Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... EIGENDUR Smáralindar getavart kvartað yfir þeim mót- tökum sem þessi stórglæsilega versl- unarmiðstöð hefur fengið hjá lands- mönnum, en við lokun síðastliðinn sunnudag þegar fimm daga opnun- arhátíð lauk höfðu hvorki fleiri né færri en 256.739 manns komið í Smáralind frá því hún var opnuð síð- astliðinn miðvikudag. Lætur því nærri að sá mannfjöldi sem lagði leið sína í Smáralindina á þessum fyrstu fimm dögum samsvari því að öll þjóð- in hafi komið í Smáralind yfir opn- unarhátíðina. x x x SENNILEGA komu fleiri í versl-unarmiðstöðina þessa fyrstu daga eftir opnunina en reiknað var með og líklega ekki við því að búast að gestir verði jafn margir á næstunni. En hvort sú verður raunin eða ekki þá er ljóst að þeim sem að Smáralind- inni standa hefur tekist að vekja at- hygli og áhuga fólks svo um munar á þeirri starfsemi sem fram fer í Smáralind. Auðvitað er við því að bú- ast að stór hluti gestanna í Smáralind hafi lagt þangað leið sína fyrst og fremst til að skoða þessa nýjustu verslunarmiðstöð og njóta þeirra skemmtiatriða sem boðið var upp á þá daga sem opnunarhátíðin stóð yfir frekar en að gera einhver stórinn- kaup, en hvað sem því líður hafa bor- ist fregnir af því að vörur í sumum verslananna sem nýjar eru í íslenskri verslanaflóru hafi nánast selst upp. Víkverji hefur heyrt í kunningja- hópi sínum að margir hafi hugsað sér gott til glóðarinnar um síðustu helgi og lagt leið sína í Kringluna. Þeir hafi búist við því að þar yrðu fáir á ferli vegna tilkomu Smáralindar og að hægt yrði að versla þar í ró og næði. Þetta hafi hins vegar alls ekki orðið raunin og Kringlan verið troðfull af fólki að gera innkaup. Víkverji veit ekki hvernig verslun gekk í miðbæn- um og öðrum verslunarkjörnum um helgina, en miðað við þá aðsókn sem virðist hafa verið í Kringlunni og Smáralind virðist nokkuð ljóst að það er alls enga lægð að merkja í verslun á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana þrátt fyrir tal um samdrátt í þjóð- félaginu og minnkandi kaupgetu. x x x BENT hefur verið á að með til-komu Smáralindar eykst versl- unarrými á hvern einstakling hér á landi verulega frá því sem var. Búast má við því þegar fram líða stundir að eitthvað verði að láta undan og ekki ósennilegt að einhverjar verslanir á höfuðborgarsvæðinu leggi upp laup- ana í samkeppninni við risana tvo. Það verða þó sennilega ekki þeir einir sem standa í samkeppni við verslan- irnar í Kringlunni og Smárlind sem koma til með að finna fyrir þeirri þró- un sem er að eiga sér stað á smá- sölumarkaðinum hér á landi. Fram hefur komið að kostnaður við bygg- ingu Smáralindar sé að minnsta kosti tíu milljarðar króna og þessi kostn- aður eigi eftir að fara út í verðlagið, þannig að þegar upp verði staðið verði það hinn almenni neytandi sem borgi tilkostnaðinn með hækkandi vöruverði. Hvort þessi spá reynist rétt á tíminn einn eftir að leiða í ljós. Þessi gamla lúmska aðferð ÚRSÚLA Jünemann, þýsk kona, en íslenskur þegn, skrifar grein í Morgun- blaðið fyrir stuttu sem er innlegg frúarinnar í um- ræðuna um Kárahnjúka- virkjun. Það sem vakti athygli mína á skrifum frúarinnar var að hún kallar til sönn- unar sjálfan Adolf Hitler og lýsir honum sem „stór- gölluðum manni“. Tökum nú nokkur dæmi úr skrifum frú Jünemann: „Hópefling í formi múg- sefjunar hefur því miður oftar en einu sinni haft þá skelfilegu afleiðingu að heilar þjóðir leiddust út í hörmungar stríðs.“ Ég ætla að frúin eigi við heimsstyrjaldarárin 1914- 1918 og 1939-1945 þótt hún geri því ekki frekari skil, enda viðkvæmt mál. Þá segir af Austfirðing- um. „Og þeir efldust í sam- kennd og urðu einn stór og æpandi hópur. Álver vilj- um við.“ „Austfirðingar fengu sinn sameiginlega óvin „höfuðborgarbúa- hyskið.“ Hvar lærði frúin þennan munnsöfnuð? Ingi B. Halldórsson, Boðagranda 7, Rvík. Næstum, nærri ÉG læt ýmsar málvenjur fara í mínar taugar, tek sem dæmi orðið næstum sem sífellt er notað. Því ekki að nota meira orðin nærri því. Það er margt er virðist ekki komast rétt til skila, t.d. hlustaði ég á viðtal við konu í RÚV, hún talaði um að „hellast úr lestinni“, ég hélt að orðtakið ætti við um helti; að heltast úr lestinni. Viðmælandi í sjónvarp- inu talaði um að virða að vettvangi, trúlega átt við að virða að vettugi. Enn eitt kemur fram bæði í rit- og talmáli, en það er „ungabörn“; hér er auðvitað átt við ungbörn. Ég spyr, börn hvaða unga? Forsetningar eru auðvit- að nauðsynlegar en ofnotk- un mjög leiðinleg í ritmáli, tek sem dæmi á 17. júní, á 1. maí. S.E. Sammála Í TILEFNI greinar Rann- veigar Tryggvadóttur í dag, 11. október. Vissulega er ég sammála Rannveigu, að hvítvoðungur í vöggu grætur aldrei að ósekju. Slíkt kenndi móðir mín mér. Hinsvegar er ég ósammála, að móðir eigi að flandrast um allt með barn- ið í poka á maganum. Það er nauðgun á ómálga hvít- voðungi að skikka hann eft- ir þannig móðursnertingu að hann þurfi eyrnatappa til að þola tónlistina í botni eins og hún er í tísku í dag. Guðrún Jacobsen. Lélegt kaup ÉG er sammála konunni sem skrifað í Velvakanda sl. fimmtudag um lélegt kaup við blaðburð hjá Fréttablaðinu. Eins eru skil á launum slæm því í dag, 11. október, er ég ekki enn búinn að fá launin mín fyrir síðasta mánuð. Kolbeinn Baldursson. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 útilega, 8 skottið, 9 dýr- lingsmyndin, 10 úrskurð, 11 fiskur, 13 hófdýr, 15 álftar, 18 bál, 21 ílát, 22 aflaga, 23 skjálfa, 24 ringulreið. LÓÐRÉTT: 2 slétta, 3 taka land, 4 lesta, 5 málgefin, 6 lof, 7 röskur, 12 málmur, 14 sunna, 15 kvalafullt, 16 hamingju, 17 brotsjór, 18 baunin, 19 féllu, 20 kyrr- ir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ágrip, 4 lægja, 7 áburð, 8 gotan, 9 alt, 11 tonn, 13 saur, 14 ærnyt, 15 skúr, 17 ógát, 20 hró, 22 julla, 23 tórir, 24 litla, 25 leifa. Lóðrétt: 1 áfátt, 2 rausn, 3 puða, 4 lugt, 5 gutla, 6 annar, 10 lúnar, 12 nær, 13 stó, 15 skjól, 16 útlit, 18 gerpi, 19 torga, 20 hata, 21 ótal. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Goðafoss og út fór Selfoss og í dag eru væntanleg Jo Elm, Arn- arfell, Tjaldur SH og Lagarfoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu Selfoss og Florinda og í dag er bv. Venus væntanlegt. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Í dag kl. 9 vinnustofa, kl. 9 leir- kerasmíði, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 bað, vinnustofa og postulín. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 10 púttvöllur opinn. All- ar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13 leir- list, kl. 14 dans. Vetr- arfagnaður fimmtudag- inn 8. nóv. Hlaðborð frá Veisluþjónustu Lárusar Loftssonar. Salurinn opnaður kl. 16.30. Dag- skráin hefst með borð- haldi kl. 17. Kvöldvöku- kórinn syngur undir stjórn Jónu Kristínar Bjarnadóttur. Happ- drætti. Húnar í góðum gír (Ragnar Leví) leika fyrir dansi. Skráning og greiðsla fyrir miðviku- daginn 7. nóv. í síma 568-5052. Allir hjart- anlega velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 5868014 kl. 13– 16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 5668060 kl. 8– 16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10 sam- verustund, kl.14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumar og brids kl. 13.30. Pútt verður inni í Bæjarútgerðinni á fimmtud. og mánud. Á morgun verður píla og myndlist. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Þriðjudagur: Þorvaldur Lúðvíksson lögfræð- ingur til viðtals kl. 10– 12, panta þarf tíma. Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB, kóræf- ing kl 17. Línudans- kennsla Sigvalda kl. 19.15. Bridsnámskeið kl. 19.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB 25. október nk. kl. 10.30–11.30. Panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12. Sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9 opið hús í Miðbergi, leiktækjasal, umsjón Sólveig Ólafs- dóttir. Kl. 13 boccia og spilasalur. Myndlist- arsýning Valgarðs Jörg- ensen stendur yfir. Veitingar í veitingabúð. Allar uppl. um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 fer þriðjudagsganga frá Gjábakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, spænska kl. 17.20, gömlu dansarnir kl. 17, línudans kl. 18, Sigvaldi kennir. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Opið hús á morgun kl. 14–16. Gest- ur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Uppl. veitir Dagbjört í síma 510-1034. Verið velkom- in. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 bænastund. Fótsnyrt- ing, handsnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskruður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist. Föstu- daginn 26. október kl. 18 kveðjum við sumar og heilsum vetri. Dag- skrá: Matur, kalt borð, danssýning, lukkuvinn- ingur, tískusýning, fjöldasöngur og dans undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar. Allir vel- komnir. Skráning í síma 587-2888. Háteigskirkja, eldri borgarar, á morgun miðvikudag fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Lífeyrisþegadeild SFR. Hin árlega sviðaveisla deildarinnar verður laugardaginn 20. októ- ber nk. kl. 12 í Fé- lagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu SFR í síma 525-8340 í síðasta lagi 18. okt. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl.9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð. kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin. Fundir á Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Þjóðdansafélagið. Opið hús í kvöld frá kl. 20.30–23. ITC-Irpa fundar í kvöld kl. 20 í Hverafold 5. Í kvöld verður 3. hluti ræðunámskeiðs og eru allir velkomnir. Uppl. í síma 699-5023. ITC-deildin Fífa, Kópa- vogi. Fundur á morgun kl. 19 í Hjallakirkju, Kópavogi. Allir vel- komnir. Í dag er þriðjudagur 16. október, 289. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þegar menn sáu táknið, sem hann gjörði, sögðu þeir: „Þessi maður er sannarlega spámaðurinn, sem koma skal í heiminn.“ (Jóhannes 6,14.) FYRIR allmörgum árum lagði ég net í sjó fram við framangreint hjáleiguland mitt frá Straumi og fékk þá rauðmaga í netin þegar flæddi að. Ég hafði þennan háttinn á þessum veiðum vegna þess að bönnuð er hrognkelsaveiði nema að hafa til þess veiðiheimild, einnig innan netlagna. En veiði er leyfð á rauðmaga til matar og eigin nota. Annað er ekki leyfilegt sam- kvæmt núgildandi lögum. Svo slæmt er þetta með útfærsluréttindin nú í dag. Þessi réttindi viljum við fá á ný til að sækja björg í bú með því að róa til fiskjar, við sem höfum haft þau áður í ómunatíð. Annað væri eignarnám. Þess vegna hef ég nú gengið í Samtök eigenda sjávaraf- urða. Ég vil hafa eignarrétt minn til fisk- veiða 60 faðma í sjó fram og út í Straums- víkina svo og veiði í almenningi þegar utar dregur, eins og menn eiga rétt til beitar á afrétti útfrá jörðum sínum. Þetta eru forn réttindi til auðlinda við strendur Íslands. Verið er að vinna að því að end- urheimta þessi fornu réttindi af fram- angreindum samtökum réttindahafa og að breyttri heimild og hefur málið verið kynnt Alþingi. Páll Hannesson, Ægissíðu 86, Rvík. Réttindi sjávarjarðar í Straumsvík Hraun við Straumsvík. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.