Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓÐINSGATA - LAUS Mjög góð og mikið endurnýjuð 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi. Parket og flísar. Góðar innrétt. Gler, gluggar og rafmagn endurnýjað. Hús nýlega málað. Verð 6,8 millj. LAUS STRAX. 1820 VEGHÚS – BÍLSKÚR Rúmgóð og vel skipulögð 123 fm íbúð á 2. hæð ásamt 27 fm góðum bílskúr. 3 góð svefnherb. Góð stofa/sjónvarpshol. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innr. Suðursvalir. Áhv. 5,9 millj. Byggsj. rík. Verð 14,9 millj. Góð staðsetning. Gott hús. 1703 KLAPPARSTÍGUR – BÍLSKÚR Falleg og björt 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð í lyftuhúsi og stæði í bílskýli. 2 svefnherb. Góð stofa. Parket. Ljósar innréttingar. Stærð 107,8 fm. Verð 17,3 millj. 1821 Skrifstofan er opin í dag frá kl. 12.00-14.00 Á MILLI 200 og 300 lítrar af dísil- olíu láku í Sandgerðishöfn í gær- morgun þegar verið var að dæla brennsluolíu á milli tanka í Jóhönnu GK 150, sem lá við enda norð- urgarðsins í höfninni. Nokkurt magn af olíu flæddi upp um önd- unarop og dreifðist um allan norð- urgarðinn í allhvassri suðvestanátt, þar á meðal yfir bíla og báta og langt upp eftir bryggjunni. Slökkvi- lið Sandgerðis mætti þegar á svæð- ið og skolaði bryggju og bíla sem þar voru, en erfitt var um vik vegna vindstrekkings. Að sögn Björns Arasonar hafn- arstjóra er talið að um 200 til 300 lítrar hafi farið í höfnina og ein- hverjir tugir lítra frussast yfir bíla og bryggju. Hann sagði dísilolíuna brotna frekar fljótt niður í sjónum, en það sé hins vegar alltof algengt að olía fari í sjóinn þegar verið sé að dæla milli tanka í bátum og skip- um. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Slökkviliðsmenn að störfum við hreinsun á bryggjunni í Sandgerði. Olíuleki í Sandgerðishöfn Sandgerði HALDINN verður fjölskyldudagur 6. nóvember nk. í Stapa til styrktar Félagi langveikra barna, en dag- urinn er haldinn að frumkvæði lík- amsræktarstöðvarinnar Perlunnar í Keflavík. Þar verður ýmislegt á dagskrá fyrir alla fjölskylduna og mun allur aðgangseyrir renna til stuðnings langveikum börnum. Frítt verður á skemmtunina fyrir börn en fullorðnir greiða 500 krón- ur í aðgangseyri. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur hjá Perlunni hefur þegar safnast nokkuð fé hjá fyr- irtækjum í Reykjanesbæ, en Spari- sjóður Keflavíkur er stærsti styrkt- araðilinn. Þar er búið að stofna reikning sem allir geta lagt fram- lög inn á og er númer reikningsins 444445. Dagskrá fjölskyldudagsins hefst klukkan 18.15 með því að Emilía frá Jazzballett Emilíu verður með leiki fyrir börnin. Hálftíma síðar tekur Guðbjörg Finnsdóttir alla fjölskylduna í létta upphitun og síð- an sýnir Unnur Pálmadóttir frá Planet Pump, Kung Fu Fighting. Orvil og trommuleikarar frá Kram- húsinu sýna afródans og Matthildur Gunnarsdóttir jógakennari verður með jógateygjur í lokin. Einnig verður kynning á fæðubótarefnum og krakkar fá andlitsmálningu. Kynnar verða kraftakarlarir Andr- és og Hjalti Úrsus. Styrkja langveik börn Reykjanesbær SÍFELLD fjölgun sílamáfa er vax- andi vandamál á Suðurnesjum og hafa Samtök sveitarfélaga á Suður- nesjum samþykkt að láta kanna ítar- lega leiðir til að ná árangri við að halda stofni sílamáfa niðri. Í ályktun samtakanna frá síðasta aðalfundi er samþykkt að leita eftir samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, umhverfisráðuneytið, Veiði- stjóraembættið, HES og embætti flugvallarstjórans á Keflavíkurflug- velli. Gert er ráð fyrir að tillögur liggi eigi síðar fyrir en í byrjun apríl á næsta ári. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að fjölgun sílamáfa er vaxandi vandamál sem taka verður fastari tökum en hingað til hefur verið gert. Sveitarfélögin hafa lagt í kostn- að við að ráða aðila til að skjóta síla- máfa en það hefur skilað litlum ár- angri, samkvæmt skýrslum frá Veiðistjóraembættinu. Til þess að ná árangri er talið að skjóta þyrfti 30– 40% af fullorðnum fugli, eða um 15.000 fugla árlega í 15 ár, til að halda stofninum niðri. Með takmörkuðum veiðum er talið að aðeins náist tíma- bundið að fæla fuglinn frá ákveðnum svæðum. Hættur að skjóta vargfugl í Sandgerði Í síðustu fundargerð bæjarráðs Sandgerðisbæjar kemur fram að Haraldur Grétarsson tók þá ákvörð- un að gefa ekki lengur kost á sér til að skjóta vargfugl fyrir bæjarfélagið þar sem hann taldi m.a. engan áhuga á slíkri baráttu af hálfu bæjaryfirvalda. Einnig taldi hann mjög skiptar skoð- anir um málið. Bæjarráð tekur undir þau sjónar- mið Haralds að nauðsynlegt sé að fækka vargfugli, en telur jafnframt nauðsynlegt að góður árangur náist með samstilltu átaki sveitarfélaga á Suðurnesjum, flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn veiðimálastjóra. Hins vegar tekur bæjarráð fram að bæjarstjórn hafi samþykkt að greiða skotfæri fyrir nokkra skotveiðiáhugamenn sem ósk- að hafa eftir því við bæjarstjórn að skjóta vargfugl. Jafnframt sé mögu- leiki á að þessir áhugamenn fái greitt fyrir þessa vinnu ef þeir taka höndum saman um framkvæmd þessara mála. Fjölgun sílamáfa vaxandi vandamál Reykjanes SSS kanna leiðir til að fækka máfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.