Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 45 NORÐMENN höfðu 38 stiga forskot á Bandaríkjamenn þegar úrslitaleikurinn um Bermúdaskál- ina var rúmlega hálfnaður í gær. Eftir fimm lotur af átta höfðu Norðmenn skorað 192 stig en Bandaríkjamenn 154. Um tíma leit raunar út fyrir að Norðmenn myndu vinna yfirburðasigur en Bandaríkjamenn náðu 40 stigum til baka í 5. lotunni. Í kvennaflokki voru Frakkar á góðri leið með að tryggja sér Fen- eyjabikarinn í fyrsta skipti en þeg- ar einni lotu var ólokið höfðu frönsku konurnar skorað 213 stig gegn 167 stigum Bandaríkjamanna. Á fimmtudag tryggðu Pólverjar sér bronsverðlaun í opnum flokki með því að vinna Ítala í einvígisleik og Bandaríkjamenn unnu Austur- ríkismenn í leik um 3. sætið í kvennaflokki. Sögulegur úrslitaleikur Nokkur tímamót urðu í París á miðvikudag því þá komst kona í úr- slitaleikinn í fyrsta skipti í sögu- Bermúdaskálarinnar. Hún heitir Rose Meltzer og er sveitarforingi í liði Bandaríkjanna. Meltzer, sem hefur skotið nokkuð skyndilega upp á stjörnuhimininn í Bandaríkj- unum á síðustu misserum, átti sinn þátt í geimsveiflu í fyrsta spilinu í úrslitaleiknum í París. Norður gefur, AV á hættu Norður ♠ 83 ♥ Á5 ♦ 7653 ♣D10543 Vestur Austur ♠ KD5 ♠ 74 ♥ DG832 ♥ 1064 ♦ 108 ♦ ÁKD9 ♣G97 ♣ÁK86 Suður ♠ ÁG10962 ♥ K97 ♦ G42 ♣2 Við annað borðið spiluðu Geir Helgemo og Tor Helness 4 hjörtu í AV eftir grandopnun austurs. Sá samningur hlaut að fara niður því sagnhafi gefur óhjákvæmilega tvo slagi á hjarta auk slaga á spaða og lauf. Við hitt borðið sátu Meltzer og Kyle Larsen AV og Erik Sælens- minde og Boye Brogeland NS: Vestur Norður Austur Suður Meltzer Sælensm. Larsen Brogeland pass 1 grand 2 spaðar 2 grönd pass 3 lauf pass 3 grönd// Þegar Brogeland kom inn á 2 spöðum var Meltzer í vanda. Hún gat sýnt 4-lit í hjarta með spaða- stoppi eða sýnt einlita hönd með hjarta. En hún valdi hvorugt held- ur sýndi jafnskipta hönd með fyr- irstöðu í spaða með því að segja fyrst 2 grönd, sem var yfirfærsla í 3 lauf, og síðan 3 grönd. Vörnin getur hnekkt þessum samningi með því að spila út spaða, en Brogeland valdi að spila út tígli frá gosanum. Larsen tók slaginn heima og spilaði hjarta á gosa og ás norðurs sem hélt áfram með tíg- ulinn. Nú hafði Larsen tíma til að búa til yfirslag og Bandaríkin fengu 10 impa. Staða Norð- manna vænleg BRIDS H M í b r i d s Heimsmeistaramótið í brids er haldið í París dagana 21. október til 4. nóvember. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu á slóðinni www.bridge.gr Guðmundur Sv.Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.