Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁrni Gautur tekjuhæstur í Noregi/B1 Afturelding setur rautt ljós á Bjarka Sigurðsson/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r3. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 1 Í NÝRRI samantekt frá Útlend- ingaeftirlitinu kemur fram að nýj- um dvalarleyfum án atvinnuþátt- töku hefur fjölgað úr 329 á síðasta ári í 412 á þessu ári. Er þá miðað við tímabilið frá 1. janúar til 30. september. Reikna má með því að um 1.000 útlendingar dvelji hér á grundvelli dvalarleyfis án atvinnu- þátttöku. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingaeftirlitsins, segir að þetta sé í samræmi við reynslu ná- grannalandanna. Þegar útlend- ingasamfélagið hafi náð ákveðinni stærð hafi útlendingum fjölgað í öllum ríkjum Evrópu mun hraðar en áður. Þetta helgast einkum af því að þeir sem eru búsettir utan heima- lands síns og ætli að vera það áfram óski eðlilega eftir að fá fjöl- skyldu sína til sín. Aðrir í fjölskyld- unni ætli ekkert endilega að fara í vinnu, þar kunni að vera um að ræða börn eða fullorðið fólk. Á síð- ustu mánuðum hefur umsóknum um dvalarleyfi án atvinnuþátttöku fyrir ættingja fólks sem hér vinnur fjölgað til muna. Dvalarleyfi 650 fleiri en í fyrra Gert er ráð fyrir því að dval- arleyfi til útlendinga hér á landi verði um 6.500 við árslok 2001. Þetta eru ríflega 650 fleiri dval- arleyfi en voru gefin út í fyrra. Útlendingar, búsettir á Íslandi, voru tæplega níu þúsund í fyrra og hafði fjölgað um tæplega 3.700 frá árinu 1996. Georg segir að um sé að ræða hlutfallslega meiri aukn- ingu heldur en í nágrannalöndum okkar. Hann segir löggjöf Íslendinga í málefnum útlendinga um margt ólíka því sem gerist í nágranna- löndum okkar. Þar sé nú einkum sóst eftir erlendu vinnuafli sem hafi sérmenntun á einhverju sviði og þá sérstaklega tölvu- eða verk- fræðimenntun. Fólk sem kemur hingað til lands að vinna er í flest- um tilfellum ófaglært og sinnir ýmsum verkamannastörfum, s.s. í fiskvinnslu, öðrum matvælaiðnaði, við ræstingar og þrif, við bygging- ariðnað o.s.frv. V-Evrópuþjóðir fluttu inn ófag- lært vinnuafl um og eftir 1970. „Evrópubúar nefndu þetta fólk „gestavinnuafl“ en áttuðu sig síðar á því að hér var ekki um að ræða farandverkamenn heldur fólk sem vildi setjast að í viðkomandi landi,“ segir Georg. Aðspurður hvort reynslan hér á landi sé svipuð segir hann að lík- lega sé fullsnemmt að segja til um það. „Hins vegar sýna lauslegar kannanir okkar að þeir útlendingar sem komu á bilinu 1997–1998, eru hér að stórum hluta ennþá og eru flestir komnir með svokölluð óbundin atvinnu- og dvalarleyfi sem segir okkur að margir hverjir sem hingað koma, virðast kjósa að setjast að á Íslandi.“ Í Evrópu hafi menn talað um að þeir hafi flutt inn vinnuafl en fengið fólk. Hið sama eigi líklega við um Íslendinga. Georg segir íslenskar aðstæður að mörgu leyti frábrugðnar því sem gerist í nágrannalöndunum þar sem útlendingalöggjöf okkar er orðin gömul og þarfnast endur- skoðunar. Gildandi löggjöf um út- lendinga er frá árinu 1965 en dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til nýrra útlendingalaga sem vonir standa til að taki gildi á næsta ári. Evrópsk útlendingalöggjöf mun strangari Georg segir að núverandi ástand valdi því að hlutverk og skyldur út- lendingaeftirlits séu ekki nægilega ljós og á það sama við um réttindi og skyldur útlendinga sem hér búa og hingað vilja koma. Enn sem komið er sé evrópsk út- lendingalöggjöf mun strangari en gildandi lög á Ísland. Því sé mun auðveldara fyrir útlendinga að öðl- ast rétt til dvalar hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Flutningar fólks til Evrópu eru í dag að stórum hluta vegna fjöl- skyldusameiningar. Í þeim tilfell- um eru gerðar ríkar sönnunarkröf- ur til þeirra sem fá fjölskyldu sína til sín. Þeir verði í mörgum til- fellum að leggja fram DNA-próf ef vafi þykir leika á að um fjölskyldu- meðlimi sé að ræða. Engin slík ákvæði eru í íslenskum lögum um fjölskyldusameiningu. Georg segir mikilvægast að ís- lensk löggjöf um útlendinga verði til samræmis við lög þeirra ríkja sem við vinnum með í Schengen- samstarfinu og innan EES. Spurð- ur um löggjöf um útlendinga á Norðurlöndunum segir Georg að þar séu lögin í stöðugri endurskoð- un enda séu aðstæður síbreytileg- ar. Tæplega 9.000 útlendingar búsettir á Íslandi árið 2000 og útgefnum dvalarleyfum fjölgar hratt Meiri aukning en í nágrannalöndunum Löggjöf um útlendinga hér á landi er frá árinu 1965                    ! " #         !" !! !   " $  %&   ' (      )  '*     ! " #       + '*  + '*  # " !# "   " ÖKUMENN þriggja bifreiða voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir þriggja bíla árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar skömmu eftir kl 8 í gær- morgun. Enginn slasaðist alvarlega að sögn læknis á slysadeild, en einn þurfti að leggjast inn á spítalann. Tildrög slyssins voru þau að pall- bifreið var ekið aftan á kyrrstæða bif- reið sem beið á rauðu ljósi á Kringlu- mýrarbrautinni. Bifreiðin sem fyrir högginu varð, kastaðist út á gatna- mótin og pallbifreiðin á eftir. Fremri bifreiðin kastaðist í veg fyrir þriðju bifreiðina sem kom út á gatnamótin af Listabraut með þeim afleiðingum að þær skullu saman. Ökumaður pallbílsins var að sögn lögreglu ekki í bílbelti og meiddist er hann skall á stýrinu, sem beyglaðist undan högginu. Um klukkustundar- töf varð á umferð á meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á vettvangi og voru öll ökutækin dregin á brott með kranabifreið. Morgunblaðið/Júlíus Þrír á sjúkrahús eftir árekstur KIWANISHREYFINGIN á Íslandi safnaði alls 13,5 milljónum króna til stuðnings geðsjúkum með sölu K-lykilsins í fyrstu viku október- mánaðar sl. en söfnunarféð úr landssöfnun Kiwanis var afhent við hátíðlega athöfn í Kiwanishús- inu í gær. Klúbburinn Geysir, sem er vett- vangur fólks sem á við eða hefur átt við geðræn veikindi að etja, fékk afhentan stærsta styrkinn eða 10 milljónir króna og verður fénu varið til húsnæðiskaupa fyrir klúbbinn. Geðverndarfélag Akureyrar fékk 2,3 milljónir króna til ráð- stöfunar við endurbætur og upp- byggingu á áfangaheimili geðfatl- aðra á Akureyri. Loks hlaut Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, 1,2 milljónir króna til tækjakaupa. K-lykillinn var seldur í tíunda sinn í ár en Kiwanismenn hafa staðið fyrir landssöfnun af þessu tagi þriðja hvert ár. K-lykillinn var fyrst seldur árið 1974 og hef- ur ágóði af sölunni ávallt runnið til geðverndarmála. Að sögn Sigurðar Pálssonar, formanns K-dagsnefndar Kiwanis- hreyfingarinnar, hafa safnast samanlagt nærri 185 milljónir króna að núvirði í landssöfnunum Kiwanis, að meðtöldum ágóða af sölu K-lykilsins í ár. Söfnunarfé landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar afhent 13,5 millj- ónir til stuðnings geðsjúkum Morgunblaðið/Árni Sæberg F.v. Ingþór H. Guðnason, umdæmisstjóri Kiwanis, Ólafur Sigurjónsson, Gunnhildur Bragadóttir, Anna S. Valdemarsdóttir og Sigurður Pálsson. AUGLÝSINGAR, sem birtast á blaðsíðum 3, 5 og 7 í Morgunblaðinu birtast nú einnig á forsíðu mbl.is. Auglýsingin birtist sem smámynd á forsíðunni en með því að smella á hana er hægt að skoða auglýsinguna í stærri útgáfu. Hér er um nýjan kost að ræða fyrir auglýsendur. mbl.is er nú stærsti vefurinn sem mældur er af Samræmdri vefmæl- ingu en þar eru mældir 100 íslenskir vefir. Hafa flettingar á vefjum mbl.is aukist um 46% frá 1. apríl til 1. nóv- ember. Voru flettingarnar 5.009.715 í apríl þegar vefmælingin hófst en 7.345.438 í október. Auglýsingar í Morgun- blaðinu líka á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.