Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ELLEFU fyrirtæki eða félög hafa fengið starfsleyfi hér á landi eftir gildistöku laga um alþjóðleg við- skiptafélög árið 1999. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing- manna vinstri grænna, um skattfríð- indi í skjóli laga um alþjóðleg við- skiptafélög. Í svari ráðherra kemur fram, að helstu athafnasvið fyrirtækjanna eru kaup og sala sjávarafurða sem upprunnar eru utan Íslands, milli- ganga um viðskipti með þjónustu milli erlendra aðila, þar á meðal fjar- skiptaþjónustu, og fjárfestingar og eignarhald í erlendum fyrirtækjum og annars konar eignarréttindum er- lendis. Viðskiptaráðuneytið hefur ekki undir höndum upplýsingar um fjölda starfsmanna þessara félaga, en í svarinu segir að um sé að ræða starf- semi sem ella færi ekki fram hér- lendis. Starfsemi alþjóðlegra við- skiptafélaga sé því almennt hrein viðbót við íslenskt atvinnulíf. Lög um alþjóðleg viðskiptafélög Ellefu fyrir- tæki fengið starfsleyfi ALKUNNA er að þeir þingmenn sem gegna hinu virðulega embætti forseta Alþingis á hverjum tíma eru misumdeildir og áberandi í störfum sínum. Það er líkt og með þing- mennskuna almennt, að þar eru sumir menn jafnan í sviðsljósinu en aðrir síður. Sem þingmaður og ráð- herra var Halldór Blöndal, fyrsti þingmaður Norðurlands eystra, jafn- an áberandi enda ódeigur við að lýsa skoðunum sínum. Það mátti því bú- ast við að Blöndal yrði umdeildur sem forseti Alþingis, enda hefur það komið á daginn. Tíðum gerist það að við upphaf þingfundar séu gerðar at- hugasemdir af hálfu stjórnarand- stöðu við fundarstjórn forseta, en Halldór Blöndal verst jafnan fimlega og verður sjaldan undir. Kemur þar margt til eftir efnum hverju sinni, en ekki síst er forsetinn vígfimur á ís- lenska tungu og getur sá vopnaburð- ur vegið þungt á ögurstundu eins og dæmin sanna. Ekki síst er Halldór Blöndal skot- spónn stjórnarandstöðu þar sem hann tekur virkari þátt í stjórnmála- umræðu þingsins en margir fyr- irrennarar hans í embætti. Oft sést Blöndal hálfiðandi í stól forseta þeg- ar einhver stjórnarandstæðingurinn fer með fleipur að hans mati og bregst þá aldrei að stutt er í að ein- hver varaforsetinn skipti við hann. Áður en langt um líður stígur svo fyrsti þingmaður Norðurlands eystra í ræðustól og vekja þær ræð- ur jafnan athygli og oft andsvör. Svo gripið sé til alkunnrar lýs- ingar úr heimi íþróttanna held ég megi fullyrða að forseti Alþingis hafi verið í sérdeilis góðu formi það sem af er haustþingi. Stjórn hans hefur verið snörp og örugg, en ekki síður hefur vakið athygli mína bardaga- gleði hans í almennri umræðu. Ein- hverjir hafa gert því skóna að Hall- dór kunni jafnvel að láta af þingmennsku eftir þetta kjörtímabil, en sá sem þetta ritar sér engin merki þess. Þvert á móti. Ögmundur Jónasson, annar drjúg- ur ræðumaður á þingi, gerði sem for- maður þingflokks vinstri grænna í vikunni alvarlegar athugasemdir við störf þingsins. Tilefnið var að þing- flokkur VG hafði farið þess á leit við forsætisnefnd Alþingis að senda Kol- brúnu Halldórsdóttur þingkonu sem fulltrúa þingsins á loftslagsráðstefn- una í Marrakesh. Vísaði Ögmundur til þess að umhverfisráðuneytið væri sömu skoðunar og hefði með form- legum hætti spurst fyrir um fyr- irætlanir Alþingis í þessum efnum. Forseti Alþingis hefði hins vegar svarað í nafni forsætisnefndar því til að ekki stæði til að Alþingi sendi full- trúa á ráðstefnuna. Ögmundur benti á að vinstri grænir hefðu boðist til að standa undir kostnaði við för þingmannsins, en því hefði einnig verið hafnað af hálfu Alþingis. Mótmælti hann harð- lega þessum vinnubrögðum og benti á að fimm fulltrúar færu frá Íslandi til Marrakesh og fráleitt væri að fulltrúum þjóðþinganna sem setja lögin væri haldið fyrir utan slíkan fund. Halldór Blöndal upplýsti af þessu tilefni að hinn 24. september sl. hefði honum borist bréf frá ráðuneyt- isstjóra umhverfisráðuneytisins sem hefði lokið svo: „Með bréfi þessu vill ráðuneytið gefa Alþingi kost á því að senda fulltrúa á aðildarríkjaþingið. Viðkomandi þingmenn fengju aðild að íslensku sendinefndinni en allur kostnaður við hugsanlega þátttöku félli á Alþingi.“ Síðan sagði Halldór Blöndal, for- seti Alþingis: „Ég lét ráðuneytið að sjálfsögðu vita að ef Alþingi vill taka þátt í alþjóðlegu samstarfi þarf það ekki á aðstoð ráðuneyta að halda við að senda þangað þingmenn eða sendinefndir, heldur tekur slíkar ákvarðanir sjálft. Ég skil satt að segja ekki – ég get sett það innan sviga – hvernig ráðuneytisstjóra dettur í hug að senda mér bréf með þvílíku efni.“ Svo mörg voru þau orð. Efnislega svaraði forsetinn gagn- rýni VG hins vegar með því að engin beiðni hefði borist frá umhverf- isnefnd Alþingis um að senda full- trúa á umrædda ráðstefnu. Lýsti hann þeirri afstöðu sinni að óskuðu þingnefndir eftir því að senda full- trúa sína á ráðstefnur erlendis kæmi að því að ákveða með hvaða hætti slíkar sendinefndir væru skipaðar. Sagði hann að einstakir þingmenn gætu ekki útnefnt sjálfa sig sem sér- staka fulltrúa Alþingis á einstökum ráðstefnum út um heim, jafnvel þótt þeir borguðu sjálfir undir sig.      Forseti Alþingis snuprar framkvæmdavaldið EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is HART var deilt á ummæli sjávarút- vegsráðherra, Árna M. Mathiesen (D), sem hann lét falla á aðalfundi LÍÚ á fimmtudag við upphaf þing- fundar í gær. Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, sagði ráðherrann hafa ráðist „með ákaflega lúaleg- um hætti“ að þremur þing- mönnum sem sæti áttu í endur- skoðunarnefnd um stjórn fisk- veiða með því að halda því fram á fundi „í skjólborg sægreifanna“ að viðkomandi þing- menn hafi beinlínis farið inn í nefnd- ina með það að markmiði að spilla störfum hennar og koma í veg fyrir að unnt væri að ná sátt. Sagði Össur þetta mjög alvarlegar ásakanir hjá ráðherranum og gagnrýndi þær harðlega. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði ráðherrann „ákaflega lítilla sanda“ að ætla að reyna að afsaka magalendingu sína hina miklu í sjávarútvegsmálum með því að kenna þingmönnum í endurskoðunarnefndinni um að ekki hafi orðið sátt. „Og sátt um hvað?“ spurði Steingrímur, „viðurkennir ekki ráðherra að þar voru menn tals- menn viðurkenndra sjónarmiða sem njóta mikils stuðnings í þjóðfélag- inu? Áttu þeir að leggjast flatir á magann til þess að sjávarútvegsráð- herra gæti selt þjóðinni sátt um óbreytt kerfi? Þessi málflutningur gengur ekki upp, hann er bæði efn- islega út í hött og ómerkilegur,“ sagði Steingrímur. Hann bætti því við að ráðherra færi nú fram með til- lögur um óbreytt kerfi og gæti eng- um nema sjálfum sér kennt um að þjóðin félli ekki fyrir slíku. 2,5 milljarða gjaldtaka strax uppi á borðinu í upphafi Tveir þingmenn sem sæti áttu í endurskoðunarnefndinni töldu að sér vegið með orðum ráðherra. Jó- hann Ársælsson (S) vísaði til orða eins nefndarmanna, stjórnarliðans Vilhjálms Egilssonar (D), sem hefði viðurkennt að of langt hefði verið milli aðila, en það væri þó engum að kenna. Furðaði Jóhann sig á því að ráðherra, sem ekki hefði verið í nefndinni, héldi hins vegar upptekn- um hætti og vændi menn um óheil- indi í störfum sínum hvar sem færi gæfist. Árni Steinar Jóhannsson (Vg) sagðist seinþreyttur til vandræða, en sér væri nú of- boðið. Sagði hann það aldrei hafa verið meininguna að ná neinu sam- komulagi við svo- kallaðan minni- hluta endurskoðunar- nefndarinnar. „Það var strax búið að búa til formúlu um hvertgjaldþol út- gerðarinnar væri. Á fyrstu fundum nefndarinnar var uppi á borðinu gjaldtaka upp á 2,5 milljarða,“ sagði hann. Ráðherra fékk drjúgan ræðutíma Þegar þarna var komið við sögu, mátti vart átta sig á stöðu umræð- unnar varðandi þingsköp. Þingmenn komu upp í ræðustól ýmist undir liðnum störf þingsins, fundarstjórn forseta ellegar að bera af sér sakir. Frammíköll voru að sama skapi áberandi, eins og jafnan í umræðum um sjávarútvegsmál. Spöruðu þing- menn síst stóru orðin og gengu ásakanir um brot á þingsköpum á víxl. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks, þeir Kristján Pálsson, Einar K. Guð- finnsson og Halldór Blöndal, töluðu um óþarfa viðkvæmni að ræða hjá stjórnarandstöðu varðandi ummæli ráðherra. Umræðan hafði ekki síst snúist um það hvort í sjónvarpsfrétt- um hefði verið greint rétt frá um- mælum ráðherra á fundi LÍÚ og því fór ráðherra í ræðustól eftir ítrek- aðar óskir þingmanna og las hluta úr ræðu sinni. Tók sá lestur nokkurn tíma og vakti athygli að starfandi forseti, Ísólfur Gylfi Pálmason, gerði ekki athugasemd þótt ráðherra færi vel yfir þrjár mínútur fram yfir ræðutíma sinn. Sætti forsetinn harðri gagnrýni fyrir vikið, m.a. frá þeim Össuri og Steingrími, en einnig Sverri Hermannssyni, formanni Frjálslynda flokksins, sem áskildi sér rétt til þess, þegar lægi á, að fara svo langt út fyrir sinn ræðutíma. Sagði Steingrímur J. að annaðhvort giltu þingsköp eða ekki og nú myndu forsetar lenda í „grenjandi vandræð- um“ með það hvar og hvenær eigi að sýna svigrúm af þessu tagi. Lítill áhugi á samstöðu um stjórn fiskveiða Í máli sjávarútvegsráðherra kom annars fram að ekki væri rétt að þegar í upphafi starfa endurskoðun- arnefndar hefði veiðigjald verið uppi á borðinu. Sagðist hann áður hafa sagt, og m.a. í ræðustól Alþingis, að það hefði verið lítill áhugi á því að ná samstöðu um stjórn fiskveiða í end- urskoðunarnefndinni. „Það er skoð- un mín,“ sagði Árni M. Mathiesen og hafnaði því alfarið að sú skoðun hefði komið fram með lúalegum hætti og án þess að viðkomandi þingmenn fengju varist. Þá lýsti hann yfir mik- illi undrun sinni á því að Össur Skarphéðinsson, þingmaður sem hann þekkti vel og þekkti sig vel, sakaði sig um kjarkleysi. Sagði hann það koma sér mjög í opna skjöldu. Harðar umræður á Alþingi um endurskoðunarnefnd og stjórn fiskveiða Sjávarútvegsráðherra gagnrýndur harðlega Morgunblaðið/Golli Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sætti gagnrýni á Alþingi í gær fyrir ummæli um störf endurskoðunarnefndar. Hér stendur hann á bak við Ögmund Jónasson og fylgist með umræðum. SVO harkalega var deilt um stjórn þingsins við upphaf þingfundar í gær, að einn reyndasti þingmaður- inn, Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslyndra, kvaðst vart muna ann- að eins. Gegndi hann þó um skeið embætti forseta neðri deildar þings- ins, meðan það var deildaskipt. Sverrir sagðist við lok umræðunn- ar, þegar saman höfðu blandast um- ræður um störf þingsins, stjórn for- seta og réttinn til að bera sér sakir, að réttast væri að taka sérstaka um- ræðu um geðbrigðastjórn forseta og senda í kjölfarið niðurstöðuna til sér- fræðinga. Tók Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, hinn gamla samherja sinn á orðinu og kvaðst þegar myndu gera þetta. „Ég vil verða við tilmælum þingmannsins og vísa málinu til sér- fræðinga. Þá veit þingmaðurinn að varla er að vænta svars fyrr en á næsta þingi,“ sagði hann. Og grét þá þingheimur af hlátri. Umræður um stjórn þingsins Senda niður- stöður til sérfræðinga ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.