Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórhallur Hálf-dánarson skip- stjóri fæddist í Stykkishólmi 30. október 1916. Hann lést í Hafnarfirði 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Málmfríður Valent- ínusardóttir og Hálf- dán Eiríksson. Þau bjuggu í Stykkis- hólmi. Þórhallur var næstyngstur sjö bræðra. Þórhallur var kvæntur Guð- mundu J. Halldórs- dóttur sem lést 26. apríl sl. Börn þeirra eru Bjarni, f. 31.1. 1943, maki María Olga Traustadóttir og eiga þau þrjár dætur. Málmfríður, f. 31.8. 1944, maki Þórður Karlsson og eiga þau þrjú börn. Auður, f. 22.1. 1946, maki Valtýr Grímsson og eiga þau þrjár dætur. Ingibjörg Margrét, f. 28.8. 1947, var gift Jóni Jóhannessyni, og eiga þau einn son, þau slitu samvistum. Hálfdán, f. 29.2. 1952, maki Margrét Jóna Gísladóttir, þau eiga einn son. Barnabörn Þórhalls og Guðmundu eru 11 og barnabarnabörn 17. Þórhallur ólst upp í Stykkis- hólmi til 12 ára aldurs, fór þaðan að Núpstúni í Hrunamannahreppi og var þar í nokkur ár. Árið 1937 og 1938 var hann í Haukadal í skóla Sig- urðar Greipssonar. Hann kynntist eigin- konu sinni, Guðmundu J. Halldórsdóttur, í Núpstúni og giftu þau sig 17. október 1942. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1949 og var á ýmsum skipum eftir það, ým- ist sem skipstjóri eða stýrimaður. Árið 1964 tók hann við Drengja- heimilinu í Breiðuvík ásamt konu sinni, sem þau veittu forstöðu í 8 ár. Árið 1972 hóf Þórhallur störf hjá Fiskmati ríkisins en eftir eins árs starf þar réðst hann sem framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa og starfaði við það í 13 ár. Síðustu starfsár sín vann hann hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Kára, sat sem fulltrúi Kára í Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og var gjaldkeri þar í 14 ár. Einnig tók hann virkan þátt í starfi Framsókn- arfélags Hafnarfjarðar. Útför Þórhalls fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég elskulegan afa minn sem varð bráðkvaddur fyrir rúmri viku. Minningar streyma fram í hugann. Margar tengjast þær sjónvarpi og spilum. Afi horfði mikið á sjónvarpið og íþróttir voru hans uppáhald, þá sérstaklega handbolti og fótbolti. Þeir eru sennilega fáir fréttatíma- rnir sem afi hefur misst af hvort heldur í útvarpi eða sjónvarpi. Afi sat ósjaldan í littla herberginu og lagði kapal eða spilaði brids við sjálfan sig. Já, þeir eru sennnilega ekki margir sem geta spilað brids án þess að hafa aðra meðspilara. Afi talaði ekki mikið en fylgdist með og var inni í flesum hlutum. Núna geymi ég mynd af afa í hug- anum. Hún er af afa þegar hann sat í leðurstólnum sínum fyrir framan sjónvarpið. Þetta var yf- irleitt það fyrsta sem maður sá þegar kíkt var í heimsókn á Vita- stíginn; afi í stólnum sínum. Amma lést í apríl og það má segja að afi hafi ekki verið samur síðan. Söknuður hans var mikill. Þau höfðu búið saman á Vitastígn- um frá 1946 en afi var samt ákveð- inn í því að flytja á Hrafnistu og þangað flutti hann fyrir um sjö vikum. Hann var ekki búinn að koma sér almennilega fyrir þegar kallið kom. Hin síðari ár las afi ekki mikið en amma tók sig stund- um til og las meðal annars fyrir hann ljóð. Elsku afi, ég vil kveðja þig með þessu ljóði eftir Davíð Stefánsson sem ég viss um að amma hefur einhvern tímann lesið fyrir þig. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. ( Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði. Þín Helga. Elsku afi minn. Nú kveð ég þig með sorg og söknuði. Það var mjög erfitt að koma að þegar þú lést. Ég reyni samt að hugga mig við það að nú sért þú hjá ömmu og þér líði vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku afi, Guð geymi þig ávallt. Þín Hugrún. Það er vor í ári þriðja tug síð- ustu aldar, við erum stödd í litlu sjávarþorpi við Breiðafjörð. Hafflöturinn er spegilsléttur og speglun sólargeislans endurvarpar myndum af hólmum og skerjum í nágrenninu á hafflötinn. Topp- skarfar, ritur og aðrir sjófuglar sjást vítt og breitt um svæðið. Einn og einn stingur sér undir sjávarskorpuna og kemur upp með síli, sér og ungum sínum til matar. Ærsl og köll ungra drengja heyrast, þar sem þeir eru að leik við að fleyta sér áfram á heima- búnum flekum á milli hólmanna. Við erum stödd í Stykkishólmi. Það má eðlilega spyrja sig: Hver skyldu framtíðarplön þessara drengja vera? En því yrði auðvelt að svara. Einn þessara drengja var Þór- hallur Hálfdánarson, en hann hef- ur nú kvatt þetta líf og haldið yfir móðuna miklu á fund sinnar elsk- uðu, sem hann hafði horft á eftir fyrir fimm mánuðum. Þórhallur fæddist í Stykkishólmi 30.10. 1916, hefði orðið 85 ára nú í endaðan mánuðinn, hefði ekki kall- ið komið. Hann ólst upp í Stykk- ishólmi. Árið1939 lá leið hans til Hafnarfjarðar og réðst þar á línu- veiðarann Aldin. Um stríðsárin sigldi á togurum, þeim Hafsteini, Júpiter og Garðari. Hann var á Garðari með Sigurjóni heitnum Einarssyni skipstjóra. Árið 1943 var hann á Garðari, þegar hann var sigldur niður og fórust þá þrír skipsfélagar hans. Um þetta leyti kynntist hann til- vonandi eiginkonu sinni, Guð- mundu Halldórsdóttur frá Hnífs- dal. Þeim varð fimm barna auðið. Árið 1949 lauk hann námi við Stýrimannaskólann. Upp frá því var hann skipstjóri og stýrimaður á hinu ýmsu skipum. Upp úr 1960 höfðu þau Þórhall- ur og Guðmunda umsjón með heimili fyrir drengi, sem áttu í erf- iðleikum á uppvaxtarskeiðinu, að Breiðuvík á Barðaströnd. Var hon- um kært að leiða ungdóminn til hins betri vegar og búa hann undir framtíðina. Árið 1972 hóf hann störf hjá Fiskmati ríkisins, hann starfaði þar eitt ár. Að því loknu varð hann fram- kvæmdastjóri hjá rannsóknanefnd sjóslysa og starfaði þar í 13 ár. Var hans starf fólgið í því að rann- saka orsakir slysa og reyna að koma í veg fyrir að þau endur- tækju sig. Þetta var göfugt starf og reyndi á hæfileika og þekkingu manns. Hann varð að vera opinn fyrir hver kyns tillögum og ráðum manna og velja þá leið, sem líkleg- ust var til þess, að betur mætti fara. Félagsmál voru Þórhalli hug- leikið. Hann var m.a. 1954–1955 formaður Skipstjóra-og stýri- mannafélagsins Kára í Hafnarfirði, fulltrúi á þingum FFSÍ 1974, var fulltrúi Kára í sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Ár- ið 1983 var hann kosinn í stjórn ráðsins sem gjaldkeri og var þar gjaldkeri í 14 ár. Hér er farið fljótt yfir æviágrip Þórhalls, enda eru kynni okkar meira bundin við félagsstörfin á seinni árum. Ég átti ánægjulegt samstarf við hann. Mitt mat á hans eiginleikum var, að hér fór drengur góður. Hann var nokkuð fylginn sér, en bar þó aldrei brigð- ur á nokkurn mann. Hans störf voru metin að verð- leikum. Hann var gerður að heið- ursfélaga Kára 1986. Auk þess hlaut hann heiðursmerki sjó- mannadagsins í Hafnarfirði. Við fyrrum félagar í Kára, en Kári hefur sameinast öðrum fé- lögum, og núverandi félagar í Fé- lagi ísl. skipstjórnarmanna, kveðj- um hér Þórhall og Guðmundu og minnumst samverustunda með þeim á liðnum tímum. Samúðarkveðjur færum við börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, sem og öðrum vin- um og vandamönnum. Eiginkona mín og ég kveðjum hér gæðahjón og þökkum fyrir þá gæfu að fá að kynnast þeim og verða samfylgdar þeirra aðnjót- andi. Guð blessi ykkur öll. F.h. Félags ísl. skipstjórnar- manna Ingvi. R. Einarsson. Kveðja frá sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Þórhallur Hálfdánarson var kjörinn fulltrúi skipstjóra- og stýrimannafélagsins Kára í Hafn- arfirði í sjómannadagsráð 1976. Sjómannadagsráð mynda öll stétt- arfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði sem eiga Hrafnistu- heimilin, happdrætti DAS, Laug- arásbíó og Hraunkot, 740 ha lands í Grímsnesi, þar sem nú eru um 200 sumarbústaðir. Fulltrúar sjómannadagsráðs báru mikið traust til Þórhalls, svo yfirvegaður og töluglöggur sem hann var og kusu hann gjaldkera samtakanna 1984. Það var mikil ábyrgð sem hvíldi á herðum Þórhalls í viðamiklum rekstri sjómannasamtakanna, eins og að framan er getið. Þau störf innti hann af einurð og trú- mennsku. Við ákvörðunartöku stjórnar um fjárfrekar fram- kvæmdir þurfti á stundum að stíga varlega til jarðar. Þá naut Þórhalls við. Þórhallur lét af störfum gjald- kera í stjórn sjómannadagsráðs 1997 vegna veikinda. Þá sjóslysanefnd tók fyrst til starfa 1973 var Þórhallur ráðinn framkvæmdastjóri nefndarinnar og lagði upp gott brautryðjenda- starf á þeim vettvangi öryggismála sjómanna. Heiðursmerki sjómannadagsins var Þórhalli veitt 1995 fyrir gott starf að öryggis- og velferðarmál- um sjómannastéttarinnar. Hollvinur sjómannasamtakanna er nú kvaddur með virðingu og þökk fyrir góða samfylgd. Aðstandendum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. stjórnar sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Guðmundur Hallvarðsson formaður. ÞÓRHALLUR HÁLFDÁNARSON ✝ Henrik Jóhann-esson fæddist 1. september 1920 í Sumba í Færeyjum. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 3. október síðastliðinn. For- eldrar Henriks voru Sunneva María Han- sen og Jóhannes Ru- dolf Hansen. Systk- ini hans voru Anna Malena Vest Joen- sen, f. 6.5. 1916, d. 11.8. 1997, Daniel Hansen, f. 19.7. 1917, d. 20.7. 1917, Daniel Peter Hansen, f. 1.9. 1919, d. 27.7. 1982, Daniella J. Petersen, f. 2.11. 1921, d. 21.6. 1974, Ragn- hild Djurhuus, f. 8.8. 1923, Borg- lyn M. Nielsen, f. 16.7. 1925, Elsa C. Midjord, f. 12.8. 1927, Emily M. Hansen, f. 26.7. 1929, d. 17.12. 1950, Niels Johannes R. Han- sen, f. 26.2. 1931, Hansína Hansen, f. 24.9. 1932, d. 13.12. 1932, og Martha E. Hansen, f. 27.7. 1934, d. 4.7. 1949. Henrik kvæntist 31. maí 1947 Svövu Kristínu Sigurðar- dóttur, f. 16.2. 1919, d. 6.3. 1999. Börn þeirra eru tvö: Sól- rún María, f. 13.7. 1958, gift Skúla Jó- hannssyni og eiga þau þrjú börn; og Henrik Ru- dolf, f. 13.10. 1952. Dóttir Hen- riks sem búsett er í Danmörku er Edna Andersen, f. 25.10. 1944, og á hún þrjú börn. Útför Henriks fór fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði 12. október. Nú er genginn vinur okkar og móðurbróðir Henrik Jóhannesson (Eskhild). Með honum hverfur úr mannlífinu í Sandgerði sterkur per- sónuleiki bæði til orðs og æðis. Eskhild kom til Sandgerðis frá Færeyjum árið 1944, þá ungur maður í ævintýraleit. Hann hóf þá fljótlega störf við sjósókn og fisk- vinnslu eins og títt var með unga menn í þá daga. Síðar á starfsferl- inum fór hann að vinna hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli eða allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fljótlega eftir komuna til Íslands varð Eskhild þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Svövu Sigurðardóttur frá Fagurhóli í Sandgerði. Heimili þeirra var lengst af að Norðurgötu 20 í Sand- gerði eða Varmalandi eins og þau kölluðu húsið sitt. Enda var það mikið réttnefni á heimili þeirra hjóna. Þangað voru alltaf allir vel- komnir. Móttökur þar voru sérstak- lega hlýjar og borð hlaðin góðgæti fyrr en varði. Nokkrum árum eftir að Eskhild hafði fest ráð sitt gerð- ist hann íslenskur ríkisborgari en Færeyjar og færeysk þjóð átti þó mjög sterk ítök í honum allt til dauðadags. Hann heimsótti landið sitt reglu- lega í gegnum árin og nú síðast sl. sumar. Eskhild var að eðlisfari mjög fé- lagslyndur maður og lét sig því fljótlega varða félagsmálin í Sand- gerði. Hann var þá gjarnan mjög virkur þar sem hann kom að og valdist gjarnan til stjórnarstarfa. Hann var t.d. í kirkjukór Hvals- neskirkju, Knattspyrnufélaginu Reyni, Færeyingafélagi Suðurnesja o.fl. Eskhild hafði forgöngu um að koma á tengslum milli Knatt- spyrnufélagsins Reynis í Sandgerði og Vags Boltfelags á Suðurey í Færeyjum. Það leiddi síðan af sér vinabæjarsamband milli Sandgerð- isbæjar og Vags í Færeyjum. Esk- hild var gerður að heiðursfélaga í þessum þremur félögum; Vags Boltfelagi, Knattspyrnufélaginu Reyni og Færeyingafélagi Suður- nesja og segir það okkur meira um manngerð Eskhilds en mörg orð. Söngur og tónlist voru Eskhild mikil lífsfylling. Hann hafði góða söngrödd og naut þess að láta söng- inn hljóma. Hann hafði einnig mik- inn áhuga á færeyskum kvæðum og þjóðvísum og safnaði hann þeim saman. Hann handskrifaði allt í bækur og varðveitti þær sem gull. Það má til gamans geta þess að hann átti gott með að setja saman tækifærisvísur og söngtexta á fær- eysku. Hann reyndi að semja á íslensku en eins og hann sagði sjálfur: „Það er ómögulegt, ég fæ það ekki til að hljóma.“ Allir Sandgerðingar þekktu Esk- hild enda var jafnan líflegt í kring- um hann, lundin létt og húmorinn sjaldan langt undan. Hann var mjög áhugasamur og kappsmikill í því sem hann tók sér fyrir hendur, jafnvel á stundum að sumum fannst nóg um. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að ræða hin ýmsu mál- efni við Eskhild. Hann hafði æv- inlega skýrar skoðanir á hlutunum og gat verið fljótur til svars og beinskeyttur ef því var að skipta. Hér hafa verið rakin örstutt brot úr lífshlaupi Eskhild sem vissulega væri efni í góða bók. Við hjónin vilj- um þakka þér, Eskhild, fyrir þann tíma sem við nutum samfylgdar með þér, þau ár hafa verið okkur bæði góð og gefandi. Hvíl þú í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Henni, Sollý, Skúli og fjöl- skylda, innilegar samúðarkveðjur, megi Guð blessa ykkur og styrkja. Sólrún og Óskar. HENRIK JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.