Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 33 MARGT og mikið hefur verið gert síð- ustu árin til að bæta rekstur og stjórnun í ríkisrekstri. Þannig hafa forstöðumenn stofnana fengið aukna ábyrgð, rammafjárlög verið við lýði, árang- ursstjórnunarsamn- ingar verið gerðir og launaákvarðanir færð- ar til stofnana svo nokkrir þættir séu nefndir. Mikil nauðsyn er á að rekstur rík- isstofnana sé sem bestur og að takmark- aðar skatttekjur séu sem best nýttar. Öll vinna sem stefnir að því er því mjög mik- ilvæg. Í inngangsorðum fjármálaráð- herra með ríkisreikningi fyrir árið 2000 segir fjármálaráðherra m.a.: „Á undanförnum árum hefur mark- visst verið unnið að því að bæta skilvirkni í opinberum rekstri. Við það starf hefur verið beitt ólíkum aðferðum en sammerkt þeim er þó, að þar er horft til þess hvort við- komandi rekstur skilar því sem honum er ætlað með hagkvæmum hætti, í stað þess að einblína á kostnað við öflun aðfanga eins og áður tíðkaðist. Í innri rekstri rík- isins hefur verið unnið að innleið- ingu árangursstjórnunar.“ Tímabært var að hætta að „ein- blína á kostnað við öflun aðfanga …“ en þess í stað „horft til þess hvort viðkomandi rekstur skilar því sem honum er ætlað með hag- kvæmum hætti…“. Framkvæmd þessarar stefnu hefur hins vegar stundum verið þannig að á hvorugt er litið. Í fjárlagagerð virðist stundum hvorki vera litið til þess hvað þjónustan kostar né ákveðið hverju rekstrinum er ætlað að skila. Þegar svo ber undir er ekki von á að „skilvirkni í opinberum rekstri“ aukist. Þessi grein fjallar þó minnst um þetta heldur fyrst og fremst um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisins. Í reglugerð nr. 116/2001 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofn- ana er sérstaklega fjallað um ábyrgð á rekstri stofnana. Mark- mið reglugerðarinnar er „… að stuðla að skilvirkum rekstri ráðuneyta og stofnana þannig að hann verði innan heimilda fjár- laga og að stjórnend- ur beri ábyrgð á fjár- reiðum… Í rekstri ráðuneyta og ríkis- stofnana skal virða fjárheimildir og þau lög og reglur sem um starfsemina gilda“. Ljóst er að mikil áhersla er á af hálfu fjármálaráðherra og væntanlega ríkis- stjórnar að koma á skilvirkum rekstri hjá ríkisstofnunum og ráðu- neytum og auka ábyrgð forstöðu- manna á rekstri sinna stofnana. Í ljósi ofangreinds er forvitnilegt að skoða rekstrarniðurstöðu aðalskrif- stofa ráðuneytanna (sjálf ráðuneyt- in). Margvíslegar ástæður geta verið fyrir of miklum útgjöldum en í rík- isreikningi er ekki getið um slíkt. Ljóst virðist þó vera skv. meðfylgj- andi töflu að mörg ráðuneyti hafa ekki hagað rekstri sínum eins og til er ætlast. Sérstaklega er athygl- isvert að þar fara fremst í flokki ráðuneyti formanna stjórnarflokk- anna, forsætisráðuneyti og utan- ríkisráðuneyti, og ráðuneyti fyrr- verandi varaformanns fjárlaga- nefndar, samgönguráðuneyti. Þessi ráðuneyti eru með halla sem nem- ur meira en 4% af fjárheimildum en skv. reglugerð fjármálaráðherra ber að grípa til aðgerða þegar svo ber undir. Jafnframt kemur fram í reglugerðinni að hafi forstöðumað- ur gerst brotlegur við starfsskyld- ur (sem m.a. felast í að reka stofn- un innan fjárheimildar) skal hlutaðeigandi stjórnvald veita hon- um áminningu. Jafnframt kemur fram að ef útgjöld eru ítrekað eða verulega umfram fjárheimildir skal meta hvort veita skuli forstöðu- manni lausn um stundarsakir. Í sem stystu máli þá er heimilt að áminna og síðan reka þá forstöðu- menn sem standa sig illa í rekstri stofnana. Nú verður forvitnilegt að fylgj- ast með hvort fjármálaráðherra muni taka í hnakkadrambið á sam- ráðherrum sínum, þ.e.a.s. þeim sem verða yfir 4% markinu í árs- lok, og hvort þeir eigi í vændum refsingar vegna umframeyðslu ráðuneyta sinna. En ef til vill verða umframútgjöldin öll metin ófyrir- séð og/eða nauðsynleg og verða því sennilega afgreidd ýmist með aukafjárlögum eða hækkun fjár- veitinga í fjárlögum. Svo virðist að minnsta kosti raunin oft hafa verið þegar skoðuð eru frumvörp til fjár- laga og aukafjárlaga síðustu árin. Eftirfarandi dæmi sýna t.d. fjár- veitingar og aukafjárveitingar síð- ustu árin til nokkurra ráðuneyta. Dæmi um forsætisráðuneytið Fjárlagafrumvarp 2000: 101 Forsætisráðuneyti, aðal- skrifstofa. Framlag til aðalskrif- stofu ráðuneytisins nemur 129,8 m.kr. og hækkar um 17,8 m.kr. milli ára. Áætlað er fyrir 6 m.kr. framlagi til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga nr. 27/1999, um eftirlitsstarfsemi á vegum hins opinbera. Þá er lagt til að veita 2 m.kr. til að mæta aukn- um umsvifum aðalskrifstofu for- sætisráðuneytis í upplýsingamál- um. Fjáraukalagafrumvarp 2000: 101 Forsætisráðuneyti, aðal- skrifstofa. Farið er fram á 12 m.kr. viðbótarframlag til aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins vegna auk- inna verkefna og fjölgunar starfs- manna. Þar af er hækkun launa- kostnaðar vaktmanna 2,8 m.kr. og kostnaður vegna erlendra heim- sókna 9 m.kr. Dæmi um utanríkisráðuneytið Fjárlagafrumvarp 2000: 101 Utanríkisráðuneyti, aðal- skrifstofa. Heildargjöld nema 570,6 m.kr. og hækka um 24,3 m.kr. frá fjárlögum 1999. … Helstu breyt- ingar má rekja til þess að styrkja þarf flestar skrifstofur ráðuneyt- isins vegna aukinna verkefna á vettvangi alþjóðamála og fjölgunar sendiskrifstofa. Hækkun vegna þessa er 62,6 m.kr. Fjáraukalagafrumvarp 2000: 101 Utanríkisráðuneyti, aðal- skrifstofa. Farið er fram á 50 m.kr. hækkun á viðfangsefninu. Í fyrsta lagi er sótt um 30 m.kr. til að mæta uppsöfnuðum kostnaði, m.a. vegna aðkeyptrar sérfræðiþjón- ustu, ráðgjafar og annarra útgjalda á árunum 1998–2000. Um er að ræða ófyrirséðan kostnað vegna varnarsamstarfs Íslands og Banda- ríkjanna. Fjárlagafrumvarp 2001: 101 Utanríkisráðuneyti, aðal- skrifstofa. … Nýjar fjárveitingar eru að fjárhæð 25,5 m.kr. Í fyrsta lagi 10 m.kr. til þess að leiðrétta rekstrargrunn aðalskrifstofu vegna aukins launakostnaðar … Fjáraukalagafrumvarp 2000 – þrjú dæmi 101 Félagsmálaráðuneyti, aðal- skrifstofa. Óskað er eftir 4 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna endur- nýjunar á bifreið. 101 Iðnaðarráðuneyti, aðalskrif- stofa. Farið er fram á 10 m.kr. aukaframlag til aðalskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins. Á undanförnum árum hafa iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti verið rekin sem ein skrifstofa. Ráðuneytið hefur unnið að mörgum viðamiklum verkefnum án þess að sérstakar fjárveitingar hafi komið til. Má þar nefna und- irbúning stóriðju og virkjunarmála. Þá hefur ráðuneytið tekið við stjórn byggðamála. Hefur þetta leitt til þess að myndast hefur um- talsverður halli á rekstri ráðuneyt- isins sem um síðastliðin áramót nam um 10 m.kr. 101 Viðskiptaráðuneyti, aðal- skrifstofa. Óskað er eftir 10 m.kr. framlagi til aðalskrifstofu við- skiptaráðuneytisins. Ráðuneytið hefur unnið að mörgum viðamikl- um verkefnum án þess að sérstak- ar fjárveitingar hafi komið til. Má þar nefna endurskipulagningu fjár- magnsmarkaðar og einkavæðingu ríkisbanka og ríkisfyrirtækja. Hef- ur þetta leitt til þess að myndast hefur umtalsverður halli á rekstri ráðuneytisins sem um síðastliðin áramót nam um 10 m.kr. Mikilvægt er að ríkisrekstur sé skilvirkur og hagkvæmur. Einnig er mikilvægt að þeir sem fara með fjármál ríkisins og ríkisstofnana séu gerðir ábyrgir standi þeir sig ekki í starfi. Þá er mikilvægt að topparnir standi sig vel því oft er sagt að eftir höfðinu dansi limirnir. Ef framkvæmd fjárlaga á að vera traust og örugg verða allir sem með framkvæmdina fara að standa sig. Tilgangurinn með þessari grein er að vekja athygli á því sem höf- undi finnst vera ósamræmi í gerð og framkvæmd fjárlaga með þá von í brjósti að bæta megi rekstur ríkisins. Mun fjármálaráðherra draga samráðherra sína til ábyrgðar? Sólmundur Már Jónsson Ábyrgð Mikilvægt er að ríkisrekstur sé skilvirk- ur og hagkvæmur, segir Sólmundur Már Jónsson í grein sinni um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisins. Höfundur hefur verið fjármálastjóri hjá ríkisstofnunum og ráðuneyti í alls tæp sjö ár. Rekstrarniðurstaða ársins 2000 borið saman við fjárheimildir Reikningar ársins Fjárheim- ild ársins Halli/ afgangur í þús.kr. % Rekstr- arstaða í árslok 1999- Samgönguráðuneytið 165.091 148.351 -16.740 -11,3% -10.249 Forsætisráðuneytið 155.273 143.635 -11.638 -8,1% -15.965 Utanríkisráðuneytið 688.830 658.292 -30.538 -4,6% -16.520 Iðnaðarráðuneytið 83.805 80.657 -3.148 -3,9% -12.243 Viðskiptaráðuneytið 112.286 108.239 -4.047 -3,7% -10.261 Hagstofa 378.387 369.934 -8.453 -2,3% -17.172 Heilbrigðisráðuneytið 251.983 248.174 -3.809 -1,5% -926 Landbúnaðarráðuneytið 127.223 126.025 -1.198 -1,0% -875 Menntamálaráðuneytið 346.366 344.759 -1.607 -0,5% -1.011 -81.178 -85.222 Dómsmálaráðuneytið 184.266 185.253 987 0,5% -3.947 Umhverfisráðuneytið 195.841 198.832 2.991 1,5% -5.873 Félagsmálaráðuneytið 158.965 161.727 2.762 1,7% 4.027 Fjármálaráðuneytið 356.650 365.721 9.071 2,5% -2.579 Sjávarútvegsráðuneytið 128.167 134.090 5.923 4,4% 5.690 21.734 -2.682 3.333.133 3.273.689 -59.444 -1,8% -87.904 UNDANFARIN ár höfum við séð ýmsar birtingarmyndir þess að lýðræðið á Íslandi hafi veikst. Óhófleg völd eins stjórnmála- flokks og stjórnmála- manna veikja undir- stöður lýðræðisins og feyskja stoðir þess. Í slíku umhverfi blómstra hvorki gagn- rýnir fjölmiðlar né öflug orðræða al- mennings og þá sér- staklega ekki þeirra sem eiga starf sitt að einhverju leyti eða öllu undir völdum stjórnmálaflokka eða einstakra stjórnmálamanna. Dramb ein- stakra stjórnmálamanna getur við slíkar aðstæður keyrt svo um þverbak, að þeir taka sér jafnvel fyrir hendur að gefa út opinberar tilskipanir til fjölmiðla um hvaða stjórnmálamenn þeir mega tala við, og hverja ekki. Vantar stjórnfestu Sama óheillaþróun birtist í því þegar ráðherrar veitast með raka- lausum fullyrðingum að ríkisstofnunum, sem vinna störf sín af kostgæfni og hafa það eitt til saka unnið að komast að niðurstöðu sem er í blóra við vilja framkvæmdavaldsins. Þegar framkvæmda- valdið veitist með svo ósvífnum hætti að op- inberum starfsmönn- um er tilgangurinn ekki aðeins að múl- binda viðkomandi. Það er líka verið að senda skilaboð ógnar- innar til annarra starfsmanna ríkisins um að halda sig á mottunni. Þetta sáum við gerast í tilfelli Þjóðhagsstofnunar sem forsætis- ráðherra hefur lagt í einelti af þeirri ástæðu einni að stofnunin sagði sannleikann um þróun efna- hagsmála. Svipuð viðbrögð birtust gagnvart Skipulagsstofnun á haustdögum, og skemmst er að minnast þegar forysta ríkisstjórn- arinnar sendi skilaboð til Hæsta- réttar um að landauðn vofði yfir félli ekki dómur samkvæmt for- Össur Skarphéðinsson Höfundur er alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Lýðræði Ég tel að Alþingi sé ákaflega nauðsynlegt að fá slíkt tæki í hendur, segir Össur Skarphéð- insson, til að geta sinnt eðlilegri skyldu sinni til aðhalds og eftirlits með framkvæmdavaldinu. skrift úr stjórnarráðinu í frægu fiskveiðimáli. Því miður sjáum við nú vaxandi tilhneigingu valdamik- illa stjórnmálamanna til að mis- nota vald sitt. Til að stemma stigu við yfirgangi framkvæmdavaldsins og tryggja eftirlit með því þarf að efla stjórnfestu í íslensku stjórn- kerfi. Opnar fjárreiður flokkanna Samfylkingin vill fyrir sitt leyti efla stjórnfestu með því að beita sér fyrir róttækum breytingum á stjórnkerfinu. Fyrir það fyrsta þarf að skýra með afdráttarlausum hætti ábyrgð ráðherra, enda engin dæmi um að íslenskur ráðherra hafi þurft að sæta ábyrgð fyrir mistök í starfi. Þá er afar brýnt að setja lög um fjárreiður stjórnmála- flokka eins og tíðkast í öllum ná- grannalöndum okkar. Ríki leynd yfir fjárreiðum stjórnmálaflokka er líklegt að dragi úr trausti al- mennings gagnvart lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðþinga og ekki síður gagnvart þeim stofn- unum samfélagsins, sem hafa um- boð löggjafarvaldsins til að sinna eftirliti með leikreglum samfélags- ins. Sömuleiðis þarf að tryggja eins og kostur er hlutleysi dómara við Hæstarétt. Til að taka þar af öll tvímæli þarf að taka upp nýja hætti við skipan hæstaréttardóm- ara. Þar mætti t.d. hugsa sér að bera þyrfti skipan dómara undir Alþingi og að þar réði meirihluta- vilji þingsins. Opnar rannsóknarnefndir Eitt af því sem mestu skiptir til að auka stjórnfestu hér á landi er að skapa þinginu raunhæfa mögu- leika til að sinna eftirlitsskyldu sinni gagnvart framkvæmdavald- inu. Besta leiðin til þess er að setja lög um opnar rannsóknar- nefndir þingsins. Ég tel að Alþingi sé ákaflega nauðsynlegt að fá slíkt tæki í hendur til að geta sinnt eðli- legri skyldu sinni til aðhalds og eftirlits með framkvæmdavaldinu. Í því efni er þingið bitlaust þegar á herðir. Dæmin sanna það. For- sætisráðuneytið braut fjárlög vegna Þjóðmenningarhússins, við munum dæmið um Þjóðleikhúsið og framúrkeyrslu þingsins sjálfs vegna endurbóta á leiguhúsnæði sínu við Austurstræti. Ríkisend- urskoðun komst að sömu niður- stöðu í öllum þremur tilfellunum; opinberar eftirlitsstofnanir brugð- ust. En enginn veit hvernig eða af hverju og því er enga raunveru- lega lærdóma hægt að draga af þessum málum. Alþingi hefur eng- in vopn sem bíta þegar kemur að því að sinna eftirlitsskyldu sinni. Til að Alþingi geti sinnt þeirri skyldu eru opnar rannsóknar- nefndir nauðsynlegar. Við byggjum ekki upp öflugt samfélag nema við búum við öflugt lýðræði. En til að styrkja lýðræðið þarf að efla stjórnfestu og aðhald með framkvæmdavaldinu. Öflugt lýðræði – öflugt samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.