Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra, sem staddur er í opinberri heimsókn í Rússlandi, átti í gær fundi með ýmsum ráðamönnum í landinu. Halldór hitti Alexei Kudrin, varaforsætisráð- herra og fjármálaráðherra Rússlands, á fundi í gær- morgun og ræddu ráðherr- arnir tvíhliða viðskiptamál, einkum um möguleika á að auka viðskipti landanna. Áhersla á lækkun tolla á fiskafurðum Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að tvíhliða mál landanna hefðu mest verið til umræðu í gær, einkum sjáv- arútvegs- og jarðhitamál og aukin verslun á milli land- anna. „Við höfum mikinn áhuga á því að tollur á fiskafurðum verði lækkaður og höfum sagt að við munum leggja á það mikla áherslu í sambandi við inngöngu Rússlands í Alþjóðaviðskiptastofn- unina,“ sagði Halldór. Halldór og Kudrin ræddu einnig samvinnu ríkja, um hvernig upp- ræta megi alþjóðleg hryðjuverka- samtök og um leiðir til að koma í veg fyrir fjármögnun slíkra sam- taka á fundi sínum. Halldór lagði áherslu á mikilvægt hlutverk Rússlands í þeirri baráttu og við að tryggja órofa samstöðu ríkja heims um framhald aðgerða til að uppræta alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi. Utanríkisráðherra átti einnig fund í gær með Igor Yusufov, orkumálaráðherra Rússlands, þar sem ræddir voru möguleikar á aukinni samvinnu ríkjanna á sviði orkumála, einkum á sviði jarð- varmanýtingar, og var ákveðið að koma á fót sameiginlegum vinnu- hópi, sem á að móta tillögur um aukna samvinnu í þessum málum. Þá átti Halldór fund með Dmitri Rogozin, formanni utanríkisnefnd- ar rússneska þingsins. Lagði Hall- dór áherslu á mikilvægi þess að viðskipti landanna yrðu efld og í því samhengi væri brýnt að tví- sköttunarsamningur ríkjanna, sem þegar hefur verið fullgiltur af Ís- lands hálfu, fengi sem fyrst afgreiðslu í rússneska þinginu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu. Halldór átti einnig hádeg- isverðarfund í gær með Ev- geni Nazdratenko, formanni sjávarútvegsráðs Rússlands, um möguleika á frekari sam- starfsverkefnum í sjávarút- vegsmálum. Íslensk fyrirtæki komi meira inn í rúss- neskan sjávarútveg „Þetta hefur verið ágætur dagur og ég tel að það sé mikill áhugi fyrir því hér að efla þessi samskipti. Samn- ingarnir um Smuguna og síldina á sínum tíma vörðuðu veginn til frekara samstarfs á þessu sviði. Það hefði mátt ganga hraðar en ég tel að smátt og smátt muni samstarf á milli þjóð- anna á sviði þessara mála aukast með því að íslensk fyrirtæki komi meira inn í rússneskan sjávarút- veg með ýmsum hætti,“ sagði Halldór að loknum fundunum í gær. Hittir Igor Ivanov utanríkisráðherra í dag Síðdegis í gær flutti Halldór er- indi um utanríkisstefnu Íslands í akademíu utanríkisráðuneytis Rússlands. Í dag mun Halldór eiga fund með Igor Ivanov, utanrík- isráðherra Rússlands. Halldór átti fund með varaforsætisráðherra Rússlands Itar-Tass/Konstantin Kyjel Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti fund með Alexei Kudrin, varaforsætisráð- herra og fjármálaráðherra Rússlands, í gær. Ræddu möguleika á auknum viðskiptum ALLIR starfsmenn þvottahússins á Hrafnistu í Reykjavík komu saman í hádeginu í gær til að fagna tuttugu ára starfsafmæli starfssystur sinnar Kristínar Jónsdóttur. Í tilefni dagsins bauð Kristín til veislu í kaffistofu þvottahúss- ins þar sem gestir gæddu sér á dýrindis rjómatertu og sötruðu afmæliskaffi með. Undirbúningur veislunnar hefur að sögn Kristínar staðið yfir í rúm tvö ár en á þeim tíma hefur Kristín reglulega minnt samstarfs- fólk sitt á að 3. nóvember 2001 ætti hún stór- afmæli á vinnustaðnum og myndi þá koma í vinnuna með „stóra, stóra tertu“. Kristín stóð við sitt enda ríkti mikil kátína með hátíðina meðal hinna fjölmörgu gesta af- mælisbarnsins því auk samstarfsfólks litu margir gamlir og góðir kunningjar Kristínar og vinir inn í heimsókn í tilefni dagsins. Með- al gestanna var meðal annarra fyrsti verk- stjóri Kristínar, Anna Guðlaugsdóttir, og urðu miklir fagnaðarfundir með vinkonunum en dágóður tími er liðinn síðan þær hittust síð- ast. Kristín hóf störf á Hrafnistu 3. nóvember 1981 og var því í raun tekið dags forskot á hátíðarhöldin í gær. „Það var rosalega gaman í veislunni og það kom fullt fullt af fólki,“ segir Kristín og kveðst hafa hlakkað lengi til dagsins. Spurð hvernig henni líki starfið seg- ist hún hafa gaman af vinnunni sinni og hún vonist til að vinna mörg ár í viðbót í þvotta- húsinu. Að sögn Kolbrúnar Kjartansdóttur, verk- stjóra í þvottahúsinu, eru mannabreytingar tíðar í þvottahúsinu og þó tuttugu ára starfs- aldur þyki ef til vill ekkert tiltökumál á mörgum öðrum vinnustöðum gildi annað um starfsmenn þvottahússins þar sem Kristín hef- ur unnið allra manna lengst. „Það er reyndar ein hérna sem á ekki langt í að ná Kristínu í starfsaldri en það er töggur í stelpunni og hún á líklega seint eftir að afsala sér titl- inum,“ segir Kolbrún viss í sinni sök. Kristín er spastísk og mikið hreyfihömluð en hún lætur fötlun sína ekki aftra sér frá því að skila góðu dagsverki með bros á vör en hún vinnur í fjóra tíma á dag fimm daga vik- unnar. „Hún Kristín er alveg sérstaklega dug- leg, það er aðdáunarvert að sjá hana vinna og þeir eru líklega fáir sem brjóta handklæðin betur saman en hún,“ sagði Kolbrún. Morgunblaðið/Ásdís Fjölmargir gestir fögnuðu 20 ára starfsafmæli Kristínar Jónsdóttur í þvottahúsi Hrafnistu í gær en afmælisbarnið situr fyrir miðri mynd. „Rosalega gaman í veislunni“ STÓR dráttarbifreið með tengivagni fauk á hliðina í miklu hvassviðri á Útnesvegi við Ólafsvíkurenni um klukkan 23 á fimmtudagskvöld. Öku- maður var í bílbelti og sakaði hann ekki. Lögreglan á Ólafsvík kom öku- manni til bjargar og náði honum út um þaklúgu bifreiðarinnar og flutti til Ólafsvíkur. Farmurinn samanstóð af fiski og hluta af búslóð, samtals um 4 tonn. Vegna stormsins reyndist ógerlegt að ná bifreiðinni upp á veg- inn aftur og var beðið með það fram til næsta dags. Björgunarstarfið gekk vel og var bifreiðin komin á réttan kjöl seinnipartinn í gær. Hún var óökufær og flutt á bifreið til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Alfons Fauk út af í stormi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi í gær 21 árs mann í 14 mánaða fangelsi fyrir að stinga mann í bakið með hníf í febrúar á þessu ári. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmar 270 þúsund krónur í skaðabæt- ur auk alls sakarkostnaðar. Ákærði játaði brot sitt en mikil átök höfðu átt sér stað á milli hans og fórnarlambsins áður en ákærði lagði til atlögu með hnífnum. Segir í niður- stöðu dómsins að svo virðist sem fórnarlambið hafi átt upp- tökin að átökunum. Áverkinn sem hlaust af hnífstungunni var lífshættulegur og virðist tilvilj- un hafa ráðið því að ekki hlut- ust af meiri meiðsl, að því er segir í niðurstöðu dómsins. Hnífurinn gekk inn í vöðva- massa á lendahryggsvæðinu og niður í átt að safnkerfi hægra nýrans án þess að nýrnaskaði hlytist af. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar ákærða en til refsiþyngingar kom töluverður brotaferill ákærða. M.a. hefur hann gerst sekur um líkams- árás, fíkniefnabrot, þjófnað og skjalafals. Dóminn kvað upp Valtýr Sig- urðsson héraðsdómari. Skipað- ur verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl en saksókn- ari var Guðrún Sesselja Arnar- dóttir fulltrúi ríkissaksóknara. Dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir lífs- hættulega hnífstungu MJÖG annasamt var hjá Lögregl- unni í Reykjavík í gær þar sem 21 umferðaróhapp varð yfir daginn og á annað hundrað bókanir skráðar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hafði slæmt skyggni, rok og rigning áhrif á aksturlag öku- manna og spilaði vont veður inn í árekstrahrinuna en engin hálka var á götum borgarinnar í gær. Harður árekstur varð á gatna- mótum Miklubrautar og Bústaða- vegar á tíunda tímanum í gærkvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að ökumaður og far- þegi annars bílsins voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss með minni háttar áverka. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af vett- vangi með kranabíl. Árekstrahrina í gær- kvöldi í Reykjavík SENDIFERÐABIFREIÐ valt út af veginum skammt frá Hveradölum laust fyrir kl. 18 í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmd- ist töluvert. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á Selfossi er talið að hann hafi runnið til í hálku. Bílvelta við Hveradali ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.