Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 15

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 15 VERKEFNASTAÐA í byggingar- iðnaði á Akureyri er þokkaleg um þessar mundir en verður þó eitt- hvað misjöfn í vetur hjá einstökum greinum, að sögn Guðmundar Óm- ars Guðmundssonar formanns Fé- lags byggingamanna í Eyjafirði. Hann sagði að málarar væru ekkert of bjartsýnir fyrir veturinn en þó væri staða þeirra nokkuð óljós. Guðmundur Ómar sagði að at- vinnuástand hjá smiðum væri nokk- uð gott og ýmis stór verkefni í gangi, eins og við Amtsbókasafnið, Giljaskóla og Verkmenntaskólann og til viðbótar væri fyrirhugað að bjóða út vinnu við innréttingu hús- næðis FSA. Þá væri töluvert byggt af íbúðarhúsnæði, á Klettaborg, í Giljahverfi og á Eyrarlandsholti. Guðmundur Ómar sagði að óvenju mikið hefði verið byggt af íbúðarhúsnæði í bænum undanfarin ár. Íbúum bæjarins hefði verið að fjölga og því væri auðveldara að átta sig á þörfinni. Ef hér fjölgaði um 300 manns þyrfti um 100 íbúðir til viðbótar. „Góðærið náði til okkar og það hefur ríkt góðæri í byggingariðn- aðinum í yfir fjögur ár. Það á þó ekki við um allar greinar og það er ekkert góðæri t.d. í málmiðnaðin- um.“ Verkefnastaða í byggingariðnaði þokkaleg Óvenju mikið byggt af íbúðarhúsnæði Morgunblaðið/Kristján Mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Akureyri að undanförnu og þá ekki síst á Eyrarlandsholti, þar sem þessir iðnaðarmenn voru að hefja framkvæmdir við enn eitt raðhúsið. JÓLAGARÐURINN í Eyjafjarð- arsveit hefur hafið kynningu á jóla- tákninu 2001. Það er fastur liður ár hvert að valinn er handverks- eða listamaður til að útbúa tákn kom- andi jólahátíðar og að þessu sinni er það málmlistakonan Elínborg Kjartansdóttir sem gerir táknið. Hennar tákn er jólatré, unnið í kop- ar með messingskreytingu og stendur það á korkstöpli. Í verkinu mætast formið annars vegar og styrkur og útgeislun efnisins hins vegar. Jólatáknið er sem fyrr að- eins í 110 tölusettum eintökum og því hvert um sig einstakt. Jólatré Elínborgar Kjartansdóttur er jólatákn 2001 í Jólagarðinum. Jólatáknið 2001 TVÖ fyrirtæki á Akureyri, Svar og Þekking-Tristan hafa verið í sam- starfi að undanförnu um uppsetningu á síma- og tölvukerfum sem gera fyr- irtækjum kleift að senda síma- og tölvugögn eftir sömu línunni. Þessi tækni sparar fyrirtækjum umtals- verða fjármuni þar sem nú er hægt að nýta eina línu fyrir bæði tal og gögn segir í frétt frá fyrirtækjunum. Símstöðvar einstakar deilda fyrir- tækja geta þannig tangst saman eins og um eina símstöð væri að ræða. Auk þess geta fyrirtæki sem rekið hafa tvö eða fleiri skiptiborð látið alla símsvörun fara í gegnum sama skiptiborðið. Með þessari tækni er mögulegt að flytja símtöl áfram yfir gagnalínurnar eins og um innanhúss- ímtöl væri að ræða. Sparnaður fæst í mannahaldi og símakostnaði auk ým- issa annarra möguleika sem bjóðast við notkun símkerfisins. Meðal fyrirtækja sem tekið hafa þess nýju tækni upp eru Norðlenska matborðið á Akureyri og Húsavík og Samherji á Dalvík og Árskógssandi. Svar og Þekking-Tristan í samstarfi Unnt að flytja síma- og tölvugögn eftir sömu línunni HANDKNATTLEIKSLIÐ Per- unnar á Akureyri hefur lokið þátt- töku sinni í bikarkeppni Hand- knattleikssambands Íslands, eftir tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum í KA- heimilinu sl. laugardag. Lokatölur leiksins urðu 36:9 gestunum úr Reykjavík í vil og eins og tölurnar gefa til kynna var leikur liðanna frekar ójafn. Peran tefldi fram kraftajötninum Torfa Ólafssyni í liði sínu en það dugði ekki til að þessu sinni. Torfi sem er þekktari sem keppnismaður í aflraunum, er engin smásmíði, um 180 kg að þyngd. Hann lét vita vel af sér í leiknum en náði þó aðeins að skora tvívegis. Peran úr leik í bikarnum Morgunblaðið/Þórir Tr. Varnarmaður ÍR gerir örvænt- ingafulla tilraun til að stöðva Torfa Ólafsson, leikmann Per- unnar, í bikarleik liðanna í KA- heimilinu sl. laugardag. Torfi skoraði tvö mörk en lið hans tap- aði leiknum með 27 marka mun. NÁMSKEIÐ sem fjallar um strauma og stefnur í myndlist, tón- list og byggingarlist í samhengi við breytingar í þjóðfélaginu er nú að hefjast. Kennt verður fjögur kvöld, 3 klukkustundir í senn, dagana 18. og 25. október og 1. og 8. nóvember. Leiðbeinandi er Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, myndlistarmað- ur. Fjöldi þátttakenda verður á bilinu 8 til 15 og verðið á námskeið- inu er 8.500 krónur. Skráning og upplýsingar eru í Verkmenntaskólanum í síma eða á heimasíðu SÍMEY www.simey.is Námskeið um list og menningu TÆPLEGA þrítug kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, auk þess að greiða 45 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs sem og allan sakarkostnað. Konan var ákærð fyrir líkams- meiðingar af gáleysi og umferð- arlagabrot með því að hafa í febr- úar síðastliðnum ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og án nægilegrar aðgæslu, með þeim af- leiðingum að hún ók á gangandi vegfaranda á gangbraut við Hörgárbraut. Konan játaði fyrir dómi þær sakargiftir sem á hana voru born- ar í ákæruskjali. Með hliðsjón af afdráttarlausri játningu, hreinum sakarferli og atvikum máls að öðru leyti þótti refsing hennar hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár auk sektar. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbundið fangelsi vegna gá- leysislegs aksturs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.