Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst bókin vera bezti vinur mannsins. Auð- vitað á það við um bækur, eins og reyndar okkur mennina, að það er misjafn sauður í mörgu fé. Sumar bækur eru beinlínis vondar. En alltaf öðru hverju fáum við upp í hendurnar bækur, sem hafa eitt- hvað gott að segja við okkur, ef við bara nennum að lesa þær, en hlaupum ekki yfir þær á einhverju hundavaði. Þessar bækur verða okkar uppáhaldsbækur. Og úrval þeirra bóka tekur sér bólfesti í hjartanu. Slíkar bækur ríma við sálina og verða hluti af okkur upp frá því Ég get enn fundið hitann, sem fór um mig, þegar ég las Litla prinsinn fyrst. Ég kynntist þessari sögu franska flug- mannsins og rithöfundarins Antoine de Sa- int-Exupéry í frönskunámi í menntaskóla og þessi einfalda og hjartnæma saga greip mig þeim heljartökum, að ég er enn undir stöðugum áhrifum af henni. Reyndar verður það að við- urkennast að þegar ég les söguna núna les ég þýðingu Þórarins Björnssonar og hef bókina á frum- málinu við hendina, öfugt við það sem áður var! Litli prinsinn segir frá fundum flugmannsins og litla prinsins í afrískri eyðimörk. Litli prinsinn er frá smástirninu B 612 og það er hann sem rímar við barnið í okkur og sýnir fram á, að það eru ein- faldleikinn og fegurðin, sem raun- verulega skipta máli. Fátt er jafn- skelfilegt og að verða fullorðinn og týna barninu í sér á leiðinni. „– Góðan daginn, sagði litli prinsinn. – Góðan daginn, sagði maðurinn sem skipti um spor hjá lestunum. – Hvað starfar þú hér? sagði litli prinsinn. – Ég flokka ferðamenn í þús- undatali, sagði maðurinn. Ég sendi lestirnar sem flytja þá ýmist til hægri eða vinstri. Og uppljómuð hraðlest sem kom með þrumugný hristi til klef- ann sem maðurinn var í. – Þeim liggur víst á, sagði litli prinsinn. Að hverju eru þeir að leita? – Eimlestarstjórinn veit það ekki sjálfur, sagði maðurinn. Og í öfuga átt með sama gný brunaði önnur uppljómuð hrað- lest. – Þeir koma þegar aftur? spurði litli prinsinn. – Það eru ekki þeir sömu, sagði maðurinn. Það eru skipti. – Voru þeir ekki ánægðir þar sem þeir voru? – Maður er aldrei ánægður þar sem maður er, sagði maðurinn. Og enn drundi þrumugnýrinn frá þriðju uppljómuðu hraðlestinni. – Elta þeir fyrri ferðamennina? spurði litli prinsinn. – Þeir elta alls ekki neitt, sagði maðurinn. Þeir eru sofandi þarna inni, eða þá geispandi. Það eru að- eins börnin sem fletja nefið á rúð- unum. – Það eru aðeins börnin sem vita að hverju þau eru að leita, sagði litli prinsinn. Barn leikur sér að tuskubrúðu og hún verður því mjög mikils virði, og ef hún er tek- in frá því fer það að gráta... – Börn eru lánsöm, sagði mað- urinn.“ Annar sálufélagi minn í bóka- ríkinu, nýtilkomnari en Litli prins- inn, er sagan Uppvöxtur Litla trés eftir Forrest Carter í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Litla tré er kynblendingur af ættum Séróka-indíána, sem stend- ur uppi munaðarlaus fimm ára gamall og leitar þá skjóls í fjalla- kofa afa síns og ömmu. Þar kynn- ist hann siðum og menningararfi indíána og lærir að horfa á heim- inn með augum þeirra. Forrest Carter er meiri huldu- maður en höfundur Litla prinsins. Menn hafa ævi Antoine de Saint- Exupéry á hreinu meðan deilt er um, hvort saga Forrest Carter sé ævisaga eða skáldsaga, hvort höf- undurinn hafi verið af ind- íánaættum eða ekki og hvort höf- undurinn hafi verið uppfullur af kynþáttafordómum eða ekki. For- rest Carter var ekki einu sinni hans rétta nafn. En í sjálfu sér skipta þessi deiluefni ekki máli. „Augun eru blind,“ sagði litli prinsinn. „Það verður að leita með hjartanu.“ Og þegar saga Litla trés er lesin með hjartanu á lífsspeki hennar sí- gilt erindi við okkur, alveg eins og boðskapur Litla prinsins. „Amma sagði að allir hefðu tvenns konar vitund. Önnur vit- undin sneri að nauðsynjum dag- legs lífs. Maður varð að nota hana til að sjá fyrir hvernig ætti að út- vega sér fæði og húsaskjól og ann- að sem að nauðþurftum laut. Hún sagði að maður yrði að nota hana til að finna sér maka og eignast af- kvæmi og slíkt. Hún sagði að við yrðum að hafa þessa vitund til að geta haldið áfram að lifa. En hún sagði að við hefðum aðra vitund sem kæmi þess háttar ekkert við. Hún sagði að þetta væri hin and- lega vitund. Amma sagði að ef maður notaði efnislegu vitundina til að hugsa ágjarnar eða slæmar hugsanir; ef maður væri sí og æ að sauma að fólki með henni og hugleiða hvern- ig maður gæti hagnast á því ver- aldlega... þá mundi andlega vit- undin rýrna uns hún yrði ekki stærri en valhneta.“ Og afi kennir Litla tré að lifa með náttúrunni, en ekki á henni, og taka þá lífsspeki með sér út í heiminn. „Aðeins Ti-bi, býflugan, geymir meira en hún þarf á að halda. Og svo er hún rænd af bangsanum, og þvottabirninum... og Séróka- indíánum. Þannig er það með fólk sem dregur að sér meira en því ber. Allt verður frá því tekið. Og styrjaldir verða háðar vegna þess... og það mun halda langar ræður, og reyna að halda í meira en því ber með réttu. Það segir að ákveðinn fáni sýni rétt þess til að gera þetta... og menn munu deyja vegna orðanna og fánans... en það breytir ekki lögmálum tilver- unnar.“ Að leita og lesa með hjartanu Hér segir af bókum sem ríma við sálina og verða lesendum sínum hjartfólgnar. Svoleiðis bækur eru til að mynda sög- urnar um Litla prinsinn og Litla tré. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn @mbl.is PÉTUR Pétursson, yfirlæknir Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri, vandar ný- verið lyfjafyrirtækjum ekki kveðjurnar. Til- efnið er rauðvínsflaska og tappatogari sem fylgdu með kynningar- bréfi sem honum var sent frá lyfjafyrirtæki. Pétur lætur þess getið að þetta séu „náttúru- lega ekkert annað en mútur“. Vandlæting Péturs á sér dýpri rætur því að hann segir að „ekki verði þverfótað fyrir ýmsum áróðri lyfjafyrirtækja“ og ekki er álit Péturs mikið á vörum fyrirtækjanna því að hann segir: „Ný lyf bæta yfirleitt afar litlu við það sem fyrir er.“ Hann heldur áfram og gefur í skyn að það séu samantekin ráð þessara misindis- manna að þegja yfir aukaverkunum og hafa það eitt að markmiði að selja sína rándýru og vondu vöru sem engin þörf sé fyrir. Ekki vill Pétur þó segja að þessi fyrirtæki séu alvond, því að þau fjár- magni oft gagnlegt fræðslustarf, en hann getur þó ekki látið þar við sitja og bætir við að mikið sé af „gervi- fræðslu“ í boði þessara fyrirtækja. Þarna er vissulega dregin upp svört mynd og fróðlegt að velta fyrir sér hvað vakir fyrir lækninum. Í fyrsta lagi láist honum að geta þess að rauðvínið fylgdi með kynningar- bréfi um mígrenilyf til þess að minna á að þessi neysluvara kallar oft fram mígrenieinkenni (kynning- arbréfið var texti frá Lyfjastofnun). Það er alkunna að einhverjir fylgi- hlutir séu notaðir til að vekja athygli á nýrri vöru, sem er send útvöldum hópum, og þykir ekki fréttnæmt. Eftir á að hyggja hefði verið heppi- legra að nota annað en rauðvín í þessu skyni og draga hlutaðeigandi lærdóm af því. Hitt er öllu alvarlegra að dylgja um heilindi lyfjafyrirtækja, segja þau „þegja yfir ýmsum aukaverk- unum“ og gefa í skyn að ný lyf „bæti afar litlu við það sem fyrir er“. Ef læknirinn telur fót fyrir slíkri skoðun á hann skilyrðislaust að hafa þá gagnrýni mál- efnalega og koma henni á framfæri við rétta aðila. Það er afar alvarlegt að veikja tiltrú almennings á þeim úrræðum sem honum stendur til boða við sjúkdómum sínum og breiða út róg um stéttir manna. Ný lyf eru rannsök- uð í þaula áður en þau koma á markað og ít- arlegar lyfjaupplýsingar, þ.m.t. aukaverkanir, eru óaðskiljanlegur hluti af kynningarefni lyfjafyrir- tækjanna. Eftir að nýtt lyf kemur á markað er áfram fylgst gaumgæfi- lega með hugsanlegum aukaverkun- um og þeim upplýsingum komið á framfæri til heilbrigðisstétta. Við ákvörðun um notkun lyfs fer ávallt fram mat á ávinningi og áhættu meðferðar, byggt á bestu vitneskju á hverjum tíma með hagsmuni sjúk- lingsins að leiðarljósi. Sumar auka- verkanir eru það sjaldgæfar að þeirra verður ekki vart fyrr en hundruð þúsunda sjúklinga hafa reynt viðkomandi lyf og rannsóknir lyfjafyrirtækja áður en lyfið kemur á markað, hversu vandaðar sem þær eru, munu seint uppgötva slíkt. Fáar, ef nokkrar, starfsgreinar búa við jafn mikið magn opinberra laga og reglna og lyfjafyrirtæki og það hvernig standa skuli að auglýs- ingum og kynningum er ekki undan- skilið. Eingöngu vissar heilbrigðis- stéttir mega fá upplýsingar frá lyfjafyrirtækjum, ef um lyfseðils- skylt lyf er að ræða, og eðlilega beina fyrirtækin starfskröftum sín- um þangað. Lögum samkvæmt standa almenningi þessar upplýs- ingar ekki til boða, nema frá öðrum aðilum en lyfjafyrirtækjum, og skýt- ur þetta nokkuð skökku við í ljósi þeirrar stefnu að einstaklingurinn axli meiri ábyrgð á eigin heilsu. Tal læknisins um að ekki sé þörf nýrra lyfja hljómar svo ankannalega að vart getur verði rétt eftir honum haft. Ummælin minna helst á yfir- lýsingu forstöðumanns bandarísku einkaleyfastofunnar fyrir eitt hundrað árum þess efnis að búið væri að finna allt nauðsynlegt upp og hann skildi ekkert í því hvað menn væru að sækja um ný einka- leyfi. Átti til dæmis að hætta öllu vísinda- og þróunarstarfi á sviði lyfjafræði þegar búið var að taka pensilínið í gagnið um miðja síðustu öld? Nei, staðreyndin er sú að þrátt fyrir miklar framfarir í heilbrigðis- þjónustu er ávallt þörf á nýjum lyfj- um. Öflugt rannsóknarstarf inn- lendra líftæknifyrirtækja eru glöggur vitnisburður um þetta. Sjúkdómar á borð við alzheimer, krabbamein, hjartasjúkdóma o.fl. halda áfram að hrjá unga sem aldna. Óskir einstaklingsins um aukin lífs- gæði og getu til að lifa athafnasömu og nýtu lífi í samfélaginu kalla á stöðuga framþróun lyfja. Ný lyf gefa ný tækifæri og ávinningur meðferð- arinnar fyrir þjóðfélagið getur verið langtum meiri en kostnaður hennar. Ekkert nýtt lyf er samþykkt af heil- brigðisyfirvöldum nema búið sé að sýna fram á öryggi þess og virkni og jafnframt verður það að vera fram- faraskref – að það lækni, líkni og auki lífsgæði á áhrifaríkari og öruggari máta en áður þekktist. Vín og væningar Hjörleifur Þórarinsson Lyf Það er afar alvarlegt að veikja tiltrú almennings á þeim úrræðum sem honum stendur til boða við sjúkdómum sínum, segir Hjörleifur Þór- arinsson, og breiða út róg um stéttir manna. Höfundur er í forsvari fræðsluhóps lyfjafyrirtækja. HÖFUÐBORGIR Íslands hafa verið tvær. Fyrst Kaupmannahöfn til 1. febrúar 1904, en við heimastjórn kom framkvæmdavaldið til landsins og íslenskur ráðherra settist að í Reykjavík og Reykja- vík varð höfuðborg. Síð- an hefur Reykjavík ver- ið forystustaður landsins og stjórnsýsla og æðstu yfirvöld átt þar samanstað. Niðurlæging miðborgarinnar Lengst af hefur miðborg Reykja- víkur verið andlit borgarinnar, lífið og sálin í viðskiptum og menningu hennar. Í dag er það útbreidd skoðun meðal Reykvíkinga að miðborgin hafi beðið svo mikinn hnekki á und- anförnum árum að það þurfi stórátak til að rífa hana upp úr niðurlæging- unni. Borgaryfirvöld hafa gert hver mistökin af öðrum sem valda því að niðurlæging borgarinnar er jafn áberandi og raun ber vitni. Nokkur dæmi: Þrengt hefur verið að allri umferð í miðborginni meðal annars með lok- un Hafnarstrætis og um leið allri verslun í þeirri götu. Bílastæðum við helstu götur mið- borgarinnar hefur verið fækkað verulega og bílastæðagjöld almennt stórhækkuð þannig að flestir flýta sér úr miðbænum vegna okurs borg- aryfirvalda. Á gleðilífi miðborgarinnar eru engar skorður þannig að í öðru hverju húsi eru súlu- eða sukkstað- ir. Það leiðir af sér að venjulegur borgari á fótum sínum fjör að launa þegar myrkva tekur. Það er tímanna tákn að beint á móti Dómkirkjunni og Al- þingishúsinu blasir við súlustaður í öllum regnbogans litum. Skipulagsmál mið- borgarinnar eru í lamasessi meðan önn- ur sveitarfélög setja sér reglur með- al annars með markvissu deiliskipu- lagi. Frumkvæðið og forystan töpuð Alla tíð, eða frá því að Reykjavík varð höfuðborg hefur frumkraftur og forysta fylgt borginni. Nú er þetta breytt. Í Kópavogi situr bæjarstjórn sem notar hvert tækifæri til að efla sína sveit. Íþróttamannvirki, versl- unarmiðstöðvar, samgöngumann- virki og síðast en ekki síst ný íbúða- hverfi líta dagsins ljós. Á meðan sofa borgaryfirvöld. Aðeins eitt íbúðar- hverfi er í uppbyggingu í Reykjavík, Grafarholtið. Þar voru lóðir svo dýr- ar að íbúðir seljast ekki og verktakar verða gjaldþrota. Íþróttamannvirki byggir borgin ekki og þau sem verða tekin í notkun á næsta ári eru leigð af öðrum enda hefur borgin ekki lengur ráð á að byggja íþróttamannvirki vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Versl- un fer minnkandi og flyst í önnur sveitarfélög og helstu umferðaræðar eru svo afkastalitlar að það eru stór vandræði að komast leiðar sinnar. Svo virðist sem hin pólitíska forysta borgarinnar hafi algjörlega misst tökin á uppbyggingu, skipulagningu og stjórnun höfuðborgarinnar. Og þegar samanburður á þessum tveim- ur sveitarfélögum er gerður, Reykjavík-Kópavogur, er þá nema von að spurt sé. Hvað næst? Munu yfirvöld líka flýja í Kópavog? Auðvitað gerist það ekki. En til þess að vel megi fara verður að koma til stórátak í Reykjavík. Og það er al- veg ljóst að sú borgarstjórn sem nú situr gerir engin kraftaverk. Tap Reykjavíkur á frumkvæði og forystu Júlíus Hafstein Höfuðborgin Alla tíð, eða frá því að Reykjavík varð höfuðborg, segir Júlíus Hafstein, hefur frumkraftur og forysta fylgt borginni. Nú er þetta breytt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.