Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 1

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 1
Reuters Slökkviliðsmenn í hlífðarklæð- um fjarlægja grunsamlega pakka frá póstdreifingarmið- stöð í Bochum í Þýskalandi. MILTISBRANDUR fannst í bréfi sem barst í gær á skrifstofu Toms Daschles, meirihlutaleiðtoga demó- krata í öldungadeild Bandaríkja- þings. Þá var grunsamlegt duft, sem fannst í bréfi til Gerhards Schröders Þýskalandskanslara, til rannsóknar. Bréfið til Toms Daschles var opn- að í gærmorgun og innihélt hvítt duft, en samkvæmt niðurstöðum bráðabirgðarannsóknar var miltis- brand að finna í því. Að minnsta kosti einn starfsmaður á skrifstofu þingmannsins komst í snertingu við efnið og voru honum strax gefin sýklalyf. Bréfið barst á skrifstofu Daschles í skrifstofubyggingu Bandaríkjaþings. Skömmu eftir að það var opnað var starfsmönnum allra skrifstofa þingsins ráðið frá því að opna bréf sem þangað bærust. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að enn lægju engar vísbendingar fyrir um að hryðju- verkamaðurinn Osama bin Laden bæri ábyrgð á sendingunni, en að „honum væri trúandi til þess“. Þá var póstherbergið í kanslara- höllinni í Berlín innsiglað í gær, eftir að hvítt duft sáldraðist úr bréfi. Efn- ið var sent til rannsóknar, en nið- urstaðna er að vænta í dag. Miltisbrand- ur í bréfi til þingforseta Berlín, New York, Ottawa, Washington. AFP, AP.  Enginn vafi/24 238. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. OKTÓBER 2001 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, voru sammála um nauðsyn þess að endurvekja friðar- ferlið í Mið-Austurlöndum á fundi sínum í London í gær. Kvaðst Blair vera fylgjandi stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Arafat kom til fundar við Blair til að ræða áhrif árásanna á Afganistan á arabaheiminn og um leiðir til að koma friðarferlinu í Mið-Austur- löndum aftur á rekspöl. Á sameig- inlegum blaðamannafundi með Ara- fat sagði Blair að nú væri rétti tíminn til að setja kraft í friðarum- leitanir. „Sjálfstætt ríki Palestínu- manna, sem hluti af samkomulagi sem tryggir frið og öryggi í Ísrael, er markmiðið,“ sagði forsætisráð- herrann og tók þannig í sama streng og George W. Bush Bandaríkjafor- seti í síðustu viku. Blair vísaði því á bug að aukin áhersla Breta og Bandaríkjamanna á frið í Mið-Austurlöndum væri til- komin vegna þarfar á stuðningi arabaþjóða við aðgerðirnar gegn hryðjuverkamönnum. „[Friðarferl- ið] er mikilvægt í sjálfu sér, óháð því sem gerðist 11. september,“ sagði forsætisráðherrann. En talsmaður ísraelsku ríkis- stjórnarinnar, Avi Pazner, sagði að leiðtogar Palestínumanna þyrftu að vinna harðar að því að tryggja vopnahlé og handtaka palestínska hermdarverkamenn áður en unnt væri að stíga frekari skref í átt til varanlegra friðarsamninga. Skrifstofa breska forsætisráð- herrans tilkynnti í gær að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, myndi koma til fundar við Blair í London á næstu vikum til að ræða framhald friðarumleitana. Harðar árásir á Afganistan Bandaríkjaher gerði í gær hörð- ustu árásirnar á Afganistan í dags- birtu síðan aðgerðirnar hófust. Loft- árásir héldu áfram á Kabúl og Kandahar eftir sólarlag í gærkvöld. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, viður- kenndi á fréttamannafundi í gær að það væri óhjákvæmilegt að ein- hverjir óbreyttir borgarar týndu lífi í slíkum hernaðaraðgerðum. Hann sagði hins vegar að fullyrðingar tal- ibana um að hundruð saklausra manna hefðu fallið væru „fáránleg- ar“. Jean Zigler, starfsmaður Samein- uðu þjóðanna, gagnrýndi Banda- ríkjastjórn í gær fyrir að dreifa mat- vælapökkum úr lofti samhliða loftárásum. Zigler fullyrti að talib- anar högnuðust á aðstoðinni, fremur en óbreyttir borgarar, og varaði einnig við hættunni á því að hungruð börn færu inn á jarðsprengjusvæði til að ná í matarpakka, sem varpað hefði verið úr lofti. Átök í Kasmír Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Pakistans í gær til viðræðna við þarlenda ráða- menn um framtíð Afganistans og um leiðir til að draga úr spennu milli Pakistana og Indverja vegna Kasm- ír. Indverjar gerðu í gær sprengju- árásir á stöðvar Pakistana við vopnahléslínuna í héraðinu og bundu þar með enda á tíu mánaða vopnahlé. Powell sagði við fréttamenn í gær að hann vonaðist til að geta ýtt und- ir aukna hernaðarsamvinnu milli Bandaríkjamanna og Pakistana. Powell mun í dag eiga fund með Pervez Musharraf, forseta Pakist- ans, en stjórn hans hefur sætt mik- illi gagnrýni af hálfu íslamskra bók- stafstrúarmanna fyrir samvinnuna við Bandaríkin. Powell mun síðan halda til Nýju-Delhí til viðræðna við indverska ráðamenn. Hörðustu árásirnar á Afganistan í dagsbirtu síðan aðgerðirnar hófust Blair hvetur til stofnun- ar ríkis Palestínumanna Colin Powell kom- inn til Pakistans Islamabad, London, Washington. AFP, AP. Reuters Lögreglumaður reynir að stöðva mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum í Peshawar í Pakistan í gær. AL-QAEDA, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, reyndu með hjálp rússnesku mafíunnar að koma höndum yfir efni sem nota mætti til að smíða kjarnorkuvopn, að því er fram kom í fréttaskýringu á þýsku sjónvarpsstöðinni ARD í gærkvöld. Friedrich Steinhausler, sérfræð- ingur í afvopnunarmálum við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu, sagði í við- tali við ARD að tilraunum samtak- anna til að komast yfir auðgað úran hefði verið hrundið í Prag. „Það er vitað að al-Qaeda gerði ákveðnar til- raunir til að ná í efni til smíða kjarnavopna í gegnum milligöngu- menn og fulltrúa rússnesku mafí- unnar og að þessar umleitanir eru taldar hafa átt sér stað í Evrópu og hafa verið rannsakaðar af evrópsk- um leyniþjónustum,“ sagði Stein- hausler. Að sögn hans voru sjö kíló af auðguðu úrani af rússneskum upp- runa gerð upptæk í Prag í tengslum við þessar tilraunir al-Qaeda. Stein- hausler fullyrðir ennfremur að mennirnir sem reyndu að koma kaupunum í kring hafi átt viðskipti við milligöngumenn frá Hvíta-Rúss- landi, Tékklandi, Þýskalandi og Rússlandi. Að hans sögn hafa rann- sóknir á vegum Stanford-háskóla leitt í ljós að efni til smíða á kjarna- vopnum eru í mörgum löndum geymd án fullnægjandi gæslu. Al-Qaeda reyndi að smíða kjarnavopn Berlín. AFP. KJÓSENDUR í Argentínu notuðu tækifærið í kosningum til beggja deilda þingsins á sunnudag og refsuðu stjórn- arflokkunum harkalega en efnahags- óreiða og 16% atvinnuleysi hafa valdið miklum erfið- leikum hjá fólki. Er búið var að telja um tvo þriðju atkvæða hafði stjórn- arandstöðuflokkur peronista mest fylgi í 18 af 23 héruðum. Forsetinn, Fernando De la Rua, gaf í skyn að þrátt fyrir úrslitin myndi hann ekki slaka á aðhaldsaðgerðum sem gripið var til í von um að hleypa krafti í efnahaginn og vinna bug á fjallháum ríkisskuldum og kreppu. En helsti leiðtogi per- onista, Eduardo Duhalde, sagði að forsetinn yrði að endurskoða stefnu sína. „Efnahagsstefnan, sem byggst hefur á hverri aðhalds- áætluninni á fætur annarri, hefur fært okkur kreppu, sam- drátt og ringulreið,“ sagði Du- halde. „Þetta er lokaviðvörun frá þjóðinni: Breyta verður stefnunni áður en ástandið versnar enn.“ Margir af þeim þingmönnum sem kosnir voru á lista flokka- bandalags De la Rua forseta eru andvígir stefnu hans. Stuðningur við hann í skoðana- könnunum hefur hrapað á tæp- um tveimur árum úr 63% í 18%. Skylt er að kjósa í Argentínu en fjölmargir létu óánægju sína með alla stjórnmálamenn í ljós með því að skila auðu eða gera atkvæðaseðilinn ógildan. Var hlutfall þeirra um 30% í höfuð- borginni, Buenos Aires. Sumir skrifuðu skilaboð eins og „Þið eruð allir þjófar!“, aðrir teikn- uðu mynd af Mikka mús eða Bart Simpson. De la Rua fær skell Buenos Aires. AP. Fernando De la Rua

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.