Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 1
Reuters Slökkviliðsmenn í hlífðarklæð- um fjarlægja grunsamlega pakka frá póstdreifingarmið- stöð í Bochum í Þýskalandi. MILTISBRANDUR fannst í bréfi sem barst í gær á skrifstofu Toms Daschles, meirihlutaleiðtoga demó- krata í öldungadeild Bandaríkja- þings. Þá var grunsamlegt duft, sem fannst í bréfi til Gerhards Schröders Þýskalandskanslara, til rannsóknar. Bréfið til Toms Daschles var opn- að í gærmorgun og innihélt hvítt duft, en samkvæmt niðurstöðum bráðabirgðarannsóknar var miltis- brand að finna í því. Að minnsta kosti einn starfsmaður á skrifstofu þingmannsins komst í snertingu við efnið og voru honum strax gefin sýklalyf. Bréfið barst á skrifstofu Daschles í skrifstofubyggingu Bandaríkjaþings. Skömmu eftir að það var opnað var starfsmönnum allra skrifstofa þingsins ráðið frá því að opna bréf sem þangað bærust. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að enn lægju engar vísbendingar fyrir um að hryðju- verkamaðurinn Osama bin Laden bæri ábyrgð á sendingunni, en að „honum væri trúandi til þess“. Þá var póstherbergið í kanslara- höllinni í Berlín innsiglað í gær, eftir að hvítt duft sáldraðist úr bréfi. Efn- ið var sent til rannsóknar, en nið- urstaðna er að vænta í dag. Miltisbrand- ur í bréfi til þingforseta Berlín, New York, Ottawa, Washington. AFP, AP.  Enginn vafi/24 238. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. OKTÓBER 2001 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, voru sammála um nauðsyn þess að endurvekja friðar- ferlið í Mið-Austurlöndum á fundi sínum í London í gær. Kvaðst Blair vera fylgjandi stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Arafat kom til fundar við Blair til að ræða áhrif árásanna á Afganistan á arabaheiminn og um leiðir til að koma friðarferlinu í Mið-Austur- löndum aftur á rekspöl. Á sameig- inlegum blaðamannafundi með Ara- fat sagði Blair að nú væri rétti tíminn til að setja kraft í friðarum- leitanir. „Sjálfstætt ríki Palestínu- manna, sem hluti af samkomulagi sem tryggir frið og öryggi í Ísrael, er markmiðið,“ sagði forsætisráð- herrann og tók þannig í sama streng og George W. Bush Bandaríkjafor- seti í síðustu viku. Blair vísaði því á bug að aukin áhersla Breta og Bandaríkjamanna á frið í Mið-Austurlöndum væri til- komin vegna þarfar á stuðningi arabaþjóða við aðgerðirnar gegn hryðjuverkamönnum. „[Friðarferl- ið] er mikilvægt í sjálfu sér, óháð því sem gerðist 11. september,“ sagði forsætisráðherrann. En talsmaður ísraelsku ríkis- stjórnarinnar, Avi Pazner, sagði að leiðtogar Palestínumanna þyrftu að vinna harðar að því að tryggja vopnahlé og handtaka palestínska hermdarverkamenn áður en unnt væri að stíga frekari skref í átt til varanlegra friðarsamninga. Skrifstofa breska forsætisráð- herrans tilkynnti í gær að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, myndi koma til fundar við Blair í London á næstu vikum til að ræða framhald friðarumleitana. Harðar árásir á Afganistan Bandaríkjaher gerði í gær hörð- ustu árásirnar á Afganistan í dags- birtu síðan aðgerðirnar hófust. Loft- árásir héldu áfram á Kabúl og Kandahar eftir sólarlag í gærkvöld. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, viður- kenndi á fréttamannafundi í gær að það væri óhjákvæmilegt að ein- hverjir óbreyttir borgarar týndu lífi í slíkum hernaðaraðgerðum. Hann sagði hins vegar að fullyrðingar tal- ibana um að hundruð saklausra manna hefðu fallið væru „fáránleg- ar“. Jean Zigler, starfsmaður Samein- uðu þjóðanna, gagnrýndi Banda- ríkjastjórn í gær fyrir að dreifa mat- vælapökkum úr lofti samhliða loftárásum. Zigler fullyrti að talib- anar högnuðust á aðstoðinni, fremur en óbreyttir borgarar, og varaði einnig við hættunni á því að hungruð börn færu inn á jarðsprengjusvæði til að ná í matarpakka, sem varpað hefði verið úr lofti. Átök í Kasmír Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Pakistans í gær til viðræðna við þarlenda ráða- menn um framtíð Afganistans og um leiðir til að draga úr spennu milli Pakistana og Indverja vegna Kasm- ír. Indverjar gerðu í gær sprengju- árásir á stöðvar Pakistana við vopnahléslínuna í héraðinu og bundu þar með enda á tíu mánaða vopnahlé. Powell sagði við fréttamenn í gær að hann vonaðist til að geta ýtt und- ir aukna hernaðarsamvinnu milli Bandaríkjamanna og Pakistana. Powell mun í dag eiga fund með Pervez Musharraf, forseta Pakist- ans, en stjórn hans hefur sætt mik- illi gagnrýni af hálfu íslamskra bók- stafstrúarmanna fyrir samvinnuna við Bandaríkin. Powell mun síðan halda til Nýju-Delhí til viðræðna við indverska ráðamenn. Hörðustu árásirnar á Afganistan í dagsbirtu síðan aðgerðirnar hófust Blair hvetur til stofnun- ar ríkis Palestínumanna Colin Powell kom- inn til Pakistans Islamabad, London, Washington. AFP, AP. Reuters Lögreglumaður reynir að stöðva mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum í Peshawar í Pakistan í gær. AL-QAEDA, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, reyndu með hjálp rússnesku mafíunnar að koma höndum yfir efni sem nota mætti til að smíða kjarnorkuvopn, að því er fram kom í fréttaskýringu á þýsku sjónvarpsstöðinni ARD í gærkvöld. Friedrich Steinhausler, sérfræð- ingur í afvopnunarmálum við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu, sagði í við- tali við ARD að tilraunum samtak- anna til að komast yfir auðgað úran hefði verið hrundið í Prag. „Það er vitað að al-Qaeda gerði ákveðnar til- raunir til að ná í efni til smíða kjarnavopna í gegnum milligöngu- menn og fulltrúa rússnesku mafí- unnar og að þessar umleitanir eru taldar hafa átt sér stað í Evrópu og hafa verið rannsakaðar af evrópsk- um leyniþjónustum,“ sagði Stein- hausler. Að sögn hans voru sjö kíló af auðguðu úrani af rússneskum upp- runa gerð upptæk í Prag í tengslum við þessar tilraunir al-Qaeda. Stein- hausler fullyrðir ennfremur að mennirnir sem reyndu að koma kaupunum í kring hafi átt viðskipti við milligöngumenn frá Hvíta-Rúss- landi, Tékklandi, Þýskalandi og Rússlandi. Að hans sögn hafa rann- sóknir á vegum Stanford-háskóla leitt í ljós að efni til smíða á kjarna- vopnum eru í mörgum löndum geymd án fullnægjandi gæslu. Al-Qaeda reyndi að smíða kjarnavopn Berlín. AFP. KJÓSENDUR í Argentínu notuðu tækifærið í kosningum til beggja deilda þingsins á sunnudag og refsuðu stjórn- arflokkunum harkalega en efnahags- óreiða og 16% atvinnuleysi hafa valdið miklum erfið- leikum hjá fólki. Er búið var að telja um tvo þriðju atkvæða hafði stjórn- arandstöðuflokkur peronista mest fylgi í 18 af 23 héruðum. Forsetinn, Fernando De la Rua, gaf í skyn að þrátt fyrir úrslitin myndi hann ekki slaka á aðhaldsaðgerðum sem gripið var til í von um að hleypa krafti í efnahaginn og vinna bug á fjallháum ríkisskuldum og kreppu. En helsti leiðtogi per- onista, Eduardo Duhalde, sagði að forsetinn yrði að endurskoða stefnu sína. „Efnahagsstefnan, sem byggst hefur á hverri aðhalds- áætluninni á fætur annarri, hefur fært okkur kreppu, sam- drátt og ringulreið,“ sagði Du- halde. „Þetta er lokaviðvörun frá þjóðinni: Breyta verður stefnunni áður en ástandið versnar enn.“ Margir af þeim þingmönnum sem kosnir voru á lista flokka- bandalags De la Rua forseta eru andvígir stefnu hans. Stuðningur við hann í skoðana- könnunum hefur hrapað á tæp- um tveimur árum úr 63% í 18%. Skylt er að kjósa í Argentínu en fjölmargir létu óánægju sína með alla stjórnmálamenn í ljós með því að skila auðu eða gera atkvæðaseðilinn ógildan. Var hlutfall þeirra um 30% í höfuð- borginni, Buenos Aires. Sumir skrifuðu skilaboð eins og „Þið eruð allir þjófar!“, aðrir teikn- uðu mynd af Mikka mús eða Bart Simpson. De la Rua fær skell Buenos Aires. AP. Fernando De la Rua
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.