Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lið-a-mót FRÁ Apótekin H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi SNÚNINGASAMT og rysjótt veður er framundan, allt fram undir miðjan nóvember að því er fram kemur í veðurspá félaga í Veð- urklúbbnum á Dalbæ á Dalvík. Spá þeir að á köflum verði leið- indaskakstur og spörfuglasperr- ingur, en engin vonska og snjór verði ekki mikill. Þá þurfi menn ekki að óttast mikinn snjó allt fram til áramóta gangi spá þeirra eftir. Marteinsmessa er 11. nóvember næstkomandi, en fjúk og dimm- viðri þann dag veit á íhlaupasaman og kaldan snjóavetur. Heiðríkt loft boðar aftur á móti staðviðri. Vitna klúbbfélagar á eftirfarandi vísu: Á Marteinsmessu ef mundi loft meður regni, eg segi veðradimmur verður oft vetur frá þeim degi. Veðurklúbburinn á Dalbæ Snúningasöm og rysjótt tíð ÖLLU starfsfólki á saumastofu Sjó- klæðagerðarinnar hf. 66° norður á Akureyri, alls 15 manns, hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Jóns Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins verður rekstri saumastofunnar hætt í núverandi mynd en ekki verður um neina breytingu að ræða á versl- unarrekstri fyrirtækisins í bænum. Jón sagði að þótt allir á sauma- stofunni hafi fengið uppsagnarbréf væri stefnt að því að halda úti þjón- ustustarfsemi á Akureyri með þremur til fimm starfsmönnum. Jón sagði að þessar aðgerðir væru liður í hagræðingu innan fyrirtækisins sem staðið hafi yfir undanfarin ár. Saumastofa Sjóklæðagerðarinnar sameinaðist starfsemi Foldu á sín- um tíma og er starfsemin til húsa á Gleráreyrum. Jón sagði að í kjölfar þessara breytinga yrðu húsnæðis- málin einnig tekin til endurskoðun- ar. Sjóklæðagerðin hf. 66° norður Starfsfólki á sauma- stofu sagt upp MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Hríseyjarhrepps lagði fram bókun á aukafundi sveitarstjórnar á fimmtu- dag, þar sem hörmuð eru viðskipti Péturs Bolla Jóhannessonar sveitar- stjóra og Þorgeirs Jónssonar slökkviliðsstjóra á brunastað þegar gamla verbúðin brann hinn 27. októ- ber sl. „Það er alveg ljóst að meiri- hlutinn lýsir yfir stuðningi við sveit- arstjóra og óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi við hann þar sem hann hefur unnið sín störf af bestu samvisku fyrir Hrís- eyjarhrepp en oft og tíðum mátt þola ósanngjarna gagnrýni sem oftar en ekki hefur komið frá títtnefndum slökkviliðsstjóra,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Slökkviliðsstjóri hefur sakað sveit- arstjóra um að skipta sér af slökkvi- starfi umrædda nótt og hefur kært málið til lögreglu. Meirihlutinn átel- ur slökkviliðsstjóra fyrir að kæra málið til lögreglu og blása það út í fjölmiðlum, í stað þess að reyna sáttaleið innan sveitar. Telur meiri- hlutinn að um trúnaðarbrest sé að ræða þar sem sveitarstjórnarmaður eigi í hlut og að sú umræða sem fylgt hafi í kjölfarið sé eynni lítt til fram- dráttar. Á fundinum voru einnig lagðar fram bókanir frá minnihluta hrepps- nefndar og sveitarstjóranum. Í bók- un minnihlutans kemur m.a. fram að sveitarstjórinn hafi enga heimild haft til að skipta sér af slökkvistarfi að- faranótt laugardagsins 27. október sl. Ennfremur að sveitarstjóri hafi reynt að skipta sér af slökkvistarfi í frekar annarlegu ástandi og með fremur óviðeigandi athugasemdum út í slökkviliðsstjórann. Slökkviliðs- stjóri hafi beðið sveitarstjóra góðfús- lega að yfirgefa svæðið í tvígang en hann hafi ekki látið sér segjast og veist að slökkviliðsstjóra þar sem hann var að sinna skyldustörfum. Hafi þurft tvo slökkviliðsmenn til að fjarlægja sveitarstjóra af vettvangi. Svona atvik verði að líta alvarlegum augum, enda hæfi slík hegðun ekki sveitarstjóra. Sveitarstjóri vísar í bókun sinni á bug ásökunum um að hann hafi reynt að hindra slökkviliðsstörf, ásakanir þessar séu tilhæfulausar með öllu og hafi ekkert haft með málsatvik að gera. Ennfremur að hann sé meðvit- aður um að slökkviliðsstjóri stjórni aðgerðum á vettvangi þegar elds- voða beri að höndum. Þess vegna séu ásakanir sem fram komi í kæru óskiljanlegar og tilhæfulausar þar sem sveitarstjóri hafi ekki þetta vald. Orðastaður sem átti sér stað á vett- vangi milli sín og slökkviliðsstjórans eigi sér lengri aðdraganda eins og gerðarbækur sveitarstjórnar vitni um. Einnig kemur fram í bókun sveitarstjóra að það sé umhugsunar- vert að Þorgeir Jónsson skyldi ekki sýna þá samfélagslegu ábyrgð að láta reyna á lausn málsins með því að ræða við oddvita hreppsins áður en rokið var í kæru og fjölmiðla. Sveit- arstjóri telur að framganga Þorgeirs virðist til þess ætluð að koma óorði á sig og sína persónu, auk þess að klekkja á meirihluta sveitarstjórnar. Þá kemur fram í bókun meirihlut- ans að verði staðið við kæruna verði ekki annað séð en allur samstarfs- grundvöllur sé brostinn milli viðkom- andi aðila þar sem samskipti þeirra á milli þurfi að vera mikil starfa þeirra vegna og óhjákvæmilegt annað en að sveitarfélagið beri skaða af. Aukafundur í sveitarstjórn Hríseyjarhrepps Meirihlutinn lýsir yfir stuðningi við sveitarstjóra STOFNFUNDUR Samtaka fyrir- tækja á Norðurlandi var haldinn á Hótel KEA á fimmtudag, en mark- mið þeirra er að vinna að uppbygg- ingu og samvinnu fyrirtækja í fjórð- ungnum. Rósa Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Ásprents-POB sagði þar að horfa þurfi til annarra Evr- ópulanda þar sem stjórnvöld styðja við og styrkja landsbyggðina á ýms- an hátt. Menn hljóti að bera saman rekstrarumhverfi fyrirtækja og lífs- kjör fólks á landsbyggðinni í Evrópu við landsbyggðina á Íslandi. „Þegar raddir heyrast frá fyrir- tækjum og fólki á landsbyggðinni, um ójafna samkeppnisstöðu, er gjarnan brugðist við með einfaldleik- anum og sagt að þeir hæfustu lifi – allir hafi frelsi til að keppa. Þetta sé bara spurning um að reka fyrirtækin vel. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Þær segja okkur að þegar hinn gífurlegi flutningskostnaður er kominn á vöruverðið, þá er varan orð- in 6% dýrari á Akureyri en í Reykja- vík og 14% dýrari á Þórshöfn svo dæmi sé tekið. Þar af leiðandi borgar landsbyggðin hærri virðisaukaskatt til ríkisins,“ sagði Rósa. Hún sagði aðflutt hráefni ævinlega fara fyrst um innflutningshöfnina í Reykjavík og þar þurfi að borga upp- skipunar- og vörugjald. Þar bíði hún gjarnan í viku, eftir skipi sem fari á ströndina. Þá þurfi aftur að borga vörugjald og síðan strandflutninga- gjald, sem nýlega hafi verið ákveðið að fyrirtæki á landsbyggðinni skyldu greiða. Fyrirtækin á landsbyggðinni þyrftu svo að flytja fullunna vöru frítt til Reykjavíkur, því viðskiptavinur- inn vildi eðlilega ekki borga meira fyrir að láta vinna verkin úti á landi, en á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var samþykkt að vinna að því að fá endurgreiðslu á flug-, sjó- og landflutningum til og frá höfuð- borgarsvæðinu, niðurfellingu trygg- ingagjalds á landsbyggðinni, hækk- aðan persónuafslátt fyrir íbúa landsbyggðar sem og afslátt á endur- greiðslu námslána. Gjaldtakan hefur neikvæð áhrif Stjórn Samtaka iðnaðarins sendi kveðju á fundinn með þeirri ósk að viðunandi lausn fyndist á þeim vanda sem nýtt gjald vegna framhaldsflutn- inga skapaði fyrir iðnfyrirtæki á landsbyggðinni. Ljóst væri að gjald- takan myndi hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Samtök iðnaðarins telja að lausn verði ekki fundin á málinu nema með samvinnu stjórnvalda, flutningafyrir- tækja, hagsmunasamtaka og fyrir- tækjanna á landsbyggðinni. Í stjórn Samtaka fyrirtækja á Norðurlandi voru kjörin þau Rósa Guðmundsdóttir, Ásprenti-POB, Þórarinn Kristjánsson, Gúmmí- vinnslunni, Valgerður Kristjánsdótt- ir, Fóðurverksmiðjunni Laxá, Elín Gunnarsdóttir, Dekkjahöllinni, og Gunnar Örn Gunnarsson, Kísiliðj- unni. Stofnfundur Samtaka fyrirtækja á Norðurlandi Landsbyggðin borgar hærri virðisaukaskatt ÞRÍR fóru á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á Þingvallastræti nokkru eftir hádegi í gær. Áreksturinn varð á móts við innakstur að verslun Úrvals og Kristjánsbakarís. Bíl sem ekið var vestur Þingvall- astræti var beygt til vinstri og að innakstrinum í veg fyrir bíl sem ekið var niður götuna. Lenti sá bíll í hægri hlið hins. Báðir bílarnir eru ónýtir. Morgunblaðið/Kristján Beita þurfti klippum til að losa fólkið úr annarri bifreiðinni. Á slysadeild eftir harðan árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.