Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt
yfirtöku Mjólkurfélags Reykjavík-
ur svf. og Lýsis hf. á Fóðurblönd-
unni hf., sem Búnaðarbankinn
seldi í júní síðastliðnum. Í tilkynn-
ingu frá samkeppnisráði segir að
þetta sé í fyrsta skipti sem sam-
keppnisyfirvöld beiti samruna-
ákvæði samkeppnislaga til að
ógilda samruna, eftir að lögunum
var breytt á síðasta ári.
Samkeppnisráð telur að samrun-
inn sem felst í yfirtökunni raski
samkeppni og leiði til markaðs-
ráðandi stöðu Mjólkurfélagsins á
fóðurmarkaði. Samanlagt hafi
Mjólkurfélagið og Fóðurblandan
um 75% markaðshlutdeild. Sam-
runinn gæti að óbreyttu gert fyr-
irtækjunum kleift að hækka verð
sem gæti leitt til þess að verð á af-
urðum alifugla, svína og nautgripa
myndi hækka til neytenda. Í til-
kynningu frá samkeppnisráði segir
að Mjólkurfélagið og Fóðurbland-
an myndu öðlast sameiginlega
markaðsráðandi stöðu, en breyt-
ingar á samkeppnislögum hafi m.a.
falið í sér að samkeppnisyfirvöld-
um væri heimilt að vinna gegn
slíkri markaðsþróun.
Mjólkurfélag Reykjavíkur svf. og Fóðurblandan hf.
Samkeppnisráð
ógildir yfirtökuna
Yfirtaka/11
RANNSÓKN á hvort miltis-
brandsgró sé að finna í húsakynn-
um íslenska sendiráðsins í Wash-
ington í Bandaríkjunum hófst í gær
og er niðurstaðna að vænta í lok
næstu viku.
Einkafyrirtæki var fengið til
verksins þar sem opinberir aðilar á
vegum borgarinnar sem sinna þess-
um málum anna ekki eftirspurn.
Miltisbrandsgró fannst á póst-
dreifingarstöð sem sinnir íslenska
sendiráðinu auk fjölda annarra op-
inberra stofnana á svæðinu. Í kjöl-
farið segir Jón Baldvin Hannibals-
son, sendiherra Íslands í
Bandaríkjunum, að bandarísk heil-
brigðisyfirvöld hafi mælt með því
að þær stofnanir sem nutu þjónustu
stöðvarinnar yrðu rannsakaðar.
Kostnaður við verkið er 1.700
Bandaríkjadalir eða um 176.000 ís-
lenskar krónur en utanríkisráðu-
neytið veitti heimild til að fram-
kvæma slíka rannsókn.
„Nú eru hér grímuklæddir menn
um allt hús að taka sýni sem verður
unnið úr á næstu dögum. Starfsfólk
sendiráðsins sýnir mikið æðruleysi
meðan á þessu stendur en áhrif
þessa ósýnilega óvinar í þjóðfélag-
inu eru hins vegar gríðarleg þar
sem afleiðingarnar eru fyrst og
fremst andlegar, það ríkir ótti með-
al fólks,“ sagði Jón Baldvin en rík-
isstjóri Kalíforníu gaf út yfirlýs-
ingu í gærmorgun um að
trúverðugur leyniþjónustuvitnis-
burður hefði komið upp um áform-
uð hryðjuverk í ríkinu. „Það hafa
allsherjargrunsemdir vaknað um
að það sé styrjöld í gangi gegn al-
mennum borgurum og traust
manna á landvörnum hefur veikst
verulega.“
Sendiráðinu
sent hótunarbréf
Ýtrustu varúðar er gætt við með-
höndlun á pósti til sendiráðsins og
starfsmaðurinn sem tekur á móti
póstinum notar hanska við störf
sín. Sendiráðinu barst á miðviku-
dag bréf sem þótti að sögn Jóns
Baldvins grunsamlegt og því voru
eftirlitsmenn kallaðir til. „Bréfið
var póstsett í Texas og innihald
þess reyndist vera texti þar sem
stóð að Allah væri stór. Síðan komu
vel útilátnar bölbænir undirritaðar
af Osama Bin Laden. Reglum sam-
kvæmt var bréfið tilkynnt og hing-
að komu fílefldir löggæslumenn og
handtóku bréfið,“ sagði Jón Bald-
vin. Bréfið reyndist vera gabb og
hefur síðan komið í ljós að fjórum
öðrum sendiráðum í Washington
barst samskonar bréf sama dag.
Sendiráð Íslands í Washington rannsakað af bandarískum sérfræðingum
Ummerkja um miltis-
brandsgró er leitað
Ljósmynd/Friðrik Jónsson
Sérþjálfaðir starfsmenn rann-
saka alla króka og kima sendi-
ráðsins.
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir ekki hægt að útiloka
lagasetningu á boðuð verkföll flug-
umferðarstjóra um miðjan mánuð-
inn.
Sturla segir að svo miklir hags-
munir séu í húfi að ekki sé hægt að
útiloka neinar aðgerðir sem stjórn-
völd geti gripið til, til að tryggja
flugsamgöngur og þá samninga sem
stjórnvöld hafa gert við Alþjóða-
flugmálastofnunina, ICAO.
Málefni flugumferðarstjóra voru
rædd á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun. Sturla segir að mikið beri
á milli ríkisins og flugumferðar-
stjóra. Hann vonar að samningar
takist í tæka tíð en segist satt að
segja ekki vera bjartsýnn á það.
Alþjóðaflugmálastjórnin, ICAO,
hefur miklar áhyggjur af stöðu
mála á Íslandi og boðuðum verkföll-
um flugumferðarstjóra. Marinus
Heijl, aðstoðarframkvæmdastjóri
tæknisviðs ICAO, sem staddur er
hér á landi og sat Flugþing í vik-
unni, segir að stofnunin muni ekki
sætta sig við neina truflun á flug-
umferð og muni bregðast við af al-
vöru til að tryggja áframhaldandi
flug yfir nyrsta hluta Atlantshafs-
ins.
Ekki hægt að úti-
loka lagasetningu
Óviðunandi staða/6
IVAN Sokolov og Peter Heine Niel-
sen urðu efstir og jafnir á minning-
armótinu um Jóhann Þóri Jónsson
með 7½ vinningi í 10 skákum en
mótinu lauk í gær. Sokolov gerði
jafntefli við Friðrik Ólafsson en
Nielsen sigraði Leif Erlend Johann-
essen í lokaumferðinni. Hannes
Hlífar Stefánsson og Jan Timman
urðu í 3.–4. sæti með 7 vinninga.
Hannes Hlífar gerði jafntefli við
Lars Schandorff en Timman gerði
jafntefli við Jaan Ehlvest.
Alls þreyttu 42 skákmenn kappi á
þessu alþjóðlega skákmóti sem
haldið er í minningu Jóhanns Þóris
sem hefði orðið sextugur um þessar
mundir.
Guðmundur Pálmason lauk
mótinu með fimm vinningum. And-
stæðingar hans höfðu að meðaltali
2.270 Elo-stig og því fær Guð-
mundur líkast til byrjunarstigin
2.270 sem er firnagóður árangur.
Lítið hafði spurst til Guðmundar í
skákheiminum frá því hann gerði
jafntefli við hollenska skákmanninn
Euve á fimmta og sjötta áratugn-
um, svo og við hinn þekkta skák-
meistara Spassky árið 1957.
Lokahóf mótsins var haldið í
Höfða í gærkvöldi og þar afhenti
Guðmundur G. Þórarinsson, for-
maður mótsnefndar, Sokolov bikar
en hann var hæstur að stigum á
mótinu.
Sokolov og Nielsen
efstir og jafnir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍSLAND ætti með skattastefnu sinni
að gera það eftirsóknarvert fyrir er-
lenda auðmenn að sækjast eftir dval-
arleyfi hér, segir Marshall J. Langer
sérfræðingur í skattamálum. Á móti
yrði þeim gert að fjárfesta á Íslandi.
Fyrst og fremst yrði um að ræða ein-
staklinga sem kæmu frá löndum utan
Evrópu en vildu ferðafrelsið sem íbú-
ar innan Schengen-svæðisins hafa.
Þannig mætti laða að erlent fjár-
magn auk þess sem tekjur fengjust af
útgjöldum þessara einstaklinga með-
an þeir dveldust hér.
Fólkið kæmi einkum frá löndum
þar sem menn þurfa sérstaka vega-
bréfsáritun til þess að ferðast til Evr-
ópu. „Þetta fólk er ekki tilbúið til þess
að bíða dögum saman eða í biðröðum
eftir áritun vestrænna sendiráða og
sæi ekki ofsjónum yfir því að fjárfesta
á Íslandi en geta í staðinn ferðast
vandræðalaust og að vild í Evrópu.“
Schengen
getur laðað
auðmenn til
Íslands
Lágir skattar/30-31