Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 45 NORÐMENN höfðu 38 stiga forskot á Bandaríkjamenn þegar úrslitaleikurinn um Bermúdaskál- ina var rúmlega hálfnaður í gær. Eftir fimm lotur af átta höfðu Norðmenn skorað 192 stig en Bandaríkjamenn 154. Um tíma leit raunar út fyrir að Norðmenn myndu vinna yfirburðasigur en Bandaríkjamenn náðu 40 stigum til baka í 5. lotunni. Í kvennaflokki voru Frakkar á góðri leið með að tryggja sér Fen- eyjabikarinn í fyrsta skipti en þeg- ar einni lotu var ólokið höfðu frönsku konurnar skorað 213 stig gegn 167 stigum Bandaríkjamanna. Á fimmtudag tryggðu Pólverjar sér bronsverðlaun í opnum flokki með því að vinna Ítala í einvígisleik og Bandaríkjamenn unnu Austur- ríkismenn í leik um 3. sætið í kvennaflokki. Sögulegur úrslitaleikur Nokkur tímamót urðu í París á miðvikudag því þá komst kona í úr- slitaleikinn í fyrsta skipti í sögu- Bermúdaskálarinnar. Hún heitir Rose Meltzer og er sveitarforingi í liði Bandaríkjanna. Meltzer, sem hefur skotið nokkuð skyndilega upp á stjörnuhimininn í Bandaríkj- unum á síðustu misserum, átti sinn þátt í geimsveiflu í fyrsta spilinu í úrslitaleiknum í París. Norður gefur, AV á hættu Norður ♠ 83 ♥ Á5 ♦ 7653 ♣D10543 Vestur Austur ♠ KD5 ♠ 74 ♥ DG832 ♥ 1064 ♦ 108 ♦ ÁKD9 ♣G97 ♣ÁK86 Suður ♠ ÁG10962 ♥ K97 ♦ G42 ♣2 Við annað borðið spiluðu Geir Helgemo og Tor Helness 4 hjörtu í AV eftir grandopnun austurs. Sá samningur hlaut að fara niður því sagnhafi gefur óhjákvæmilega tvo slagi á hjarta auk slaga á spaða og lauf. Við hitt borðið sátu Meltzer og Kyle Larsen AV og Erik Sælens- minde og Boye Brogeland NS: Vestur Norður Austur Suður Meltzer Sælensm. Larsen Brogeland pass 1 grand 2 spaðar 2 grönd pass 3 lauf pass 3 grönd// Þegar Brogeland kom inn á 2 spöðum var Meltzer í vanda. Hún gat sýnt 4-lit í hjarta með spaða- stoppi eða sýnt einlita hönd með hjarta. En hún valdi hvorugt held- ur sýndi jafnskipta hönd með fyr- irstöðu í spaða með því að segja fyrst 2 grönd, sem var yfirfærsla í 3 lauf, og síðan 3 grönd. Vörnin getur hnekkt þessum samningi með því að spila út spaða, en Brogeland valdi að spila út tígli frá gosanum. Larsen tók slaginn heima og spilaði hjarta á gosa og ás norðurs sem hélt áfram með tíg- ulinn. Nú hafði Larsen tíma til að búa til yfirslag og Bandaríkin fengu 10 impa. Staða Norð- manna vænleg BRIDS H M í b r i d s Heimsmeistaramótið í brids er haldið í París dagana 21. október til 4. nóvember. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu á slóðinni www.bridge.gr Guðmundur Sv.Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.