Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 35 ✝ Jóhannes Jóns-son fæddist í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði 8. maí 1928. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 8. októ- ber síðastliðinn. Jó- hannes er sonur Jóns Péturssonar og Vil- borgar Jóhannsdótt- ir í Geirshlíð, þau eignuðust sex börn: Ljótunn, f. 16.4. 1914, Pétur, f. 28.8. 1917, Anna Katrín, f. 29. 4, 1920, Guðrún, f. 29.4. 1920, Sig- ríður M., f.10.6.1923, og yngsta barn þeirra var Jó- hannes. Eftirlifandi eiginkona Jóhannes- ar er Aðalheiður Friðriksdóttir, f. 12.1. 1928, dóttir Friðriks Þorsteins- sonar og Ragnheiðar Jóhannsdóttur. Syn- ir Jóhannesar eru Hermann, kvæntur Elísu Friðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn og Kristinn, hann á tvö börn. Út- för Jóhannesar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Faðir minn er látinn. Hann lést eftir tveggja vikna legu á Landspít- alanum, rænulaus eftir að hann fékk blóðtappa í höfði og annan eftir að inn á sjúkrahús var komið. Hann yf- irgaf þennan heim kvalalaust, að við höldum. Þessi gleðimaður eignaðist nokkra góða vini í gegnum vinnuna en henni sinnti hann vel, var mikill fagmaður og hugsaði vel um við- skiptavini sína. Hann eignaðist mig og Kristin bróður minn, áður en hann kynntist sinni eftirlifandi konu. Ég reyndi mikið að kynnast honum náið, og er ekki ánægður hvernig til tókst, ég er kannski hálfgerður tré- hestur, eins og hann var vanur að segja um sjálfan sig. En það sem mér þykir verst er að eina auðsins sem hann skilur eftir sig, fyrir utan eiginkonuna, fékk hann ekki að njóta, það eru barnabörnin. Ætla ég mér að hafa æðruleysisbænina sem lokabæn mína til hans. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guð geymi þig og styrki þína eftirlifandi konu. Hermann Jóhannesson og fjölskylda. Horfinn er frá okkur kær vinur og félagi, Jóhannes Jónsson rafvirki. Við sem nefnum okkur hér erum dá- lítill hópur sem átti samleið í námi við rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík frá haustinu 1954 til vors 1956. Í tólf manna hópi okkar, sem lukum prófum sem raffræðingar um vorið, var Jóhannes. Strax í upphafi myndaðist mjög góð samheldni og vinátta sem hefur haldist. Jóhannes var ávallt einn þeirra sem hvatti til þess að komið væri saman að rækta vinskapinn. Það gerðist líka reglu- lega og um langt skeið árlega, oftast að vori og stundum oftar. Eiginkon- ur bættust og í hópinn. Jóhannes var jafnan, í krafti traustleika, glaðrar og hressilegrar framkomu kjarninn í samheldni okkar og vináttu. Hann hafði þann hátt á að grípa símann, spjalla og ýta undir þegar tilefni var til að hittast. Oft lá leiðin á heimili Jóa og Aðalheiðar til samfunda. Nokkrir úr hópnum eru þegar horfn- ir yfir móðuna miklu. Af tólf eru að- eins átta eftir. Við kveðjum þig með söknuði eftir langa vináttu, kæri skólabróðir og vinur og að leiðarlokum berum við fram þakkir okkar fyrir kynnin við þig, góði og trausti félagi. Aðalheiði og ættingjum vottum við innilega samúð. Skólafélagarnir. Ég er á leið upp í Borgarfjörð. Jó- hannes hafði boðið mér að líta inn upp í sumarbústað sinn yfir helgina. Ég keyri veginn upp Flókadalinn eftir leiðarlýsingu sem Jóhannes hafði gefið mér. Efir því sem ofar dregur gef ég ánni meiri gaum því ég veit að hann á að vera við veiðar í Flóku. Allt í einu sé ég hvar maður stendur all léttklæddur á árbakkan- um. Varla getur það verið lenska að veiða svona klæddur í ánni hugsa ég með mér um leið og ég nálgast manninn. Og svei mér þá, þetta er þá Jóhannes. Ég heilsa honum og spyr hann tíðinda. Þá kemur í ljós að hann er búinn að fá lax, en þegar hann er að ganga frá laxinum eftir löndun verður honum það á að reka sig í stöngina sem við það fellur í ána. Þetta er forláta stöng sem tengda- faðir hans hafði gefið honum og er honum því mikill kjörgripur. Ekki er að orðlengja það að Jóhannes, eins og honum einum var lagið, skutlar sér í hylinn og í þriðju atlögu nær hann stönginni. Hann var því að hrista sig eftir góðan sundsprett þegar ég leit hann augum frá veg- inum. Það sem eftir er dagsins veiði ég á móti Jóhannesi. Við reitum upp tvo fiska áður en dagur er að kveldi kominn. Þá er haldið upp í sumarbú- stað þar sem Hedda bíður okkar með heita kjötsúpu, eins og henni einni er lagið. Í þessu fallega umhverfi hjá þeim hjónum kviknaði í brjósti mér löngun til að eignast sumarhús sem síðar varð að veruleika. Jóhannes var rafvirki að mennt. Hann hélt síðar til Bandaríkjanna þar sem hann vann hjá fyrirtækinu Westinghouse við góðan orðstír. Það var síðan Pálmi í Hagkaup sem fékk hann til að koma heim og starfa hjá fyrirtækinu. Þegar ég hóf þar vinnu 1970 var Jóhannes yfirmaður póst- verslunar og lagers en umsvif póst- verslunarinnar voru umtalsverð á þessum árum. Hann varð síðar versl- unarstjóri í Skeifunni en sneri sér síðan að iðngrein sinni og sá um allt rafmagnsviðhald í Hagkaupsbúðun- um um árabil. Þar nýttist vel hans einstaki dugnaður og samviskusemi og tryggð við fyrirtækið. Hann stofnaði ásamt konu sinni raftækja- verslunina Glóey sem í byrjun var staðsett í Bolholti en flutti síðar í Ár- múla. Þekking Jóhannesar á öllu því er að rafmagni laut ásamt með- fæddri greiðasemi gerði verslunina vinsæla hjá viðskiptavinunum. Hedda stóð við hlið manns síns í búð- inni ásamt því að sjá um bókhald og fjármál fyrirtækisins. Fyrir nokkr- um árum seldu þau síðan verslunina. Hér fyrr á árum var algengt hjá Hagkaup þegar sjóðstaða var slæm og jafnvel söluskattur í nánd að fara með markaði út á land. Jóhannes fór með marga þessa markaði. Oftast og lengst var farið vestur á Ísafjörð. Nú erum við á leið þangað með markað. Vörurnar fara með flutningabíl en við förum keyrandi á Bronconum hans Jóhannesar og er förinni heitið í fyrsta áfanga í Flókalund. Þangað komum við síðla dags. Við höfðum stöngina með og rennum fyrir fisk í vatninu og náum meira að segja ein- um laxi í útfallinu. Næsta dag er haldið til Ísafjarðar og markaðurinn settur upp. Húsið er lítið en margra ára reynsla Jóhannesar við að setja upp markað við erfiðar aðstæður gerir þetta auðvelt. Fréttin berst fljótt um bæinn. Hann Jói í Hagkaup er mættur. Þegar við opnum streym- ir fólkið að. Jóhannes tekur í höndina á köllunum og kyssir konurnar á kinnina og það er eins og Ísfirðingar séu að taka á móti ættingja sem kominn er langt að eftir langa fjar- veru. Salan gengur vel. Við fáum við- bótarvörur og aðsóknin er góð. Eftir tíu daga tökum við saman. Góðri markaðsferð er lokið. Við keyrum Djúpið til baka. Nú líður að jólum og rafmagnið er að detta út öðru hvoru í Skeifunni. Það er dýrt að missa rafmagnið út í miðri jólaösinni þó um stuttan tíma sé að ræða. Pálma tekst að fá lánaða rafstöð hjá Vegagerðinni og Jóhann- es tengir hana inn á kerfið. Nú má sko rafmagnið fara, segir Jóhannes. Og það eru orð að sönnu. Með raf- stöðina og Jóhannes á vakt eru okk- ur allir vegir færir. Þetta verður til þess að keyptar eru vararafstöðvar fyrir stærstu Hagkaupsverslanirn- ar. Í Bandaríkjunum kynntist Jó- hannes eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Friðriksdóttur. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þar steig Jóhannes eitt sitt gæfuríkasta spor á lífsleiðinni. Í lífsins ólgusjó þar sem Bakkus var stundum full nálægur var hún það bjarg sem hann gat ávallt leitað hlés við. Staðfesta henn- ar og trygglyndi var einstakt. Jó- hannes kunni líka vel að meta hana og engan manninn hef ég þekkt sem jafn oft og vel talaði um konu sína. Ég minnist þess eitt skipti fyrir jól, þá hringdi Jóhannes í mig og var er- indið að spyrja mig ráða um jólagjöf handa eiginkonunni. Ég nefndi nokkrar tillögur úr mínum fátæk- lega hugmyndabanka. Jóhannes not- aði enga þeirra en fann sjálfur gjöf sem var miklu tilkomumeiri. Ekkert var nógu gott handa Heddu. Nú er Jóhannes lagður í sína hinstu för. Minning um góðan og greiðvikinn dreng er mér efst í huga. Ég votta eiginkonu hans, sonum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jóhannesar Jónssonar. Magnús Ólafsson. Jóhannes var Borgfirðingur kom- inn af mjög sterkum borgfirskum ættum. Hann ólst upp á miklu fyr- irmyndarheimili foreldra sinna að Geirshlíð í Flókadal. Á því heimili var vinnusemi í heiðri höfð og fram- kvæmdir miklar eftir því sem gerðist í sveitum á þeim árum og þátttaka í félagslífi sveitarinnar þótti sjálfsögð. Hann stundaði nám við Reykholts- skóla og vann ýmsa þá vinnu sem til féll bæði í Reykholtsdal og Borgar- nesi. Segja má að hann hafi haft gott veganesti með uppeldi sínu og æsku- störfum þegar hann yfirgaf æsku- stöðvarnar og hélt hingað til Reykja- víkur enda sýndi hann það bæði í námi og störfum hér í höfuðborginni og þar sem hann starfaði erlendis. Það var rigningarkvöld vorið 1946 sem ungur maður kom ríðandi til okkar sem vorum að vinna við bygg- ingu sláturhúss við Kláffoss í Borg- arfirði. Mér var sagt að þetta væri Jóhannes frá Geirshlíð í Flókadal. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann. Ekki kom mér til hugar á þeirri stundu að við ættum eftir að verða vinir og félagar og eiga jafn- mikil samskipti sem síðar varð. Um haustið eftir vorum við vinnufélagar í sláturhúsinu og þá hófst langur samskiptakafli í lífi okkar. Við flutt- um báðir til Reykjavíkur nokkrum árum síðar og hófst þá félagsskapur okkar sem var mjög náinn þar til Jó- hannes flutti til Bandaríkjanna um það bil áratug síðar. Ég á margar minningar frá fé- lagsskap okkar Jóhannesar á þess- um árum og allar ánægjulegar. Hann var oftast foringinn í félags- og skemmtanalífi sem við sem ungir menn töldum sjálfsagðan þátt í lífi okkar á þessum skemmtilegu árum. Alltaf var hann tilbúinn að fara út á lífið, eins og við nefndum það, þótt hann hefði langan starfsdag. Upp- rifjun þeirra minninga verður að bíða þar til við hittumst á næsta til- verustigi. Jóhannes hóf rafvirkjanám þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann lauk meistaranámi í þeirri iðngrein og starfaði við rafvirkjun bæði í Reykjavík og úti á landi. Á þessu tímabili var verið að rafvæða nokkra kaupstaði á landsbyggðinni. Um 1959 flutti hann til Bandaríkjanna og starfaði þar að rafvirkjun um nokkra ára skeið. Eftir að hann kom heim stofnaði hann raftækjaverslunina Glóey. Jafnframt sá hann um alla raflagningu fyrir Hagkaup í fjölda ára. Glóey varð fljótlega ein af stærstu raftækjaverslunum í Reykjavík og heyrði maður oft vitn- að til þess að við það fyrirtæki væri gott að eiga viðskipti. Jóhannes seldi síðan Glóey en starfaði áfram hjá Hagkaup meðan heilsa hans leyfði. Jóhannes var einstakur dreng- skaparmaður og maður sem óhætt var að treysta. Hann var mjög gott að eiga að vini. Þau hjónin Jóhannes og Aðalheiður áttu mjög fallegt heimili að Stóragerði 9 hér í Reykja- vík. Þangað var mjög ánægjulegt og notalegt að koma. Því miður fækkaði samfundum okkar Jóhannesar síðari árin. Amstur dægranna og breytt fé- lagslíf samhliða hækkandi aldri okk- ar og breyttum áhugamálum varð til þess að við hittumst sjaldnar en skyldi. Síðast þegar við töluðum saman ákváðum við að fara nú að hittast oftar og minnast gamalla kynna. Við eldumst kannski hraðar en okkur finnst sjálfum og tíminn er útrunninn áður en við getum komið því í framkvæmd sem fyrirhugað var að gera. Ævin líður alltof fljótt... en kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. Jóhannesi þakka ég í huga mínum fyrir það góða tímabil sem við áttum samleið á lífsleið okkar. Hann var maður sem gott er að minnast. Að- alheiði og fjölskyldu þeirra sendum við hjónin okkar bestu samúðar- kveðjur. Ragnar Ólafsson. JÓHANNES JÓNSSON Elsku afi minn, þá ertu farinn frá okkur. Þú varst búinn að vera veikur en einhvern veg- inn ýtti maður þeirri til- hugsun frá sér að svona gæti farið. Við systkinin urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að þú, amma og Dóra bjugguð í nágrenni við okkur í Mosfellsbænum um árabil, það varð til þess að við gátum auðveldlega labbað til ykkar í heimsókn og nýtt- um við okkur það. Ég var bara tveimur árum yngri en Dóra svo að við vorum oft saman. HÁLFDÁN GUÐMUNDSSON ✝ Hálfdán Guð-mundsson fædd- ist á Auðunarstöðum í Víðidal 24. júlí 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt 4. október síðastliðins og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 11. október. Ég fékk til dæmis að fara með ykkur í sum- arbústaðaferðir á sumrin sem alltaf var mjög gaman. Hérna áð- ur fyrr tókst okkur Dóru oftar en einu sinni að fá þig með okkur út í fótbolta, það var svo miklu skemmtilegra að leika sér þegar einhver fullorðinn var með. Áður en við fengum bílpróf keyrðirðu okkur Dóru oft og iðulega á fótboltaæfingar, fyrst niður í íþróttahúsið í Mosfellsbænum, seinna niður í Vals- heimili. Rosalega varstu lundgóður, ég man bara ekki eftir að þú hafir orðið reiður við okkur, eins og við gátum verið frekar og leiðinlegar. Þú varst aldrei ratvís og gleymi ég því ekki þegar þú varst oftar en einu sinni að keyra okkur Dóru í bæinn og við enduðum á annarri hæð í Kringl- unni. Við gátum náttúrulega hlegið endalaust að því. Stundir sem ég vil líka minnast eru þær sem við áttum, ég, þú, amma og stundum Dóra í ró- legheitunum fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, þú sofnaðir alltaf og var voðalega notalegt að sjá þig á þínum stað í sófanum með gleraugun á nef- inu, sofandi fyrir framan imbann. Ég flutti svo út fyrir fimm árum og nokkrum árum seinna fluttuð þið í bæinn en alltaf var það jafn notalegt að koma til ykkar ömmu þegar ég var á landinu. Síðustu skiptin sem ég kom varst þú kominn á hjúkrunar- heimili, ég minnist sérstaklega eins skiptis þegar ég kom til þín, þá varstu slappur í rúminu og hafðir ekki borðað mikið og ég var fengin til þess að hjálpa þér að borða graut, þrátt fyrir leiðar aðstæður þá gátum við sem betur fer bara brosað að öllu saman. Síðasta ferðin okkar uppí sum- arbústað til Ara og Sellu í sumar var líka eftirminnileg, þrátt fyrir afleitt veður og svolitla erfiðleika við að hjálpa þér að komast í og úr bústaðn- um þá áttum við notalega stund sam- an. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur en minningarnar um þig munu ávallt lifa. Hulda Margrét Rútsdóttir.                    ! "#  $$%                  !  "  # $"   %& ' &' $%($))  *$$)  ( +$ ($)$ ,))  $ $$ -%.$ /0%(1 )   2$)  ,  $$+$!$ 3$3*$4 (       (& 5 +(67 0' ,0!2 ''& ! 8#9 2 '0$  2% !2   '  ($(3$))  ( :4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.