Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 23 Cider vinegar diet formúla FRÁ Vatnslosun, brennsla, og megrun með GMP gæðaöryggi Apótekin FRÍHÖFNIN Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Smáralind, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur. UPPGÖTVAÐU NÝJAN MÁTT LJÓSSINS NÝTT LIGHTSOURCE Transforming Moisturizers SPF 15 Hrjáir orkuskortur húð þína? Hér hefurðu kraftinn til að láta henni í té alla þá orku sem hún þarfnast til að skila hlutverki sínu sem best. Örkristallatækni okkar tíma nýtir orku ljóssins - breytir útliti og áferð húðarinnar, eykur viðnám hennar gegn öldrun, færir henni undraverðan ljóma og ferskleika. LIGHT SOURCE. Ljósið sem lífgar. Fæst sem rakakrem og rakamjólk. BANDARÍKJAMENN héldu áfram sprengjuárásum á stöðvar og liðsafla talibana-stjórnarinnar í Afganistan um helgina. George W. Bush Banda- ríkjaforseti lýsti yfir því á sunnudag að samningaviðræður við talibana kæmu ekki til greina en áður höfðu hinir síðarnefndu sagt að til greina kæmi að framselja Osama bin Laden til hlutlauss ríkis með ákveðnum skilyrðum. Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins sögðu um helgina að árásum hefði verið haldið áfram á hernaðarskotmörk í Afganistan. At- hygli vakti að talsmenn stjórnarand- stöðunnar, Norðurbandalagasins, sem hefur 5–10% landsins á valdi sínu, lýstu yfir því að fallið hefði ver- ið frá áformum um að ráðast á höf- uðborgina, Kabúl. Áður höfðu sömu talsmenn sagt að slík árás væri í vændum en hluti liðsafla Norður- bandalagsins er ekki langt norður af höfuðborginni. Voru þessi umskipti túlkuð á þann veg að þrýst hefði ver- ið á Norðurbandalagið um að fara sér hægt á meðan unnið yrði á bak- við tjöldin að áætlunum um hvernig fylla megi hið pólitíska tómarúm sem skapast muni ef og þegar talibana- stjórnin fer frá völdum. Norðurbandalagið kvaðst í gær sækja áfram til borgarinnar Mazar- e-Sharif í norðurhluta Afganistan og fullyrtu talsmenn þess að næstum því 4.000 hermenn talibana hefðu gefist upp á undanliðnum dögum. Í gær áttu fulltrúar Mohammed Zaher Shah, fyrrum konungs Afgan- istan, fund með háttsettum pakist- önskum embættismönnum í höfuð- borg Pakistan, Islamabad. Sagði talsmaður Pakistana að rætt hefði verið hvernig „vinna mætti að því að koma á stjórn í Afganistan með fulltrúum allra þjóðarbrota“. Norðurbandalagið hefur fyrir sitt leyti sagt að konungurinn geti gegnt hlutverki og brúað bilið frá átökum þar til að takast megi að koma á stjórn til langs tíma í landinu. Pakistanar geta fellt sig við að konungur, sem er 86 ára, fari fyrir slíkri stjórn svo framarlega sem öll þjóðarbrot í landinu eigi þar fulltrúa. Talibanar hafa fordæmt afskipti Zaher Shah og sagt að konungurinn eigi „að blygðast“ sín fyrir að reyna að hafa áhrif á framþróun mála í landinu. Talibanar segja framsal hugsanlegt George W. Bush Bandaríkjafor- seti hafnaði á sunnudag tilboði því sem borist hafði fyrr um daginn frá talibana-stjórninni um viðræður. „Hér er ekki um neitt að semja. Vilji þeir stöðva árásirnar á Afganistan verða þeir að fara að mínum skilyrð- um,“ sagði forsetinn er hann sneri aftur til Washington frá hvíldarstað forsetaembættisins, Camp David. Fyrr um daginn hafði Maulani Ab- dul Kabir, fylkisstjóri í Jalalabad í austurhluta Afganistan, sagt á fundi með erlendum fjölmiðlum að til greina kæmi að Osama bin Laden yrði framseldur til hlutlauss ríkis. En þá þyrftu Bandaríkjamenn að leggja fram sannanir fyrir því að það hefði í raun verið bin Laden sem var að verki þegar hryðjuverkamenn frömdu fjöldamorð í Bandaríkjunum 11. september. Var þetta í fyrsta skiptið sem talibanar sögðu mögu- leika á því að bin Laden yrði fram- seldur en þá kröfu birti Bandaríkja- stjórn fáeinum dögum eftir hryðju- verkin vestra. Bush forseti hafnaði hins vegar þeim möguleika að samið yrði um framsal bin Ladens. „Samn- ingaviðræður koma ekki til greina. Sennilega hafa þeir ekki heyrt orð mín. Ef þeir hafa áhuga á því að stöðva hernaðaraðgerðir okkar mun- um við gera það um leið og þeir hafa orðið við kröfum okkar,“ sagði for- setinn. Bush hefur krafist þess að bin Laden og allir aðstoðarmenn hans verði skilyrðislaust framseldir til Bandaríkjanna. Bush hafnar viðræð- um við talibana Washington. AFP COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Pakistans í gær til að treysta sambandið við ríkisstjórn Pervez Musharrafs for- seta en svo virðist sem andstaða við Bandaríkin og hernaðaraðgerðirnar í Afganistan aukist dag frá degi meðal Pakistana. Musharraf sagði í síðustu viku, að það væru aðeins öfgafyllstu mús- limarnir, 10 til 15% þjóðarinnar, sem væru andvíg stuðningi hans við herferð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkamönnum, og vissulega hafa mótmælin í landinu að mestu verið bundin við þá hópa hingað til. Þetta er þó að breytast. Ýmsir, sem áður studdu ákvörðun Mushar- rafs, lýsa nú miklum efasemdum og margir Pakistanar, sem hafa litla samúð með Osama bin Laden og talibönum, gagnrýna nú stjórnina harðlega. Ísraelum kennt um hryðjuverkin! Skyrtubolir með mynd af bin Laden fást nú á öllum mörkuðum og námsmenn og ríkisstarfsmenn hafa tekið þátt í því að lýsa yfir heil- ögu stríði á hendur Bandaríkjunum. Nú halda margir því fram í alvöru, að það hafi í raun verið Ísraelar, sem stóðu fyrir hryðjuverkunum. Ástæðan fyrir þessu er meðal annas sú, að margir óttast, að mannfall meðal óbreyttra borgara í Afganistan verði mikið, að hernað- urinn muni standa miklu lengur en áður var talið og með alvarlegum afleiðingum fyrir Pakistan í langan tíma. Þótt mótmælin hafi víðast hvar farið friðsamlega fram, var því ekki að heilsa í borgunum Quetta og Karachi í síðustu viku þegar ráðist var á byggingar og bíla, veitinga- staði og alþjóðlegar hjálparstofnan- ir. Í Karachi var síðan allsherjar- verkfall sl. föstudag að áskorun klerkanna. Á sunnudag reyndu mótmælendur að ráðast inn á flug- völl í Balúkistan þar sem banda- rískar herflugvélar hafa aðsetur. Sagt er, að þúsundir ungra manna hafi heitið að taka upp vopn og berj- ast við hlið talibana komi til land- hernaðar erlendra manna í Afgan- istan. Musharraf treysti tök sín á hern- um með því að setja af þrjá menn, sem taldir eru hallir undir bókstafs- trúarmenn og talibana, og skipa hófsamari menn í þeirra stað en fréttaskýrendur segja, að dragist átökin í Afganistan á langinn, muni jafnvel þeir hófsömu snúast gegn Musharraf af ótta við, að tengslin við Bandaríkin muni valda hættu- legri ókyrrð í landinu. Þeir óttast, að þegar Bandaríkjamenn hverfi frá Afganistan, muni Pakistanar sitja uppi með vandann. Rifaat Hussai, prófessor í her- fræðum við Quaid-I-Azam-háskól- ann, segir, að heimsókn Powells geti auðveldlega skaðað Musharraf og sannfært marga um, að hann sé ekkert annað en leppur Bandaríkja- manna. Þótt hann geti beitt hernum gegn helstu foringjum bókstafs- trúarmanna, þá eigi hann samt á hættu að tapa stríðinu meðal al- mennings. Flestir leiðtogar stjórnmála- flokkanna í Pakistan hafa þagað eða látið í ljós óbeinan stuðning við bandalag Musharrafs og Bandaríkj- anna en þess ber að geta, að allt pólitískt starf í landinu hefur verið í fjötrum síðan Musharraf komst til valda með stuðningi hersins fyrir tveimur árum. Fréttaskýrendur segja, að nú ríði á fyrir hann að bæta sambandið við leiðtoga stjórn- málaflokkanna. Hvetja til aukinnar hreinskilni stjórnvalda „Við styðjum baráttu stjórnar- innar gegn hryðjuverkum en stjórnin verður að vera opnari gagnvart almenningi,“ sagði Abida Hussai, leiðtogi Múslímafylkingar- innar, sem var við völd til 1999. „Við vitum ekki um hvað Bandaríkja- stjórn hefur beðið og ekki um það, sem Pakistanstjórn vill fá í staðinn. Stjórnin verður að vera hreinskilin gagnvart fólkinu.“ Raja Zafar ul-Haq, leiðtogi klofn- ingsflokks úr Múslímafylkingunni, segir, að flokkur sinn hafi talið, að Musharraf hafi valið skárri kostinn af tveimur illum. Eftir því sem árás- irnar á Afganistan standi lengur, aukist hins vegar kurrinn meðal flokksmanna og fari allt á versta veg, kunni öfgamenn að komast til valda í landinu. „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum,“ sagði ul-Haq. Islamabad. The Washington Post. Andúð á loftárás- um vex í Pakistan Hófsamir menn sagðir hugsa með skelfingu til valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna AP Mynd af Osama bin Laden haldið á loft í mótmælum í Peshawar í gær. Bakgrunnur myndarinnar er árásin á turna World Trade Center-byggingarinnar í New York 11. september síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.