Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 19 Samstarfsaðilar eru frá Þýskalandi og Eistlandi og ennfremur taka þátt í verkefninu Safnahús Borg- arfjarðar, Snorrastofa í Reykholti og Reykjavíkurakademían. Ráðstefna með þátttöku 100 fræðimanna Verkefnið skiptist í fjóra hluta; Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni þar sem viðfangsefnið er sögur fyrri alda sem þjóðfélagslegt fyr- irbæri og fer undirbúningur og rannsóknir fram í löndunum þrem- ur, ráðstefnu sem verður haldin í Borgarnesi dagana 8.–12. ágúst BORGARBYGGÐ er í forsvari fyrir sagnfræðilegt rannsóknarverkefni sem kallast Sögur og samfélög (Sagas and Societies). Verkefnið hefst 1. nóvember og stendur í eitt ár. Það fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma og hvernig umhverfið mótaði og var mótað af sagnagerð, jafnvel öldum saman. Markmiðið er að ná saman fræði- mönnum margra landa til þess að fá dýpri skilning á samspili sagn- anna og samfélaganna sem skópu þær og varðveittu allt til nútímans. 2002 þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 100 fræði- og vísindamönn- um víða að, og í tengslum við ráð- stefnuna verða settar upp sýningar og menningarviðburðir tengdir Eg- ilssögu, unnið verður að útgáfu vef- síðu verkefnisins og útgáfu ráð- stefnurits. Evrópusambandið hefur sam- þykkt að leggja allt að 8 milljóna króna framlag til verkefnisins gegnum styrkjakerfi Culture 2000. Verkefnisstjóri verður dr. Ólína Þorvarðardóttir og framkvæmda- stjóri Þorvarður Árnason náttúru- fræðingur. Auk þeirra koma margir aðilar að undirbúningi og fram- kvæmd. Nokkur nýlunda er að farið sé út í svo viðamikið viðfangsefni á þessu sviði af hálfu Borgarbyggðar. Það er til vitnis um aukna áherslu á menningartengda starfsemi en í Borgarfirði er að finna sterka teng- ingu við menningu og bókmenntir fyrri alda. Vonir standa til að verk- efnið efli menningarstarfsemi og ferðaþjónustu í héraðinu. Þess má geta að samhliða þessu verkefni er Borgarbyggð að láta þróa og út- færa hugmyndir um stofnun í minn- ingu Egils Skallagrímssonar. Sögur og samfélög í Borgarbyggð Borgarnes UNDANFARIÐ hefur verið unnið að nýlagningu Djúpvegar í norð- anverðum Kollafirði í Stranda- sýslu. Vegagerðin óskaði fyrr á þessu ári eftir tilboðum í veg- arkaflann sem nær frá brú við Fellsá og endar við svokallaðan Forvaða en leiðin er 5,58 km löng. Lægsta tilboðið átti Fylling ehf. á Hólmavík rúmlega 56 millj- ónir króna. Áætluð verklok eru 31. júlí á næsta ári. Að sögn Karls Þ. Björnssonar, verkstjóra hjá Fyllingu, hefur verkinu miðað vel áfram: „Við munum halda áfram í haust á meðan ekki snjóar. Rigningar undanfarið hafa tafið heldur fyrir og verið til óþæginda en vega- framkvæmdir hafa þó gengið ágætlega þar sem mjög hlýtt hef- ur verið í veðri.“ Komið er burðarlag á rúmlega helming vegarins og hefur um- ferð nú verið hleypt á þann hluta. Fullvíst er talið að væntanlegt vegastæðið muni miklu breyta varðandi snjósöfnun á þessari leið þegar fullnaðarfrágangi verður lokið. Morgunblaðið/Arnheiður Framkvæmdir við nýlagningu vegar um norðanverðan Kollafjörð. Brynjólfur Smárason leiðbeinir þeim sem vinna við efnisflutninga. Vegabætur í Kollafirði Hólmavík ÞEGAR hausta tekur fer fólk að tínast á hin ýmsu námskeið sem í boði eru hverju sinni. Á Húsavík og í Þingeyjarsýslum er mikið og fjölbreytt framboð af nám- skeiðum. Þau eru m.a. haldin af stéttarfélögunum og Fræþingi, Fræðslumiðstöð Þingeyinga. Fyrir skömmu stóð Fræþing fyrir námskeiði í gerð mósaík- verka, kennt var í Framhaldsskól- anum á Húsavík. Fanný Jón- mundsdóttir var kennari en aðeins þrjár konur mættu á námskeiðið. Hér eru nemendurnir þær Þór- unn Kristjánsdóttir, Margrét María Sigurðardótir og Sigríður Jónsdóttir ásamt kennara sínum, Fanný Jónmundsdóttur. Fræðslumiðstöð Þingeyinga Námskeið í gerð mósaík- verka Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson FELLAHREPPUR bauð Austfirðingum í heimsókn á laugardaginn var, en þá var ný 460 fermetra viðbygg- ing við Fellaskóla tekin formlega í notkun. Hátíðardagskrá var að mestu leyti í höndum ung- viðisins, m.a. nýstofnaðs kórs Fellaskóla, sem söng tvö lög fyrir fjölda gesta. Í nýjum skólastofum sýndu nemendur verkefni um fjögur lönd, Kína, Pólland, Noreg og Færeyjar, í máli, myndum, mat og hand- verki. Fellaskóli, Tónlistarskóli Fellahrepps, leikskól- inn Hádegishöfði, félagsmiðstöðin Afrek og Ráðhús Fellahrepps voru svo opin gestum til skoðunar allan daginn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í nýjum skólastofum Fellaskóla sýndu nemendur fjölbreytt verkefni um Kína, Pólland, Færeyjar og Noreg. 460 fermetra viðbygging vígð við Fellaskóla Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.