Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞÁTTASKIL Á LANDSFUNDI Á landsfundi Sjálfstæðisflokks-ins, sem lauk í fyrradag, urðumikilvæg þáttaskil í afstöðu flokksins til fiskveiðistjórnarkerfis- ins. Þar var samþykkt ályktun með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem felur í sér að það er nú opinber stefna Sjálfstæðisflokksins að taka skuli gjald fyrir nýtingu fiskimið- anna. Þessi samþykkt er einn mik- ilvægasti áfanginn til þessa í barátt- unni fyrir því, að þeir sem nýta auðlindir, sem eru sameign þjóðar- innar, greiði gjald fyrir þau afnot. Hún leggur grundvöll að því, að þessi stefna nái til allra auðlinda, sem eru í þjóðareign, því að ekki er hægt að gera kröfu til þess að sjáv- arútvegurinn einn greiði slíkt gjald. Hér er því lagður grunnur að víð- tækum þjóðfélagsumbótum, sem eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif á þróun samfélags okkar á næstu ára- tugum. Það var ekki hægt að ganga út frá því, sem vísu, að slík samþykkt yrði gerð á landsfundinum. Umræður í sjávarútvegsnefnd landsfundarins sýndu glögglega hve skiptar skoð- anir voru meðal landsfundarfulltrúa um málið. Tillagan, sem að lokum varð opinber stefna Sjálfstæðis- flokksins, var samþykkt í sjávarút- vegsnefndinni með aðeins 10 at- kvæða mun, 63 atkvæðum gegn 53. Það var ekki sízt fyrir sterkan at- beina þeirra Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra að þessi árangur náðist. Þeir fylgdu fast fram fyrri yfirlýsingum um þetta mál. Með samþykkt landsfundarins hefur verið stigið stærsta skrefið til þessa í þeirri viðleitni að skapa víð- tæka sátt um fiskveiðistjórnarkerf- ið. Það er þýðingarmikið, að fólk átti sig á því, að það grundvallaratriði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í þjóðareign er eitt en hvaða aðferð er notuð til þess er annað. Á landsfundinum urðu töluverðar umræður um hina svonefndu fyrn- ingarleið og voru atkvæði greidd um hana. Fyrningarleiðin er önnur tveggja leiða, sem Auðlindanefnd benti á til þess að framfylgja grund- vallarstefnu um greiðslu afnota- gjalds vegna nýtingar auðlinda í þjóðareign. Um þetta sagði m.a. í skýrslu Auð- lindanefndar: „Varðandi greiðslu fyrir afnot auðlindarinnar hefur nefndin tekið tvær meginleiðir til skoðunar. Fyrri leiðin, sem hér verður nefnd fyrningarleið, byggist á því, að allar aflahlutdeildir verði skertar árlega um fast hlutfall en síðan verði þær endurseldar á mark- aði (eða á uppboði). Síðari leiðin, nefnd veiðigjaldsleið, felst hins veg- ar í beinni gjaldtöku ásamt ákvæð- um um að breytingar á aflahlutdeild- um krefjist ákveðins lágmarks aðdraganda.“ Endurskoðunarnefnd sjávarút- vegsráðherra mælti með seinni leið- inni en útfærði hana nokkuð á annan veg en bent var á í skýrslu Auðlinda- nefndar. Tillöguflutningur, umræð- ur og atkvæðagreiðsla um fyrning- arleiðina var því til marks um að skoðanamunur var á landsfundi um það hvora þeirra tveggja leiða sem Auðlindanefnd benti á til þess að framkvæma gjaldtöku ætti að fara. Engum þarf að koma á óvart, þótt fyrningarleiðin ætti takmörkuðu fylgi að fagna á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Bæði atvinnurek- endur í sjávarútvegi og aðrir hafa lýst því yfir hvað eftir annað að þeir gætu alls ekki fallizt á fyrningarleið- ina. Menn getur greint á um þessar leiðir en hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt væri að framkvæma breytingar á fiskveiðistjórnarkerf- inu, sem öll atvinnugreinin væri í andstöðu við. Morgunblaðið hefur frá upphafi þessara umræðna fyrir rúmum ára- tug mælt með veiðigjaldsleiðinni m.a. vegna þess, að blaðið hefur tal- ið, að forsendur væru fyrir sátt á þeim grundvelli. Tæpast er hægt að undirstrika nógu rækilega hve mikilvæg þessi samþykkt landsfundar Sjálfstæðis- flokksins er. Þeir sem vildu fara fyrningarleiðina geta að minnsta kosti glaðst yfir því, að meginsjón- armið þeirra og margra fleiri um gjaldtöku vegna nýtingar auðlindar í þjóðareign hefur náð fram að ganga. Umræðurnar um fiskveiðistjórn- arkerfið eru nú komnar í nýjan far- veg. Nú er ekki lengur deilt um það, hvort taka eigi gjald fyrir nýtingu auðlinda í almannaeign, heldur hvernig eigi að gera það og hversu hátt það skuli vera. Þessi álitamál koma nú til kasta þingflokka, ríkisstjórnar og Alþing- is. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur þurfa að ná saman um sameiginlega stefnu og æskilegt er að fleiri verði aðilar að slíkri stefnu- mörkun. Stjórnarflokkarnir þurfa líka að leggja mat á þær tillögur, sem endurskoðunarnefndin hefur sett fram um útfærslu veiðigjalds- leiðarinnar. Það var athyglisvert að hlusta á Vilhjálm Egilsson, alþing- ismann Sjálfstæðisflokks, sem sæti átti í endurskoðunarnefndinni, lýsa því fyrir landsfundarfulltrúum, að nefndin hefði lengst af unnið á grundvelli hærri upphæðar en nið- urstaða varð svo um. Ljóst var af frásögn þingmannsins, að tölurnar lækkuðu í meðförum nefndarinnar af pólitískum ástæðum en ekki vegna þess, að meirihluti nefndarinnar hefði komizt að annarri efnislegri niðurstöðu um greiðslugetu sjávar- útvegsins en framan af. Þetta pólitíska mat endurskoðun- arnefndarinnar þarf að endurskoða í meðferð þingsins þótt engum detti í hug að taka eigi gjald fyrir nýtingu fiskimiðanna, sem sjávarútvegurinn stendur ekki undir. Deilurnar um leiðir til þess að inn- heimta auðlindagjald munu halda áfram næstu mánuði. Það verður líka deilt áfram um upphæð gjalds- ins. Þær deilur mega hins vegar ekki leiða athygli manna frá þeim miklu tíðindum, sem orðið hafa með sam- þykkt landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um að greitt skuli afnota- gjald vegna nýtingar auðlindar sem lögum samkvæmt er sameign ís- lenzku þjóðarinnar. UMRÆÐUR um sjávarút-vegsmál urðu líflegar á34. landsfundi Sjálfstæð-isflokksins sem haldin var í Laugardalshöll um helgina en á laugardag voru rædd drög að tillög- um meirhluta sjávarútvegsnefndar fundarins. Í umræðunum tókust m.a. á fylgjendur þess að farin yrði svokölluð fyrningarleið í sjávarút- vegsmálum og fylgjendur þess að samþykkt yrði tillaga sjávarútvegs- nefndar fundarins um að hóflegt gjald verði lagt á útgerðina fyrir af- not af veiðiheimildum. Er tillagan birt í heild sinni hér í blaðinu en hún var samþykkt óbreytt að loknum umræðunum sem ályktun fundarins. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, framsögumaður sjávarútvegsnefnd- ar fundarins, gerði grein fyrir um- ræddri tillögu og sagði að fundir nefndarinnar hefðu verið óvenju líf- legir enda hefðu mætt á þá tæplega tvö hundruð manns. Hann sagði m.a. að meginatriði tillögunnar væri að áfram skuli byggt á aflamarkskerfi sem og að útgerðin skyldi greiða hóflegt gjald fyrir afnot af veiði- heimildum. „Skoðun mín er sú og ég held flestra hér inni að hér sé um nokkra tímamótasamþykkt hjá sjáv- arútvegsnefnd að ræða. Verður ekki litið öðruvísi á en að hér hafi verið stigið gríðarstórt skref í sáttaátt af þeim sem hingað til hafa lýst sig andsnúna hvers kyns gjaldtöku af sjávarútveginum. Fyrir sjálfan mig segi ég að hún er lögð fram í því trausti og trú að hún horfi í sáttaátt.“ Síðan sagði hann: „Mér er hins vegar engin launung á því og ég væri ekki heiðarlegur ef ég greindi ekki frá þeirri skoðun minni að ég var með hálfgert óbragð í munninum þegar ég lagði fram þessa tillögu. En hún er hins vegar lögð fram í góðri trú og með góðum vilja og hún fékkst samþykkt í nefndinni með 63 atkvæðum gegn 53.“ Á eftir framsöguræðunni tóku fjölmargir landsfundarfulltrúar til máls. Einar Oddur Kristjánsson þingmaður var einn þeirra. Sagði hann tillögu nefndarinnar um hóf- legt veiðileyfagjald valda sér áhyggjum. „Ég held að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að hugsa það mjög alvarlega að á sama tíma og forysta flokksins ber gæfu til þess að bera fram tillögur um að lækka skatta á atvinnureksturinn erum við að koma með þessa tillögu. Ég veit að sjávar- útvegurinn stendur alls ekki vel og þótt hann standi vel þá stendur landsbyggðin ekki vel. Menn verða því að gæta sín óskaplega mikið þeg- ar þeir ræða um skattlagningu á þessa grundvallargrein í landinu.“ Björn Loftsson landsfundar- fulltrúi sagðist í ræðu sinni vera á móti kvótakerfinu og lagði fram til- lögu þar sem m.a. var lagt til að fundurinn ályktaði um afnám kvóta- kerfisins í fiskveiðum. „Ég veit að sumir geta verið ánægðir með þetta kerfi; þeir sem fengu mikinn kvóta og seldu hann strax á eftir. En þeir stungu þar með ekki nokkrum þús- undum heldur um þúsundum millj- ónum í sinn vasa... Maður er hreint alveg undrandi yfir því að mönnum skuli veitt leyfi til þess að taka þann- ig auðlind þjóðarinnar...“ Tillaga Björns um afnám kvótakerfisins var felld í atkvæðagreiðslu síðar um daginn. Tillaga um fyrningarleið Jónas Elíasson bar fram breyt- ingartillögu fyrir hönd þeirra fimm landsfundarfulltrúa sem vildu fara svonefnda fyrningarleið. Í þeim hópi voru auk hans þeir Sigurður Björns- son, Tryggvi Agnarsson, Markús Möller og Ellert B. Schram. Tillaga fimmmenninganna, eins og þeir voru gjarnan nefndir í umræðunum, var svohljóðandi: „Landsfundur hafnar tillögum meirihluta nefndar um end- urskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þær bregðast hvergi við misréttinu í úthlutun veiðiheimilda. Þær taka í engu á öryggisleysi sjávarbyggð- anna gagnvart kvótatapi. Þær eru ávísun á enn meiri skuldasöfnun og vaxtagreiðslur til útlanda og skerð- ing á þeim gjaldeyristekjum sem þjóðin hefur til ráðstöfunar.“ Og áfram segir í breytingartillög- unni: „Landsfundur skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að leggja þess- ar tillögur til hliðar og vinna þess í stað að breytingum á ákvæðum laga um úthlutun veiðiheimilda á grund- velli hugmynda auðlindanefndar um fyrningarleið og þjóðareign á fiski- stofnunum. Vandamál verst settu byggðanna þola hins vegar enga bið. Því skorar landsfundurinn á sjávar- útvegsráðherra að leita allra leiða til þess að bæta hlut hinna minni sjáv- arbyggða sem treyst hafa á afla krókabáta.“ Með síðustu setning- unni tóku fimmmenningarnir undir tillögu sjávarútvegsráðherra um krókabáta. Jónas hvatti landsfundarfulltrúa til að greiða atkvæði með breyting- artillögunni og fór fram á að skrifleg atkvæðagreiðsla færi fram um hana. Um breytingartillöguna sagði Jónas m.a.: „Við teljum að með henni sé komin fram sú tillaga sem þeir and- stæðingar núverandi kerfis sem tal- að hafa hér á undan geti greitt at- kvæði með. Við teljum að upp úr þessari vinnu sem í þessari breyt- ingu er boðuð geti komið upp kerfi sem allir geti sætt sig við – að minnsta kosti að einhverju leyti – og verði þannig grundvöllur einhverrar sáttar í þessu þjóðfélagi um þetta mikilvæga mál.“ Pétur H. Blöndal þingmaður tók næstur til máls og kvaðst styðja til- lögu fimmmenninganna. Hann gagnrýndi jafnframt tillögu meiri- hluta sjávarútvegsnefndar um veiði- gjald. Kallaði hann slíkt gjald skatt- lagningu og sagði að slík skattlagning myndi „að sjálfsögðu hækka með tímanum eins og aðrir skattar.“ Sagði hann að sjávarút- vegsnefndin hefði með tillögum sín- um ekki verið að fara sáttaleið og kallaði nefndina því „ósáttanefnd.“ Markús Möller, einn umræddra fimmmenninga, sagði m.a.: „Því verður ekki neitað að maður verður svolítið óstyrkur þegar maður fer upp á móti gervallri forystu Sjálf- stæðisflokksins sem situr þarna við borðið. En nú ber nauðsyn til því nú er Sjálfstæðisflokkurinn í vanda. Ef hann fer fram með þessa stefnu sem liggur í tillögum endurskoðunar- nefndar og liggur í þeim tillögum sem flokksforystan hefur lagt fyrir fundinn...fer hann gegn einstak- lingsfrelsi og gegn atvinnufrelsi...“ Síðan sagði hann: „Ætla menn að senda Sjálfstæðisflokkinn í kosning- ar með slíkt?“ Vísaði hann þar til til- lagna sjávarútvegsnefndar fundar- ins. Og áfram hélt hann: „Það væri eins og að senda flokkinn í kosningar með staurfót og lepp fyrir öðru aug- anu... Þið verðið að bjarga honum frá því að fara fatlaður í kosningar.“ Þess má geta að Markús Möller sagði sig úr flokknum daginn eftir þar sem breytingartilllögu hans og félaga hans hefði verið haf urður Björnsson og Tryg arsson, meðflutningsmenn artillögunnar, tóku einnig umræðunum og hvöttu land fulltrúa til að styðja tillögun Allir hæfilega ósát Einn þeirra landsfunda sem lagði áherslu á að fyrir tillaga sjávarútvegsnefnd sáttatillaga var Halldóra dóttir. „Og það er í raun þ þegar menn ná sáttum þá e ingsaðilar báðir eða allir ósáttir.“ Einn þeirra sem voru e við auðlindagjaldsleiðina björn Óttarsson. Hann sa „Ég er mjög ósáttur við a Hart tekist á í sjávarútvegsnefnd og í um „Gríðar stigið í á Árni Mat Hart var teki landsfundi helgina. Hér á e um sem fram fó Í ÁLYKTUN landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sjávarútvegs- mál er að finna eftirfarandi setn- ingu: „Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til þess að bæta hlut hinna minni sjávarbyggða sem treyst hafa á afla krókabáta.“ Í umræðum landsfundarins um tillöguna sagði Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra að hann hefði komið þess- ari setningu inn í ályktunardrögin í þeim tilgangi að ná sátt um veiðar krókabátanna. „Ég lagði fram þessa tillögu í nefndinni til þess að leita sátta varðandi krókab sagði hann í umræðunum á fundinum. „Ég er afskaple látur fyrir það að henni var ið og hún var samþykkt.“ Árni kvaðst hafa farið yf sjávarútvegsnefndinni hva að baki þessari tillögu og s hann frá því í umræðum á fundinum í stuttu máli. „Að lögunni liggur í fyrsta lagi krókabátar fái aflamark í k löngu. Í öðru lagi að um ve krókabáta gildi sömu alme reglurnar og um aflamark Vill ná sátt um vei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.