Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 21 NORÐURLANDARÁÐ vill setja greiningu á matvöru og annarri vöru inn í stundatöflur, að því er segir í fréttatilkynningu frá Norð- urlandaráði. Leggur Evrópunefnd ráðsins til að neytendamál verði gerð að skyldu- fagi. Að mati nefndarinnar mun slík kennsla gera nemendur betur í stakk búna til þess að taka virkan þátt í neytendamarkaði og að taka skynsamlegar ákvarðanir um val á matvöru og annarri neysluvöru. „Ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að skilja af hverju neyt- endur treysta ekki á gæði þeirrar matvöru sem til boða stendur í verslunum. Á hverjum degi birta fjölmiðlar fréttir af sjúkdómum í skepnum, svo sem kúariðu og gin- og klaufaveiki og fjallað er um díoxín-mengun í fiski, eiturefni í gænmeti, hormóna í kjöti og erfða- breytt matvæli. Neytendur þurfa að taka afstöðu til slíkra stað- reynda í sínum daglegu inn- kaupum,“ segir í frétt frá Norð- urlandaráði. Tillagan verður til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 29.-31. október. Neytendavernd verði skyldufag í skólum RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni matur – hollusta – pólitík verður haldin næsta föstudag á Grand Hót- eli klukkan 13, matvæladegi Mat- væla- og næringarfræðafélags Ís- lands, en hann hefur verið árviss viðburður frá 1993. Einn fyrirlesara er dr. Aileen Ro- bertson, sem kemur frá skrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn. Nefnir Robertson að talið sé að um 130 milljónir Evrópubúa verði árlega fyrir smiti af völdum sjúk- dóma sem berast með matvælum. „Tíðni offitu er 20-30% meðal full- orðinna og fer vaxandi meðal barna. Afleiðingin er aukin hætta á hjarta- sjúkdómum, sumum gerðum krabbameins og sykursýki. Talið er að kostnaður vegna offitu nemi sums staðar 7% af útgjöldum rík- isins vegna heilbrigðismála. Um þriðjungur hjartasjúkdóma, helsta dánarorsökin [í Evrópu], er til kom- inn vegna rangrar næringar og hægt væri að koma í veg fyrir 30- 40% krabbameins með betra mat- aræði.“ Guðmundur Ólafsson lektor við Viðskiptaháskólann í Reykjavík fjallar um þróun matvöruverðs og áhrif stjórnvalda á verðmyndun matvöru. Guðmundur skoðar tíma- bilið frá 1990-2000 þar sem meðal annars kemur fram að undir lok áratugarins fari að „bera á sérstök- um hækkunum sem eiga sér enga samsvörun í þróun erlendis“. Dæmi um vörur sem hækka eru grænmeti og ávextir, brauð og kornmeti, plöt- ur, diskar og filmur, íþróttavörur, tómstundavörur og leikföng. Segir Guðmundur þessar hækkanir „ein- göngu virðast eiga rætur að rekja til markaðsaðstæðna innanlands. Þess- ar mikilvægu neysluvörur taka und- ir sig stökk og hækka mikið upp úr 1998, sérstaklega eftir vorið 1999“. Guðlaugur Stefánsson yfirhag- fræðingur Samkeppnisstofnunar fjallar um hátt grænmetisverð og hvað sé til ráða. Meðal annars kem- ur fram að verðlag á grænmeti hér- lendis hafi hækkað mun meira en í Evrópulöndum sem tekin eru til samanburðar. Þar hafi verðlag á grænmeti að árstíðasveiflum sleppt- um hækkað mjög lítið, og jafnvel lækkað. Laufey Steingrímsdóttir forstöðu- maður Manneldisráðs fjallar um stefnu stjórnvalda í manneldismál- um. Laufey bendir meðal annars áað sykur sé tollfrjáls varningur meðan grænmeti sæti háum tolli á vissum árstímum. „Slík verðlags- stefna stríðir tvímælalaust gegn hollustusjónarmiðum, hún heldur ekki aðeins upp verði heldur stuðlar að neikvæðri umræðu og skaðar þannig ímynd grænmetis. Sam- kvæmt útreikningum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í ágúst fara aðeins 1,2% af útgjöldum heimil- anna til grænmetis- og kartöflu- kaupa. Til samanburðar fara 3,2% í kjöt, 3% í mjólk, osta og egg og 1,6% í gosdrykki og safa. Sælgætisútsjöld heimilanna eru jafnvel meiri en út- gjöld til grænmetis, eða 1,7%.“ Loks fjallar Þorlákur Karlsson frá Gallup um tengsl milli lífsstíls og bakgrunns fólks og neysluvenja. Íslenskar fjölskyldur eyða meiru í sælgæti en grænmeti 1,2% af útgjöldum heimila eru vegna grænmetiskaupa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.