Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýir geisladiskar Karlakórsins Heimis og Álftagerðisbræðra sem eru væntanlegir verða kynntir. Fjölbreytt söngskrá. Kynnir: Örn Árnason. Forsala aðgöngumiða verður í miðasölu Háskólabíós. Miðasalan opin daglega. Karlakórinn Heimir og Álftagerðisbræður. Útgáfutónleikar í Háskólabíói laugardaginn 3. nóv. nk. kl. 16.00. DANSKI bókmenntafræðingurinn Erik Skyum-Nielsen var í fyrradag sæmdur riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín að þýðingum á íslenskum bókmenntum á dönsku og kynningu íslenskra bók- mennta í Danmörku. Hann hefur um árabil stundað þýðingar á ljóðum og skáldverkum íslenskra höfunda og fyrir stuttu kom út þýðing hans á skáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar, Draumum á jörðu. Í gær flutti hann fyrirlestur um íslenskar bók- menntir í Danmörku og í dag verður haldið málþing um þýðingar hans, með þátttöku íslenskra skálda. Erik Skyum-Nielsen gaf sér tíma til að spjalla stutta stund við blaðamann yfir kaffibolla um þýðingarvinnuna og Drauma á jörðu. Þýddi Einar Má fyrst 1981 „Sagan Draumar á jörðu er áfram- hald sögunnar Fótspora á himnum, og fjallar um sömu fjölskyldu. Það sem skiptir máli í þessum sögum Einars er það að maður getur ekki haldið fordómum sínum á fátæku fólki. Menn halda að þeir sem lifa á lægstu kjörunum séu svona og svoa, en þarna virðist hver og ein mann- eskja vera persóna í sjálfri sér, sem gæti sagt sína sögu, langa og flókna, ef tækifæri gæfist. En nú gefst þetta tækifæri, þar sem Einar segir sögu allrar fjölskyldunnar í samanþjöpp- uðu formi. Þótt þarna sé efni í tíu bækur, þá nægir það honum að segja þetta svona þétt á mjög ljóðrænu máli.“ Erik Skyum-Nielsen segir það auðvelt fyrir sig að þýða verk Einars Más, vegna þess að hann þekki hann bæði persónulega, frá því að Einar Már var nemandi hans í norrænum bókmenntum í Háskóla Íslands fyrir tuttugu og fimm árum, og einnig frá samvinnu við þýðing- arnar. „Fyrsta skiptið sem ég þýddi Einar Má, var veturinn 1981. Hann bjó þá í Danmörku og sat sískrifandi á Konunglega bókasafninu, þar sem ég vinn nú sem rannsóknarbóka- vörður og bókasafnsfræðingur. Hann kom til mín að loknu upplestr- arkvöldi á Kristjánshöfn og sagðist vera með fáein ljóð – sem reyndust svo vera tiltölulega mörg. Hann var einmitt um þær mundir að gefa út tvær smáar ljóðabækur og eina stærri, sem var Róbinson Krúsó snýr aftur. Við bjuggum til úrval úr þessum bókum sem ég þýddi, og það gekk mjög vel að koma þessu út. Þarna hófst löng samvinna okkar. Til að byrja með sátum við saman og lásum handritin rækilega, en síðan hefur Einar Már borið það mikið traust til mín, að hann les bara þýð- ingarnar þegar ég er búinn með þær og svo leiðréttum við og lagfærum í samvinnu við ágæta ráðgjafa hér. Þegar maður þekkir orðið skáldið svona vel, verður alltaf auðveldara að þýða verk þess, en maður verður þó virkilega að leggja sig fram, þrátt fyrir það.“ „Þegar ég þýddi Draum á jörðu sat ég einn í sumarbústað á Skáni sem ég tók á leigu í jafn marga daga og ég reiknaði með að þurfa til verksins. Þetta var mjög mikil upp- lifun fyrir mig, vegna þess að þegar maður hefur frið til að einangra sig í svona verkefni, þá flyst maður eig- inlega inn í heim annarrar mann- eskju. Ég varð nokkurs konar Einar Már Guðmundsson í þessa 10–14 daga, og ég held að það sé mjög hollt að yfirgefa stundum sjálfan sig og hugsa og skrifa á mörkum tveggja tungumála. Með því móti fær maður líka aðgang að og vitneskju um hugs- un annarrar þjóðar. Það kemur stundum fram þegar ég er að tala dönsku við Dani, að ég þarf að nota íslensk orðatiltæki til þess að lýsa einhverju sem maður getur hrein- lega ekki sagt á dönsku.“ Erik Skyum-Nielsen er að íhuga að þýða sögu Thors Vilhjálmssonar, Morgunþulu í stráum. „Það verður allt annars konar vinna, vegna þess að málið hjá honum er mjög marg- breytilegt og vandað. Maður verður að þýða hann hægt, en það er líka gott að gera stundum eitthvað sem virðist erfitt.“ Erik Skyum-Nielsen er með fleiri íslenskar þýðingar í handraðanum, smásögur Kristínar Ómarsdóttur, Tannpínu í tánum og smásöguna Einhelti eftir Einar Kárason. Alls hefur hann þýtt um 21 íslenskt bók- menntaverk yfir á dönsku. Fyrir þá vinnu fékk hann íslensku fálkaorð- una. „Þetta er mjög mikill heiður og athöfnin sjálf var mynd sem ég mun aldrei gleyma. Það var líka heiður að vera viðurkenndur svona í návist þeirra skálda sem ég hef verið að vinna með. Mig dreymir stundum á íslensku þegar ég er hamingjusam- ur, mér finnst það sönnun þess að minn innri heimur sé að nokkru orð- inn íslenskur.“ Morgunblaðið/Ásdís Erik Skyum Nielsen, bók- menntafræðingur og þýðandi. Þýðandinn Erik Skyum-Nielsen fær fálkaorðuna „Hollt að yfirgefa stundum sjálfan sig“ Listasafn ASÍ Sýningu Önnu Eyjólfsdóttur Gert/Ógert lýkur á morgun, sunnudag. Listakonan svarar fyr- irspurnum sýningargesta í dag og á morgun frá kl. 14-18. Gerðarsafn Sýningunni JESH lýkur á morgun, sunnudag. Á henni eru verk eftir Erlu Þórarinsdóttur, Huldu Hákon, Jón Óskar og Steingrím Eyfjörð. Listasafn Kópavogs er opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. SARA Björnsdóttir myndlistar- maður opnar einkasýningu í Galleríi Skugga í dag kl. 16. Á sýningunni, sem ber heitið Fljúgandi diskar og önnur und- ursamleg verk, sýnir Sara skúlptúra, lágmyndir, mynd- bands- og hljóðverk, og eru síð- astnefndu verkin unnin sérstak- lega út frá rými gallerísins. Sara hefur undanfarið hálft ár notið starfslauna listamanna og eru verkin unnin á því tímabili. Við opnunina mun Sara flytja gjörning, sem áður hefur verið fluttur við opnun listamessu sem haldin var í Caracas í Vene- súela í sumar. Galleríið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13-17. Sýningin stendur til 25. október. DOMINIQUE Ambroise opnar sýningu á olíumálverkum og vatns- litamyndum í Stöðlakoti, Bók- hlöðustíg 6, í dag kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn Staðir sam- spila. „Fyrir sautján árum fékkst ég við innsetningar: gróf og myrk listaverk um dauða og ummyndun. Í þann tíð voru verk af þessu tagi afar framúrstefnuleg. Í dag þykja þau fremur hversdagslegur hluti af viðteknum myndlistarstefnum. Samtímis lokaði ég hringnum, sneri mér að lífi og náttúru, eink- um því sveitaumhverfi sem ég ólst upp við sem barn í Frakklandi, þangað sem ég sæki ást mína á gróskumiklum görðum og hávöxn- um skógarlendum, þar sem rjóðrin minntu á dómkirkjur, en iðandi af dýra- og fuglalífi. Við skoðun þess- ara verka, sem ég vil kalla „vist- rómantísk“, nota ég, vegna litanna og ljómans, helst olíuliti,“ segir Dominique um verk sín. Dominique Ambroise er með mastersgráðu í myndlist frá York University í Kanada. Sýningin er studd af franska sendiráðinu og er opin daglega kl. 15–18 og lýkur 18. nóvember. „Vist-rómantísk“ verk Listakonan Dominique Ambroise á vinnustofu sinni. KAMMERKÓR Suðurlands held- ur tónleika í Reykholti í Borgar- firði í dag kl. 16 og í Langholts- kirkju á morgun kl. 17. Eingöngu verða flutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, meðal annars verkin Gloria og Crucifixus. Á tón- leikunum í Reykholti verða einnig flutt nokkur lög eftir Borgfirðing- inn Ingibjörgu Bergþórsdóttur. Í Langholtskirkju munu Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópr- an og Hilmar Örn Agnarsson org- anisi flytja þrjú lög eftir Gunnar Reyni. Auk þess mun Símon H. Ívarsson gítarleikari flytja lög eft- ir Gunnar Reyni. KRISTINN E. Hrafnsson opnar myndlistarsýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag kl. 16. Yfirskrift sýn- ingarinnar er Síðasta stund og nokkur önnur verk, en á henni sýnir hann skúlptúra og teikning- ar unnar á þessu ári. Sýningin stendur til 18. nóvember og er op- in fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18. Skúlptúrar í Slunkaríki Sýningum lýkur Gjörningur í Skugga Morgunblaðið/Golli Sara Björnsdóttir. Kammerkór á ferðinni UPP með ánni heitir sjötta einkasýning Elínar G. Jóhanns- dóttur sem opnuð verður í Bak- salnum í Galleríi Fold, Rauðarár- stíg 14–16, í dag kl. 15. Elín G. útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1996. „Viðfangsefni mitt á þessari sýningu er ferðalag upp með ánni. Ég mála nokkur myndbrot úr ferðinni. Áin tekur á sig breytilegar myndir. Hún er bæði heit og köld eins og grjótið,“ seg- ir Elín um sýninguna. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10– 18, laugardaga til 17 og sunnu- daga frá kl. 14–17. Sýningin stendur til 18. nóvember. Ferðalag upp með ánni KETILL Larsen opnar mál- verkasýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag. Sýninguna nefnir hann Litir frá öðrum heimi. Á sýn- ingunni verður leikin af segul- bandi frumsamin tónlist eftir Ket- il. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-19, um helgar kl. 12-18 og stendur til 18. nóvember. Olíumyndir í Ráðhúsinu ÞÝSKI listamaðurinn Bernd Ogrodnik verður með leiksýn- ingu í aðalsafni Borgarbóka- safns, Tryggvagötu 15, í dag kl. 14. Ogrodnik kom fyrst fram á sjónarsviðið á Íslandi fyrir 12 ár- um þegar hann skapaði útlit og persónugervingu Pappírs-Pésa. Leiksýning í bókasafni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.