Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra setti ráðstefn-una í gær. Hann sagðieina reglu gilda hvað sem tækniframförum og markaðs- breytingum liði, lágir skattar væru nauðsynlegir til að fyrirtæki og við- skipti þrifust. Davíð sagði Íslend- inga geta verið bjartsýna á framtíð- ina. Fyrirlesarar á ráðstefnunni komu víða að. Alls héldu sjö erlend- ir sérfræðingar fyrirlestur og ís- lenskir og erlendir sérfræðingar tóku þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum. Davíð sagði ríkisstjórnina nú standa frammi fyrir tveimur meg- inverkefnum. Annars vegar að festa hin jákvæðu áhrif breytinganna í sessi, hins vegar að búa hagkerfið undir næsta hagvaxtarskeið. Á næsta áratug hefði hagvöxtur sterka undirstöðu, sagði forsætis- ráðherra. Hann sagði Ísland hafa meiri möguleika nú en áður á því að taka þátt í alþjóðlegum viðskiptum og Ís- land gæti orðið aðlaðandi kostur fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Fyrirhugaðar breytingar á íslenska skattkerfinu, og þá sérstaklega lækkun á tekjuskatti fyrirtækja úr 30% í 18% myndu auka verulega samkeppnishæfni íslensks iðnaðar og gera fjárfestingu á Íslandi meira aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Davíð sagði jákvæð áhrif af fyrir- ætluninni þegar komin fram þrátt fyrir að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Draga þarf úr útgjöld- um hins opinbera Hraða ber einkavæðingu ríkis- fyrirtækja á Íslandi, sérstaklega fjármálastofnana og fjarskiptafyr- irtækja, að mati Mich- ael Walker, forstöðu- manns Fraser-stofnunarinnar í Vancouver í Kanada. Stofnunin gefur árlega út lista yfir stöðu 123 ríkja, þ.á m. Íslands, hvað varðar efnahagslegt frelsi eða hagsæld, svonefnda hagsældarvísitölu (Economic Freedom of the World (EWF) Index). Í samtali við Morgunblaðið segir Walker að Ísland verði að öllum lík- indum í 15. sæti þegar listinn kemur út árið 2002. Walker sagði efna- hagsumhverfi á Íslandi um margt gott. Hann sagði þó að margt mætti betur fara og nefndi m.a. að draga þyrfti verulega úr útgjöldum hins opinbera, hraða bæri einkavæðing- unni og þróa kvótakerfið áfram m.t.t. þess að koma á aukinni sam- keppni. Leyfa ætti Íslendingum að selja eignir sínar, hvort sem það væri kvóti eða hlutur í fjármála- stofnun, hæstbjóðendum íslenskum eða erlendum. Í erindi sínu lýsti Walker með fyrirhugaðar breyting lensku ríkisstjórnarinnar á kerfinu og sagði þær einm réttu, m.a. að lækka tekjus fyrirtæki. Walker bar ástandið á saman við það sem er hjá tíu ríkjunum í hagsældarmæling M.a. kom í ljós að Ísland lend arlega hvað varðar „vinsa skattkerfi en á mynd Walke fram fylgni á milli „vinsa skattkerfis og meiri hag Hann gerði grein fyrir mæli kostnaði af skattlagningu þ skattur á fjármagnstekjur dýrasti fyrir hagkerfið og hann alla hagfræðinga samm að þetta væri óhagkvæmast urinn. Walker lýsti áhyggjum a um útgjöldum hins opinb sagði að það þyrfti að stjórn betur. Aðspurður segir ha t.d. mega gera með einkavæ þjónustu hins opinbera, í m kerfi, heilbrigðiskerfi, póstþj o.s.frv. Walker vísar m.a. ti sókna sem gerðar hafa verið ada og sýnt hafa fram á að megi úr umsvifum hins op innan mennta- og heilbrigðis Í erindi sínu ráðlagði h lenskum stjórnvöldum að hagnað af einkavæðingu rík tækja í lífeyrisskuldbindinga opinbera starfsmenn en e auka þenslu eins og stjó hefðu hneigst til. Hann lýsti á um af vísbendingum um að í hagkerfið væri jafnvel að s samanburði við önnur. Ná ákjósanlegu umfangi ríkisva það mætti ekki verða of um mikið en heldur ekki of smát Seðlabankinn má ekki láta undan þrýsti Walker óskaði Seðlaban lands til hamingju með góð angur í peningamálastjórnun hvatti seðlabankastjóra til a „Íslendingar hafa lært að sam- keppni bætir efnahagslega frammi- stöðu ríkja. Kvótakerfið byggist á viðskiptum á markaði en nú þarf að fara á næsta stig. Fiskiauðlindin er mikilvægasta eign Íslendinga og hún er ekki fullnýtt, efnahagslegur ávinningur af fiskveiðum er ekki eins mikill og hann gæti verið. Það er vegna þess að samkeppni frá öðr- um fjármagnseigendum er ekki til staðar. Sumir eru tregir til að losa takið á þessari tilteknu auðlind vegna þess hve hún hefur verið Ís- lendingum mikilvæg um langan tíma. En slíkt er ekki ógn heldur tækifæri,“ segir Michael Walker í samtali við Morgunblaðið. Einkavæðing fjármála- stofnana nauðsynleg Hann leggur áherslu á að aukin samkeppni í sjávarútvegi sé ekki mikilvægasta leiðin til bætts efna- hagslegs ástands, heldur fremur einkavæðing fjármálastofnana og fjarskiptafyrirtækja. „Áframhald- andi einkavæðing á þessum sviðum og að hraða þeirri einkavæðingu breytir mestu og ákvarðar hvort ríki eru í fremstu röð eða ekki.“ Sumir hafa gagnrýnt að íslenska ríkið fari of hratt í einkavæðingu, a.m.k. við þær aðstæður sem nú ríkja á markaði. Walker segir að þetta sé spurning um sjónarhorn. „Ég lít þannig á að ef Ísland vill vera í fremstu röð hvað hagsæld varðar, sé of hægt farið. Ef ykkur er sama og viljið ekki nýta tækifær- in til hins ýtrasta, má hægja á einkavæðingunni. En þegar litið er á hvar Ísland er nú statt í alþjóð- legum samanburði miðað við fyrir 25-30 árum, má sjá að aðrir kostir urðu þá fyrir valinu en nú og það voru ekki góðir kostir. Enginn Ís- lendingur vill fá þetta ástand aftur. Það er ástæða fyrir því að Íslendingar eru komnir þangað sem þeir eru nú, og hún er að stjórnvöld hafa farið aðrar leiðir en áður og valið góða kosti. Svo sem að einka- væða.“ Hagsældarvísitala Fraser-stofn- unarinnar mælir m.a. umfang rík- isvalds og skattlagningu, hvort eignarhald fyrirtækja er hins opin- bera eða einkaaðila, reglugerðir varðandi vöruskipti og tolla, verð- bólgu og reglur varðandi eignasölu til erlendra aðila. Þessir þættir og fleiri eru mældir á grundvelli op- inberra gagna frá 123 löndum og ríkjunum raðað eftir skori. Hong Kong hefur um nokkurt skeið verið í fyrsta sæti. Walker svaraði því hvers vegna hagsæld væri mikil- væg á þann hátt að efnahagsleg réttindi væru grundvöllur annarra réttinda og forsenda vaxtar og þró- unar. Fjölmenn ráðstefna undir yfirskriftinni: Skat Lágir skatt lífsnauðsynl Draga þarf verulega úr útgjöldum hins opinbera á Íslandi og hraða ber einkavæð- ingu. Íslendingar ættu að laða til sín er- lenda auðmenn gegn því að þeir fjárfesti fyrir ákveðna lágmarksupphæð. Sam- ræmd skattastefna innan Evrópusam- bandsins mun leiða til hækkandi skatta al- mennt. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu um skattamál í gær. Arn- ór Gísli Ólafsson og Steingerður Ólafs- dóttir ræddu við nokkra fyrirlesaranna. Almennt væri hér um að ræða eigna- mikið fólk utan Evrópu Marshall J. Langer segir geti þýtt vaxandi fjá Dr. Michael Walker sagði isstjórnarinnar ein FRIÐHELGI EINKALÍFSINS HERNAÐURINN MUN DRAGAST Á LANGINN Vaxandi efasemda gætir umágæti hernaðaraðgerða Banda-ríkjanna og Bretlands í Afgan- istan, jafnt á Vesturlöndum sem í ýmsum ríkjum múslíma sem hafa stutt þær til þessa. Fregnir af mannfalli í röðum óbreyttra borgara hafa eðlilega vakið viðbrögð á Vesturlöndum, þótt reynt hafi verið af fremsta megni að forðast það. Þjáningar afgansks al- mennings, sem er á vergangi milljón- um saman, vekja að sjálfsögðu samúð fólks og kröfur um að bágstöddum verði komið til hjálpar sem fyrst. Enn bólar ekkert á samkomulagi um hverj- ir eigi að taka við stjórninni í Afgan- istan þegar talibönum hefur verið komið frá völdum. Þá hafa Banda- ríkjamenn e.t.v. veikt stöðu sína í áróðursstríðinu með því að gefa í skyn í upphafi hernaðaraðgerðanna að ár- angur þeirra yrði skjótur og talibanar yrðu yfirbugaðir á skömmum tíma. Margir spyrja; nú er búið að sprengja í meira en þrjár vikur, samt virðast talibanar hvergi bangnir og enn hefur ekki náðst til Osamas bin Laden. Eru þessar aðgerðir að skila einhverjum árangri? Er ekki rétt að hætta þeim eða gera hlé á þeim þannig að hægt sé að koma aðstoð til afgansks almenn- ings? Það er skiljanlegt að þessar efa- semdir og spurningar vakni, en þó er enn engin ástæða til að hætta aðgerð- unum, sem voru þáttur í réttmætum viðbrögðum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra við árásunum á New York og Washington 11. septem- ber. Í fyrsta lagi hafa Bandaríkjamenn enn ekki tæmt þau hernaðarlegu úr- ræði, sem þeir hafa yfir að ráða. Að- gerðirnar miðuðust í upphafi að því að ná yfirráðum í lofti og eyðileggja þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. Hvort tveggja hefur tekizt, en ljóst er að þrátt fyrir háþróaða hernaðar- tækni hefur Bandaríkjamönnum enn ekki tekizt að veikja mótstöðuafl talib- ana gagnvart landhernaði. Breyttar hernaðaraðferðir á undanförnum dög- um, þar sem sprengjum er látið rigna yfir framlínu talibana, eiga augljós- lega að ryðja brautina fyrir hersveitir Norðurbandalagsins og e.t.v. sérsveit- ir Bandaríkjamanna og Breta. Árang- urinn af þeim aðgerðum á enn eftir að koma í ljós og of snemmt að segja að árásirnar séu gagnslausar. Rifja má upp að loftárásir NATO á Serbíu stóðu á sínum tíma í sjö vikur áður en þær skiluðu árangri; árásarhrinan í Afgan- istan hefur staðið í innan við mánuð. Leitin að hryðjuverkamönnum í fjöll- um Afganistans getur átt eftir að taka mun lengri tíma en stríðið við talibana og þarfnast vandlegs undirbúnings. Í öðru lagi er ljóst að afgönskum al- menningi er enginn greiði gerður með því að gera hlé á árásunum og fram- lengja þannig líf talibanastjórnarinn- ar. Talibanar hafa torveldað störf al- þjóðlegra hjálparstarfsmanna í Afganistan áður og munu verða þeim enn óþægari ljár í þúfu nú. Þeir hafa lagt hald á matarbirgðir og dreift þeim meðal hermanna sinna og tekið flutningabíla hjálparstofnana trausta- taki til herflutninga. Fyrir 11. sept- ember sultu þúsundir Afgana heilu hungri og fjórar milljónir urðu að reiða sig á matargjafir erlendra hjálp- arstofnana vegna helstefnu talibana- stjórnarinnar. Því fyrr, sem talibanar verða reknir frá völdum, þeim mun skjótar verður hægt að koma almenn- ingi í Afganistan til hjálpar. Sprengj- ur Breta og Bandaríkjamanna hafa drepið tugi eða hundruð óbreyttra borgara án þess að það væri ætlunin; talibanar hafa limlest og myrt þús- undir manna með köldu blóði og látið milljónir svelta. Með því að hika væru vesturveldin að stofna enn fleiri mannslífum í hættu. Um leið og hernaðaraðgerðunum er haldið áfram verða Bandaríkin og bandamenn þeirra að gera sitt ýtrasta til þess annars vegar að koma allri þeirri hjálp, sem mögulegt er, til af- gansks almennings og hins vegar að vinna að lausn á pólitískri framtíð Afg- anistans. Áður en slík lausn er í sjón- máli er í raun ekki hægt að binda enda á völd talibanastjórnarinnar. Verkefn- ið í Afganistan er erfitt, flókið og get- ur átt eftir að taka langan tíma en það er ekki tímabært að missa trúna á að árangur náist. Friðhelgi einkalífsins er einn horn-steina þeirrar þjóðfélagsskipun- ar, sem við búum við, og þarf mikið að liggja við eigi að takmarka réttinn til þeirrar friðhelgi. Oft virðist hið opin- bera hins vegar eiga furðu auðvelt með að gleyma sér í hita leiksins þegar ver- ið er að setja leikreglurnar fyrir hinn almenna borgara. Gott dæmi um þetta er reglugerð heilbrigðisráðuneytis þess efnis að tilgreina eigi á lyfseðli við hverju nota eigi það lyf, sem á er vísað. Reglugerð þessi tók gildi 1. apríl og er dagsetningin við hæfi. Í kjölfarið hreyfði landlæknir andmælum og var þá gerð breyting, sem tók gildi 14 júní og hljóðar svo: „Í undantekningartil- vikum má læknir sleppa að geta við hverju lyf er notað telji hann það þjóna hagsmunum sjúklings.“ Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið ber því við að þessar upplýsingar skipti máli vegna þess að greiðsluskil- málar Tryggingastofnunar geti verið háðir því við hverju tiltekið lyf sé gefið og þær séu að auki til hagræðingar fyrir notandann. Sjúkdómar geta verið viðkvæmt mál. Sjúklingur getur ekki ráðið því fyrir hvaða augu lyfseðill kemur. Vissulega getur sjúklingurinn haft vaðið fyrir neðan sig og ítrekað við lækni að láta þann reit, sem ætlaður er til að fylla út ástæðuna fyrir lyfjagjöf- inni, óútfylltan. Það er hins vegar full- kominn óþarfi og raunar fáránlegt að gera sérstaklega ráð fyrir því að þetta atriði sé tilgreint á lyfseðli rétt eins og friðhelgi einkalífsins sleppi þegar fólk veikist. Ísland er lítið land og sagt er að þeg- ar tveir Íslendingar hittist þurfi þeir ekki lengi að leita til að finna sameig- inlegan kunningja eða ættingja. Í landi fámennis og nábýlis er sérstak- lega brýnt að réttur einstaklingsins til að njóta friðhelgi í sínu einkalífi sé í heiðri haldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.