Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 47 DAGBÓK FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Liftosome stinnandi húðmeðferð með C-vítamíni frá Guinot ráðgjafar: Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Kópavogi, sími 554 4025. Snyrtistofan Gyðjan, Skipholti 50D, Reykjavík, sími 553 5044. Snyrtistofan La Rósa, Garðatorgi, Garðabæ, sími 565 9120. Fegurð, snyrtihús, Hafnargötu 26, Keflavík, sími 421 2600. Snyrtistofan Ásýnd, Starmýri 2, Reykjavík, sími 588 7550. Snyrtistofan Gínó, Hornbrekkuvegi 16, Ólafsfirði, sími 852 0466. Snyrtistofan Ársól, Grímsbæ v/Bústaðaveg, Reykjavík, sími 553 1262. Guinot-MC stofan, Grensásvegi 50, Reykjavík, sími 568 9916.. MEÐ Liftosome meðferð verður snyrtitaskan þín BÖRN OG UNGLINGAR Pottþéttur bretta-, snjó- og regnfatnaður Gerið verðsamanburð. „Kaupmaðurinn á horninu“ Hef opnað lækningastofu í Domus Medica. Sérgrein: Háls-, nef- og eyrnasjúkdómar. Tímapantanir virka daga kl. 9 til 17 í síma 563 1056. L Æ K N I N G A S T O F A Guðni Páll Daníelsson, háls-, nef- og eyrnalækni Samkvæmisfatnaðurinn er kominn Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert til forystu fæddur og átt auðvelt með að fylkja öðrum til samstarfs, sem uppsker árangur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki gefast upp, þótt þér finnist öll spjót standa á þér þessa dagana. Þolinmæði þrautir vinnur allar og þinn tími mun koma, þótt síðar verði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sjálfsagt er að sýna skoðun- um annarra virðingu, þótt þær fari ekki saman við okkar eigið álit. Sú breytni er und- irstaða sátta og samkomu- lags. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gleymdu ekki að segja þeim hug þinn, sem þér þykir vænt um. Það þarf ekki mörg orð né mikla tilburði, heldur að- eins að láta vita af tilfinning- um þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það verður lítið úr framtíðar- draumunum, ef ekkert er gert til þess að þeir rætist. Hristu af þér slenið, brettu upp erm- arnar og taktu til hendinni! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er aldrei að vita, hvernig rætist úr tilviljanakenndum samböndum. Leyfðu málum bara að hafa sinn gang og njóttu lífsins með bros á vör. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að halda að þér hönd- um, þótt gylliboðin glymji. Þú missir ekki af neinu, heldur getur hlaupið til, þegar raun- verulegur hagnaður býðst. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að nálgast málin með jákvæðu hugarfari. Tíndu fyrst til kostina og láttu þá ráða ferðinni, því þannig verða ókostirnir auðveldlega yfirunnir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér finnst erfitt að átta þig á framkomu vinafólks þíns. Vertu rólegur; ástæðanna er ekki að leita hjá þér og þú get- ur ekki leyst vandamál þeirra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Oft leiða erfiðleikar vinina í ljós og kann þá heldur að fækka í kunningjahópnum! En slík hreinsun er góð því þá veiztu hverjum er að treysta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sjáðu bara til; þér er óhætt að hefjast handa við áætlun þína, því hún mun vinna sér bæði fylgismenn og meira fram- kvæmdafé þegar til kastanna kemur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér leggst eitt og annað til í peningamálum. Láttu samt stundargróða ekki villa þér sýn, heldur leitaðu ráða þar sem þau eru gefin á faglegum grunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fátt er skemmtilegra en góð- ar stundir í faðmi fjölskyld- unnar. Gefðu þér tíma til þess að njóta slíkra stunda, þótt þér finnist annað liggja við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚR BÁRÐARSÖGU SNÆFELLSÁSS (14. öld) Róa skaltu fjallfirðan fram á lög stirðan, þar mun grá glitta, ef vilt Grímsmið hitta, þar skalt þá liggja, Þórr er vinr Friggjar; rói norpr enn nefskammi nesit í Hrakhvammi. Út röri einn á báti Ingjaldr í skinnfeldi, týndi átján önglum Ingjaldr í skinnfeldi; og fertugu færi Ingjaldr í skinnfeldi; aftur komi aldri síðan Ingjaldr í skinnfeldi. 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d6 5. Rf3 Be7 6. O-O O-O 7. b4 Re4 8. Bb2 Bf6 9. Rbd2 De7 10. Rxe4 fxe4 11. Rd2 d5 12. Db3 c6 13. b5 Df7 14. f3 dxc4 15. Rxc4 Dd7 16. bxc6 Rxc6 17. e3 b5 18. Rd2 exf3 19. Bxf3 Hb8 20. Hac1 Hb6 21. Re4 Ra5 22. Rxf6+ gxf6 23. Dc3 Rc4 24. Ba3 Rxa3 25. Dxa3 Ha6 26. Db3 Bb7 27. Bxb7 Dxb7 28. Hc5 b4 29. Dc4 Hb6 30. Hf4 Da6 31. Dc2 f5 32. Hc7 Da3 Staðan kom upp í Evr- ópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Krít. Öflugasti skákmaður Taflfélags- ins Hellis, Hannes Hlífar Stefánsson (2586), hafði hvítt gegn Íran- um Mark Heidenfeld (2377). 33. Hg4+! og svartur lagði niður vopnin þar sem hann verður mát bæði eftir 33. ...fxg4 34. Dxh7# og 34. ...Kh8 34. Hxh7+ Kxh7 35. Dc7 Kh6 36. Dg7 + Kh5 37. Hg5#. Hannes stóð sig með af- brigðum vel á fyrsta borði, fékk 5 vinninga af 7 mögu- legum og sigraði m.a. undrabarnið Ruslan Po- nomariov. Hann leiddi einnig sveit Hellis til sig- urs í hraðskákkeppni tafl- félaga sem lauk fyrir stuttu en Hellir lagði TR að velli í úrslitaviðureign. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 16. október, er sextugur Helgi Ágústsson sendiherra. Eig- inkona hans er Hervör Jón- asdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn kl. 17 í félags- heimili KR í Frostaskjóli 2. 80 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 16. október verður áttræð Filippía Kristjánsdóttir, Hamraborg 26, Kópavogi. Hún er að heiman í dag en tekur á móti gestum kl. 15- 18 nk. laugardag 20. okt. í Skógarhlíð 8, 4. hæð. (Hús Krabbameinsfélagsins). GLÆSILEG bridshátíð fór fram á Hótel Örk um síðustu helgi, bæði tvímenningur og sveitakeppni með veglegum peningaverðlaunum. Helgi Jónsson og Helgi Sigurðs- son unnu tvímenninginn eft- ir hörku baráttu við Jón Baldursson og Þorlák Jóns- son. „Helgarnir“ fengu 58,7% skor, en Jón og Þor- lákur enduðu í öðru sæti með 56,2%. Ólafur Lárusson og Rúnar Magnússon urðu í þriðja sæti með 54,9%. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ D864 ♥ K3 ♦ 9754 ♣D98 Vestur Austur ♠ KG975 ♠ Á102 ♥ D10754 ♥ 962 ♦ 3 ♦ ÁG8 ♣K3 ♣G1065 Suður ♠ 2 ♥ ÁG8 ♦ KD1062 ♣Á742 Mikið stuð rann á þá nafna undir lok mótsins, eins og sjá má af þessu spili. Helgi Sigurðsson var í norð- ur og Helgi Jónsson í suður, en í andstöðunni voru Sig- urjón Tryggvason og Bjarni Einarsson: Vestur Norður Austur Suður Sigurjón Helgi S. Bjarni Helgi J. Pass Pass Pass 1 tígull 1 spaði 1 grand 2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar 4 tíglar Dobl Pass Pass Pass Í Precision-kerfi Helg- anna sýnir tígulopnun annað hvort ójafna skiptingu eða grandhönd með 14-16 punkta. Suður er því í raun að segja frá skiptingunni í fyrsta sinn með þremur tígl- um. Sigurjón og Bjarni gera vel í því að berjast í þrjá spaða og Bjarna er nokkur vorkunn að dobla fjóra tígla. En ekki gaf það góða raun. Útspilið var smár spaði og Bjarni tók fyrsta slaginn á tíuna og spilaði aftur smáum spaða. Helgi Jónsson tromp- aði og spilaði tígulkóng. Bjarni gaf slaginn og þá spil- aði Helgi litlu laufi að drottningunni, sem Sigurjón tók með kóng og hélt enn áfram með spaða. Helgi trompaði og fór inn á blind- an á laufdrottningu til að spila tígli. Bjarni drap og spilaði tígulgosa á drottn- ingu Helga. Nú voru línurnar að skýr- ast. Helgi spilaði laufás og stakk lauf með síðasta trompinu. Fjórða laufið kom Sigurjóni í vanda. Hann hélt á hæsta spaða og varð að henda hjarta og fara niður á drottningu aðra í litnum. Helgi tók þá hjartakóng og staldraði við. Átti hann að svína gosanum eða taka á ásinn og reyna að fella drottninguna. Austur hafði passað í upphafi sagna, en þó sýnt 10 punkta – spaðaás, ÁG í tígli og laufgosa. Með hjartadrottningu líka hefði hann opnað. Helgi spilaði því hjarta á ásinn og vann sitt spil. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. maí sl. í Há- teigskirkju af sr. Ólafi Jóhannssyni Drífa Hansen og Konráð Sigurðs- son. Á myndinni með þeim eru Andri og Birta Konráðsbörn.       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.