Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 56
Starfsfólk í prentiðnaði SAMKVÆMT upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins er uggur í forráðamönnum prent- smiðja vegna yfirvofandi sam- dráttar. Nýleg könnun samtak- anna meðal 15 stórra prent- fyrirtækja leiddi í ljós að til áramóta gæti starfsfólki í greininni fækkað um hátt í 50. Um 90 færri starfa nú í prent- verki en á sama tíma í fyrra. Fleiri bækur prentaðar hér vegna hagstæðs gengis Ekki liggur endanlega fyrir hversu hátt hlutfallið verður af þeim bókum á komandi jólaver- tíð sem prentaðar verða hér á landi. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Sigurður Svav- arsson, telur að fleiri bækur verði prentaðar hér á landi vegna hagstæðrar gengisþró- unar og á móti verði færri bæk- ur prentaðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé útlit fyrir að fleiri bækur verði prentaðar í löndum eins og Lettlandi og Slóveníu og því verði heildar- myndin svipuð og í fyrra. Þá voru 66,6% jólabókanna prent- uð hér á landi og 33,4% í útlönd- um, sem var aukning um 2,4 prósentustig frá fyrra ári hvað innlendar prentsmiðjur varð- aði. Útlit fyrir fækkun um 50 til áramóta  Prentsmiðjur/6 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir hefur ósk- að eftir því við Hollustuvernd ríkisins að því sé beint til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga að óstimplað og ólöglegt kjöt sé ekki tekið inn í kjöt- vinnslur, mötuneyti, stóreldhús og verslanir. Einnig hefur yfirdýralæknir skrifað Meistara- félagi kjötiðnaðarmanna og hvatt þá til að forðast að taka að sér vinnslu á ólöglegu kjöti og menga þannig tæki og tól. Yfirdýralæknir hefur sömu- leiðis óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það biðji lögreglustjóra um land allt að auka eft- irlit með flutningum á ólöglegu kjöti á vegum landsins og ólöglegri starfsemi, t.d. í þéttbýli. Ef vart verður við slíkt kjöt í dreifingu verður það gert upptækt og því fargað á viðunandi hátt. Halldór sagði við Morgunblaðið að heilbrigð- isyfirvöld hefðu sent viðlíka viðvörun og ráðlegg- ingar út fyrir fáum árum þar sem bændur og neyt- endur voru á þessum árstíma minntir á þau lög og reglur sem giltu um heimaslátrun. Slátrunin er að- eins heimil vegna eigin neyslu á sveitabýlum en öll sala og dreifing út fyrir túnfótinn er ólögleg. Í lög- um nr. 96 frá 1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra kemur m.a. fram að brot gegn sömu lögum geta varðað sektum eða fangelsi ef sakir eru miklar. Getur verið hættulegt til neyslu Halldór, sem ritar grein um þessi mál í Bænda- blaðinu í dag, sagði sögusagnir hafa verið á kreiki um að heimaslátrað kjöt hefði verið boðið til sölu í haust í verslunum og veitingastöðum og því hefði hann óskað eftir hertu eftirliti. Í grein sinni bendir yfirdýralæknir einnig á að förgun úrgangs eftir heimaslátrun hafi verið ábótavant. Mikilvægt sé að hundar, vargfuglar og meindýr komist ekki í slíkan úrgang vegna barátt- unnar við að halda niðri sullaveiki og koma í veg fyrir offjölgun vargfugls og meindýra sem iðulega séu smitberar salmonellu og kampýlobakter. „Það segir sig því sjálft að kjöt sem kemur frá heimaslátrun, við ófullkomnar aðstæður og eft- irlitslaust, getur aldrei orðið söluvara eða farið til annarrar dreifingar. Neytendur sem kaupa slíkt kjöt hafa enga tryggingu fyrir því hvaða með- höndlun dýrin fengu fyrir slátrun og við hvaða að- stæður var slátrað. Kjötið getur verið hættulegt til neyslu, m.a. valdið matareitrunum. Fari slíkt kjöt í dreifingu og vinnslu getur það mengað önnur mat- væli í kjötvinnslum, verslunum... og þannig valdið stórfelldum matareitrunum og matarsýkingum,“ segir yfirdýralæknir ennfremur í greininni. Yfirdýralæknir minnir bændur og neytendur á lög um heimaslátrun Eftirlit verði hert með flutn- ingi og sölu á ólöglegu kjöti LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum um helgina ályktun þess efnis að áfram skuli byggt á aflamarkskerfinu en að útgerð- in greiði hóflegt gjald fyrir afnot af veiðiheimildum. Gjaldið taki annars vegar mið af kostnaði hins op- inbera vegna stjórnunar fiskveiða og hins vegar af afkomu sjávarútvegsins á hverjum tíma. Þessi vilji landsfundarins kemur fram í heildar- ályktun fundarins um sjávarútvegsmál og hljóðar svo: „Landsfundur tekur undir álit meirihluta nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða um að áfram skuli byggja á aflamarkskerfinu en út- gerðin greiði hóflegt gjald fyrir afnot af veiðiheim- ildum sem annars vegar taki mið af kostnaði hins opinbera vegna stjórnunar fiskveiða og hins vegar af afkomu sjávarútvegsins á hverjum tíma. Sam- hliða þessu er nauðsynlegt að auka frjálsræði í rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og að hluta gjalds- ins verði varið til að byggja upp atvinnulíf í þeim byggðarlögum sem treyst hafa á sjávarútveg.“ Þá kemur eftirfarandi setning fram í heildarályktun- inni sem Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á að kæmi inn: „Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til þess að bæta hlut hinna minni sjávarbyggða sem treyst hafa á afla krókabáta.“ Drög að ályktuninni voru fyrst samþykkt á fundi sjávarútvegsnefndar fundarins með 63 atkvæðum gegn 53. Síðan voru þau samþykkt óbreytt á sjálf- um landsfundinum, eftir nokkrar umræður, með „öllum þorra atkvæða gegn einu“, eins og Halldór Blöndal orðaði það. Áður hafði fundurinn hins vegar hafnað breytingartillögu fimm landsfundarfulltrúa sem gekk m.a. út á svonefnda fyrningarleið. Sú til- laga var felld með 520 atkvæðum gegn 121 atkvæði. Tólf hundruð fulltrúa landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll Samþykkir að útgerðin greiði hóflegt veiðigjald Morgunblaðið/Golli Formanni og varaformanni Sjálfstæðis- flokksins var ákaft fagnað á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins eftir að þeir höfðu báðir verið endurkjörnir til næstu tveggja ára með yf- irgnæfandi hluta atkvæða.  Gríðarstórt/28–29  Ríkisútvarpinu/10–11 HIÐ dæmigerða haustveður; rigning og rok, hefur leik- ið um landann undanfarna daga. Við slíkar aðstæður er eins gott að vera vel búinn eins og þessi kona sem ljós- myndari Morgunblaðsins rakst á í gær. Ekki er þó víst að regnhlífin hafi dugað lengi enda láta slíkar hlífar oft undan þegar rokið er annars vegar. Morgunblaðið/Þorkell Rokið og rigningin DÁNARTÍÐNI í vinnuslysum er mun hærri hérlendis en í vinnuslys- um í Evrópulöndum samanlagt eða sjö á hverja eitt hundrað þúsund starfandi menn á móti 3,6 í Evrópu- löndum. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, kynnti þessar tölur á blaðamannafundi í gær við upphaf evrópsku vinnuverndarvikunnar og sagði hann skýringuna að einhverju leyti geta falist í vanskráningu vinnuslysa í sumum löndum Evrópu en ljóst væri að Íslendingar yrðu að taka sig á og gera átak í því að fækka vinnuslysum. Sé aðeins litið á dánartíðni vinnu- slysa í landi eru þau um þrjú á hverja 100 þúsund vinnandi menn. Um 1.200 vinnuslys tilkynnt árlega til Vinnueftirlitsins Kristinn sagði um 1.200 vinnuslys tilkynnt árlega til Vinnueftirlitsins en vinnuslys ber að tilkynna ef þau valda meira en dags fjarvist. Hann segir flesta sem slasast vera unga karlmenn nýlega komna á vinnu- markaðinn. Tilkynnt vinnuslys hér- lendis eru um 840 á hverja 100 þús- und starfandi einstaklinga og eru alls tilkynnt u.þ.b. 1.200 vinnuslys á ári hverju. Vinnuslys tíðari hérlendis  Um 1.200/12 GREININGARDEILDIR nokkurra erlendra verðbréfa- fyrirtækja mæla nú með kaupum á hlutabréfum í líf- tæknifyrirtækinu deCODE Genetics, móðurfélagi Ís- lenskrar erfðagreiningar, og telja að gengi bréfanna geti orðið allt að 14 dollarar á komandi ári. Lokagengi bréfa deCODE á Nasdaq í gær var 8,11 Bandaríkjadalir og hafði hækkað um 0,87% frá fyrri degi. Verðbréfafyrirtækin sem mælt hafa með kaupum á bréfum í deCODE eru banda- rísku fyrirtækin JP Morgan og Lehman Brothers og belg- íska fyrirtækið Puilaetco. Erlend verðbréfa- fyrirtæki mæla með deCODE  Mælt með/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.