Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 37
sínu ávallt af stakri samviskusemi. Óli bar mikla umhyggju fyrir konu sinni og börnum og lagði sig allan fram um að sjá vel fyrir þeim og hugs- aði fyrst og fremst um að þeim liði vel. Hann var alltaf glaður í bragði, glett- inn og þægilegur í viðmóti. Því var það svo að þegar skipið lagði að ná- lægt Reykjavík reyndi fjölskyldan að hittast og slík samverustund var ein- mitt fyrirhuguð hinn örlagaríka dag 6. október sl. Síðastliðin ár hafa Anna og Óli búið í Danmörku ásamt tveimur af börn- um sínum og þar fæddist fyrsta barnabarnið, Kristófer Aron. Frá því þau fluttu til Danmerkur hefur okkur oft þótt fjarlægðin mikil og samveru- stundir allt of fáar. Einkum var þetta erfitt síðastliðna mánuði er Óli átti við veikindi að stríða, en seinni hluta sumars var fjölskyldan mjög vongóð um að nú væru þessi veikindi að baki og bjart framundan. Hann var orðinn hress og byrjaður á sjónum aftur. Það er tekið að hausta, laufin farin að falla af trjánum og myrkrið grúfir yfir þegar Óli kveður þennan heim skyndilega og óvænt. En minninguna um hann berum við áfram í brjósti og enginn getur tekið hana frá okkur. Minninguna um góðan dreng. Við hjónin vottum Önnu og börn- unum samúð okkar og vonum að guð gefi þeim styrk í sorginni. Guðlaug og Ólafur. Látinn er fósturbróður minn Ólaf- ur bara 48 ára. Þetta var stórt áfall og mikil sorg á mínu heimili. Ólafur var sonur Kristínar Ólafsdóttur sjúkra- liða, búsett á Akureyri, og Jóels Ingi- marssonar sem er látinn. Hann var þeirra eini sonur. Frá þriggja ára aldri ólst hann upp hjá ömmu sinni, Sigríði Sigurmundsdóttur frá Fossá á Barðaströnd. Kristín giftist Jóni Þorgeirssyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn, Jón, Vilborgu og Þorstein. Frá unga aldri bjó Óli minn á Bergi í Skerjafirði í stóra húsinu hjá ömmu okkar og mömmu minni. Mamma hugsaði um Óla eins og sinn son alla tíð og til að létta á ömmu þar sem hún átti við veikindi að stríða. Þegar ég fæddist urðum við náin systkini og Óli kenndi mér að hjóla og sumarið sem vertíðin var svo góð keypti mamma ný hjól handa okkur. Keyptar voru glans- myndir á fallega græna hjólið hans Óla og síðan var hjólað niður að Shell. Sex árum síðar eignaðist mamma son sinn, Sigurmund, og hjálpuðumst við Óli við að passa litla drenginn í barna- vagninum, og eitt sinn sturtuðum við Sigurmundi litla í kálgarðinn og not- uðum barnavagninn fyrir kassabíl. Við hjálpuðumst að við að bera blöðin út og Óli kenndi mér að bera blöðin öðrum megin á Baugsveginum. Þar sem ég kunni ekki að lesa þá kenndi hann mér í hvaða hús blöðin áttu að fara. Þegar útborgunardagur kom, þá var farið í Kron og keyptar tvær malt og Prince Polo-súkkulaði og setið í gluggakistunni og hlegið. Svona man ég eftir honum. Ingvi bróðir Kristínar og mömmu kom með stórar gjafir handa börnunum. Hann sigldi um heiminn og elskaði að gefa þeim gjafir þegar hann kom heim. Sjómennskan rann í blóði þeirra og Óli hafði áhuga á sjómennsku frá unga aldri og sigldi áfarskipi í mörg ár og var rétt kominn heim þegar þetta sorglega atvik gerðist. Þegar amma missti sinn son Ingva 1964, að- eins 24 ára, var áfallið mikið fyrir hana og það má segja að hún hafi fengið annan son í staðinn, hann Óla, sem hún leit alltaf á sem sinn eigin son og var hann henni eins og besti sonur alla tíð. 1966 fluttum við frá Skerjafirði og inn í Álfheima og bjuggum þar en öll sumur fór hann vestur á Fossá þar sem hann var duglegur að vinna. Haraldur bróðir ömmu og Guðrún kona hans tóku honum opnum örmum öll sumur, þar komu mörg börn systk- inanna. Mörg sumur var unnið í grásleppu og byrjaði áhuga Óla á sjó um það leyti. Afi Óla var lengst af starfandi hjá Eimskip. Óli hafði alltaf mikinn áhuga á að ná sér í góða menntun og gafst honum tækifæri á að fara í Verslunarskólann sem bæði amma og mamma hjálpuðu honum með. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Önnu Björnsdóttur, og eignuð- Kæri Óli, ég var harmi sleginn er ég frétti andlát þitt. Þegar ég hugsa til baka kemur margt upp í huga mér. Þegar ég var 12 ára þá langaði mig svo að læra að spila á gítar. Þú vissir af því og bauðst mér að koma með þér niður í bæ þar sem þú keyptir þennan fallega gítar fyrir mig, mikið varð ég montinn. Þótt við séum systrasynir hef ég alltaf litið á þig sem stóra bróður. Eftir að þú varst búinn með skól- ann hefur þú haft sjómennsku að at- vinnu alla tíð og sigldi ég með þér í rúmt ár á Valnum og áttum við oft góðar stundir saman. Fyrir þremur árum byrjaði ég að vinna á Grund- artanga þar sem við hittumst oft þeg- ar þú komst í land. Fyrir mánuði síð- an hringdir þú í okkur Elsu og lést svo vel af þér og allt gengi vel eftir að- gerðina sem þú fórst í. Elsku Anna, Arnar, Erla, Ingunn og Ólafur Valur, Guð styrki ykkur í sorg ykkar, en mig langar að enda þetta með sjómannalagi sem amma okkar hélt svo upp á: Suður um höfin að sólgylltri strönd sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd og meðan ég lifi ei bresta þau bönd sem bundið mig hafa við suðræna strönd. (Skafti Sigþórsson.) Sigurmundur Guðmundsson og fjölskylda. Elsku Óli minn. Mig setti hljóða þegar síminn hringdi frá Jótlandi og það var Anna þín að tilkynna mér að þú værir látinn aðeins 48 ára. Anna mín, það hefur verið erfitt fyrir þig að fá þessar fréttir símleiðis frá Reykja- vík. Óli, þegar þú komst í land til Reykjavíkur, komst þú í heimsókn til mín og sagðir mér sögur um sólar- geislana þína, Ólaf Val og Kristófer Aron, dótturson þinn. 14. september fórum við systurnar um borð til þín og borðuðum með þér hádegismat, ekki grunaði mig að það væri okkar síðasta stund saman. Sigga uppeldissystir þín er með hugann heima á Íslandi en getur því miður ekki verið viðstödd kveðjuathöfnina, þar sem hún er bú- sett í Ástralíu. Ég veit að nú ert þú hjá þeim sem elskuðu þig. Eitt er víst að aldrei gleymist minning þín. Elsku Anna mín, Arnar, Erla, Ing- unn, Ólafur Valur og fjölskyldur. Kristín og fjölskylda, Siggi og fjöl- skylda, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Vorblómin, sem þú vekur öll vonfögur nú um dali og fjöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu nú, Drottinn, enn að una eitt sumar mér við náttúruna. Kallirðu þá, ég glaður get gengið til þín hin dimmu fet. (Jónas Hallgrímsson.) Ingibjörg Ólafsdóttir. ust þau fjögur yndisleg börn, Arnar, Erlu, Ingunni og Ólaf Val. Hann gekk vel í föðurstarfið, elsk- aði sín börn og dáðist að þeim. Anna og Óli keyptu sína fyrstu íbúð á Æg- isíðu 68 þar sem ég kom oft í kaffi og brúntertu með frostingi sem hann var duglegur að baka. Anna var dugleg að vinna, Óli var heima með börnin og samtímis stund- aði hann nám í Stýrimannaskólanum. Að því loknu stundaði hann starf sitt með dugnaði. Síðasta sumar kom ég heim frá Ástralíu þar sem ég bý, til þess að hugsa um móður mína í hennar veik- indum. Ég hafði ekki séð Óla minn í 13 ár, við áttum yndislegan tíma saman. Hann sýndi mér myndir af augasteini sínum, litla Kristófer Aroni, syni Erlu og Hendriks, og sagði mér fréttir af sínum börnum sem hann var svo stoltur af. Á sama tíma fékk ég sama sjúkdóm og hann barðist við, sykursýki, og hann hjálpaði mér mikið í gegnum það. Í sumar þurfti hann að ganga í gegnum veikindi og fór í hjartaað- gerð, en allt tókst vel og hann var svo ánægður með allt. Anna, Óli og Óli Valur fluttu til Danmerkur þar sem Erla og hennar maki búa. Það eru bara tvær vikur síðan mamma sagði mér að þær syst- urnar hefðu skroppið niður í skip til þess að hitta hann, og borðuðu hádeg- ismat saman. Aldrei hefði maður hugsað sér að þetta væri síðasta stund þeirra saman. Sama dag og Óli minn lést, skrapp hann í morgunkaffi til Ingunnar dótt- ur sinnar og var alveg fullur af vilja og styrk til þess að fara í göngu upp á Keili sem hann ætlaði sér að gera daginn eftir. Það er erfitt að sleppa þeirri hugs- un að Óli minn sé farinn og að ég hafi hitt hann síðasta sumar sem ég hafði mikla ánægju af og var hápunktur ferðar minnar til Íslands. Töluðum við lengi saman og hafði hann gaman af að sjá myndir af mínum tveimur yngstu drengjum sem hann hafði aldrei séð eða hitt. Elsti sonur minn, Elvar, er fæddur fjórum dögum áður en Ingunn dóttir hans fæddist og þann dag kom Óli upp á fæðingardeild til mín stoltur og sagði: „Veistu hvað, nú er ég ríkur, Sigga mín, við Anna eignuðumst fal- lega og hrausta dóttur fyrir einni klukkustund.“ En tíminn læknar öll sár er sagt, svo ég vil enda þessar línur með að biðja um styrk fyrir ykkur öll, Anna mín, börnin ykkar og ástvini. Þú ert svo dugleg, Anna mín. Megi guð vera með ykkur. Ég vil þakka fyr- ir þann yndislega tíma sem ég fékk með þér, Óli minn. Ég veit að þú ert með þeim sem elskuðu þig svo heitt og ég kveð með þessu: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Sigríður. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 37 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986                 +(; /5 <<+ 0%!4  = $=  , $3> ) "    * )  "  )  + & ,      )    -   -  ) "    . ""/   0 "  1&%&& - $?1 $ ?1 - $$ !$02+$!)   2& *- $)  ,  $$ :=,, - $$ ($@<)  3$3*$3$3$3*$4          :  //A/65A       2B 0$0   ) "    2  "   "  - " 3 & & $ :=,,$ C2,< )  C',02:=,,)  : ,$ :=,,)  , @(2$ +$ 3 *C1 :=,,)  ',0)'$:=,,$ C1  $(2,)     3$3*$3$3$3*$4 / !  )"     3 ) /   4!56004(!007859 :"   01, 4 6         ( =,2D9 % !2   ! :    )  2     '  ( $+$ $ , <$4 7             $ C (E<   (C55 <<+ FC'C, G ,  28H I  J !2   '  $  %C$$   2$00$2)  :$$C$)  36  )  & $ : ,$ =$$&$$6  $ =$$&$$($)$ :=$$C$0$($))>  3$3*$4 (               -CC -I5 / *0$)BD $    0"/ /  5    1  ($ -% ,0$ -$($)  - $ $ ,0$ , ($$ $$)  &  ($$ ,02$ ,0)  3$3*$3$3$3*$4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.