Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 25 Kosmeta Síðumúla 17 • Sími 588 3630 Hárið glampar og glansar VETRARDAGSKRÁ Kaffileik- hússins í Hlaðvarpanum hefst ann- að kvöld með frumsýningu á verk- inu Veröldin er vasaklútur. Það er The Icelandic Take Away Theatre sem semur verkið, en Kaffileik- húsið verður athvarf Take Away leikhússins í vetur. Kaffileikhúsið er að hefja sitt sjöunda starfsár að sögn Eddu Jónasdóttur, rekstrar- stýru Hlaðvarpans. Fimm sýningar eru ráðgerðar á fyrri hluta starfs- ársins, auk verksins sem frumsýnt verður annað kvöld verður breskt uppistand á dagskrá í lok nóvem- ber, þar sem Alan Cochrane og Howard Read skemmta Íslending- um, en þeir hafa getið sér gott orð á öllum helstu uppistandsstöðum Bretlands á liðnum árum. Þriðja verkefni Kaffileikhússins er leikritið Eva, sem tekið er upp frá fyrra starfsári, en einleikurinn fjallar um miðaldra sjónvarpskonu í glímu við aldurinn og fegurð- ardýrkun nútímans. Jólaleikrit Kaffileikhússins verður einleikur- inn Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerintu. Loks verður svo verk Völu Þórsdóttur og Icelandic Take Away-leikhússins, Háaloft, tekið til sýninga að nýju. Stórsveitin verður hljómsveit hússins Nýjung í starfsemi Kaffileik- hússins í vetur verður að sögn Eddu Jónasdóttur að Stórsveit Reykjavíkur verður eins konar húshljómsveit, og verða fyrstu tón- leikar sveitarinnar í Kaffileikhús- inu 31. október. Kaffileikhúsið er einnig í samvinnu við Tapas-barinn á neðri hæð hússins, en Tapas- barinn býður upp á veitingar að spænskum sið með leiksýningum í húsinu. Leikritið Veröldin er vasaklútur er gamanleikur, unninn út frá trúðatækni og því sem kallað er leikmunavinna. Ekkert handrit er gert að verkinu, það er samið af aðstandendum sýningarinnar á æf- ingum. Leikstjóri sýningarinnar er Neil Haig, og hann segir að verkið sé unnið út frá ákveðinni hugmynd eða ramma. „Hugmyndin var að verkið snerist um líf tveggja bak- ara sem taka þátt í aðgerðum and- spyrnuhreyfingar. Þetta er óskil- greind andspyrnuhreyfing; – við vitum ekki hverju hún berst gegn, – en bakararnir eru stöðugt að bjarga mannslífum. Þetta snýst um þess konar hetjudáðir. Þetta býður upp á ýmsa möguleika við að tengja saman margar litlar sögur í eina heild,“ segir Haig. Leikararnir í sýningunni eru Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúla- dóttir, en sviðsmynd og búninga hannar Katrín Þorvaldsdóttir. Ágústa segir bakarana vænar per- sónur. „Þeir eru örlátir; bakaríið þeirra er í hjarta bæjarins og þeg- ar þeir eru beðnir um að aðstoða andspyrnuhreyfinguna komast þeir að því að þeir eru mun félgaslegar sinnaðir en þeir höfðu ímyndað sér.“ „Þeir kunna ekki að segja nei,“ segir Haig, „jánka öllu og taka allt að sér sem þeir eru beðnir um,“ og Vala bætir við: „Þeir bretta bara upp ermarnar og tak- ast á við verkefnin, hvort sem það er að baka brauð eða að bjarga mannslífum. Fyrir þá er hvort tveggja angi af sama veruleika. Sjálfsbjargarviðleitnin er þeim í blóð borin, og þeir verða að finna lausnir á sínum vandamálum.“ Þær Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir hafa báðar mikla reynslu af leiklistarkennslu og leik- stjórn bæði hér á landi sem erlend- is. Ágústa hefur leikið í flestum uppfærslum leikhússins, bæði í Lundúnum, þar sem leikhúsið var stofnað, og hér heima, ásamt því að eiga stóran þátt í að semja mörg þeirra verka sem það hefur sett á svið. Síðustu misseri hefur Ágústa getið sér gott orð fyrir uppistand víða á Bretlandseyjum þar sem hún er búsett. Vala hefur starfað sem leikkona, höfundur, leikstjóri og kennari síð- astliðin 6 ár. Hún hefur unnið mik- ið með The Icelandic Take Away Theatre bæði hér á landi og í Eng- landi, bæði sem höfundur og leik- kona. Hún hefur sýnt sex einleiki eftir sig, nú síðast Háaloft í Kaffi- leikhúsinu. Með rætur í ensku leikhúsi The Icelandic Take Away Theatre var stofnað af þremur konum í Lundúnum árið 1996. Leikfélagið starfaði fyrstu fjögur árin alfarið í Englandi, en hóf starfsemi sína hérlendis árið 2000, þegar tvö verka þess, Dóttir skáldsins og Háaloft, voru valin úr fjölda nýrra íslenskra leikverka til að taka þátt í leiklistarhátíðinni Á Mörkunum. The Icelandic Take Away Theatre hefur lagt metnað sinn í að flytja ný leikverk, og hef- ur sett upp níu frumsamin leikrit á fimm árum og nýja leikgerð eftir skáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar, Englar alheimsins. Leik- félagið fékk gagnrýnendaviður- kenninguna á leiklistarhátíð jaðarleikhúsa í Búdapest í apríl 2001 og fyrstu verðlaun á Evr- ópsku kvennaleikhúshátíðinni í Finnlandi sama vor. Þetta er ell- efta leikverk félagsins. Morgunblaðið/Golli Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir í hlutverkum bakaranna jákvæðu í verkinu Veröldin er vasaklútur. Baka brauð og bjarga mannslífum Fyrsta frumsýningin í Kaffileikhúsinu á þessu leikári BANFF fjallakvikmyndahátíðin verður haldin í Háskólabíói í kvöld og annaðkvöld kl. 20.15, bæði kvöldin. Hátíðin er á vegum versl- unarinnar Nanoq/Skátabúðarinn- ar í Reykjavík og er þetta fjórða sinn sem hátíðin kemur hingað til lands. Í ár verður sérstök hátíðasýning í tilefni 25 ára afmælis hátíðarinn- ar, auk úrvals bestu kvikmynda síðasta árs. Að þessu sinni eru 11 myndir á hátíðinni m.a. Sishap- angma – a celebration of life, Stik- ine River Fever, Y2sKi, El Capit- an. Af eldri myndum er helst að nefna Solitairy Journey, mynd Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal um fjallamennsku í Tindfjöllum og fleira þar sem sýnt er frá heim- sókn sir Edmund Hillary til Ís- lands árið 1955. Forsala aðgöngumiða er í versl- uninni Nanoq í Kringlunni. Ellefu myndir á Banff- hátíðinni í Háskólabíói SAMSÝNING 12 listamanna verður opnuð í Sparisjóðnum í Garðabæ að Garðatorgi 1 kl. 17.30 á morgun. Sýningin er samstarfsverkefni Sparisjóðsins í Garðabæ og Menn- ingarmálanefndar Garðabæjar. Hún verður opin á afgreiðslutíma Spari- sjóðsins út árið 2001. Myndlist á Garðatorgi  ÍSLENSKIR milljarðamæringar – Efnuðustu menn þjóðarinnar og leiðir þeirra til auðs og valda er eft- ir Pálma Jónasson. „Í bókinni er fjallað um efnuðustu menn þjóð- arinnar og ferill þeirra rakinn, kryddaður sögum úr hörðum og framandi heimi þar sem auðurinn getur margfaldast eða horfið á auga- bragði. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar eignatilfærslur á Íslandi. Myndast hefur hópur vell- auðugra Íslendinga sem eru millj- arðamæringar, eiga eignir að verð- mæti meira en 1.000 milljónir króna. Milljarðamæringarnir eru yfir 50 talsins og eiga margir fátt annað sameiginlegt en auðinn,“ segir í kynningu. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 332 bls., innbundin og prentuð í prentsmiðjunni Odda. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði bókarkápu. Verð 4.490 kr. Nýjar bækur  SORG í ljósi lífs og dauða er eftir sr. Braga Skúlason. Höfundur hefur starfað sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum frá 1989. Í bókinni fjallar hann um sorgina frá ýmsum hliðum. Efn- isþættir eru m.a. missir barna, sjálfs- víg, sorgarferli í ýmsu samhengi, for- boðin sorg, staðurinn sem þú forðast, fóst- urlát, dauðinn og skólastofan, lík- brennsla, friðhelgi sorgarinnar, bernskuáföll og leiðsögn fullorðinna, að eldast. Bókin er samsafn greina, fyrirlestra og ljóða höfundar 1989- 2001. Bókin fæst í Kirkjuhúsinu og hjá höfundi. Bragi Skúlason Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.