Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt yfirtöku Mjólkurfélags Reykjavík- ur svf. og Lýsis hf. á Fóðurblönd- unni hf., sem Búnaðarbankinn seldi í júní síðastliðnum. Í tilkynn- ingu frá samkeppnisráði segir að þetta sé í fyrsta skipti sem sam- keppnisyfirvöld beiti samruna- ákvæði samkeppnislaga til að ógilda samruna, eftir að lögunum var breytt á síðasta ári. Samkeppnisráð telur að samrun- inn sem felst í yfirtökunni raski samkeppni og leiði til markaðs- ráðandi stöðu Mjólkurfélagsins á fóðurmarkaði. Samanlagt hafi Mjólkurfélagið og Fóðurblandan um 75% markaðshlutdeild. Sam- runinn gæti að óbreyttu gert fyr- irtækjunum kleift að hækka verð sem gæti leitt til þess að verð á af- urðum alifugla, svína og nautgripa myndi hækka til neytenda. Í til- kynningu frá samkeppnisráði segir að Mjólkurfélagið og Fóðurbland- an myndu öðlast sameiginlega markaðsráðandi stöðu, en breyt- ingar á samkeppnislögum hafi m.a. falið í sér að samkeppnisyfirvöld- um væri heimilt að vinna gegn slíkri markaðsþróun. Mjólkurfélag Reykjavíkur svf. og Fóðurblandan hf. Samkeppnisráð ógildir yfirtökuna  Yfirtaka/11 RANNSÓKN á hvort miltis- brandsgró sé að finna í húsakynn- um íslenska sendiráðsins í Wash- ington í Bandaríkjunum hófst í gær og er niðurstaðna að vænta í lok næstu viku. Einkafyrirtæki var fengið til verksins þar sem opinberir aðilar á vegum borgarinnar sem sinna þess- um málum anna ekki eftirspurn. Miltisbrandsgró fannst á póst- dreifingarstöð sem sinnir íslenska sendiráðinu auk fjölda annarra op- inberra stofnana á svæðinu. Í kjöl- farið segir Jón Baldvin Hannibals- son, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, að bandarísk heil- brigðisyfirvöld hafi mælt með því að þær stofnanir sem nutu þjónustu stöðvarinnar yrðu rannsakaðar. Kostnaður við verkið er 1.700 Bandaríkjadalir eða um 176.000 ís- lenskar krónur en utanríkisráðu- neytið veitti heimild til að fram- kvæma slíka rannsókn. „Nú eru hér grímuklæddir menn um allt hús að taka sýni sem verður unnið úr á næstu dögum. Starfsfólk sendiráðsins sýnir mikið æðruleysi meðan á þessu stendur en áhrif þessa ósýnilega óvinar í þjóðfélag- inu eru hins vegar gríðarleg þar sem afleiðingarnar eru fyrst og fremst andlegar, það ríkir ótti með- al fólks,“ sagði Jón Baldvin en rík- isstjóri Kalíforníu gaf út yfirlýs- ingu í gærmorgun um að trúverðugur leyniþjónustuvitnis- burður hefði komið upp um áform- uð hryðjuverk í ríkinu. „Það hafa allsherjargrunsemdir vaknað um að það sé styrjöld í gangi gegn al- mennum borgurum og traust manna á landvörnum hefur veikst verulega.“ Sendiráðinu sent hótunarbréf Ýtrustu varúðar er gætt við með- höndlun á pósti til sendiráðsins og starfsmaðurinn sem tekur á móti póstinum notar hanska við störf sín. Sendiráðinu barst á miðviku- dag bréf sem þótti að sögn Jóns Baldvins grunsamlegt og því voru eftirlitsmenn kallaðir til. „Bréfið var póstsett í Texas og innihald þess reyndist vera texti þar sem stóð að Allah væri stór. Síðan komu vel útilátnar bölbænir undirritaðar af Osama Bin Laden. Reglum sam- kvæmt var bréfið tilkynnt og hing- að komu fílefldir löggæslumenn og handtóku bréfið,“ sagði Jón Bald- vin. Bréfið reyndist vera gabb og hefur síðan komið í ljós að fjórum öðrum sendiráðum í Washington barst samskonar bréf sama dag. Sendiráð Íslands í Washington rannsakað af bandarískum sérfræðingum Ummerkja um miltis- brandsgró er leitað Ljósmynd/Friðrik Jónsson Sérþjálfaðir starfsmenn rann- saka alla króka og kima sendi- ráðsins. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir ekki hægt að útiloka lagasetningu á boðuð verkföll flug- umferðarstjóra um miðjan mánuð- inn. Sturla segir að svo miklir hags- munir séu í húfi að ekki sé hægt að útiloka neinar aðgerðir sem stjórn- völd geti gripið til, til að tryggja flugsamgöngur og þá samninga sem stjórnvöld hafa gert við Alþjóða- flugmálastofnunina, ICAO. Málefni flugumferðarstjóra voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Sturla segir að mikið beri á milli ríkisins og flugumferðar- stjóra. Hann vonar að samningar takist í tæka tíð en segist satt að segja ekki vera bjartsýnn á það. Alþjóðaflugmálastjórnin, ICAO, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála á Íslandi og boðuðum verkföll- um flugumferðarstjóra. Marinus Heijl, aðstoðarframkvæmdastjóri tæknisviðs ICAO, sem staddur er hér á landi og sat Flugþing í vik- unni, segir að stofnunin muni ekki sætta sig við neina truflun á flug- umferð og muni bregðast við af al- vöru til að tryggja áframhaldandi flug yfir nyrsta hluta Atlantshafs- ins. Ekki hægt að úti- loka lagasetningu  Óviðunandi staða/6 IVAN Sokolov og Peter Heine Niel- sen urðu efstir og jafnir á minning- armótinu um Jóhann Þóri Jónsson með 7½ vinningi í 10 skákum en mótinu lauk í gær. Sokolov gerði jafntefli við Friðrik Ólafsson en Nielsen sigraði Leif Erlend Johann- essen í lokaumferðinni. Hannes Hlífar Stefánsson og Jan Timman urðu í 3.–4. sæti með 7 vinninga. Hannes Hlífar gerði jafntefli við Lars Schandorff en Timman gerði jafntefli við Jaan Ehlvest. Alls þreyttu 42 skákmenn kappi á þessu alþjóðlega skákmóti sem haldið er í minningu Jóhanns Þóris sem hefði orðið sextugur um þessar mundir. Guðmundur Pálmason lauk mótinu með fimm vinningum. And- stæðingar hans höfðu að meðaltali 2.270 Elo-stig og því fær Guð- mundur líkast til byrjunarstigin 2.270 sem er firnagóður árangur. Lítið hafði spurst til Guðmundar í skákheiminum frá því hann gerði jafntefli við hollenska skákmanninn Euve á fimmta og sjötta áratugn- um, svo og við hinn þekkta skák- meistara Spassky árið 1957. Lokahóf mótsins var haldið í Höfða í gærkvöldi og þar afhenti Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður mótsnefndar, Sokolov bikar en hann var hæstur að stigum á mótinu. Sokolov og Nielsen efstir og jafnir Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLAND ætti með skattastefnu sinni að gera það eftirsóknarvert fyrir er- lenda auðmenn að sækjast eftir dval- arleyfi hér, segir Marshall J. Langer sérfræðingur í skattamálum. Á móti yrði þeim gert að fjárfesta á Íslandi. Fyrst og fremst yrði um að ræða ein- staklinga sem kæmu frá löndum utan Evrópu en vildu ferðafrelsið sem íbú- ar innan Schengen-svæðisins hafa. Þannig mætti laða að erlent fjár- magn auk þess sem tekjur fengjust af útgjöldum þessara einstaklinga með- an þeir dveldust hér. Fólkið kæmi einkum frá löndum þar sem menn þurfa sérstaka vega- bréfsáritun til þess að ferðast til Evr- ópu. „Þetta fólk er ekki tilbúið til þess að bíða dögum saman eða í biðröðum eftir áritun vestrænna sendiráða og sæi ekki ofsjónum yfir því að fjárfesta á Íslandi en geta í staðinn ferðast vandræðalaust og að vild í Evrópu.“ Schengen getur laðað auðmenn til Íslands  Lágir skattar/30-31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.