Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR í Kópavogsskóla vita miklu meira um einelti í dag en þau gerðu áður. Ástæðan er sú að alla síðustu viku og fram eftir vetri, hef- ur um lítið annað verið rætt innan veggja skólans enda þar í gangi verkefni sem kallast „Vika án einelt- is og ofbeldis“. Verkefnið er angi af sérstöku Evrópuverkefni er fjallar um andlega og félagslega vellíðan í skóla. „Vika án eineltis og ofbeldis“ er einnig hluti af samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, heilbrigð- isráðuneytisins, Geðræktar, Kópa- vogsbæjar og fleiri aðila og nefnist það Heilsuefling í skólum. Verkefnið er til þriggja ára og er sérstök áhersla lögð á eflingu geðheilbrigði í þeim tilgangi að minnka líkur á áhættuhegðun, s.s. neyslu fíkniefna, einelti og sjálfsvígum. Einnig er lögð áhersla á hollt mataræði og hreyf- ingu og ýmiss konar forvarna- fræðslu. Leitast er við að allt skóla- starf, umhverfi skólanna og samstarf við foreldra og aðra í samfélaginu miði að því að nemendum líði og farnist sem best. „Síðan eru tekin fyrir ákveði mál- efni, viku í senn,“ útskýrir Signý Helgadóttir sem er kennari og verk- efnisstjóri í Kópavogsskóla. „Í fyrra vorum við með heilsuviku þar sem áhersla var lögð á meiri hreyfingu og hollan og góðan mat og núna er það einelti. En þetta eru málefni sem þurfa alltaf að vera í umræðunni svo eftir að vikunni sleppir er áfram unn- ið með efnið. Við verðum að vinna eftir hugmyndum sem komnar eru frá nemendum og kennurum áfram í vetur en það þarf oft eina viku til að vekja sérsaka athygli á málefninu.“ Meðal þess sem gert var í vikunni var að leggja fyrir nemendur skólans eineltiskönnun. „Þar eru könnuð samskipti milli nemenda í hverjum bekk, hvort að viðkomandi telji sig hafa verið lagðan í einelti eða ekki.“ Signý segir að starfsmenn skólans taki einnig þátt í verkefninu. Þeir starfrækja t.d. gönguhóp og í einelt- isvikunni drógu þeir um um leynivin sem þeir áttu að vera sérstaklega góðir við til að efla andann. Saklaus stríðni getur verið einelti Blaðamaður ræddi við fjóra nem- endur í unglingadeild skólans og komst að því að þau höfðu lært ým- islegt um einelti undanfarið. „Við byrjuðum á því að koma með hug- myndir að því hvernig hægt væri að vinna með einelti þessa vikuna,“ seg- ir Gréta Þórsdóttir Björnsson, nem- andi í 10. bekk. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram sem unnið verður með fram eftir vetri. Efnt var til slagorðasamkeppni meðal allra nemenda skólans, stuttmynd var gerð, sameiginlegt listaverk undir nafninu „Vinátta“ verður gert, yngri nemendur gera vinabönd, rætt um orðanotkun og tilfinningar skrifaðar í dagbækur, reynslusaga um einelti og heimsókn frá lögreglu svo eitt- hvað sé nefnt. Sjáið þið einelti í ykkar skóla? Gréta: Nei, voða lítið. Árdís Hrafnsdóttir (10. bekk): Ég hef aldrei tekið eftir því. Kópavogsskóli er ekki fjölmennur skóli og blaðamaður veltir fyrir sér hvort það sé ástæðan fyrir því að lítið er um einelti. Valgeir Tómasson (9. bekk): „Nei, ég held að það skipti ekki öllu máli.“ Gréta: „Þetta er auðvitað sam- heldinn hópur, við höfum verið sam- an í bekk síðan við vorum sex ára, svo ég held að það sé kannski ekki allt í einu tekið upp á því að stríða einhverjum.“ Valgeir: „Það er alltaf sami kjarn- inn í þessum skóla og lítið verið að skipta um kennara. Það eru flestallir í þessum skóla vinir.“ Meðal þess sem var á dagskrá ein- eltisvikunnar voru pallborðsumræð- ur um hvort taka eigi upp skólabún- inga á Íslandi eður ei. Benedikt og Valgeir voru meðal þeirra sem tóku til máls og voru báðir andvígir skóla- búningum. Í ræðum kom fram að klæðaburður geti verið undirrót ein- eltis en að skólabúningar leysi ekki endilega þann vanda. Benedikt Kristjánsson (10. bekk): „Við ræddum um bæði skaðsemi og nytsemi skólabúninga. Andleg skað- semi er líka til.“ Krakkarnir eru sammála um að skólabúningar eigi ekki upp á pall- borðið hjá ungu fólki á Íslandi en að gaman hafi verið að ræða málin frá báðum hliðum. Daginn sem pall- borðsumræðurnar voru mættu nem- endur og kennarar í fötum sem þeir myndu venjulega ekki klæðast í skól- anum. Teljið þið árangursríkt að hafa öfl- uga dagskrá sem þessa um einelti? Allir: „Já!“ Valgeir: „Við höfum rætt um ein- elti, aðallega inni í tímum, en líka okkar á milli utan þeirra.“ Benedikt: „Það skemmtilegasta sem við höfum gert þessa vikuna finnst mér vera rökræðurnar um skólabúningana.“ Gréta: „Mér fannst gaman að komast að því að það er ekki mikið um einelti í skólanum.“ Af hverju teljið þið mikilvægt að tala um einelti? Benedikt: „Þó að þeir sem eru lagðir í einelti vilji ekki tala um það, þá er gott að við hin tölum um það svo við getum hjálpað þeim sem eru lagðir í einelti.“ Gréta: „Það er líka gott að tala um hlutina til þess að við áttum okkur á því þegar við erum að leggja aðra í einelti.“ Árdís: „Þá vitum við um hvað mál- ið snýst og hvað þetta er alvarlegt. Það sem okkur finnst kannski sak- laus stríðni getur öðrum fundist mjög leiðinlegt og upplifað sem ein- elti.“ Mikilvægt að ræða um einelti Morgunblaðið/Kristinn Benedikt, Gréta, Árný, Signý Helgadóttir, kennari og verkefnisstjóri, Ásdís Óskarsdóttir kennari og Valgeir voru óvenjulega klædd í lok vikunnar. Kópavogur HANN klessir trýninu upp að rúð- unni, sveinkinn sem prýðir jóla- sveinaskeiðina í ár enda um engan annan að ræða en sjálfan Glugga- gægi. Hönnuður myndarinnar er 11 ára stúlka úr Öskjuhlíðarskóla, Auð- ur Lilja Ámundadóttir, en tillaga hennar var valin úr hópi 200 tillagna sem bárust víðs vegar af Reykjavík- ursvæðinu í samkeppni um mynd af karlinum þeim arna. Verðlaunin voru afhent við hátíð- lega athöfn í gær í Öskjuhlíðarskóla og var greinilegt að nemendur og starfsmenn skólans voru stoltir af listamanninum. Þetta er í sjöunda skiptið sem hugmyndir 11 – 12 ára grunnskólabarna eru nýttar við gerð jólasveinaskeiðarinnar. Ætlar að verða fimleikastjarna Vinningshafinn í ár virtist þó láta fjölmiðlaathyglina lítið á sig fá og var mest upptekinn af að sýna blaða- manni Morgunblaðsins glæsilegt pilsið sem hún klæddist af tilefninu, alsett fíneríis-glitri og steinum. Hún féllst þó á að spjalla svolítið um myndina sína og keppnina og fyrsta spurningin snýst um það hvernig hafi staðið á því að hún tók þátt í keppninni? „Ég tók eiginlega þátt af því að ég er í skólanum,“ segir Auð- ur og bætir því við að allir krakk- arnir í skólanum hafi verið með í keppninni. „Ég teiknaði gluggann og jólasveininn og þegar ég var búin að því þá sendi Elsa myndina í keppnina.“ Það er líka greinilegt að vandað var til verka við gerð mynd- arinnar. „Ég teiknaði á renning marga Gluggagægja því við vorum að æfa okkur fyrst og hita upp fyrir keppnina,“ segir hún og upplýsir að sér þyki gaman að teikna og lita. Auði finnst ekkert skrýtið þótt jólasveinninn hennar lendi á fíniríis silfurskeið en segir þó að hún hafi orðið hissa þegar henni var sagt að hún hefði unnið keppn- ina en þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að verða listamað- ur þegar hún er orðin stór svarar hún ákveð- in: „Nei! Ég ætla að verða fimleikastjarna,“ enda kemur í ljós að hún stundar fimleika hjá íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi. „Ég er stundum að sýna fim- leika,“ bætir hún við. En hvað finnst henni þá um það að vera beðin um hvert fjölmiðlaviðtalið á fætur öðru, eins og raunin var eftir verðlaunaaf- hendinguna? „Þau halda örugglega að ég sé fræg.“ Þegar hún er spurð að því hvort sú sé raunin svarar hún hugsandi: „Ég veit það ekki, það er aldrei að vita.“ Jólasveinn í hippabuxum Það er Gull- og silfursmiðjan Erna ehf. sem framleiðir jólasveinaskeið- irnar en skeiðin í ár er sú tíunda í röðinni. Að sögn Ragnhildar Sifjar Reynisdóttur gullsmiðs voru fyrstu þrjár skeiðarnar framleiddar eftir gömlum mótum sem fundust í fyr- irtækinu en það hefur áður framleitt jóla- sveinaskeiðar af þessu tagi. „Svo þegar þessir þrír voru búnir þurftum við nýjar hugmyndir og þá var ákveðið að hafa svona samkeppni meðal barna.“ Sara Reynisdóttir framkvæmdastjóri fyr- irtækisins segir það hafa verið tiltölulega einfalt að velja úr þeim tillögum sem bárust að þessu sinni. „Á mjög mörgum myndum sást bara bakhlutinn á jólasvein- inum sem var að kíkja inn um gluggann og það gekk ekki alveg því við vildum að það sæist í gluggann og jólasveininn sjálfan. Þessi mynd kom strax mjög mikið til greina því það var eitthvað við hana. Til dæmis er svolítið skemmtilegt hvernig nefið er alveg klínt upp við gluggann.“ Hún segir jólasveinamyndirnar sem bárust hafa verið ákaflega mis- jafnar. Einn jólasveinninn hafi verið hálf hippalegur í útvíðum buxum al- settum blómum og jafnvel hafi verið dæmi um kvenkyns Gluggagægja. Hönnuður silfurskeiðar í Öskjuhlíðarskóla Morgunblaðið/Golli Auður tekur við viðurkenningarskjali úr höndum Ragnhildar en að auki fékk hún 10 þúsund krónur og eintak af silfurskeiðinni í verðlaun. Jólasveinaskeiðin er búin til í 200 eintökum fyrir þessi jól. Suðurhlíðar REKSTRARSTYRKIR til einka- rekinna leikskóla í Mosfellsbæ hafa verið hækkaðir og er hækk- unin afturvirk til 1. janúar 2001. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs fyrr í mán- uðinum. Að sögn Gunnhildar Sæ- mundsdóttur, leikskólafulltrúa bæjarins, er Birkibær, sem Reykjalundur rekur fyrir börn starfsmanna sinna, eini einka- rekni leikskólinn í bæjarfélaginu í dag. Styrkir bæjarins með hverju barni voru áður 12.000 kr. á mánuði óháð dvalartíma en eru nú 20.000 kr., miðað við fulla vistun. Gunnhildur segir að hækkunin sé til samræmis við rekstrarstyrki annarra sveitarfé- laga til einkarekinna leikskóla. Guðrún Sigursteinsdóttir, leik- skólastjóri á Birkibæ segir auk- inn rekstrarstyrk koma til með að minnka þann halla sem er á rekstri leikskólans en betur megi ef duga skuli. Víðast annars stað- ar á höfuðborgarsvæðinu séu styrkir til einkarekinna leikskóla hærri. Birkibær fylgir gjaldskrá leik- skóla Mosfellsbæjar og leikskóla- gjöld koma ekki til með að breyt- ast vegna hækkunar styrksins enda um að ræða leiðréttingu að mati Guðrúnar í samræmi við styrkveitingar til leikskóla í ná- grannasveitarfélögunum. Rekstrar- styrkir hækka Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.