Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 19 Samstarfsaðilar eru frá Þýskalandi og Eistlandi og ennfremur taka þátt í verkefninu Safnahús Borg- arfjarðar, Snorrastofa í Reykholti og Reykjavíkurakademían. Ráðstefna með þátttöku 100 fræðimanna Verkefnið skiptist í fjóra hluta; Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni þar sem viðfangsefnið er sögur fyrri alda sem þjóðfélagslegt fyr- irbæri og fer undirbúningur og rannsóknir fram í löndunum þrem- ur, ráðstefnu sem verður haldin í Borgarnesi dagana 8.–12. ágúst BORGARBYGGÐ er í forsvari fyrir sagnfræðilegt rannsóknarverkefni sem kallast Sögur og samfélög (Sagas and Societies). Verkefnið hefst 1. nóvember og stendur í eitt ár. Það fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma og hvernig umhverfið mótaði og var mótað af sagnagerð, jafnvel öldum saman. Markmiðið er að ná saman fræði- mönnum margra landa til þess að fá dýpri skilning á samspili sagn- anna og samfélaganna sem skópu þær og varðveittu allt til nútímans. 2002 þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 100 fræði- og vísindamönn- um víða að, og í tengslum við ráð- stefnuna verða settar upp sýningar og menningarviðburðir tengdir Eg- ilssögu, unnið verður að útgáfu vef- síðu verkefnisins og útgáfu ráð- stefnurits. Evrópusambandið hefur sam- þykkt að leggja allt að 8 milljóna króna framlag til verkefnisins gegnum styrkjakerfi Culture 2000. Verkefnisstjóri verður dr. Ólína Þorvarðardóttir og framkvæmda- stjóri Þorvarður Árnason náttúru- fræðingur. Auk þeirra koma margir aðilar að undirbúningi og fram- kvæmd. Nokkur nýlunda er að farið sé út í svo viðamikið viðfangsefni á þessu sviði af hálfu Borgarbyggðar. Það er til vitnis um aukna áherslu á menningartengda starfsemi en í Borgarfirði er að finna sterka teng- ingu við menningu og bókmenntir fyrri alda. Vonir standa til að verk- efnið efli menningarstarfsemi og ferðaþjónustu í héraðinu. Þess má geta að samhliða þessu verkefni er Borgarbyggð að láta þróa og út- færa hugmyndir um stofnun í minn- ingu Egils Skallagrímssonar. Sögur og samfélög í Borgarbyggð Borgarnes UNDANFARIÐ hefur verið unnið að nýlagningu Djúpvegar í norð- anverðum Kollafirði í Stranda- sýslu. Vegagerðin óskaði fyrr á þessu ári eftir tilboðum í veg- arkaflann sem nær frá brú við Fellsá og endar við svokallaðan Forvaða en leiðin er 5,58 km löng. Lægsta tilboðið átti Fylling ehf. á Hólmavík rúmlega 56 millj- ónir króna. Áætluð verklok eru 31. júlí á næsta ári. Að sögn Karls Þ. Björnssonar, verkstjóra hjá Fyllingu, hefur verkinu miðað vel áfram: „Við munum halda áfram í haust á meðan ekki snjóar. Rigningar undanfarið hafa tafið heldur fyrir og verið til óþæginda en vega- framkvæmdir hafa þó gengið ágætlega þar sem mjög hlýtt hef- ur verið í veðri.“ Komið er burðarlag á rúmlega helming vegarins og hefur um- ferð nú verið hleypt á þann hluta. Fullvíst er talið að væntanlegt vegastæðið muni miklu breyta varðandi snjósöfnun á þessari leið þegar fullnaðarfrágangi verður lokið. Morgunblaðið/Arnheiður Framkvæmdir við nýlagningu vegar um norðanverðan Kollafjörð. Brynjólfur Smárason leiðbeinir þeim sem vinna við efnisflutninga. Vegabætur í Kollafirði Hólmavík ÞEGAR hausta tekur fer fólk að tínast á hin ýmsu námskeið sem í boði eru hverju sinni. Á Húsavík og í Þingeyjarsýslum er mikið og fjölbreytt framboð af nám- skeiðum. Þau eru m.a. haldin af stéttarfélögunum og Fræþingi, Fræðslumiðstöð Þingeyinga. Fyrir skömmu stóð Fræþing fyrir námskeiði í gerð mósaík- verka, kennt var í Framhaldsskól- anum á Húsavík. Fanný Jón- mundsdóttir var kennari en aðeins þrjár konur mættu á námskeiðið. Hér eru nemendurnir þær Þór- unn Kristjánsdóttir, Margrét María Sigurðardótir og Sigríður Jónsdóttir ásamt kennara sínum, Fanný Jónmundsdóttur. Fræðslumiðstöð Þingeyinga Námskeið í gerð mósaík- verka Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson FELLAHREPPUR bauð Austfirðingum í heimsókn á laugardaginn var, en þá var ný 460 fermetra viðbygg- ing við Fellaskóla tekin formlega í notkun. Hátíðardagskrá var að mestu leyti í höndum ung- viðisins, m.a. nýstofnaðs kórs Fellaskóla, sem söng tvö lög fyrir fjölda gesta. Í nýjum skólastofum sýndu nemendur verkefni um fjögur lönd, Kína, Pólland, Noreg og Færeyjar, í máli, myndum, mat og hand- verki. Fellaskóli, Tónlistarskóli Fellahrepps, leikskól- inn Hádegishöfði, félagsmiðstöðin Afrek og Ráðhús Fellahrepps voru svo opin gestum til skoðunar allan daginn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í nýjum skólastofum Fellaskóla sýndu nemendur fjölbreytt verkefni um Kína, Pólland, Færeyjar og Noreg. 460 fermetra viðbygging vígð við Fellaskóla Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.