Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 43 AÐALFUNDUR Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykja- vík verður haldinn í Norræna hús- inu, í dag, þriðjudag kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf, kjör landsfundarfulltrúa og umræða um borgarmál. Fundarstjóri verður Birna Þórð- ardóttir. Aðalfundur VG í Reykjavík Misritun föðurnafns Síðastliðinn laugardag birti Morg- unblaðið grein eftir Guðrúnu Rögn- valdardóttur framkvæmdastjóra Staðlaráðs Íslands í tilefni Staðla- dagsins, sem þá var. Nafn hennar misritaðist í blaðinu og biðst Morg- unblaðið afsökunar á því. LEIÐRÉTT OPINN fundur verður miðvikudag- inn 17. október kl. 20 í húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Frá- sögn þátttakenda á Heimsmóti ungs fólks og námsmanna sem haldið var í Alsír 8.-16. ágúst síðastliðinn. Mótið var sótt af um 6.700 manns frá 143 löndum. Barátta ungs fólks fyrir betri heimi SAGNAKVÖLD með írska sagna- og seiðmanninum Shivam O’Brien verður á efri hæð Kaffis Reykjavíkur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Shivam segir kynngimagnaðar sög- ur sem opna leið inn í heim dulúðar, hetjudáða og frelsunar. Shivam fær til liðs við sig nokkra tónlistarmenn sem aðstoða við að töfra fram seið- magnað andrúmsloft, segir í frétta- tilkynningu. Shivam er stofnandi Spirit Horse Foundation í Wales á Bretlandi, op- ins samfélags sem býður ýmis nám- skeið sem umbreyta og opna nýjar gáttir innra með þátttakendum. Hann leiðir einnig kvöldnámskeið með sagnalist og seiðmennsku annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Reykja- dal, Mosfellsdal. Írskt sagnakvöld RÖGNVALDUR J. Sæmundsson M.Sc. heldur fyrirlestur í Háskólan- um í Reykjavík í dag þriðjudag kl. 12.05 um rannsóknir á uppvexti tæknifyrirtækja sem hann hefur stundað við Chalmers tækniháskól- ann í Gautaborg. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Fyrirlestur í Háskól- anum í Reykjavík SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í stóra sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í dag þriðjudag kl. 20, í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar. Guðmundur Magnússon, kennari og handverksmaður og Ólafur Oddsson, kynningar- og fræðslu- fulltrúi Skógræktar ríkisins, kynna fjölþættar nytjar skógarins. Þeir kynna skólaverkefnið „Skógurinn og nýting hans“, sem unnið er að í 10 skólum í Reykjavík um þessar mundir. Gréta og Gummi leika nokkur lög eftir Bach og Bartok á við- arstrokhljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir á meðan húsrými leyfir. Boðið upp á kaffi, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Opið hús skógræktarfélaganna RÁÐSTEFNA á matvæladegi Mat- væla- og næringarfræðafélags Ís- lands (MNÍ) verður haldinn föstu- daginn 19. október kl. 12.30-17 í Hvammi, Grand Hóteli í Reykjavík. Matvæladagurinn hefur verið hald- inn frá 1993 og er nú haldinn í 9. sinn. Fjallað verður um þróun matvöru- verðs og áhrif stjórnvalda á verðlag, skoðað hvernig lífsstíll tengist neysluvenjum og fjallað um stefnu íslenskra stjórnvalda í manneldis- málum. Dr. Aileen Robertson frá Evrópuskrifstofu World Health Organisation (WHO) fjallar um þró- un og framkvæmd við mótun mann- eldis- og neyslustefnu. Fjöregg MNÍ verður afhent, en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á matvæla- sviði. Þróun matvöruverðs og neysluvenjur GARÐYRKJUMIÐSTÖÐIN á Reykjum í Ölfusi hefur ákveðið að efna til málstofu u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í Garð- yrkjuskólanum. Björn Gunnlaugsson, tilrauna- stjóri Garðyrkjuskólans, heldur fyr- irlestur fimmtudaginn 18. október kl. 16 í húsakynnum Garðyrkjuskól- ans á Reykjum, Ölfusi, og flytur er- indi sem hann nefnir Þróun orku- notkunar í garðyrkju, en meðhöfundur erindisins er Magnús Á. Ágústsson, ráðunautur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Boðið upp á kaffi. Málstofur við Garðyrkjuskólann SAMHJÁLP kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, verður með opið hús í Skógarhlíð 8, húsi Krabba- meinsfélagsins, í dag þriðjudag 16. október kl. 20. Sigurður Björnsson læknir flytur erindi: Hvers vegna þarf að greina krabbamein sem fyrst? Fundurinn er liður í októberátaki varðandi ár- vekni um brjóstakrabbamein. Í mán- uðinum er vakin athygli á þessum sjúkdómi, líkt og gert er í mörgum öðrum löndum, frætt um hann og konur hvattar til að nýta sér boð leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Opið hús hjá Samhjálp kvenna „SAMBAND eldri borgara og Skál- holtsskóli standa að nýnæmi í fé- lagsstarfinu nú á haustmánuðum,“ segir í fréttatilkynningu frá Skál- holtsskóla. Efnt verður til Fræðslu- og orlofsdaga í Skálholti 29.–31. október með fjölbreyttri dagskrá. „Hvern dag verður fjallað um áhuga- vert málefni bæði í fyrirlestrum og hópumræðum þar sem lögð er áhersla á að tengja málefnið aðstæð- um nútímans. Fyrsta daginn verður fjallað um fjölmiðla og áhrif þeirra, bein og óbein, á líf eldri borgara, hvernig megi njóta þeirra og hafa áhrif á þá. Umsjá: sr. Bernharður Guðmunds- son fjölmiðlafræðingur. Annan daginn verður Skálholts- staður skoðaður frá sjónarhorni kirkjusögu, menningarsögu og hag- sögu og fjallað um veraldarvafstur og viðkvæm örlög á þeim stað. Umsjá: sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Þriðja daginn verður litið á síðustu 70 árin frá sögulegu sjónarhorni og upprifjun þátttakenda á eigin reynslu. Umsjá: Þórunn Valdimars- dóttir, sagnfræðingur og rithöfund- ur. Skipulagðar verða kvöldvökur og gönguferðir um hið sögufræga um- hverfi Skálholts. Allir eru velkomnir til kvöld- og morgunbæna að hætti fyrri tíðar í Skálholtskirkju, sem allt- af er opin,“ segir þar jafnframt. Skráning fer fram í félögum eldri borgara á ýmsum stöðum og í Skál- holtsskóla. Netfang: skalholtsskoli- @kirkjan.is Fræðslu- og orlofsdagar eldri borgara í Skálholti MÁLSTOFA umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskorar verkfræði- deildar Háskóla Íslands verður hald- in 17. október kl. 16.15 í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6. Kynning á Norðlingaölduveitu og tilgangi hennar verður í stofu 158. Rætt verður um helstu fram- kvæmdaþætti og umfang þeirra. Jafnframt verður fjallað um breyt- ingar á tilhögun framkvæmdar frá upphaflegum hugmyndum og for- sendur þeirra breytinga. Fjallað verður um náttúrufar og sérstöðu framkvæmdasvæðisins, þ.m.t. hluta Þjórsárvera og á hvaða þætti hefur verið lögð á áhersla í mati á umhverf- isáhrifum. Gefið er yfirlit yfir rann- sóknir í tengslum við matsvinnu og sagt frá stöðu matsvinnunnar. Fyr- irlesari er verkefnisstjóri matsins, Guðjón Jónsson hjá VSÓ Ráðgjöf. Allir velkomnir. Fundarstjóri: Birgir Jónsson, skorarformaður. Norðlingaöldu- veita kynnt AÐALFUNDUR Sögufélags Barða- strandarsýslu verður haldinn laug- ardaginn 20. október í Félagsheim- ilinu á Patreksfirði klukkan 14 og er öllum opinn. Helstu markmið félagsins er að safna og skrá þjóðlegan fróðleik úr Barðastrandarsýslu og vekja áhuga héraðsbúa á þjóðlegum fræðum, á sögu og minjum héraðsins og hvetja yfirvöld og almenning til að varð- veita gamla muni, skjöl, mannvirki og annað sem kann að hafa sögulegt gildi fyrir héraðið. Áhugasamir hafi samband við Jó- hann Ásmundsson, netfang muse- um@hnjotur.is Sögufélag Barða- strandarsýslu LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, halda fræðslufund um að- stoð sálfræðinga við flogaveika, fimmtudaginn 18. október kl. 20, í húsnæði Öryrkjabandalagsins, Há- túni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Fyr- irlesari er Eiríkur Örn Arnarson sál- fræðingur. Veitingar eru seldar í fundarhléi gegn vægu gjaldi til styrktar fé- lagsstarfi samtakanna. Frekari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu. Aðstoð sálfræðinga við flogaveika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.