Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BEÐIÐ eftir Godot var frumsýnt í París 1953 og er skemmst frá því að segja að sýningin færði Samuel Beck- ett frægð sem hafði látið á sér standa þrátt fyrir að hann ætti langan ritferil að baki. Verkið hefur farið sigurför um heiminn æ síðan og haft gífurleg áhrif á nútímaleikritun. Á Íslandi var verkið frumsýnt í Iðnó 1960 og sann- arlega kominn tími til þess að íslensk- ir leikhúsgestir fengju kost á að njóta þess á ný. Þessarar uppsetningar Borgarleikhússins hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst þar sem leikið er í nýju rými í leikhúsinu sem gefið hefur verið nafn- ið Nýja sviðið. Hér er um að ræða rúmgott gólfrými sem býður upp á marga möguleika, leikið er á gólfinu og áhorfendur sitja á upphækkuðum pöllum sem veita ágætis yfirsýn. Beðið eftir Godot er skrifað á tím- um mikillar umbyltingar í evrópskri leiklist. Þau leikrit sem þóttu mestum tíðindum sæta um og eftir miðja tutt- ugustu öldina hafa síðan verið kennd við fáránleika- og tilvistarstefnu og vel er hægt að spyrða Beðið eftir God- ot við hvort tveggja. Eins og gildir um önnur verk Becketts er það þjáning mannlegrar tilvistar og biðin eftir dauðanum sem liggur verkinu til grundvallar. Þjáning mannsins er ekki síst tilkomin vegna tilbreyting- arleysis tilverunnar sem markast af sífelldri vanabundinni endurtekningu og merkingarleysi í guðlausum heimi. Þessi yfirskipuðu þemu eru svo sann- arlega í forgrunni í Beðið eftir Godot. Í leikritinu hittum við fyrir tvo flakkara, Estragon (Hilmir Snær Guðnason) og Vladimir (Benedikt Erlingsson) sem staddir eru á eyði- legum sveitavegi og eru að bíða komu óljósrar persónu sem þeir kalla Godot og gefið er í skyn að þeir hafi beðið lengi. Biðin er þó árangurslaus, sendi- boði frá Godot (Arnmundur Ernst Björnsson) ber þeim þau skilaboð (tvisvar) að Godot komi „á morgun“ – og biðin heldur áfram. Hin óbærilega bið Estragons og Vladimirs og end- urtekningasamar athafnir þeirra kalla fram myndina af Sisyfosi með steininn og tengist þannig beint verki Camus um Sisyfos sem er eitt af grundvallarverkum bæði tilvistar- heimspekinnar og fáránleikastefn- unnar. Ýmsir hafa freistast til þess að túlka þá félaga sem tvær hliðar manneskjunnar, hina líkamlegu (Estragon, sem man aðeins atburði sem tengdir eru líkamlegum þörfum og kvartar sáran yfir því að stígvélin sín særi sig) og hina andlegu (Vlad- imir, sem fitlar við hattinn sinn og virðist hafa vald á fjölbreytilegri hugsun en félagi sinn). Í slíkri túlkun er Godot táknmynd Guðs sem mað- urinn leitar en finnur aldrei. Þessi túlkun er ekki verri en hver önnur, en verk Becketts er að sjálfsögðu opið fyrir ótal túlkunarmöguleikum eins og flest góð leikrit. Peter Engkvist leikstjóri er Íslend- ingum að góðu kunnur en hann leik- stýrði meðal annars rómaðri spuna- sýningu Skemmtihússins á Ormstungu. Leið hans að Beðið eftir Godot er að mörgu leyti sérstök. Hann „prjónar“ framan við verkið senu þar sem nokkur fjöldi manna gengur um sviðið og virðist vera að bíða einhvers. Hér koma við sögu ýmsir aðstandendur sýningarinnar: leikhússtjórinn, leikmyndahöfundur, sviðsmenn o.fl. Kannski eru þeir bara að bíða eftir því að sýningin hefjist? (Það er þá a.m.k. ekki tilgangslaus bið!) Raunsæi er látið lönd og leið í umgjörðinni; í stað sveitavegarins er leikið í rými sem minnir helst á það sem það „er“; hrátt leikrými. Tónlist skipar veigamikinn hlut í sýningunni og eru út frá henni spunnin atriði sem ekki eiga sér fyrirmynd í textanum (svo sem dansatriði). Að mínu mati eykur þetta bara á leikhúsupplifunina og er að engu leyti lýti á sýningunni. Tónlist Stens Sandells er sterk og eykur tvímælalaust áhrifamátt sýn- ingarinnar. Ýmsir kunna að finna að því að þeir Hilmir Snær og Benedikt séu fullung- ir fyrir hlutverkin og skal það látið liggja á milli hluta. Þótt þeir séu ekki komnir að fótum fram tókst þeim vel að koma til skila lífsþreytunni og þjáningu endurtekningarinnar og biðarinnar. Þeir mynduðu afar skemmtilegt par; Hilmir Snær átti auðvelt með að túlka allan skala til- finninganna, eins og við var að búast, og Benedikt naut sín sérstaklega vel í kómískari senum leikritsins. Í stað hefðbundinna flakkaratötra voru þeir klæddir í jakkaföt með bindi og vera kann að einhverjum kunni að finnast slíkir búningar stílbrot. En þá má benda á að Beckett sótti innblástur sinn ekki síst til flakkara kvikmynda- tjaldsins, Chaplins og Buster Keat- ons, sem voru eins og menn vita ætíð klæddir í jakkaföt og með hatta. Ég skil búningana sem vísun til þeirra fyrirmynda. Í hlutverkum Pozzos og Luckys voru Björn Ingi Hilmarsson og Hall- dór Gylfason. Björn Ingi náði ágæt- um tökum á húsbóndanum miskunn- arlausa en túlkun Halldórs á þjóninum niðurlægða og þjáða var heldur vafasamari. Hlutverk Luckys er líklega einna erfiðast að túlka í þessu verki; hér er um að ræða per- sónu sem er á mörkum hins mannlega og dýrslega; hann er þjónninn kvaldi sem virðist háður niðurlægingu hús- bóndans og bítur frá sér þegar honum er sýnd vinsemd. Áherslur Halldórs voru á stundum allfurðulegar og hér hlýtur að vera við leikstjórann að sak- ast ekki síður en leikarann. Arn- mundur Ernst Björnsson var fínn í hlutverki drengsins, enda ekki í fyrsta sinn sem hann stígur á svið þótt ungur sé. Beðið eftir Godot er löng sýning en aldrei langdregin. Verkið hefur elst vel, það býr ennþá yfir þeim galdri sem heillaði leikhúsáhorfendur fyrir tæpri hálfri öld. Þýðing Árna Ibsen er í alla staði mjög vönduð og málfarið eðlilegt og þjált. Þessi uppsetning LR á skilið góða aðsókn og leikhúsunn- endur ættu ekki að láta þetta tæki- færi til að sjá eitt merkasta leikrit tuttugustu aldarinnar fram hjá sér fara. Meðan við bíðum … LEIKLIST L e i k f é l a g R e y k j a v í k u r Höfundur: Samuel Beckett. Íslensk þýðing: Árni Ibsen. Leikstjóri: Peter Engkvist. Leikarar: Arnmundur Ernst Björnsson, Benedikt Erlingsson, Björn Ingi Hilmarsson, Halldór Gylfason og Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Tónlist: Sten Sandell. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Borgarleikhúsið. Nýja sviðið 14. október. BEÐIÐ EFTIR GODOT Soff ía Auður Birgisdótt ir Morgunblaðið/Jim Smart „Þeir mynduðu afar skemmtilegt par; Hilmir Snær átti auðvelt með að túlka allan skala tilfinninganna, eins og við var að búast, og Benedikt naut sín sérstaklega vel í kómískari senum leikritsins.“ „ÞETTA er lóðið!“ var fyrsta hugsun manns, þegar sextán ungir dansarar svifu inn á mitt gólf Hafn- arborgar í guðumlíkri samsvörun við löngu liðinn danshryn 16. aldar. Á sögufirrtri „öld augans“, skeiði stað- ar og stundar, hérs og nús, er ein- mitt framtak á við þetta það sem duga skal, ef forntónlist á að höfða til neyzlustýrðustu fórnarlamba dauða- rokks og túrbó-kapítalisma. Enda varð þétt setinn áheyrendahringur- inn til að undirstrika, að ekki skorti áhuga upplýstra tónleikagesta. Og það má alveg segja það strax, að ómótstæðilegur þokki og nákvæmni dansaranna – undir leiðsögn hins gazellufætta hvalreka frá Frakk- landi, Véronique Daniels, sem einnig sýndi nokkra sólódansa af eftir- minnilegri spengimýkt – var þvílíkt augnayndi, samtvinnað liprum söng og hljóðfæraslætti Musica Antiqua hópanna, að beinast hefði legið við að gera úr sjónvarpsþátt, enda kjörið sjónvarpsefni. Maður sæi hann fyrir sér ísprengdan stuttum fræðsluinnskot- um um dansmennt og tómstundalíf endurreisnarmanna. Hefði vissulega verið mikill fengur að nánari útlistun á einstökum dönsum í tónleikaskrá, en því var ekki að heilsa, að frátöldu því sem frú Daniels kynnti í munn- legu forspjalli, sem því miður barst ekki allt nógu vel til yztu afkima sal- arins. Óskipulagt þvöguhossið á hávær- um dansstöðum nútímans hefur fyrir löngu beint dansáhugafólki í gjöfulli áttir. Ýmist á vit samkvæmisdansa, þjóðdansa eða hálfa leið eins og í línudans C&W tónlistar. Menn vilja sem von er fá að upplifa stórform tónlistarinnar með fettum og fóta- burði, og þess nýtur sjaldnast í hrá- asta dynkjaskólpinu. Þar er aftur á móti allt annað uppi á teningi í fjöl- breyttum hreyfingum forndansanna, sem fylgja þáttaskilum tónverka lið fyrir lið. Kæmi ekki á óvart að fjöldi ungra sem eldri flórfíkla hændust í hrönnum að námskeiðum um dans- mennt renessans- og barokktímans, þar sem saman færu tónlistarupp- lifun, menningarsaga, skemmtun, líkamsrækt og almenn háttprýði, ef hér nyti til frambúðar hæfileika- kennara á við Véronique Daniels. Ónefnd ungmenni úr dansara- hópnum lásu tvisvar upp úr „Bók hirðmannsins“ eftir Baldassare Castiglione frá 1528 á ítölsku og ís- lenzku, þ.e. um förðun og fegurð kvenna og stertimennsku ballherra, og léði það uppákomunni skemmti- legan tímahylkisblæ, þrátt fyrir óþarflega langa inngangskafla á ítölsku. Þó að dansatriðin væru að þessu sinni í forgrunni, gat einnig að heyra nokkur falleg ódönsuð tónlist- aratriði, ýmist sungin fjór- eða fimmrödduð af söngvarahópnum eða leikin af hljóðfærahópnum. Lengsta söngverkið var meistaralegur 5 radda madrígal eftir Marenzio, Solo e pensoso (1599), sem tókst að mestu mjög vel, þrátt fyrir svolítinn stirð- leika og stöku yfirskot í inntónun, enda varla nema á færi stórsnillinga að hefja þessa grein, sem hugsuð var til heimilisskemmtunar flytjenda, upp á opinberan konsertpall. Kvin- tettinn hefur mjög fallegum röddum á að skipa og ætti að geta náð langt með þrotlausri ástundun. Minna kom á óvart frammistaða okkar elzta og nánast eina forntón- listarkammerhóps með þeim hjónum Camillu Söderberg og Snorra Erni Snorrasyni í leiðtogasæti, sem lék allt af samstilltri lipurð. Sama gilti um slagverksmann hópsins, sem gegndi þýðingarmiklu hlutverki í þessari tónlist frá því rétt áður en nýtilkominn harmónískur rytmi lagði af allan bumbuslátt (annan en á pákur) á 17. öld. Var hvarvetna mjög smekklega sleginn takturinn – nema helzt í „double“-kafla La Caccia d’A- more, þar sem skreyttu ásláttar- mynztrin urðu fullóróleg. TÓNLIST H a f n a r b o r g Le Gratie d’Amore – ítalskir radd- söngvar, dansar og kanzónur frá endurreisnartíma. Dansarar: Vér- onique Daniels ásamt nemendum úr Leiklistar- og tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Tónlistar- skólanum í Reykjavík og Listdans- skóla Íslands. Söngur: Kristín Erna Blöndal S, Guðrún Edda Gunn- arsdóttir A, Eyjólfur Eyjólfsson T, Örn Arnarson T & Benedikt Ing- ólfsson B. Hljóðfæraleikur: Camilla Söderberg, Helga Aðalheiður Jóns- dóttir & Ragnheiður Haraldsdóttir, blokkflautur; Lilja Hjaltadóttir, fiðla; Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, gamba; Snorri Örn Snorrason, lúta; Eggert Pálsson, slagverk. Laugardaginn 13. október kl. 18. DANSTÓNLEIKAR Sjónrænn söguniður Ríkarður Ö. Pálsson Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. SAUTJÁNDU tónleikarnir í röðinni Bach í Breiðholtskirkju verða í kvöld kl. 20:30. Það er Jörg E. Sonder- mann sem leikur á orgel. Sautjándu Bach- tónleikarnir HUGSJÓNIR í íslenskri pólitík er yfirskrift tmm-kvölds sem haldið verður á Súfistanum í kvöld kl. 20. Frummælandi verður Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur og höfundur greinarinnar „Allt sama tóbakið?“ í nýjasta hefti tmm. Á eftir kynningu Guðmundar leggja orð í belg Árni Snævarr fréttamaður, Björn Ingi Hrafnsson fréttamaður, Mikael Karlsson prófessor og Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Tmm-kvöld á Súfistanum ÚTHLUTUN úr Söngvarasjóði FÍL, fór fram á dögunum. Þremur styrkjum að upphæð 150.000 kr. var úthlutað og féllu þeir í skaut Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Sig- urlaugu Knudsen og Einari Guð- mundssyni. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega unga söngnema til fram- haldsnáms í listgrein sinni. Í úthlutunarnefnd eiga sæti Stef- án Arngrímsson og Hrönn Hafliða- dóttir. Styrkir til framhalds- náms í óperusöng Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Arngrímsson afhendir aðstandendum styrkþega styrkinn. Aðrir á myndinni eru Stefán Ásgrímsson, Sif Knudsen, Guðmunda Elíasdóttir, Elva Dögg Garðarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hrönn Hafliðadóttir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.