Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Sigur-jónsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 25. októ- ber 1913. Hann lést á Hrafnistu 9. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar Péturs voru Sigríður Jóns- dóttir, f. á Mýri í Reykjavík 28.12. 1888, d. í Reykjavík 8.10. 1977, og Sig- urjón Pétursson, f. á Brekku í Vogum á Vatnsleysuströnd 29.7. 1872 , d. 12.2. 1960. Móðir Sigríðar var Jónea Jónasdóttir, ættuð úr Njarðvík- um en flutti með Sigríði átta ára gamla til Þingeyrar. Þar hóf Jó- nea sambúð með Jóhanni Sam- sonarsyni, sem þá var ekkjumað- ur, og eignaðist með honum einn son, Óskar, stofnanda og eiganda fiskbúðarinnar Sæbjargar í Reykjavík. Faðir Sigríðar var Jón Eiríksson, gullsmiður og vert í Stykkishólmi. Hann fluttist til Kanada um 1890 og lést 8.1. 1920 á elliheimilinu Betel í Gimli í Manitoba í Kanada. Kona hans var Ingibjörg Hjaltadóttir frá Kryppu í Patreksfirði. Foreldrar Sigurjóns voru Guðlaug Andrés- dóttir og Pétur Jónsson, Daníels- sonar, er bjuggu í Tumakoti, í Nýjabæ og síðast á Brekku í Vogum. Bróðir Péturs var Bald- ur, f. 4. mars 1910, d. 10. ágúst sl., kvæntur Ingibjörgu Magnús- dóttur húsmóður, f. 7.6. 1914, d. 9.11. 1968. Uppeldisbróðir þeirra var Bragi Guðmundsson fisksali, f. 5.5. 1919, d. 11.10. 1987, eft- irlifandi maki Elísabet Einars- dóttir húsmóðir. Hinn 28. nóv- ember 1952 kvæntist Pétur Jónínu Jóns- dóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði, f. 11.6. 1920. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: Sigríður magister, f. 11.5. 1951, gift Patrik Holt, þau eiga tvær dætur, Eddu og Önnu, og búa í Ed- inborg; Sigurjón, f. 11.4. 1955, d. 21.5. 1972, var nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og í húsa- smíði; Jón Ágúst byggingatækni- fræðingur, f. 18.10. 1959, sam- býliskona Hólmfríður Helga Þórsdóttir og eiga þau tvö börn, Fanneyju Helgu og Pétur Þór. Fyrir átti Hólmfríður Guðrúnu Þóru; Ólafur auglýsingateiknari, f. 6.6. 1961; Kristín, bókmennta- og ferðafræðingur, f. 18.9. 1966, gift Þresti Harðarsyni og eiga þau tvö börn, Eyrúnu og Njál. Pétur ólst upp í foreldrahús- um. Fljótlega eftir fermingu fór hann á sjóinn, en 15. júlí 1933 hóf hann nám í húsasmíði hjá Guðjóni Sæmundssyni, Tjarnar- götu 10b í Reykjavík. Að loknu námi vann hann við húsbygging- ar í Reykjavík og réð sig svo til Ingólfs B. Guðmundssonar, verk- taka hjá breska setuliðinu í Reykjavík. Árið 1941 stofnaði Ingólfur Trésmíðaverkstæðið Sögina hf. og réðst Pétur til hans sem verkstjóri. Þar starfaði Pét- ur uns fyrirtækið var lagt niður 1988. Útför Péturs fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Pétur Sigur- jónsson átti hlýjar minningar úr föðurhúsum. Hann var alinn upp í Sigurjóns- húsi á Þingeyri við Dýrafjörð. Mikið félgsstarf var þá á Þingeyri. Móðir hans var með kostgangara og faðir hans með lærlinga og menn í vinnu þannig að oft var bekkurinn þétt setinn og mikið hlegið. Svo komu vinir oft á kvöldin og fólk tók í spil. Pétur hafði yndi af tónlist og spilaði sjálfur á píanó og orgel. Hann og Baldur bróðir hans, er einnig lék á orgel, voru oft fengnir til að leika á dansleikjum og hafði Pétur á orði að ferðamátinn hefði verið sá að hljóðfærin voru sett á sleða og svo var haldið af stað gangandi í alls- konar veðrum. Pétur var heilsuhraustur maður frá fyrstu tíð. 1918 er spænska veik- in kom til Íslands svaf Pétur, þá á fimmta ári, alltaf á milli foreldra sinna. Veiktust allir á heimilinu nema hann. Hann fór mjög ungur að heiman til að stunda sjómennsku og komst tvisvar sinnum í lífsháska. Í fyrra sinnið strandaði báturinn, sem hann var á, við Hornafjarðarós 1929 og 1930 lenti hann í öðru strandi í inn- siglingunni við Vestmannaeyjar. Brotnaði báturinn það illa að minnstu munaði að hann sykki. Fyrir tilviljun var þýskur togari staddur í Eyjum og var skipverjum bjargað um borð í hann. Ákveðið var að draga skipið til Reykjavíkur um nóttina og voru tveir þýskir skipverjar hafðir um borð. Er langt var liðið á ferðina kemur í ljós að skipið var sokkið og drukknuðu þýsku vaktmennirnir með því. Þar með hætti Pétur til sjós og fór að læra trésmíði. Er hann hélt til Reykjavíkur var hann hvorki búinn að fá samning né húsaskjól en fyrstu næturnar í Reykjavík þurfti hann að gista í baðkari. Líklega hef- ur honum ekki fundist það neitt fyndið þá, en áratugum síðar gat hann hlegið mikið að því. Pétur var mikill hagleikssmiður og muna margir eftir honum úr Söginni hf. en þar vann hann næst- um allan sinn starfsaldur, utan nokkur ár sem hann vann við húsa- smíðar eftir að námi lauk. Voru honum falin mörg vandasöm verk sem honum fórst vel úr hendi að leysa. Meðal þeirra má nefna gluggana í Kópavogskirkju, eftirlík- ingu af Valþjófsstaðahurðinni sem feðgarnir í Miðhúsum við Egilsstaði skáru síðan út. Gluggarnir í Hall- grímskirkju, vængjahurðirnar í kirkjuskipið og steypumótið fyrir altarið eru líka hans verk. Talaði hann oft um að það hefði verið vandasamt verk að gera mótið að altarinu. Hann var líka orðlagður stigasmiður, en það er mikið vanda- verk að smíða góðan stiga og það kom oft fyrir að hann var að segja frá hinum og þessum stiganum sem voru svo vitlaust smíðaðir að fólk var alltaf að detta í þeim. Eftir að starfsævinni, sem náði yfir hátt í sjötíu ár, lauk, undi Pétur sér við lestur bóka. Hafði hann mik- ið yndi af þeim og las hann allar þær bækur sem fyrir hann voru bornar hvort sem það voru heims- bókmenntirnar, ævisögur eða reyf- arar. Skipti þá litlu hvort bækurnar voru á ensku, dönsku eða íslensku, en enskuna og dönskuna hafði hann aldrei lært í skóla. Síðan sagði hann okkur frá því sem í bókunum stóð. Pétur flutti á heimili okkar Krist- ínar í janúar 1997, eftir að Jónína og hann höfðu selt húsið sem þau byggðu í Safamýrinni. Hann var hjá okkur þangað til í júní 1999 þegar hann flutti á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hann var til dauðadags. Tíminn sem hann dvaldi hjá okkur var mér mjög dýrmætur og mynd- uðum við sterk vinatengsl sem eru mér ómetanleg. Hann kunni vel að meta góðan mat og þar sem ég er matsveinn hafði ég gaman af því að gera vel við hann, en oft var hann að rifja upp veru móður sinnar í húsmæðraskóla á Akureyri 1908 og höfðum við gaman af því að reyna að búa til þá rétti sem móðir hans eldaði í Sigurjónshúsi. Okkur tókst samt ekki að búa til síldarbollurnar sem hann man eftir að voru eldaðar þegar fjölskyldan flutti til Siglu- fjarðar í skamman tíma eftir að Proppé bræður á Þingeyri urðu gjaldþrota. Eftir að hafa dvalið hjá okkur í tæp þrjú ár fór Pétur á Hrafnistu í Reykjavík og höfðum við mikið samband. Yfirleitt daglega, stund- um oft á dag því hann vildi fylgjast með því hvað ég var að elda í mínu mötuneyti. Vil ég þakka Stefni, vini hans, fyrir að hafa stytt honum stundirnar og Steinunni, kennara úr Skagafirði, borðfélaga hans, fyrir alla hennar ómetanlegu aðstoð, sér- staklega eftir að hann varð blindur, en hann var niðurbrotinn maður þegar hún var flutt á annað borð. Ég sé þig þjást og finna mikið til þú hverfur burt og kveður smátt og smátt. Við höldumst hendur í. Ég sakna þín. Þú gafst mér vin og treystir mér í raun ég þakka þér þig, kæri vinur minn. Ég kveð nú grátandi. Ég sakna þín. Ég sakna þín. Minn kæri tengdapabbi var hlýr og gefandi maður og ég er þakk- látur fyrir þann tíma sem hann dvaldi á heimili mínu. Hann óþreyt- andi að miðla af reynslu sinni og einnig var hann góður við barna- börnin og þau hændust mjög að honum. Ég vil þakka honum fyrir að hafa verið vinur minn. Hafðu það gott kæri Pétur tengdapabbi. Þröstur Harðarson. Elsku afi Pétur. Ég sakna þín mjög mikið. Það hefur verið mjög erfitt síðan þú fórst frá okkur. Ég vildi óska að þú gætir komið til okkar aftur. Þú varst alltaf að hrósa því hvað ég er dugleg. Þú varst alltaf góður. Þegar ég frétti hvað þú varst veikur varð ég mjög leið. Ég vildi að ég gæti séð þig einu sinni enn, bara einu sinni. Eyrún. Mér þykir mjög leitt þegar þú dóst. Þú varst mjög skemmtilegur. Ég vildi að þú kæmir aftur til okk- ar. Það var mjög gaman hjá þér. Það væri mjög skemmtilegt að þú gætir komið til okkar allra sem þú þekkir og sakna þín mjög mikið. Þú varst besti afi í heimi, allir sem þú þekkir vilja að þú gætir komið aftur til okkar allra. Njáll. PÉTUR SIGURJÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Pét- ur Sigurjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.           / 6+( -/          3 ) "    2    "   - " 3 1&& $$& *$)  $ ,0$   $$$C2,,))  -, ,0)  $) ?4 $ +$$$ ,0)  -,!$ $ ,0 , ,0$   0 $$) $4            & +-/(  0':%,  !,0         3  ) "    ;  "   < & (2   '$)  , 5& $)  $($)$ +$ 3 *& $)  !($)$ 03*$,$03*$4 =     5E 4(;/   0'!,%  2  ,=  , 2'=! 89 0$0      )   &   )   2  "   "  > & ($@(2,)  $(2,$4 & ?A/ 0%!4,*,!   >! $) 8K      2 3)  3*$= $,' $4 5/ -      -  ?      )  )    /     &+(+</ L+ 0%!4'$%  4 @   -                 "/     "/        "/        6$       2<=,M 4 @   -         ?    /  ?  )    /          ( ( &,, *4 ,0( $$  2( $)  ($$,,)$ ,( $)  , ($)$ ( 4( $)  0  $$C$$ &  $ $$ &%$ ($$)    3$3*$,$03*$4 (             : ++   $)* DD %     )   &  ) "    5$  "  > & A  ) "   )    B      $$! A )  ($:)  $ A$$  $ :$ $   2$($))  ( :)2 $3*$  $  $ $4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.