Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÞórður Guðjónsson ræðir við lið í Hollandi / B1 Framkvæmdastjóri Magdeburg fylgdist með Sigfúsi Sigurðssyni / B1 8 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morg- unblaðinu í dag fylgir blað frá Skólavöru- búðinni. Blaðinu verð- ur dreift á höfuðborg- arsvæðinu. spítalanum. Vegna verkfallsins hefur fimm deildum verið lokað á Land- spítalanum, þremur á skurðsviði, einni á lyfjasviði og einni á barna- sviði. Krabbameinsaðgerðum er sinnt og einnig aðgerðum í bráðatil- vikum en starfsemi skurðstofanna er annars í algjöru lágmarki. Að jafnaði eru gerðar um 60 skurðaðgerðir á dag á Landspítalanum en vegna verkfallsins eru þær aðeins 15–20. Þá eru 1.500 skjólstæðingar heima- hjúkrunar í Reykjavík og Kópavogi án þjónustu um fjörutíu sjúkraliða sem þar starfa. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, sagði við Morgunblaðið að áhrif verk- fallsins væru orðin mun alvarlegri en fólk gerði sér grein fyrir. Biðlistar eftir aðgerðum lengdust enn frekar og þjónusta á heilbrigðisstofnunum hefði dregist verulega saman. „Ekkert mun gerast í þessari deilu fyrr en ríkisstjórnin tekur ákvörðun um að gera eitthvað. Þetta er spurn- ing um hvort hún átti sig á stöðunni. Samninganefnd ríkisins hefur ákveð- ið svigrúm til að semja eftir, en stað- an er sú að sjúkraliðar eru að gefast upp í sínu starfi og segja upp. Tíminn er runninn út og eftirleikurinn er í höndum ríkisstjórnarinnar, heil- brigðisnefndar Alþingis og heilbrigð- isráðherra. Ef sjúkraliðastéttin á ekki að deyja út þarf að grípa til ein- hverra aðgerða,“ sagði Kristín. Hún sagði sjúkraliða hafa gefið eftir í sínum kröfum þannig að í lok samningstímans verði byrjunarlaun- in 150 þúsund krónur en ekki í upp- hafi eins og samninganefnd sjúkra- liða setti fyrst fram. Eftir að þetta hefði verið lagt fram hefði ekkert svar borist frá samninganefnd ríkis- ins annað en að tilboðið væri sagt óaðgengilegt. Verkfall um helgina á Grund og Ási í Hveragerði Sjúkraliðar á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík og Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði voru í verkfalli um helgina, frá föstudegi til sunnudags, og lamaðist starfsemi heimilanna töluvert. Á Grund voru fjórtán sjúkraliðar í verkfalli og tíu í Hveragerði. Á báðum þessum heim- ilum var leitað til ættingja vistmanna um aðstoð ef þeim var til að dreifa og forstöðumenn gengu einnig í störf sjúkraliða. Þannig klæddist Gísli Páll Pálsson, forstjóri Áss, búningi sjúkraliða um helgina og fékk aðstoð frá móður sinni, Guðrúnu Gísladótt- ur, sem er forstjóri Grundar. Þar er meira um ófaglært starfsfólk en í Hveragerði og því var aðstoðar Guð- rúnar ekki þörf á Grund. „Ég held að þetta hafi gengið bara vel hjá okkur. Ástandið var það slæmt um helgina að það varð að grípa til einhverra aðgerða. Gísli Páll hafði orð á því að hann hefði haft mjög gott af því að kynnast starfi sjúkraliðanna en ég hef lent í þessari stöðu áður,“ sagði Guðrún við Morg- unblaðið en verkfall á þessum sjálfs- eignarstofnunum hefur verið boðað að nýju dagana 24. til 26. október hafi samningar ekki náðst þá. ÞRIGGJA daga verkfall sjúkraliða hófst í fyrrinótt og stendur til mið- nættis annað kvöld. Þetta er annað tímabundna verkfallið á skömmum tíma en hið þriðja hefur verið boðað síðustu þrjá daga mánaðarins, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Jafnframt er atkvæðagreiðsla í gangi um boðun þriggja allsherjar- verkfalla sjúkraliða um land allt í nóvember og desember. Samninga- fundur milli ríkisins og sjúkraliða hefur verið boðaður á fimmtudag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þór- ir Einarsson ríkissáttasemjari sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki sjá ástæðu til að boða fund fyrr, stað- an í deilunni væri mjög þung og erfið og hann sæi enga lausn í sjónmáli eins og staðan væri. Verkfallið nú nær til um 740 sjúkraliða á ríkisstofnunum um allt land en þar sem stór hluti þeirra er á undanþágu, t.d. ríflega 300 á Land- spítalanum, sitja um 130 sjúkraliðar heima þessa dagana og tæplega 100 hafa skilað inn uppsögn hjá Land- Deildum lokað á Landspítalanum vegna verkfalls sjúkraliða og biðlistar lengjast Sáttasemjari sér enga lausn í sjónmáli Snorri Sturluson fékk á sig brotsjó FRYSTITOGARINN Snorri Sturluson RE 219 fékk á sig brotsjó á Halamiðum norðvestur af Straumnesi í fyrrakvöld. Rúða brotnaði í brúnni en við það komst sjór inn í hana og olli skemmdum á tölvubúnaði. Hvorki urðu þó skemmdir á siglinga- né fjarskipta- tækjum. Kristinn Gestsson skipstjóri var einn í brúnni þegar brotið reið yfir. „Þetta var nú ekkert mikið, straum- hnúturinn hitti okkur bara svona vel,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þegar sjórinn komst í tölvubúnaðinn sló út rafmagni í hluta skipsins. Kristinn segist þeg- ar hafa snúið skipinu undan veðrinu en norðvestanstormur var á Hala- miðum þegar brotið reið yfir. Þegar rafmagnið var komið aftur á, veið- arfærin komin um borð og glugginn tryggilega lokaður, var togaranum siglt í var undir Grænuhlíð á Vest- fjörðum. Þegar Morgunblaðið ræddi við Kristin í gær taldi hann að togarinn mundi halda aftur á veiðar í dag, þriðjudag. „Þetta fór betur en það hefði getað farið. Það er fyrir mestu að enginn meiddist,“ sagði Kristinn. TALSVERT bar á því í gær að rjúpnaskyttur ækju út fyrir vegar- slóða á Holtavörðuheiði til að krækja fyrir skafla og djúpa polla á slóðun- um en nokkrar gróðurskemmdir urðu af þessum völdum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi var ástandið verst við slóðann upp að Stórholti en slóðinn þangað var illfær vegna aur- bleytu og skafla. Allmargir óku því út af slóðanum til að komast leiðar sinnar. Lögreglan segir að gróður á heiðum sé mjög viðkvæmur nú enda blautur eftir vætutíðina undanfarið. Hjólbarðar geti því myndað djúpa skurði í jarðveginn. Gróður- skemmdir RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær og lögðu margir land undir fót til að komast í veiði. Guð- mundur Haukur Jakobsson og Jó- hannes Pétursson, sem eru á myndinni, fengu ásamt tveimur öðrum fjörutíu rjúpur í Sauðadal í Austur-Húnavatnssýslu og sagði Jóhannes, sem er reyndur veiði- maður, að aldrei hefðu fleiri veiði- menn verið á ferð í Sauðadal og sjaldan eins lítið af rjúpu. Morgunblaðið/Jón Sig. Rjúpnaveiðitímabilið hafið EYÞÓR Arnalds, forstjóri Íslands- síma, lætur af því starfi um næstu áramót. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Eyþór hafa tekið ákvörðun um fulla þátttöku í borgarstjórnar- pólitíkinni á nýjan leik og hann mun telja að hann þurfi að helga allan tíma sinn frá ára- mótum kosninga- undirbúningi á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og kosningabaráttu vegna borg- arstjórnarkosninganna næsta vor. Heimildir Morgunblaðsins herma að Eyþór Arnalds hyggist þó ekki segja skilið við Íslandssíma, því hann tekur sæti í stjórn félagsins á hlut- hafafundi Íslandssíma á fimmtudag og hyggst með stjórnarsetu sinni hafa áhrif á stefnumótun Íslands- síma. Þegar Eyþór Arnalds var ráðinn forstjóri Íslandssíma fyrrihluta árs 1999 dró hann sig út úr borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann og aðrir stjórnendur fyr- irtækisins töldu að stjórnmálaþátt- taka samræmdist illa forstjórastarf- inu, eins og kom fram á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er líklegt að Óskar Magn- ússon, hæstaréttarlögmaður og fyrr- um forstjóri Hagkaups, taki við forstjórastarfinu, en hann vildi ekk- ert tjá sig um málið þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær- kveldi. Hættir sem forstjóri Íslandssíma um áramót Eyþór Arnalds RJÚPNASKYTTA sem björgunar- sveitin Hafliði á Þórshöfn leitaði að í gær, fyrsta dag rjúpnaveiðitímabils- ins, kom fram í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum eftir útkall björgun- arsveitarmanna. Ekkert amaði að manninum, en hann varð viðskila við veiðifélaga sína um hádegisbil. Leit hófst um klukkan 17 og var henni hætt þegar tilkynnt var að maðurinn hefði gengið fram á aðrar skyttur sem voru að yfirgefa veiðisvæðið um kvöldmatarleytið. Mikil þoka var á svæðinu og dimmt yfir. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var mikill straumur aðkomumanna í Þingeyjarsýslunum um helgina og greinilegt að margir hugðu á rjúpna- veiði á þingeyskum heiðum. Færð á vegaslóðum er víða slæm, ýmist vegna aurbleytu eða snjóa. Nokkuð var um að ökumenn vikju út af veg- arslóðum en ekki höfðu borist kærur vegna gróðurskemmda. Lögreglan lagði hald á eina hagla- byssu í gær. Sú byssa gat tekið sex skothylki en samkvæmt lögum mega haglabyssur aðeins taka þrjú hylki. Rjúpnaskyttan fundin TILKYNNT var um sex innbrot í bíla í gærmorgun til lögreglunnar í Reykjavík. Þjófarnir stálu m.a. geislaspilurum og lausamunum. Brotist var inn í bensínstöð Olís við Álfheima í Reykjavík upp úr klukkan tvö í fyrrinótt. Sá sem þar var á ferð fór inn um glugga og reyndi síðan árangurslaust að losa peningakassa af vegg. Viðvörunar- kerfi hússins fór í gang og var örygg- isvörður kominn á vettvang tveimur mínútum síðar. Þá var viðkomandi á bak og burt. Tveimur skjávörpum var stolið úr kennslustofum í Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskóla Ís- lands, um klukkan tíu í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var húsið ólæst. Sex innbrot í bíla ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.