Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 21

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 21 NORÐURLANDARÁÐ vill setja greiningu á matvöru og annarri vöru inn í stundatöflur, að því er segir í fréttatilkynningu frá Norð- urlandaráði. Leggur Evrópunefnd ráðsins til að neytendamál verði gerð að skyldu- fagi. Að mati nefndarinnar mun slík kennsla gera nemendur betur í stakk búna til þess að taka virkan þátt í neytendamarkaði og að taka skynsamlegar ákvarðanir um val á matvöru og annarri neysluvöru. „Ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að skilja af hverju neyt- endur treysta ekki á gæði þeirrar matvöru sem til boða stendur í verslunum. Á hverjum degi birta fjölmiðlar fréttir af sjúkdómum í skepnum, svo sem kúariðu og gin- og klaufaveiki og fjallað er um díoxín-mengun í fiski, eiturefni í gænmeti, hormóna í kjöti og erfða- breytt matvæli. Neytendur þurfa að taka afstöðu til slíkra stað- reynda í sínum daglegu inn- kaupum,“ segir í frétt frá Norð- urlandaráði. Tillagan verður til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 29.-31. október. Neytendavernd verði skyldufag í skólum RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni matur – hollusta – pólitík verður haldin næsta föstudag á Grand Hót- eli klukkan 13, matvæladegi Mat- væla- og næringarfræðafélags Ís- lands, en hann hefur verið árviss viðburður frá 1993. Einn fyrirlesara er dr. Aileen Ro- bertson, sem kemur frá skrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn. Nefnir Robertson að talið sé að um 130 milljónir Evrópubúa verði árlega fyrir smiti af völdum sjúk- dóma sem berast með matvælum. „Tíðni offitu er 20-30% meðal full- orðinna og fer vaxandi meðal barna. Afleiðingin er aukin hætta á hjarta- sjúkdómum, sumum gerðum krabbameins og sykursýki. Talið er að kostnaður vegna offitu nemi sums staðar 7% af útgjöldum rík- isins vegna heilbrigðismála. Um þriðjungur hjartasjúkdóma, helsta dánarorsökin [í Evrópu], er til kom- inn vegna rangrar næringar og hægt væri að koma í veg fyrir 30- 40% krabbameins með betra mat- aræði.“ Guðmundur Ólafsson lektor við Viðskiptaháskólann í Reykjavík fjallar um þróun matvöruverðs og áhrif stjórnvalda á verðmyndun matvöru. Guðmundur skoðar tíma- bilið frá 1990-2000 þar sem meðal annars kemur fram að undir lok áratugarins fari að „bera á sérstök- um hækkunum sem eiga sér enga samsvörun í þróun erlendis“. Dæmi um vörur sem hækka eru grænmeti og ávextir, brauð og kornmeti, plöt- ur, diskar og filmur, íþróttavörur, tómstundavörur og leikföng. Segir Guðmundur þessar hækkanir „ein- göngu virðast eiga rætur að rekja til markaðsaðstæðna innanlands. Þess- ar mikilvægu neysluvörur taka und- ir sig stökk og hækka mikið upp úr 1998, sérstaklega eftir vorið 1999“. Guðlaugur Stefánsson yfirhag- fræðingur Samkeppnisstofnunar fjallar um hátt grænmetisverð og hvað sé til ráða. Meðal annars kem- ur fram að verðlag á grænmeti hér- lendis hafi hækkað mun meira en í Evrópulöndum sem tekin eru til samanburðar. Þar hafi verðlag á grænmeti að árstíðasveiflum sleppt- um hækkað mjög lítið, og jafnvel lækkað. Laufey Steingrímsdóttir forstöðu- maður Manneldisráðs fjallar um stefnu stjórnvalda í manneldismál- um. Laufey bendir meðal annars áað sykur sé tollfrjáls varningur meðan grænmeti sæti háum tolli á vissum árstímum. „Slík verðlags- stefna stríðir tvímælalaust gegn hollustusjónarmiðum, hún heldur ekki aðeins upp verði heldur stuðlar að neikvæðri umræðu og skaðar þannig ímynd grænmetis. Sam- kvæmt útreikningum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í ágúst fara aðeins 1,2% af útgjöldum heimil- anna til grænmetis- og kartöflu- kaupa. Til samanburðar fara 3,2% í kjöt, 3% í mjólk, osta og egg og 1,6% í gosdrykki og safa. Sælgætisútsjöld heimilanna eru jafnvel meiri en út- gjöld til grænmetis, eða 1,7%.“ Loks fjallar Þorlákur Karlsson frá Gallup um tengsl milli lífsstíls og bakgrunns fólks og neysluvenja. Íslenskar fjölskyldur eyða meiru í sælgæti en grænmeti 1,2% af útgjöldum heimila eru vegna grænmetiskaupa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.