Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 43

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 43 AÐALFUNDUR Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykja- vík verður haldinn í Norræna hús- inu, í dag, þriðjudag kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf, kjör landsfundarfulltrúa og umræða um borgarmál. Fundarstjóri verður Birna Þórð- ardóttir. Aðalfundur VG í Reykjavík Misritun föðurnafns Síðastliðinn laugardag birti Morg- unblaðið grein eftir Guðrúnu Rögn- valdardóttur framkvæmdastjóra Staðlaráðs Íslands í tilefni Staðla- dagsins, sem þá var. Nafn hennar misritaðist í blaðinu og biðst Morg- unblaðið afsökunar á því. LEIÐRÉTT OPINN fundur verður miðvikudag- inn 17. október kl. 20 í húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Frá- sögn þátttakenda á Heimsmóti ungs fólks og námsmanna sem haldið var í Alsír 8.-16. ágúst síðastliðinn. Mótið var sótt af um 6.700 manns frá 143 löndum. Barátta ungs fólks fyrir betri heimi SAGNAKVÖLD með írska sagna- og seiðmanninum Shivam O’Brien verður á efri hæð Kaffis Reykjavíkur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Shivam segir kynngimagnaðar sög- ur sem opna leið inn í heim dulúðar, hetjudáða og frelsunar. Shivam fær til liðs við sig nokkra tónlistarmenn sem aðstoða við að töfra fram seið- magnað andrúmsloft, segir í frétta- tilkynningu. Shivam er stofnandi Spirit Horse Foundation í Wales á Bretlandi, op- ins samfélags sem býður ýmis nám- skeið sem umbreyta og opna nýjar gáttir innra með þátttakendum. Hann leiðir einnig kvöldnámskeið með sagnalist og seiðmennsku annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Reykja- dal, Mosfellsdal. Írskt sagnakvöld RÖGNVALDUR J. Sæmundsson M.Sc. heldur fyrirlestur í Háskólan- um í Reykjavík í dag þriðjudag kl. 12.05 um rannsóknir á uppvexti tæknifyrirtækja sem hann hefur stundað við Chalmers tækniháskól- ann í Gautaborg. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Fyrirlestur í Háskól- anum í Reykjavík SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í stóra sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í dag þriðjudag kl. 20, í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar. Guðmundur Magnússon, kennari og handverksmaður og Ólafur Oddsson, kynningar- og fræðslu- fulltrúi Skógræktar ríkisins, kynna fjölþættar nytjar skógarins. Þeir kynna skólaverkefnið „Skógurinn og nýting hans“, sem unnið er að í 10 skólum í Reykjavík um þessar mundir. Gréta og Gummi leika nokkur lög eftir Bach og Bartok á við- arstrokhljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir á meðan húsrými leyfir. Boðið upp á kaffi, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Opið hús skógræktarfélaganna RÁÐSTEFNA á matvæladegi Mat- væla- og næringarfræðafélags Ís- lands (MNÍ) verður haldinn föstu- daginn 19. október kl. 12.30-17 í Hvammi, Grand Hóteli í Reykjavík. Matvæladagurinn hefur verið hald- inn frá 1993 og er nú haldinn í 9. sinn. Fjallað verður um þróun matvöru- verðs og áhrif stjórnvalda á verðlag, skoðað hvernig lífsstíll tengist neysluvenjum og fjallað um stefnu íslenskra stjórnvalda í manneldis- málum. Dr. Aileen Robertson frá Evrópuskrifstofu World Health Organisation (WHO) fjallar um þró- un og framkvæmd við mótun mann- eldis- og neyslustefnu. Fjöregg MNÍ verður afhent, en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á matvæla- sviði. Þróun matvöruverðs og neysluvenjur GARÐYRKJUMIÐSTÖÐIN á Reykjum í Ölfusi hefur ákveðið að efna til málstofu u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í Garð- yrkjuskólanum. Björn Gunnlaugsson, tilrauna- stjóri Garðyrkjuskólans, heldur fyr- irlestur fimmtudaginn 18. október kl. 16 í húsakynnum Garðyrkjuskól- ans á Reykjum, Ölfusi, og flytur er- indi sem hann nefnir Þróun orku- notkunar í garðyrkju, en meðhöfundur erindisins er Magnús Á. Ágústsson, ráðunautur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Boðið upp á kaffi. Málstofur við Garðyrkjuskólann SAMHJÁLP kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, verður með opið hús í Skógarhlíð 8, húsi Krabba- meinsfélagsins, í dag þriðjudag 16. október kl. 20. Sigurður Björnsson læknir flytur erindi: Hvers vegna þarf að greina krabbamein sem fyrst? Fundurinn er liður í októberátaki varðandi ár- vekni um brjóstakrabbamein. Í mán- uðinum er vakin athygli á þessum sjúkdómi, líkt og gert er í mörgum öðrum löndum, frætt um hann og konur hvattar til að nýta sér boð leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Opið hús hjá Samhjálp kvenna „SAMBAND eldri borgara og Skál- holtsskóli standa að nýnæmi í fé- lagsstarfinu nú á haustmánuðum,“ segir í fréttatilkynningu frá Skál- holtsskóla. Efnt verður til Fræðslu- og orlofsdaga í Skálholti 29.–31. október með fjölbreyttri dagskrá. „Hvern dag verður fjallað um áhuga- vert málefni bæði í fyrirlestrum og hópumræðum þar sem lögð er áhersla á að tengja málefnið aðstæð- um nútímans. Fyrsta daginn verður fjallað um fjölmiðla og áhrif þeirra, bein og óbein, á líf eldri borgara, hvernig megi njóta þeirra og hafa áhrif á þá. Umsjá: sr. Bernharður Guðmunds- son fjölmiðlafræðingur. Annan daginn verður Skálholts- staður skoðaður frá sjónarhorni kirkjusögu, menningarsögu og hag- sögu og fjallað um veraldarvafstur og viðkvæm örlög á þeim stað. Umsjá: sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Þriðja daginn verður litið á síðustu 70 árin frá sögulegu sjónarhorni og upprifjun þátttakenda á eigin reynslu. Umsjá: Þórunn Valdimars- dóttir, sagnfræðingur og rithöfund- ur. Skipulagðar verða kvöldvökur og gönguferðir um hið sögufræga um- hverfi Skálholts. Allir eru velkomnir til kvöld- og morgunbæna að hætti fyrri tíðar í Skálholtskirkju, sem allt- af er opin,“ segir þar jafnframt. Skráning fer fram í félögum eldri borgara á ýmsum stöðum og í Skál- holtsskóla. Netfang: skalholtsskoli- @kirkjan.is Fræðslu- og orlofsdagar eldri borgara í Skálholti MÁLSTOFA umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskorar verkfræði- deildar Háskóla Íslands verður hald- in 17. október kl. 16.15 í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6. Kynning á Norðlingaölduveitu og tilgangi hennar verður í stofu 158. Rætt verður um helstu fram- kvæmdaþætti og umfang þeirra. Jafnframt verður fjallað um breyt- ingar á tilhögun framkvæmdar frá upphaflegum hugmyndum og for- sendur þeirra breytinga. Fjallað verður um náttúrufar og sérstöðu framkvæmdasvæðisins, þ.m.t. hluta Þjórsárvera og á hvaða þætti hefur verið lögð á áhersla í mati á umhverf- isáhrifum. Gefið er yfirlit yfir rann- sóknir í tengslum við matsvinnu og sagt frá stöðu matsvinnunnar. Fyr- irlesari er verkefnisstjóri matsins, Guðjón Jónsson hjá VSÓ Ráðgjöf. Allir velkomnir. Fundarstjóri: Birgir Jónsson, skorarformaður. Norðlingaöldu- veita kynnt AÐALFUNDUR Sögufélags Barða- strandarsýslu verður haldinn laug- ardaginn 20. október í Félagsheim- ilinu á Patreksfirði klukkan 14 og er öllum opinn. Helstu markmið félagsins er að safna og skrá þjóðlegan fróðleik úr Barðastrandarsýslu og vekja áhuga héraðsbúa á þjóðlegum fræðum, á sögu og minjum héraðsins og hvetja yfirvöld og almenning til að varð- veita gamla muni, skjöl, mannvirki og annað sem kann að hafa sögulegt gildi fyrir héraðið. Áhugasamir hafi samband við Jó- hann Ásmundsson, netfang muse- um@hnjotur.is Sögufélag Barða- strandarsýslu LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, halda fræðslufund um að- stoð sálfræðinga við flogaveika, fimmtudaginn 18. október kl. 20, í húsnæði Öryrkjabandalagsins, Há- túni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Fyr- irlesari er Eiríkur Örn Arnarson sál- fræðingur. Veitingar eru seldar í fundarhléi gegn vægu gjaldi til styrktar fé- lagsstarfi samtakanna. Frekari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu. Aðstoð sálfræðinga við flogaveika

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.