Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 48
ÍSLENDINGAR kölluðu hann Jón „væna“, ekki aðeins vegna framburð- arins heldur stórt nafn sem klæddi manninn vel. Ímynd karlmennsku, hugprýði og heiðarleika í áratugi. Langur og merkur kafli í kvikmynda- sögunni, vafalaust einn dáðasti leikari hennar, goðsögn, svo miklu stærri en heimurinn umhverfis hann. Þegar hugurinn leitar til Johns Waynes blasir við kempulegur maður með stormandi sjálfsöryggi sem gerði flesta kettlingslega sem nærri honum stóðu. Stór og sterklegur, bauð af sér góðan þokka, af honum geislaði þessi stórbrotna nærvera sem skilur á milli leikarans og stjörn- unnar. Endalausar víðáttur vesturs- ins villta blasa við, grænir hagar, gullnar eyðimerkur, höggmyndasafn skaparans í Monument Valley, myrk- ir skógar, straumþung fljót, slétturn- ar miklu, fjöll og firnindi. Heróp ind- jánanna, hófatak riddaraliðsins, orrustugnýr Þrælastríðsins, þúsund krárbarsmíðar, með ívafi seinna stríðs á Iwo Jima, Bataan og víðar. Þýðir ómar náttúrunnar, vestratónar snillinga einsog Elmers Bernsteins, fumlaus leikstjórn meistara á borð við John Ford. Yfir öllu gnæfir „The Duke“, líkt og Hollywood kallaði stærstu vestrastjörnu allra tíma. Duke Morrison hinn væni Goðsögnin fæddist 1907 sem Mari- on Michael Morrison í smábæ í Iowa. Í skóla þótti hann liðtækur í ruðningi og útá þá hæfileika fékk hann náms- styrk frá University of Southern California. Samhliða námi vann hann fyrir sér sem verkamaður hjá kvik- myndaverinu Fox. Stór og stæðilegur fór hann fljótlega að drýgja tekjurnar enn frekar með því að taka að sér aukahlutverk í kvikmyndum, ekki síst hjá John Ford, ungum og stór- efnilegum leikstjóra hjá fyrirtækinu – með séráhuga á vestrum. Er líða tók á þriðja áratuginn var Duke Morrison orðinn fastur maður í auka- leikarahópi Fords, sem átti eftir að gera hann að stórstjörnu. Fyrir orð Fords var Morrison ráðinn í aðalkarl- hlutverk The Big Trail (’30) hjá Raoul Walsh, sögufrægum vestraleikstjóra. Afraksturinn var mikilfengleg mynd sem gerði stórstjörnu úr Morrison, hinum unga aukaleikara, sem kom þarna fram í fyrsta skipti undir leik- aranafninu John Wayne. Þó The Big Trail hændi ekki að sér umtalsverðan hóp gesta var ljóst að í Wayne bjó ósvikið stjörnuefni, hann gat borið uppi lítil sem stór atriði og haldið heilli mynd saman. Næstu níu árin hafði Wayne yfrið nóg fyrir stafni í aðalhlutverkum urmuls mynda, mestmegnis B-vestra og myndbálka, einkum tveggja, kenndum við Shadow of the Eagle og The Three Musketeers. Inn á milli flutu bitastæðari hlutverk og dagljóst að Wayne hentaði best átaka- og spennumyndir. Merkasti kaflinn á löngum ferli er vafalaust áratuga samstarf Wayne og vinar hans, Johns Fords, sem ákvað að reyna hann í aðalhlutverki The Ringo Kid í tímamótavestranum Stagecoach (’39). Wayne svo gott sem stal myndinni úr höndum hóps val- inkunnra meðleikara með mörg af- reksverk að baki og sannaði að hon- um var treystandi fyrir vandasömustu hlutverkum. Uppfrá þessu lék hann í flestum myndum Fords, hvort sem það voru vestrar á borð við Fort Apache (’48), She Wore a Yellow Ribbon (’49), Rio Grande (’50), The Searchers (’56) eða há- dramatísk verk einsog The Quiet Man (’52), og The Man Who Shot Lib- erty Wallace (’62). Jafnframt hafði hann í nógu að snúast fyrir aðra leik- stjóra í öllum gerðum mynda. Talsmaður íhalds- samra skoðana Vinsældir leikarans jukust stöðugt allan fimmta áratuginn og við upphaf þess sjötta hóf hann að framleiða myndir sínar sjálfur, lengst af undir Batjack-merkinu, í náinni samvinnu við syni sína Michael og Patrick, sem báðir voru viðriðnir kvikmyndaleik. Flestar urðu myndirnar með ein- dæmum vinsælar og vinsældir Rio Bravo, vestra Howards Hawks, urðu svo gífurlegar að hún var endurgerð tvisvar til viðbótar (með góðum ár- angri) af þeim Hawks og Wayne; sem El Dorado (’67) og Rio Lobo (’70). Undir lok sjötta áratugarins fór Wayne að fást við enn viðameiri myndir, einkum The Alamo (’60), sem hann leikstýrði og framleiddi, auk þess að fara með aðalhlutverkið. Á sjöunda áratugnum, uggandi vegna aukins frjálslyndis í stjórnmál- um, fór Wayne að gerast talsmaður íhaldssamari skoðana, barðist m.a. fyrir harðlínustefnu Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu. Fékk þá á móti sér unga gagnrýnendur, blaðamenn, mussufólk og hasshausa. Vegna þessa, tilhneigingar til ofleiks og greinilegra aldursmerkja varð Wayne skotspónn frjálslyndra og vinstrisinna. Hvað sem því leið héldu myndir hans áfram að vera feikivin- sælar. Þrátt fyrir allt jamlið yfir gall- harðri, hægrisinnaðri afstöðu Wayn- es til stjórnmála vann hann Óskars- verðlaun fyrir túlkun sína á lögmanninum Rooster Cogburn í True Grit (’69). Þau breyttu engu um að aldurinnn var orðinn erkifjandi gömlu kempunnar, það leyndi sér ekki í síðustu átakamyndunum, eins- og McQ (’74) og Brannigan (‘75). Engu að síður kom aldurinn ekki í veg fyrir að Wayne átti eftir að vinna einn sinn stæsta leiksigur í The Shootist (’76), vestra Dons Siegels þar sem hann leikur aldurhniginn, dauðvona byssubófa. Það leyndist engum að þar fór þjáður maður og spurðist út að Duke væri haldinn ólæknandi krabbameini. Rætur þess má að öllum líkindum rekja til gerðar The Conqeror (’56), mislukkaðrar stórmyndar um Gengis Khan, sem tekin var á landsvæði í Utah, þar sem fram höfðu farið æfingar með kjarn- orkuvopn aðeins nokkrum árum áð- ur. Fjöldi kvikmyndagerðarmanna sem vann við myndina lést úr krabbameini næstu áratugina. Að leiðarlokum var Wayne sýndur meiri heiður en nokkur annar Banda- ríkjamaður hefur notið fyrr og síðar. Af kvikmyndaheiminum, þinginu og þjóðinni. Wayne lést 1979, sem einn ástsælasti leikari kvikmyndasögunn- ar, og afkastamesti, með um 200 myndir að baki. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is THE SEARCHERS (1956) Einn magnaðasti vestri sögunnar, þar sem fremsti höfundur hans endur- skoðar afstöðu sína til karlhetjunnar (sem oftast var holdi klædd af John Wayne) og mildast gagnvart frumbyggjunum. Wayne er magnaður sem þver, óbilgjarn og metnaðarfullur maður, hertur af stríðsátökum og óblíðu umhverfi. Sem þó þráir, innst inni, ekkert heitara en að eignast fjölskyldu og mannsæmadi líf. Sagan segir að tilfinningaleg dýptin í einarðri túlkun Waynes hafi komið flatt uppá Ford og fengið hann til að segja um leikarann sinn, númer eitt, tvö og þrjú: „Og ég sem hélt að han gæti ekki leikið!“ THE COMANCHEROS (1961) Gæðavestri af gamla skólanum, dæmigert, afar vel heppnað sýnishorn af þeirri skemmtun sem Wayne stóð fyrir í 50 ár. Hér gefst kostur á að sjá tvo höfðingja formsins, John Wayne og Lee Marvin, fara á kostum. Wayne leikur lögregluforingja í harðjaxlasveitinni Texas Rangers, Marvin drykk- felldan brennivíns- og byssusala og allsherjar ódám, sem höndlar ólöglega við frumbyggjana. Marvin er óborganlegur, með höfuðleðrið flakandi á hauskúpunni og slagsmálasenan þeirra er sígild og samnefnari fyrir allar slíkar, fyrr og síðar. Spennandi, fyndin, vel tekin af William H. Clothier, tónlist Elmers Bernsteins hreinasta eyrnakonfekt, enda Bernstein (Sjö hetjur) eitt besta vestratónskáld allra tíma, og leikstjórn Michaels Curtiz (Casablanca) fagmennskan og öryggið uppmálað. THE SHOOTIST (1976) Eftirminnileg mynd fyrir flestra hluta sakir, gerist um aldamótin 1900 í Carson City, villta vestrinu. Aldurhnigin, sögufræg skytta (John Wayne) kemur til bæjarins til að eyða ævikvöldinu, þjáður af krabbameini. Fær ekki flúið orðstír sinn. Óvenjulegur, skynsamlegur, vel gerður og skrifaður vestri, með öllum hinum sígildu þáttum. Hefur að auki mikið tilfinningalegt og sögulegt gildi. Er tímamótamynd, síðasta mynd hins eina og sanna Johns Waynes, sem sjálfur var grár og gugginn, heltekinn af krabbameini meðan á tökum stóð. Þá er hún í flestu tilliti frábær virðingarvottur til vestrans einsog hann var í sinni klassísku mynd. JOHN WAYNE Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Það var aðeins einn „hertogi“: John Wayne í The Searchers. Grimmur en vænn: John Wayne á efri árum í Rooster Cogburn. Merinó ullarpeysur Persónuleg þjónusta Laugavegi 63, sími 551 4422 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is 48 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                               ! "#!  ! $% %?  %& & '        ! &' (     ! ")*"+   '       ! ,-  ./$ ".%%! 000! ! Blástur fimmtudaginn 18. október kl. 19:30 í Háskólabíói föstudaginn 19. október kl. 19:30 í Háskólabíói Grænáskriftaröð AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Sergej Prokofjev: Klassíska sinfónían Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfonia Concertante K. 297 Antonin Dvorak: Sinfónía nr. 8 Það verður sannkölluð hátíðarstemmning í Háskólabíói á fimmtudag og föstudag því þá heldur Blásarakvintett Reykjavíkur upp á 20 ára starfsafmæli sitt. Og tónskáldin eru ekki af verri endanum: Prokofjev, Mozart og Dvorak. Góða skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikarar: Blásarakvintett Reykjavíkur M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur eftir ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE Leikstjóri: Neil Haigh. Leikmynda- og búninga- hönnun: Katrín Þorvaldsdóttir. Frumsýn. mið. 17. okt. kl. 21 2. sýn. lau. 20.10. kl. 21 3. sýn. þri. 23. 10. kl. 21 4. sýn. fös. 26.10. kl. 21 Útgáfutónleikar mán. 22. okt. kl. 20.30. „Feðgar á ferð“ Tónleikar mið. 31. okt. kl. 21 Stórsveit Reykjavíkur         &12,22 3 ,3&2 44" #%)%  000!  ! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Frums Lau 20. okt kl. 14:00 - ÖRFÁ SÆTI 2. sýn. su. 21.okt. kl. 14:00 - ÖRFÁ SÆTI lau 27. okt kl. 14:00 - ÖRFÁ SÆTI su 28. okt. kl. 14:00 - ÖRFÁ SÆTI lau 3. nóv kl. 14: -UPPSELT su 4. nóv kl. 14:00 - NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness fi 18. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI fö 19. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI lau 27. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2.nóv kl. 2 0 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett 2. sýn fi. 18. okt. kl. 20:00 - UPPSELT 3 sýn fö 19.okt kl 20:00 - ÖRFÁ SÆTI 4.sýn lau 27. okt kl. 20:00 - NOKKUR SÆTI 5. sýn su 28. okt kl. 20:00 -LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fi 18. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 19. okt. kl. 20 - UPPSELT 20/10 og 21/10 í Vestmannaeyjum Fi 25. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is      & 5 >?  %& >677,8 &?  % >:;< ,=9 ?  %3 %&677,8 %?  %< +677,8 ?  % )%&26, ,=9 '?   )>26, ,=9 1?  > )%&26, ,=9 3?   )+26, ,=9 29>!       -  7:      1 >         ? ? 0   & >)   ,-  4"" .$%%                      !"#$%&'%#()$$*+()"$*, FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.