Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 15 VERKEFNASTAÐA í byggingar- iðnaði á Akureyri er þokkaleg um þessar mundir en verður þó eitt- hvað misjöfn í vetur hjá einstökum greinum, að sögn Guðmundar Óm- ars Guðmundssonar formanns Fé- lags byggingamanna í Eyjafirði. Hann sagði að málarar væru ekkert of bjartsýnir fyrir veturinn en þó væri staða þeirra nokkuð óljós. Guðmundur Ómar sagði að at- vinnuástand hjá smiðum væri nokk- uð gott og ýmis stór verkefni í gangi, eins og við Amtsbókasafnið, Giljaskóla og Verkmenntaskólann og til viðbótar væri fyrirhugað að bjóða út vinnu við innréttingu hús- næðis FSA. Þá væri töluvert byggt af íbúðarhúsnæði, á Klettaborg, í Giljahverfi og á Eyrarlandsholti. Guðmundur Ómar sagði að óvenju mikið hefði verið byggt af íbúðarhúsnæði í bænum undanfarin ár. Íbúum bæjarins hefði verið að fjölga og því væri auðveldara að átta sig á þörfinni. Ef hér fjölgaði um 300 manns þyrfti um 100 íbúðir til viðbótar. „Góðærið náði til okkar og það hefur ríkt góðæri í byggingariðn- aðinum í yfir fjögur ár. Það á þó ekki við um allar greinar og það er ekkert góðæri t.d. í málmiðnaðin- um.“ Verkefnastaða í byggingariðnaði þokkaleg Óvenju mikið byggt af íbúðarhúsnæði Morgunblaðið/Kristján Mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Akureyri að undanförnu og þá ekki síst á Eyrarlandsholti, þar sem þessir iðnaðarmenn voru að hefja framkvæmdir við enn eitt raðhúsið. JÓLAGARÐURINN í Eyjafjarð- arsveit hefur hafið kynningu á jóla- tákninu 2001. Það er fastur liður ár hvert að valinn er handverks- eða listamaður til að útbúa tákn kom- andi jólahátíðar og að þessu sinni er það málmlistakonan Elínborg Kjartansdóttir sem gerir táknið. Hennar tákn er jólatré, unnið í kop- ar með messingskreytingu og stendur það á korkstöpli. Í verkinu mætast formið annars vegar og styrkur og útgeislun efnisins hins vegar. Jólatáknið er sem fyrr að- eins í 110 tölusettum eintökum og því hvert um sig einstakt. Jólatré Elínborgar Kjartansdóttur er jólatákn 2001 í Jólagarðinum. Jólatáknið 2001 TVÖ fyrirtæki á Akureyri, Svar og Þekking-Tristan hafa verið í sam- starfi að undanförnu um uppsetningu á síma- og tölvukerfum sem gera fyr- irtækjum kleift að senda síma- og tölvugögn eftir sömu línunni. Þessi tækni sparar fyrirtækjum umtals- verða fjármuni þar sem nú er hægt að nýta eina línu fyrir bæði tal og gögn segir í frétt frá fyrirtækjunum. Símstöðvar einstakar deilda fyrir- tækja geta þannig tangst saman eins og um eina símstöð væri að ræða. Auk þess geta fyrirtæki sem rekið hafa tvö eða fleiri skiptiborð látið alla símsvörun fara í gegnum sama skiptiborðið. Með þessari tækni er mögulegt að flytja símtöl áfram yfir gagnalínurnar eins og um innanhúss- ímtöl væri að ræða. Sparnaður fæst í mannahaldi og símakostnaði auk ým- issa annarra möguleika sem bjóðast við notkun símkerfisins. Meðal fyrirtækja sem tekið hafa þess nýju tækni upp eru Norðlenska matborðið á Akureyri og Húsavík og Samherji á Dalvík og Árskógssandi. Svar og Þekking-Tristan í samstarfi Unnt að flytja síma- og tölvugögn eftir sömu línunni HANDKNATTLEIKSLIÐ Per- unnar á Akureyri hefur lokið þátt- töku sinni í bikarkeppni Hand- knattleikssambands Íslands, eftir tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum í KA- heimilinu sl. laugardag. Lokatölur leiksins urðu 36:9 gestunum úr Reykjavík í vil og eins og tölurnar gefa til kynna var leikur liðanna frekar ójafn. Peran tefldi fram kraftajötninum Torfa Ólafssyni í liði sínu en það dugði ekki til að þessu sinni. Torfi sem er þekktari sem keppnismaður í aflraunum, er engin smásmíði, um 180 kg að þyngd. Hann lét vita vel af sér í leiknum en náði þó aðeins að skora tvívegis. Peran úr leik í bikarnum Morgunblaðið/Þórir Tr. Varnarmaður ÍR gerir örvænt- ingafulla tilraun til að stöðva Torfa Ólafsson, leikmann Per- unnar, í bikarleik liðanna í KA- heimilinu sl. laugardag. Torfi skoraði tvö mörk en lið hans tap- aði leiknum með 27 marka mun. NÁMSKEIÐ sem fjallar um strauma og stefnur í myndlist, tón- list og byggingarlist í samhengi við breytingar í þjóðfélaginu er nú að hefjast. Kennt verður fjögur kvöld, 3 klukkustundir í senn, dagana 18. og 25. október og 1. og 8. nóvember. Leiðbeinandi er Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, myndlistarmað- ur. Fjöldi þátttakenda verður á bilinu 8 til 15 og verðið á námskeið- inu er 8.500 krónur. Skráning og upplýsingar eru í Verkmenntaskólanum í síma eða á heimasíðu SÍMEY www.simey.is Námskeið um list og menningu TÆPLEGA þrítug kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, auk þess að greiða 45 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs sem og allan sakarkostnað. Konan var ákærð fyrir líkams- meiðingar af gáleysi og umferð- arlagabrot með því að hafa í febr- úar síðastliðnum ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og án nægilegrar aðgæslu, með þeim af- leiðingum að hún ók á gangandi vegfaranda á gangbraut við Hörgárbraut. Konan játaði fyrir dómi þær sakargiftir sem á hana voru born- ar í ákæruskjali. Með hliðsjón af afdráttarlausri játningu, hreinum sakarferli og atvikum máls að öðru leyti þótti refsing hennar hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár auk sektar. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbundið fangelsi vegna gá- leysislegs aksturs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.