Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL ótti við hugsanlegar sýkla- árásir hefur gripið um sig víða um heim vegna frétta um að a.m.k. tólf Bandaríkjamenn hafi sýkst af milt- isbrandi eða fengið bakteríuna í tveimur ríkjum, Flórída og New York. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er hryðjuverk,“ sagði Tommy Thompson, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann bætti við að ekki væri vitað hvort miltisbrands- sýkingarnar tengdust al-Qaeda, samtökum Osama bin Ladens, sem er talinn hafa staðið fyrir árásunum á World Trade Center í New York og höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytis- ins í Washington 11. september. John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að grunur léki á að bin Laden væri við- riðinn miltisbrandssýkingarnar þótt það hefði ekki verið sannað. „Í mín- um huga er nokkuð ljóst að við ætt- um að íhuga þann möguleika að hann tengist þessu til að geta komið í veg fyrir fleiri sýkingar.“ Miltisbrandsgró í klámmyndum Átta menn í Flórída og fjórir í New York hafa sýkst af miltisbrandi eða fengið bakteríuna. Dvalargró miltisbrands hafa einnig fundist í klámljósmynd- um sem sendar voru frá Malasíu til skrifstofu Microsoft í Nevada en fyrstu rannsóknir bentu til þess að sex starfsmenn fyrirtækisins, sem snertu myndirn- ar, hefðu ekki fengið bakteríuna. Þeir eiga þó eftir að gangast undir fleiri rannsóknir. Að minnsta kosti tveir Banda- ríkjamenn hafa sýkst af miltisbrandi, sjaldgæfum bakteríusjúkdómi sem er yfirleitt banvænn komist sýkillinn í öndunarfærin. Annar mannanna lést 5. október, en hann var starfs- maður Sun, eins af dagblöðum út- gáfufyrirtækisins American Media í bænum Boca Raton í Flórída. Kona í starfsliði höfuðstöðva NBC í Rocke- feller Center í New York fékk bakt- eríuna í sár á húðinni þegar hún opn- aði bréf sem sent var yfirmanni hennar, Tom Brokaw, aðalfréttaþuli NBC. Önnur starfskona NBC hefur einnig fengið einkenni miltisbrands- sýkingar í húð. Aðrir starfsmenn American Media og NBC sem fengu bakteríuna hafa fengið sýklalyf og litlar líkur eru taldar á að þeir sýkist, að sögn sér- fræðinga. Skýrt var frá því í gær að starfsmaður Ford-bílaverksmiðj- anna í Edison í New Jersey kynni að hafa fengið bakteríuna, en niður- staða frumrannsóknar á sýnum úr manninum var tvíræð. Miltisbrandstilfellin í höfuðstöðv- um NBC eru rakin til bréfs sem var póstlagt í Trenton í New Jersey, en bréfið til Microsoft var póstlagt í Malasíu. Talið er að Osama bin Lad- en eigi tiltölulega marga stuðnings- menn í New Jersey og Malasíu. Sprengjutilræðið í World Trade Center árið 1993 var skipulagt í Jers- ey City og samstarfsmenn bin Lad- ens komu saman í Kuala Lumpur, stærstu borg Malasíu, í janúar árið 2000 til að skipuleggja sprengjuárás- ina á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen síðar sama ár. Bandaríska alríkislögreglan rann- sakar nú hvort miltisbrandsmálið tengist hryðjuverkunum 11. septem- ber en talsmenn hennar leggja áherslu á að of snemmt sé að meta mikilvægi póststimplanna á bréfun- um. Bard O’Neill, bandarískur sér- fræðingur í málefnum Mið-Austur- landa, sagði að auknar líkur væru á því að um samstilltar sýklaárásir væri að ræða og að menn bin Ladens stæðu með einhverjum hætti á bak við þær. „Ef þetta væru bara nokkrir brjálæðingar sem gerðu þetta víða í heiminum hefðu bréfin að öllum lík- indum ekki verið send á sama tíma,“ sagði hann. Sérfræðingar í sýklahernaði segja að þótt erfitt sé að breyta miltis- brandi í gereyðingarvopn sé auðvelt að rækta bakteríuna á rannsóknar- stofum og dreifa henni í litlum skömmtum, meðal annars með pósti. Bandarísk yfirvöld virðast lítið vita um tildrög miltis- brandstilfellanna. „Það eina sem við vitum er að þetta er hryðjuverk, vegna þess að sá sem gerir þetta er að reyna að valda skelfingu meðal al- mennings í Bandaríkjunum og það er auðvitað óviðunandi,“ sagði Thomp- son. Skýrt hefur verið frá því að eig- inkona aðalritstjóra Sun, eins af dag- blöðum American Media, hafi að- stoðað tvo af hryðjuverkamönnun- um, sem gerðu árásirnar 11. september, við að finna leiguhús- næði. Eiginkona ritstjórans, Gloria Irish, er fasteignasali í Delray Beach í Flórída. Hryðjuverkamennirnir tveir, Marwan Al-Shehhi og Hamza Alg- hamdi, óskuðu aðstoðar Irish við að finna íbúð sem þeir gætu leigt í þrjá mánuði. Irish útvegaði þeim húsnæði sem þeir leigðu frá júní til ágústloka. Talsmaður FBI áréttaði að engar vísbendingar hefðu komið fram um að tengsl væru milli miltisbrandsins í byggingu American Media og hryðjuverkamannanna. Ekkert benti til þess að aðstoð Irish við hryðjuverkamennina tengdist miltis- brandsmálinu. „Við teljum þetta að- eins tilviljun enn sem komið er,“ sagði talsmaðurinn. „Við fylgjum þessu eftir með einhverjum hætti.“ Reynt að sefa óttaslegna Bandaríkjamenn Bandaríski heilbrigðisráðherrann svaraði spurningum fréttamanna í nokkrum sjónvarpsstöðvum um helgina og reyndi að sefa Banda- ríkjamenn sem óttast að hryðju- verkamenn hafi undirbúið sýkla- hernað. Thompson sagði að engin sönnun væri fyrir því að „viðamikil sýkla- árás“ væri í undirbúningi í Banda- ríkjunum og jafnvel þótt slík árás yrði gerð hefðu stjórnvöld næg lyf við miltisbrandi handa allt að tveim- ur milljónum manna í hálft ár. Hann kvaðst ætla að biðja þingið síðar í vikunni að samþykkja fjárveitingu til að kaupa lyf sem nægðu tíu milljón- um manna til viðbótar. „Ég veit að fólk er hrætt,“ sagði Thompson í viðtali á CNN. „En ég vil fullvissa það um að stjórnvöld geta brugðist við hugsanlegum sýking- um.“ Thompson lagði áherslu á að mikill munur væri á því að fá bakteríuna á sig og því að sýkjast af miltisbrandi. Menn geta fengið sjúkdóminn með því að borða sýktan mat, fá bakter- íuna í opið sár eða anda að sér gróum bakteríunnar. Síðastnefndi mögu- leikinn er hættulegastur en menn þurfa að anda að sér þúsundum gróa til að sýkjast, að sögn The Wash- ington Post. Viðbrögð yfirvalda gagnrýnd Rudolph W. Giuliani, borgarstjóri New York, skýrði frá því á sunnudag að lögreglumaður, sem sótti bréfið til Brokaws, og tveir starfsmenn rann- sóknarstofu, sem snertu bréfið, hefðu fengið bakteríuna. Hún fannst í nefi tveggja þeirra og á andliti eins þeirra. Þeir hafa allir gengist undir fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð og Giuliani sagði að ekki væri búist við því að þeir fengju sjúkdóminn. Sér- fræðingar í vörnum gegn sýklahern- aði sögðu að mennirnir þrír hefðu lík- lega látið hjá líða að gera nægar öryggisráðstafanir þegar þeir snertu bréfið, nota t.d. grímur og hanska. Þegar grunsemdir vöknuðu um miltisbrand í höfuðstöðvum NBC var talið að bakterían hefði komið þang- að í umslagi sem sent var frá St. Pet- ersburg í Flórída og alríkislögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að rann- saka það ekki strax. Ashcroft sagði að tveir eða þrír dagar hefðu liðið þar til umslagið var sent á rannsóknar- stofu vegna þess að yfirmaður þeirr- ar deildar FBI í New York, sem ann- ast varnir gegn gereyðingarvopnum, hefði verið önnum kafinn við rannsóknarstörf í rústum World Trade Center. Aðstoðarkona Bro- kaws veiktist 29. septem- ber og leitaði til sérfræð- ings, Richard Frieds, 1. október. Hann grunaði strax að hún væri með miltisbrand og gaf henni sýklalyfið Cipro sem hefur gefið góða raun gegn sýklinum. Fried segist hafa haft samband strax við heilbrigðisyf- irvöld í New York og komist að því sér til mikillar furðu að þau vissu ekkert um miltisbrandsmálið í höf- uðstöðvum NBC, nær viku eftir að FBI hóf rannsókn þess. Mikil hræðsla er meðal íbúa New York við hugsanlegar sýklaárásir og lögreglan hefur fengið meira en 100 grunsamleg umslög til rannsóknar á sólarhring. Óttinn við sýklaárásir hefur breiðst út til annarra landa. Að minnsta kosti 16 byggingar í fimm borgum Ástralíu voru rýmdar í gær vegna umslaga sem innihéldu tor- kennilegt duft. John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu, sagði að um „gabb“ hefði verið að ræða í öllum til- vikunum. Ræðismannsskrifstofur Bandaríkjanna og Bretlands voru á meðal bygginganna sem voru rýmd- ar. Hundruðum manna var fyrirskip- að að fara út úr dómkirkjunni í Cant- erbury á Englandi um helgina eftir að maður sást hella niður dufti í einni af kapellum kirkjunnar. Duftið var tekið til rannsóknar. Þrír Bretar, sem höfðu farið í byggingar Americ- an Media og NBC, gengust undir rannsókn í Bretlandi þegar þeir sneru þangað aftur eftir heimsókn í Bandaríkjunum. 30 grunsamleg bréf, sem send voru frá Bandaríkjunum, voru rann- sökuð í Buenos Aires. Eitt bréfanna virtist vera frá flugskóla í Flórída þar sem nokkrir hermdarverka- mannanna, sem tóku þátt í árásunum 11. september, fengu flugþjálfun. Umslög, sem innihéldu duft, voru rannsökuð í gær í mörgum löndum, meðal annars Noregi, Danmörku, Sviss og Litháen. Torkennilegt duft fannst einnig í póst- herbergi skrifstofu Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, og yfirvöld rannsökuðu hvort duftið væri hættulegt. Nokkrar byggingar voru rýmdar í Frakklandi vegna grunsamlegra um- slaga, meðal annars bygging geim- vísindastofnunar landsins, skóli og skattstofa. Frönsk stjórnvöld sögð- ust í gær ætla að hefja framleiðslu að nýju á bóluefni gegn bólusótt vegna aukinnar hættu á sýklaárásum. Miltisbrandstilfellunum fjölgar og bakterían hefur fundist í þremur sambandsríkjum „Enginn vafi leikur á því að þetta er hryðjuverk“ AP Slökkviliðsmenn fjarlægja umslög úr byggingu tveggja blaða í Melbourne í Ástralíu. Að minnsta kosti 16 hús voru rýmd í gær vegna gruns um sýklaárás eftir að umslög, sem innihéldu torkennilegt duft, fundust í húsunum. New York. AP, The Washington Post, AFP. Óvíst hvort árásirnar tengjast bin Laden Leggja áherslu á að sjúkdóm- urinn er ekki smitandi Að minnsta kosti tólf menn hafa nú sýkst af miltisbrandi eða fengið bakteríuna í New York og Flórída og miltisbrandur hefur fundist í þriðja sambandsríkinu, Nevada. EINN af æðstu mönnum al-Qaeda, samtaka Sádi-Arabans Osama bin Ladens, sagði í til- kynningu sem birt var á myndbandi á laugardag að hermenn vesturveldanna ættu að yfirgefa Persaflóasvæðið og múslimar í Bandaríkjunum og Bretlandi ættu á næstunni að forðast flug- vélar og skýjakljúfa. Bresk stjórnvöld segja að þetta sýni að al-Qaeda hafi staðið að hryðjuverk- unum í september. Myndbandið var birt á sjónvarpsstöðinni Al- Jazeera í Qatar við Persaflóa. „Þessi síðasta yf- irlýsing er skýr viðurkenning á því að þeir hafi borið ábyrgð á hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um 11. september,“ sagði ónafngreindur heim- ildarmaður í breska utanríkisráðuneytinu. „Enginn getur lengur velkst í vafa um að Osama bin Laden og al-Qaeda ætla að halda áfram að fremja hermdarverk, æsa til þeirra og styðja þau. Þess vegna erum við staðráðnir í að draga til ábyrgðar bin Laden, al-Qaeda-samtök hans og þá sem styðja þau og veita skjól.“ John Prescott aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, er í opinberri heimsókn í Rússlandi. Er sjónvarpsstöðin BBC ræddi við hann lagði hann áherslu á mikilvægi yfirlýsingar al-Qaeda en margir múslimar segja enn að ekki hafi verið lagðar fram nægilegar sönnur á sekt bin Lad- ens. Prescott sagðist telja að með ummælunum staðfesti bin Laden að hann hefði verið að verki 11. september. „Fyrir fáeinum vikum vísaði hann því á bug að hann hefði átt nokkurn þátt í svo hryllilegum aðgerðum; allt að því fordæmdi það sem gerðist í New York,“ sagði Prescott. Al-Qaeda varar múslima við flugvélum og skýjakljúfum Bretar segja bin Laden hafa viðurkennt sök á hryðjuverkum London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.