Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOSTNAÐUR umfram fjárheimildir vegna skrifstofuhúsnæðis Alþingis kom enn til umræðu á Alþingi í gær vegna frumvarps til laga um fjár- aukalög fyrir árið 2001. Frumvarpið var rætt sl. fimmtudag en þá tókst ekki að ljúka fyrstu umræðu og komst málið því aftur á dagskrá í gær. Í umræðunum fyrir helgi benti Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í fjárlaganefnd, meðal annars á mikinn kostnað umfram fjárveitingar sem fallið hefur á ríkið vegna skrifstofubyggingar Alþingis við Austurstræti. Af því tilefni kom Halldór Blöndal (D), forseti Alþingis, í ræðustól og gagnrýndi bæði fjárlaganefnd og framkvæmdavaldið, einkum þó Framkvæmdasýsluna. Sagði hann framúrkeyrsluna til marks um að Al- þingi gæti ekki treyst verklegu og fjármálalegu eftirliti Framkvæmda- sýslu ríkisins. Fjárlaganefnd þings- ins hefði svo brugðist að því leyti að hún hefði ekki lagt til nægilegar við- bótarfjárheimildir í fjáraukalögum fyrir þetta ár, enda þótt hún hefði kannað málið sérstaklega. Mistök fjármálaráðuneytis Gat hann þess þá að forsætisnefnd Alþingis hefði skipað sérstakan eft- irlitsaðila með framkvæmdum sem nú standa yfir við þjónustuskála Al- þingis en stefnt er að því að taka hann í notkun eftir eitt ár. Einar Már gerði ummæli forseta Alþingis að umtalsefni við umræðuna í gær og það gerðu fleiri. Sagðist Ein- ar Már velta því fyrir sér hvaða skila- boð forseti þingsins væri með þessu að senda ýmsum stofnunum ríkisins og hvaða þætti hann væri helst að gagnrýna. Beindi hann máli sínu einkum til fjármálaráðherra, þar sem komið hafði fram gagnrýni á það að í fjáraukalagafrumvarpi væri ekki gert ráð fyrir því að söluandvirði vegna húseignar Alþingis að Skólabrú rynni til framkvæmda á vegum þingsins, þrátt fyrir að óskað væri eftir því. Nú væri komið í ljós að mistök fjármálaráðuneytis hafi orðið þessa valdandi. Af þessu tilefni sagðist Halldór Blöndal (D) hafa gert ráð fyrir því að í frumvarpi til fjáraukalaga yrði heimildargrein í samræmi við bréfa- skriftir fjármálaráðuneytisins og Al- þingis. Sagði hann að hér hefðu ein- faldlega átt sér stað mistök sem ekki kæmu að sök, því á þau væri bent við fyrstu umræðu málsins. „Ég lít svo á að forsætisnefnd og ég sem forseti Alþingis beri að bregð- ast við og tryggja eftirleiðis að slíkt endurtaki sig ekki. Þess vegna er fyllilega tímabært að ég lýsi þvílíku yfir og það má auðvitað finna að því að ég sem forseti Alþingis hafi ekki borið gæfu til þess að standa betur að framkvæmdum hér við Austurvöll og ég skorast ekki undan þeirri ábyrgð,“ sagði Halldór ennfremur. Hann sagði vilja að kæmi skýrt fram að forsætisnefnd hefði tekið á þessu máli og hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Ég er með þessum orðum og yf- irlýsingum mínum hér á Alþingi á engan hátt að skorast undan þeirri ábyrgð sem ég ber á því sem hér hef- ur gerst,“ sagði Halldór Blöndal. Kostnaður vegna Auðunarstofu á Hólum fram úr áætlun Fjölmargt í lagafrumvarpi ráð- herra um fjáraukalög var rætt í gær. Kom m.a. fram hörð gagnrýni frá Vinstri grænum á þann kostnað sem áætlaður er vegna utanríkisráðherra- fundar NATO í Reykjavík á næsta ári. Undraðist Steingrímur J. Sigfús- son (Vg) það m.a. að boðið væri til slíks fundar án þess að það hefði fyrst verið rætt á þingi. Af þessu tilefni sagði Geir H. Haarde (D), fjármálaráðherra, að ut- anríkisráðherra hefði haft fulla heim- ild til þess að bjóða Ísland fram sem fundarstað í krafti meirihluta ríkis- stjórnarinnar á Alþingi. Þá vakti athygli í umræðunni upp- lýsingar sem komu fram um kostnað við svonefnda Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Einar Már Sigurðarson spurði fjármálaráðherra um kostnað vegna stofunnar og velti því fyrir sér hvers vegna gengisþróun og vaxtabreyting- ar gætu haft áhrif á kostnað vegna Auðunarstofu sem verið hefði gjöf frá Norðmönnum. Í fjáraukalögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 10 milljóna króna auka- framlagi til byggingar Auðunarstofu og í fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 33 milljóna framlagi vegna verksins. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að um væri að ræða undarlega og óvenjulega sögu. Norðmenn hefðu gefið Íslendingum efnivið til að byggja þetta mannvirki, en sá efni- viður væri tré í skógi sem þyrfti að höggva. Sagði Geir að sér þætti af- skaplega leiðinlegt hve kostnaður við þetta verkefni hefði aukist. Úr því sem komið væri, hlyti hins vegar að vera best að ljúka við smíði hússins og koma málinu frá. Um er að ræða eftirlíkingu af stofu sem Auðun rauður Hólabiskup lét reisa á 14. öld og stóð fram á 18. öld. Ákveðið var að hefja endurbygg- inguna í tengslum við kristnitökuaf- mælið á síðasta ári. Kostnaður umfram fjárveitingar vegna skrifstofubyggingar ræddur á Alþingi í gær Forseti Alþingis skor- ast ekki undan ábyrgð UM 1.200 vinnuslys eru tilkynnt ár- lega til Vinnueftirlitsins og verða þau í öllum atvinnugreinum. Flestir sem slasast eru ungir karlmenn nýlega komnir á vinnumarkaðinn. Dánar- tíðni í öllum vinnuslysum á sjó og landi hérlendis er um sjö á hverja 100 þús. starfandi menn en um 3,6 á hverja 100 þús. starfandi í Evrópu- löndum. Tilkynna ber vinnuslys þeg- ar um ræðir meira en dags fjarvist. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi hjá félagsmálaráð- herra og Vinnueftirlitinu þegar evr- ópska vinnuverndarvikan var kynnt en Evrópusambandið stendur að henni. Verður lögð áhersla á varnir gegn vinnuslysum. Hérlendis sér Vinnueftirlitið um framkvæmd vik- unnar sem felst í upplýsingaátaki, heimsóknum á vinnustaði og ráð- stefnu um vinnuslysavarnir sem hald- in verður næstkomandi fimmtudag. Fundurinn var haldinn í Smáralind og sagði Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, það táknrænt þar sem þar hefði í fyrsta sinn verið beitt ákvæðum laga um samræmingu á ör- yggismálum á byggingarstað. Páll Pétursson sagði slysavarnir á vinnustað nauðsynlegar og þar skipti máli árvekni allra starfsmanna og brýnt væri einnig að gera starfsum- hverfi sem best úr garði. Sagði ráð- herra Vinnueftirlitið hafa miklu hlut- verki að gegna bæði við að sporna gegn slysum og að hafa áhrif á starfs- umhverfi. Hann sagði starfsmenn þurfa að finna til sameiginlegrar ábyrgðar enda væru slys á vinnustað áfall fyrir alla starfsmenn. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits- ins, greindi frá nokkrum staðreynd- um varðandi vinnuslys. Hann sagði að á ári hverju yrðu um 250 milljón vinnuslys í heiminum og árlega dæi 1,1 milljón manna vegna vinnuslysa og atvinnutengdra sjúkdóma. Í Evr- ópu deyja árlega 5.500 manns í vinnu- slysum og hann sagði 4,5 milljónir vinnuslysa verða í álfunni þar sem að minnsta kosti þrír vinnudagar töpuð- ust. Sagði hann það svara til 146 millj- óna vinnudaga. Á Íslandi er dánartíðni vegna vinnuslysa á landi þrír á hverja 100 þúsund manns í vinnu og segir Krist- inn helming þeirra verða í bygging- arvinnu. Í heild er dánartíðnin sjö en 3,6 í öllum vinnuslysum í Evrópu og segir Kristinn því þörf átaks hérlend- is til að draga úr vinnuslysum. Vera kunni þó að einhver vanskráning sé á vinnuslysum í sumum Evrópulöndum en það skýri þó ekki þennan mikla mun. Alls 26 slys og óhöpp á byggingartíma Smáralindar Einar Ragnarsson, verkfræðingur hjá Hönnun, gegndi starfi samræm- ingaraðila öryggismála við byggingu Smáralindar. Fólst í því að skrá alla þætti öryggismála, vera í sambandi við Vinnueftirlitið, miðla upplýsingum og skipuleggja samstarf verktaka um öryggismál. Hann sagði verkefnið flókið vegna hins stutta verktíma og fjölda verktaka þar sem hver leigu- taki sá sjálfur um innréttingar á svæði sínu. Þá sagði hann nauðsyn- legt að slíkur samræmingaraðili væri óháður og kæmi ekki úr herbúðum verktaka eða verkkaupa. Alls urðu 26 slys eða óhöpp á bygg- ingartíma Smáralindar, 22 hjá Ístaki og fjögur hjá verktökum í innrétt- ingavinnu. Flest urðu þau á tímanum frá júní til desember árið 2000 eða fimmtán en þá stóð yfir uppsteypa sem Einar sagði að væri hættulegasti verkþátturinn. Mánuðina janúar til júní í ár voru slysin sjö og fjögur til viðbótar fram að opnun 10. október. Hann sagði ekkert slysanna hafa ver- ið alvarlegt en eitt alvarlegt slys varð áður þ.e. þegar jarðvinna stóð yfir. Sagði Einar tvö slysanna hugsanlega leiða til örorku og flest hefðu valdið frá eins til sjö daga fjarveru, stöku slys þó um mánaðar fjarveru og væri það helst vegna beinbrota. Kolbeinn Kolbeinsson, verkfræð- ingur hjá Ístaki, sagði fyrirtækið hafa fjárfest fyrir um 18 milljónir króna í margs konar öryggisbúnaði við bygg- ingu Smáralindar og lögð hefði verið mikil áhersla á öryggismál við alla framkvæmdina. Sagði hann það stefnu Ístaks að fækka vinnuslysum. Ráðstefna á fimmtudag Eins og fyrr segir stendur Vinnu- eftirlitið fyrir ráðstefnu um varnir gegn vinnuslysum næstkomandi fimmtudag. Verða þar flutt erindi um vinnuumhverfi, öryggisstjórnun, um- ferðina, tryggingamál og fleira. Ráð- stefnan fer fram á Grand hóteli og stendur frá kl. 12.50 til 16.50. Starfs- menn Vinnueftirlitsins munu heim- sækja fyrirtæki og athygli starfs- manna vakin á hættum í vinnuumhverfinu og viðbrögðum við þeim. Verður sjónum beint að fyrir- byggjandi aðgerðum og bent á nauð- syn þess að tilkynna öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins. Evrópsk átaksvika um vinnuvernd stendur til föstudags Morgunblaðið/Golli Páll Pétursson félagsmálaráðherra setti vinnuverndarvikuna. Næst honum situr Kristinn Tómasson, þá Eyjólfur Sæmundsson og Einar Ragnarsson. Einnig sést í Kolbein Kolbeinsson. Um 1.200 vinnuslys til- kynnt árlega hérlendis TÆPLEGA þrítugur karlmað- ur hefur verið dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast með skófluskafti að afgreiðslumanni 11–11 í Funalind í Kópavogi og berja hann nokkrum sinnum í andlit og líkama. Maðurinn játaði brot sín. Hann hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir líkamsárásir en þá til greiðslu fésekta. Haldi hann skilorð í þrjú ár fellur refsingin niður. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness kvað upp dóminn. Dæmdur fyrir árás með skóflu- skafti UNGIR sem aldnir er láta sig geð- heilbrigði varða, gengu fylktu liði frá Hlemmi niður Laugaveginn að Ingólfstorgi á laugardaginn. Til- efnið var „geðslegur dagur“ sem var rúsínan í pylsuenda dagskrár í tengslum við alþjóða geðheilbrigð- isdaginn sem var síðasta miðviku- dag. Lúðrasveit verkalýðsins fór í broddi fylkingarinnar en á Ingólfs- torgi var haldin fjölskylduhátíð þar sem hin ýmsu geðheilbrigðissamtök kynntu starfsemi sína. Að auki var boðið upp á ýmis skemmtiatriði á geðslegum degi og fjölmenntu tón- listarunnendur að veitingastaðnum Gauki á Stöng þar sem blásið var til heljarinnar tónlistarveislu. Geðslegur dagur í miðbænum Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.