Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÞórður Guðjónsson ræðir við lið í Hollandi / B1 Framkvæmdastjóri Magdeburg fylgdist með Sigfúsi Sigurðssyni / B1 8 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morg- unblaðinu í dag fylgir blað frá Skólavöru- búðinni. Blaðinu verð- ur dreift á höfuðborg- arsvæðinu. spítalanum. Vegna verkfallsins hefur fimm deildum verið lokað á Land- spítalanum, þremur á skurðsviði, einni á lyfjasviði og einni á barna- sviði. Krabbameinsaðgerðum er sinnt og einnig aðgerðum í bráðatil- vikum en starfsemi skurðstofanna er annars í algjöru lágmarki. Að jafnaði eru gerðar um 60 skurðaðgerðir á dag á Landspítalanum en vegna verkfallsins eru þær aðeins 15–20. Þá eru 1.500 skjólstæðingar heima- hjúkrunar í Reykjavík og Kópavogi án þjónustu um fjörutíu sjúkraliða sem þar starfa. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, sagði við Morgunblaðið að áhrif verk- fallsins væru orðin mun alvarlegri en fólk gerði sér grein fyrir. Biðlistar eftir aðgerðum lengdust enn frekar og þjónusta á heilbrigðisstofnunum hefði dregist verulega saman. „Ekkert mun gerast í þessari deilu fyrr en ríkisstjórnin tekur ákvörðun um að gera eitthvað. Þetta er spurn- ing um hvort hún átti sig á stöðunni. Samninganefnd ríkisins hefur ákveð- ið svigrúm til að semja eftir, en stað- an er sú að sjúkraliðar eru að gefast upp í sínu starfi og segja upp. Tíminn er runninn út og eftirleikurinn er í höndum ríkisstjórnarinnar, heil- brigðisnefndar Alþingis og heilbrigð- isráðherra. Ef sjúkraliðastéttin á ekki að deyja út þarf að grípa til ein- hverra aðgerða,“ sagði Kristín. Hún sagði sjúkraliða hafa gefið eftir í sínum kröfum þannig að í lok samningstímans verði byrjunarlaun- in 150 þúsund krónur en ekki í upp- hafi eins og samninganefnd sjúkra- liða setti fyrst fram. Eftir að þetta hefði verið lagt fram hefði ekkert svar borist frá samninganefnd ríkis- ins annað en að tilboðið væri sagt óaðgengilegt. Verkfall um helgina á Grund og Ási í Hveragerði Sjúkraliðar á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík og Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði voru í verkfalli um helgina, frá föstudegi til sunnudags, og lamaðist starfsemi heimilanna töluvert. Á Grund voru fjórtán sjúkraliðar í verkfalli og tíu í Hveragerði. Á báðum þessum heim- ilum var leitað til ættingja vistmanna um aðstoð ef þeim var til að dreifa og forstöðumenn gengu einnig í störf sjúkraliða. Þannig klæddist Gísli Páll Pálsson, forstjóri Áss, búningi sjúkraliða um helgina og fékk aðstoð frá móður sinni, Guðrúnu Gísladótt- ur, sem er forstjóri Grundar. Þar er meira um ófaglært starfsfólk en í Hveragerði og því var aðstoðar Guð- rúnar ekki þörf á Grund. „Ég held að þetta hafi gengið bara vel hjá okkur. Ástandið var það slæmt um helgina að það varð að grípa til einhverra aðgerða. Gísli Páll hafði orð á því að hann hefði haft mjög gott af því að kynnast starfi sjúkraliðanna en ég hef lent í þessari stöðu áður,“ sagði Guðrún við Morg- unblaðið en verkfall á þessum sjálfs- eignarstofnunum hefur verið boðað að nýju dagana 24. til 26. október hafi samningar ekki náðst þá. ÞRIGGJA daga verkfall sjúkraliða hófst í fyrrinótt og stendur til mið- nættis annað kvöld. Þetta er annað tímabundna verkfallið á skömmum tíma en hið þriðja hefur verið boðað síðustu þrjá daga mánaðarins, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Jafnframt er atkvæðagreiðsla í gangi um boðun þriggja allsherjar- verkfalla sjúkraliða um land allt í nóvember og desember. Samninga- fundur milli ríkisins og sjúkraliða hefur verið boðaður á fimmtudag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þór- ir Einarsson ríkissáttasemjari sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki sjá ástæðu til að boða fund fyrr, stað- an í deilunni væri mjög þung og erfið og hann sæi enga lausn í sjónmáli eins og staðan væri. Verkfallið nú nær til um 740 sjúkraliða á ríkisstofnunum um allt land en þar sem stór hluti þeirra er á undanþágu, t.d. ríflega 300 á Land- spítalanum, sitja um 130 sjúkraliðar heima þessa dagana og tæplega 100 hafa skilað inn uppsögn hjá Land- Deildum lokað á Landspítalanum vegna verkfalls sjúkraliða og biðlistar lengjast Sáttasemjari sér enga lausn í sjónmáli Snorri Sturluson fékk á sig brotsjó FRYSTITOGARINN Snorri Sturluson RE 219 fékk á sig brotsjó á Halamiðum norðvestur af Straumnesi í fyrrakvöld. Rúða brotnaði í brúnni en við það komst sjór inn í hana og olli skemmdum á tölvubúnaði. Hvorki urðu þó skemmdir á siglinga- né fjarskipta- tækjum. Kristinn Gestsson skipstjóri var einn í brúnni þegar brotið reið yfir. „Þetta var nú ekkert mikið, straum- hnúturinn hitti okkur bara svona vel,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þegar sjórinn komst í tölvubúnaðinn sló út rafmagni í hluta skipsins. Kristinn segist þeg- ar hafa snúið skipinu undan veðrinu en norðvestanstormur var á Hala- miðum þegar brotið reið yfir. Þegar rafmagnið var komið aftur á, veið- arfærin komin um borð og glugginn tryggilega lokaður, var togaranum siglt í var undir Grænuhlíð á Vest- fjörðum. Þegar Morgunblaðið ræddi við Kristin í gær taldi hann að togarinn mundi halda aftur á veiðar í dag, þriðjudag. „Þetta fór betur en það hefði getað farið. Það er fyrir mestu að enginn meiddist,“ sagði Kristinn. TALSVERT bar á því í gær að rjúpnaskyttur ækju út fyrir vegar- slóða á Holtavörðuheiði til að krækja fyrir skafla og djúpa polla á slóðun- um en nokkrar gróðurskemmdir urðu af þessum völdum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi var ástandið verst við slóðann upp að Stórholti en slóðinn þangað var illfær vegna aur- bleytu og skafla. Allmargir óku því út af slóðanum til að komast leiðar sinnar. Lögreglan segir að gróður á heiðum sé mjög viðkvæmur nú enda blautur eftir vætutíðina undanfarið. Hjólbarðar geti því myndað djúpa skurði í jarðveginn. Gróður- skemmdir RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær og lögðu margir land undir fót til að komast í veiði. Guð- mundur Haukur Jakobsson og Jó- hannes Pétursson, sem eru á myndinni, fengu ásamt tveimur öðrum fjörutíu rjúpur í Sauðadal í Austur-Húnavatnssýslu og sagði Jóhannes, sem er reyndur veiði- maður, að aldrei hefðu fleiri veiði- menn verið á ferð í Sauðadal og sjaldan eins lítið af rjúpu. Morgunblaðið/Jón Sig. Rjúpnaveiðitímabilið hafið EYÞÓR Arnalds, forstjóri Íslands- síma, lætur af því starfi um næstu áramót. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Eyþór hafa tekið ákvörðun um fulla þátttöku í borgarstjórnar- pólitíkinni á nýjan leik og hann mun telja að hann þurfi að helga allan tíma sinn frá ára- mótum kosninga- undirbúningi á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og kosningabaráttu vegna borg- arstjórnarkosninganna næsta vor. Heimildir Morgunblaðsins herma að Eyþór Arnalds hyggist þó ekki segja skilið við Íslandssíma, því hann tekur sæti í stjórn félagsins á hlut- hafafundi Íslandssíma á fimmtudag og hyggst með stjórnarsetu sinni hafa áhrif á stefnumótun Íslands- síma. Þegar Eyþór Arnalds var ráðinn forstjóri Íslandssíma fyrrihluta árs 1999 dró hann sig út úr borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann og aðrir stjórnendur fyr- irtækisins töldu að stjórnmálaþátt- taka samræmdist illa forstjórastarf- inu, eins og kom fram á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er líklegt að Óskar Magn- ússon, hæstaréttarlögmaður og fyrr- um forstjóri Hagkaups, taki við forstjórastarfinu, en hann vildi ekk- ert tjá sig um málið þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær- kveldi. Hættir sem forstjóri Íslandssíma um áramót Eyþór Arnalds RJÚPNASKYTTA sem björgunar- sveitin Hafliði á Þórshöfn leitaði að í gær, fyrsta dag rjúpnaveiðitímabils- ins, kom fram í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum eftir útkall björgun- arsveitarmanna. Ekkert amaði að manninum, en hann varð viðskila við veiðifélaga sína um hádegisbil. Leit hófst um klukkan 17 og var henni hætt þegar tilkynnt var að maðurinn hefði gengið fram á aðrar skyttur sem voru að yfirgefa veiðisvæðið um kvöldmatarleytið. Mikil þoka var á svæðinu og dimmt yfir. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var mikill straumur aðkomumanna í Þingeyjarsýslunum um helgina og greinilegt að margir hugðu á rjúpna- veiði á þingeyskum heiðum. Færð á vegaslóðum er víða slæm, ýmist vegna aurbleytu eða snjóa. Nokkuð var um að ökumenn vikju út af veg- arslóðum en ekki höfðu borist kærur vegna gróðurskemmda. Lögreglan lagði hald á eina hagla- byssu í gær. Sú byssa gat tekið sex skothylki en samkvæmt lögum mega haglabyssur aðeins taka þrjú hylki. Rjúpnaskyttan fundin TILKYNNT var um sex innbrot í bíla í gærmorgun til lögreglunnar í Reykjavík. Þjófarnir stálu m.a. geislaspilurum og lausamunum. Brotist var inn í bensínstöð Olís við Álfheima í Reykjavík upp úr klukkan tvö í fyrrinótt. Sá sem þar var á ferð fór inn um glugga og reyndi síðan árangurslaust að losa peningakassa af vegg. Viðvörunar- kerfi hússins fór í gang og var örygg- isvörður kominn á vettvang tveimur mínútum síðar. Þá var viðkomandi á bak og burt. Tveimur skjávörpum var stolið úr kennslustofum í Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskóla Ís- lands, um klukkan tíu í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var húsið ólæst. Sex innbrot í bíla ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.