Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 29 Handverksmarkaðurinn í dag laugardag kl. 11-16 • Fjölbreytt og gott handverk! Til sölu - Jón Stefánsson „ESJAN“ Olía á masónít, 50 x 70. Var á sýningu í Grönnigen ‘59. Upplýsingar í síma 894 5031, Ragnar. NEIL Wilson stofnaði Alþjóðahátíð höfunda í Ottawa, The Ottawa Int- ernational Writers Festival, fyrir fimm árum og hefur ásamt syni sínum skipulagt og stjórnað hátíðinni árlega síðan. Áður var hann blaðafulltrúi menningarráðherra í kanadísku rík- isstjórninni en ákvað að mæta menn- ingunni með öðrum hætti eftir upp- stokkunina í kanadísku ríkisstjórninni 1996. Hann segir að hugmyndin með há- tíðinni sé sú að fá höfunda í víðustu merkingu orðsins – höfunda kvik- myndahandrita, rithöfunda, ljóð- skáld, tónskáld, leikritahöfunda – saman og vekja þannig athygli á list- inni og menningunni. „Þetta er yfir- gripsmesta hátíð höfunda sem ég veit um,“ segir Neil Wilson, og vísar til þess að næsta haust sé stefnt að því að fá meira en 100 listamenn víðs veg- ar að úr heiminum á hátíðina sem á að standa yfir í 18 daga. Fyrsta hátíðin fór fram í septem- ber 1997 og tóku um 50 höfundar þátt í henni. Þá var lögð áhersla á írska höfunda en móðir Neil Wilsons er írsk og hann ólst þar upp. Byrjaði í há- skólanámi í Trinity College í Dublin en tók háskólapróf í blaðamennsku í Ottawa og er auk þess kennari að mennt. „Við fengum 12 írska höfunda og aldrei hafa fleiri verið samankomn- ir á sömu listahátíð erlendis,“ segir Neil Wilson. „Það hefur aldrei verið eins gaman í Ottawa og hátíðin hefur notið þess. Í hugum margra var Ott- awa svefnborg, höfuðborg Kanada með ríkisstjórn og sendiráðum. Hins vegar hefur þessi milljón manna borg breyst mikið fyrir tilstuðlan okkar og annarra. Áður voru 12 bæjarstjórnir í Ottawa en bæjarfélögin hafa samein- ast undir eina stjórn og markmiðið er að Ottawa verði höfuðborg alþjóða- menningar. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að svo geti orðið með því að bjóða árlega upp á bestu höfunda- hátíð heims.“ Hátíðin í ár hófst 12. september, daginn eftir árásina á Bandaríkin, og stóð í 13 daga. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins reynslu,“ segir Neil Wilson og vísar til ástandsins í heiminum í kjölfar árásarinnar. Hann segir að 91 höfundi hafi verið boðið og lítið hafi verið um afföll, en 13 höfundar hafi ekki mætt. Breski höfundurinn Pico Iyer, sem er af indverskum ættum og býr í San Francisco, hafi t.d. beðið í þrjá sólarhringa eftir flugi í Los Ang- eles, komið til Ottawa strax og flogið var eftir árásina, haldið erindi sitt, farið sömu leið til baka og þaðan til Japans. Höfundar hafi líst yfir ánægju sinni með að vera í Ottawa á þessari stundu og fá þannig tækifæri til að sameinast í sorginni og eflast sameiginlega til frekari dáða, en þeir sem ekki komu hafi kosið að vera með fjölskyldum sínum í sorg sinni, sem væri skiljanlegt. Í tilefni fimm ára af- mælis hátíðarinnar hafi staðið til að vera með mikinn söng og mikla tónlist en dagskránni hefði verið breytt og hún farið fram á rólegum nótum. 1998 var hátíðin tileinkuð mann- réttindum í tilefni hálfrar aldar af- mælis mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Ári síðar var áherslan á bandaríska, breska og nor- ræna höfunda, en Neil Wilson segir að íslenskir höfundar hafi ekki verið með vegna þess að íslenskt sendiráð var ekki í Ottawa. „Undirbúningurinn byggist á mikilli samvinnu við við- komandi sendiráð og það er erfiðara við að eiga þegar sendiráðið er í öðru landi. En nú er komið að Íslandi.“ Vill stuðla að auknum þýðingum Neil Wilson segir að heimurinn hafi breyst 11. september og hann hafi á tilfinningunni að Ísland sé einkenn- andi fyrir nýjan heim. Hér hafi leið- togafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs verið 1986 sem og einvígi Bobby Fischers og Boris Spassky um heimsmeistaratitilinn í skák 1972. Þessir viðburðir hafi ekki farið framhjá nokkrum manni og hafi m.a. ómeðvitað dregið sig til landsins. „Ég vona að þessi stutta heimsókn leiði til langvarandi samskipta við Ís- land og íslenska höfunda og einnig vona ég að kanadískir höfundar eigi eftir að upplifa það sem ég hef upp- lifað hér.“ Hann segir að gamlar hugmyndir um alþjóðavæðingu hafi hrunið 11. september en nú taki við nýr heimur sem höfundar af ýmsu tagi komi til með að skapa. „Stjórnmálamenn og viðskiptamenn koma einnig að mál- inu, en snilldin og og hugmyndirnar koma frá höfundunum.“ Þegar talið berst að þýðingum kemur fram hjá Neil Wilson að út- gáfufyrirtæki, sem gefi út verk á ensku, séu almennt ekki áhugasöm um tungumál fámennari þjóða og því sé ekki auðvelt að finna verk eftir ís- lenska höfunda í enskri þýðingu í Ott- awa eða almennt í Kanada. „Ég vil breyta þessu og til þess eru leiðir, sem ég ætla að kanna betur,“ segir hann. „Við búum í alþjóðaþorpi en hvers vegna getum við ekki lesið bók- menntir sem eru á meðal þeirra bestu í heiminum?“ Neil Wilson kom til landsins til að kynna íslenskum listamönnum og fulltrúum þeirra hugmyndir sínar og er ánægður með árangurinn. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvað mörgum verði boðið til Ottawa en ljóst sé að Ísland hafi upp á margt gott að bjóða á þessu sviði. „Ég vona að við verðum með að minnsta kosti 12 íslenska höfunda á hátíðinni í Ott- awa að ári,“ segir hann. Alþjóðahátíð höfunda fer fram í höfuðborg Kanada á næsta ári Íslenskum höf- undum boðið til Ottawa Morgunblaðið/Þorkell Kanadamaðurinn Neil Wilson vill fá íslenska höfunda til Ottawa. Kanadamaðurinn Neil Wilson var á Íslandi á dögunum til að kynna alþjóðahátíð höf- unda fyrir forystumönnum í íslenskum listaheimi, en hann hefur hug á að bjóða nokkrum íslenskum höfundum á hátíðina í Ottawa að ári og gera þeim hærra undir höfði en öðrum. Steinþór Guðbjartsson settist niður með Kanadamanninum. steg@mbl.is SAGA matargerðar í Nýja-Íslandi, The Cul- inary Saga of New Ice- land, eftir Kristinu Olaf- son-Jenkyns, sem er af íslenskum ættum og býr í Dundas í Ontario, er kom- in út í Kanada en í bókinni eru uppskriftir sem Ís- lendingar fluttu með sér til Kanada frá 1875 og þróun þeirra meðal Kan- adamanna af íslenskum ættum til vorra tíma. Kristin Olafson- Jenkyns segir að hún hafi alltaf haft áhuga á mat- argerð og móðir sín, ömmur og frænkur hafi átt það skilið að hún héldi upp- skriftum þeirra og matarhefðum til haga í bók enda er bókin tileinkuð þeim. „Þetta var eitthvað sem ég varð að gera,“ segir hún en í for- mála kemur fram að upphaflega hafi tilgangurinn verið að safna saman vinsælum uppskriftum fyrir börn sín og skyldmenni. „Það tók mig mörg ár að koma bókinni frá mér því að ég þurfti að safna saman uppskriftunum, hlusta á sögurnar á bak við þær og svara spurningum áður en ég setti efnið saman.“ Kristin segir að Íslendingar hafi þurft að aðlaga upp- skriftir sínar, sem þeir tóku með sér frá Íslandi, breyttu umhverfi, öðruvísi hráefni og kryddi, auk þess sem tækni- framfarir eins og geymsla matvæl- anna hafi haft áhrif. Engu að síður hafi konurnar viðhaldið hefðinni og bókin sé liður í að geyma þessa vitneskju. Bókin er í stóru broti, 240 blaðsíður og flestar mynd- skreyttar. Greint er frá rúmlega 200 uppskriftum, fólk- inu á bak við þær og umsagnir um þær héðan og þaðan fylgja. Kristin, sem er dóttir Lois og Irvin Olafson, athafnafólks í Gimli, hannaði káp- una en sonur hennar, Mackenzie Kristjón, hannaði bókina að öðru leyti. „Ég gerði mér í hugarlund hvernig ég vildi að síðurnar litu út en sonurinn átti síðasta orðið,“ segir hún. Skrifin um réttina eru mjög já- kvæð en Kristin sendi uppskriftir til fólks og bað um viðbrögð. Í bréfinu var sagt að um þjóðlega rétti væri að ræða en tekið fram að enginn yrði beðinn um að elda svið því að þótt um lostæti væri að ræða höfð- uðu þau sennilega ekki til fjöldans. „Þótt stutt sé síðan bókin kom út hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og þau hvetja mig til frekari dáða. Ég hafði vissar áhyggjur af við- brögðum ýmissa Kanadamanna af íslenskum ættum, en ég þurfti þess ekki eftir að gömul kona skrifaði mér og hrósaði bókinni í hástert.“ Ástríður Thorarensen segir m.a. á bókarkápu að matargerð og mat- arhefðir séu stór hluti menningar- arfleifðarinnar en fái minni athygli en þær eigi skilið. Bókin sé því kær- komin fyrir fólk af íslenskum ættum beggja vegna Atlantshafsins. Krist- in segir að viðbrögðin bendi til þess að hér hafi verið um mjög þarft verk að ræða. Í mörg ár hafi hún víða heyrt að svona bók væri nauð- synleg en ekki lagt neitt til málanna þar sem hún hafði einmitt verið að vinna að bókinni og vildi ekki láta það berast út. Coastline Publishing í Guelph í Ontario gefur bókina út og hana má panta á Netinu á slóðinni www.coastline-publishing.com en þar eru jafnframt nánari upplýs- ingar. Saga matargerðar í Nýja-Íslandi Kristin Olafson- Jenkyns.     TVENNIR tónleikar á Tónlistar- dögum Dómkirkjunnar í Reykjavík verða um helgina. Í dag kl. 17 leikur Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti verk eftir Jón Þórarinsson, J.S. Bach, Jón Leifs, D. Buxtehude og Petr Eben. Annað kvöld kl. 20.30 verða tón- leikar með tónlistarfólki sem býr í næsta nágrenni kirkjunnar. Það eru Camilla Söderberg, Hrefna Egg- ertsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Kjartan Óskarsson, Oddur Björns- son og Snorri Snorrason. Tónleikar í Dómkirkjunni GUÐMUNDUR Björgvinsson opn- ar málverkasýningu í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag kl. 16. Þar sýnir hann 17 akrílmál- verk máluð í expressjónískum stíl á þessu ári. Sýningin er opin virka daga kl. 13– 18 og laugardaga 13–16 og stendur til 21. nóvember. Sýnir akríl- málverk ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞRJÁR fyrrum skólasystur minnast skóladaga sinna í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964-1966 með sýningu í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5 í dag kl. 15. Sýningin nefnist „Those were the Days“. Laila Aasand Björnsson, norsk, búsett í Ástralíu, sýnir grafík. Ing- ema Andersen frá Noregi sýnir skart og Katrín Pálsdóttir sýnir gler. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 21. nóvember. Skóladaga minnst með sýningu LESIÐ verður úr barnabókum í barnabókadeild Máls og menningar við Laugaveg í dag kl. 11: Gyllti átta- vitinn eftir Phillip Pullman, Í búðinni hans Mústafa eftir Jakob Martin Strid, Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Rowling og Flissararnir eftir Roddy Doyle. Að auki ætlar Magga Stína að syngja. Lesið úr barnabókum ♦ ♦ ♦ HLJÓMORÐAROKKARAR verða meðal gesta á listþinginu Omdúr- man: Margmiðlaður Megas í Ný- listasafninu í kvöld kl. 21. Fram koma Margrét Lóa Jónsdóttir og Gímaldin sem kynna disk sem er væntanlegur. Þá mun Gímaldin koma fram með hljómsveit sinni. Aðgangseyrir er kr. 500. Rokkljóðakvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.