnar. Núverandi fyrirkomu- lag hafi aðeins verið í gildi í sex mánuði og því skipti trúverðugleik- inn miklu máli, það hafi tekið sterk- ustu seðlabanka heimsins áratugi að byggja upp gott orðspor. Gengi krónunnar snúist fyrst og fremst um tvennt, þ.e. trúverðugleika hagstjórnarinnar og trúverðugleika og orðspor Seðlabankans. „Það hef- ur sýnt sig að gott orðspor seðla- banka og sterkar myntir fara sam- an, það er einfaldlega staðreynd. Seðlabankinn hlýtur því að vera í erfiðri stöðu, m.a. vegna þrýstings frá hagsmunaðilum um að lækka vexti. En á móti kemur að það er mikilvægt að þær ákvarðanir sem teknar verða í gengis- og peninga- málum séu „réttar“. Seðlabankinn er auðvitað sjálfur að fóta sig í nýju kerfi þannig að allar ákvarðanir um vexti þurfa að stuðla að trúverð- ugleika Seðlabankans til lengri tíma litið. Ég held að það sé alveg óum- deilanlegt að vextir verði að lækka en Seðlabankinn þarf hins vegar bæði tíma og svigrúm.“ Hlutfall launa af VLF yfir langtímajafnvægi Sigurður Erlingsson, sérfræðing- ur hjá greiningardeild Landsbank- ans-Landsbréfa, sagði að líklega hefði ýmislegt mátt betur fara í efnahagsmálum hér á landi á und- anförnum misserum. Viðvarandi viðskiptahalli hafi verið vandamál og eins mætti velta fyrir sér hvort ekki hefði átt hækka vexti fyrr á sínum tíma til þess að bregðast við þeirri þenslu sem var í þjóðfélaginu. „Hagvöxtur hefur raunar verið góð- ur mörg undanfarin ár og dregið úr skuldum hins opinbera. Hins vegar hefur þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur verið verulega minni en í öðrum vestrænum ríkjum. Við þekkjum öll að hér búum við við mjög háa vexti á sama tíma og við erum að sjá vaxtalækkanir víða er- lendis.“ Sigurður vakti athygli á því að hlutfall launa af vergri landsfram- leiðslu hafi farið upp fyrir langtíma jafnvægisgildi frá miðju ári 1997 og haldist yfir því síðan. Þessi þróun sé þó væntanlega að snúast við; þjóðhagsstofnun spái 2% atvinnu- leysi á næsta ári. Sigurður segir erfitt að spá fyrir um þróun íslensku hlutabréfavísitöl- unnar í þessari stöðu, hún gæti far- ið upp, niður eða haldist nokkurn veginn óbreytt. „Veltan er hins veg- ar enn lítil á markaðinum, eða 37% minni en í fyrra, og það segir manni að það er lítill möguleiki að sjá hækkanir með hún helst þetta lítil.“ Sigurður segir að tekjuskattslækk- un á fyrirtæki komi mjög jákvætt inn í þessar markaðsaðstæður og sömuleiðis spá um minnkandi verð- bólgu og síðast en ekki síst að Ís- land sé orðið hluti af erlendum fjár- málamarkaði. Hins vegar sé eðlilegt að spyrja þeirrar spurningar hvort nauðsynlegt hafi verið að hækka trygggingargjaldið. Einn af hæstu gjaldaliðum fyrirtækja sé launa- kostnaður og að fá þessa hækkun ofan á þá tölu geti vegið býsna þungt hjá sumum fyrirtækjum. „Ég ætla að segja mína skoðun á því hvort við getum séð fram á hækkun eða lækkun á íslenska hlutabréfamarkaðinum á næstunni. Þjóðhagsstofnun gerir fyrir að hag- vöxtur muni verða um 2,5% árið 2003 og árin þar á eftir. Það er samdráttur í fjárfestingum og einkaneyslu, jafnvægi er að komast á viðskiptajöfnuðinn og verðbólga fer væntanlega minnkandi. Ef spá þjóðhagsstofnunar gengur eftir, þ.e. að samdráttur verði á næsta ári en hagvöxtur árin þar á eftir þá er hægt að hugsa málið þannig að það sé þegar búið að verðleggja inn samdráttinn og við gætum því séð fram á hækkun íslenskra hluta- bréfa.Vaxtalækkun skiptir miklu máli, hún verður að koma á réttum tíma og vera nægilega mikil. Það er mjög þung forsenda. Horfur á er- lendum mörkuðum hafa einnig áhrif og síðan tiltrú manna á framtíðina. Rök fyrir lækkun hlutabréfa gæti verið sú að samdrátturinn yrði meiri en gert er ráð fyrir. Þá má ekki gleyma að skuldabréf gefa mjög góða ávöxtun um þessar mundir, menn leita kannski frekar í skuldabréfin en láta hlutabréf liggja kyrr og það táknar að eftirspurn sé lítil. Ég kýs að svara þeirri spurn- ingu hvort botninum séð náð þannig að segja að við séum mjög nálægt botninum, jafnvel búin að ná hon- um. Og skattalækkunin dregur úr líkunum á að við förum neðar en orðið er. Síðast en ekki síst má ekki gleyma því að hagkerfið er orðið mun hæfara til þess að takast á við niðursveiflu nú en í byrjun síðasta áratugar.“ Vaxtalækkun snýst um trúverðugleika FLEIRI vörutegundir í síðasta hluta verðkönnunar ASÍ eru dýrari í Danmörku en á Íslandi, að því er fram kemur í frétt frá samtökun- um. Könnunin var gerð 14. sept- ember síðastliðinn í netverslun Hagkaups og ISO í Danmörku og eru 35 af 58 vörutegundum sem kynntar eru í dag dýrari ytra, eða 58,62%. Borið var saman verð á 242 vörutegundum í 25 vöruflokkum í könnuninni allri. Vöruflokkarnir sem um ræðir í dag eru kaffi og te, gosdrykkir, hreingerningavörur og fleira fyrir heimilið, sem og hrein- lætis- og snyrtivörur. Mestur mun- ur var á hæsta og lægsta verði á mattri 25 watta peru, en hún reyndist 93,78% dýrari í Dan- mörku. Bornar eru saman ákveðnar vörutegundir til þess að koma í veg fyrir misræmi vegna mismunandi vægis og ódýrasta varan í boði í hverjum flokki valin. Kaffi og te dýrara á Íslandi Fram kemur að sex tegundir af kaffi og tei sem athugaðar voru séu allar dýrari á Íslandi. Mestur mun- ur var á hálfu kílói af Merrild kaffi noir, eða 39,7%, en Gevalia, BKI og Merrild eru allar fluttar inn frá Danmörku. Fimm tegundir af gosdrykkjum sem athugaðar voru reyndust allar dýrari í Danmörku, nema epla-ci- der, sem er 42,82% dýrari hér. Jafnmikill munur var á verði hinna gostegundanna, sem eru 15,87% ódýrari hér á landi. Af stundlegum vörum sem ætl- aðar eru til hreingerninga eða heimilisins voru 18 vörur á sam- bærilegu verði. Í níu tilvikum voru þær dýrari í Danmörku og í sjö til- vikum á Íslandi. Mestur verðmun- ur var á 25 watta peru, sem fyrr er greint frá, og minnsti munur á Kiwi Quick skóáburði, sem er 2,5% dýr- ari í Danmörku. Af 29 hreinlætis- og snyrtivörum er 21 dýrari í Danmörku, sjö á Ís- landi og ein tegund jafn dýr í báð- um löndum. Mestur munur er á 250 ml af Nivea-lotion, eða 53,2%.                       !""# '( ' )*)+)    , )*)+)  -   .)/+012 3% & )+** 3% 4 5)+**  36 5   )127   4! & )/**  8  % )/**   %   )/**  34 !  )1**  8   )/+*  8   )+*  39 4   $ %& %& %" ##& !"# !'" !&( #)* #)* #)" !&# !#* #&' +' +' #() #&( !'! !(! *&" !&* !'! !!* *)+ *## #+&                             Snyrtivörur mun dýrari í Danmörku ÞEIR sem hafa aðgang að Netinu geta nú reiknað út næringarefnin í matnum sem þeir borða á nýjum matarvef, sem Hugbúnaður hf., Keldnaholt, Manneldisráð, Náms- gagnastofnun og rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands hafa sett á laggirnar. Slóðin er mat- arvefurinn.is og þar er meðal ann- ars hægt að áætla eigin orkuörf og þörf fyrir næringarefni með tilliti til aldurs, kyns, líkamsbyggingar og daglegrar hreyfingar. Matarvefurinn opnar nýja mögu- leika fyrir almenning að fylgjast með hollustu þess sem neytt er og fræðast um næringargildi fæðunnar um leið. Einnig gagnast hann náms- og íþróttafólki, sykursjúkum eða öðrum sem af einhverjum ástæðum þurfa að fylgjast vel með mataræð- inu, sem og starfsfólki í matvæla- iðnaði, segir Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. „Frábært kennslutæki“ „Hollusta fæðunnar er metin með hliðsjón af ráðlögðum dagskömmt- um og áætlaðri næringarþörf, auk þess sem hægt er að reikna út nær- ingargildi sinna eigin uppskrifta eða einstakra máltíða. Íslenski gagna- grunnurinn fyrir efnainnihald mat- væla er undirstaða útreikninganna og eru flest algeng íslensk matvæli í honum,“ segir Laufey. Undirbúningur að matarvefnum hefur staðið á annað ár og segir Laufey að lengi hafi vantað reikni- forrit af þessu tagi fyrir skólana og hafi sú leið verið farin að setja það á Netið, þar sem slíkur búnaður sé bæði vandfundinn og dýr. Reikni- forritið gagnast bæði nemendum í heimilisfræði og líffræði, sem og áhugafólki um heilbrigt líferni, og segir Laufey það „frábært kennslu- tæki“. „Fólk getur merkt við það sem það borðar af listum yfir fæðu- flokka á vefnum. Ýmist er hægt að gefa magn upp í grömmum eða skömmtum, eftir því sem við á, og svo er hægt að bera orkuinnihald, sykur, fitu, kolvetni, prótein, vítam- ín og steinefni í því sem neytt er saman við ráðleggingar fyrir hvern einstakling með tilliti til kyns, ald- urs, hæðar og þyngdar,“ segir hún. Hægt er að telja saman allan mat sem neytt er, hvort sem er yfir daginn eða í einstaka máltíðum. Segir Laufey matarvefinn „merki- lega nýjung“ sem fjölmargir hafi komið að. Á vefnum eru flest íslensk mat- væli, eins og fyrr er getið, og segir Laufey að gagnagrunnurinn verði uppfærður eftir því sem matarvenj- ur breytast. „Nú hefur enginn afsökun fyrir því lengur að fylgjast ekki með mataræði sínu,“ segir Laufey Steingrímsdóttir að endingu. Mataræði gaum- gæft á Netinu Hollustan fer ekki á milli mála á matarvefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.