Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 1
252. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 3. NÓVEMBER 2001
ENGINN fótur reyndist fyrir því
að duft sem fannst í póstsendingum
á tveimur stöðum í Þýskalandi
hefði haft að geyma miltis-
brandsgró. Ulla Schmidt, heil-
brigðisráðherra Þýskalands,
greindi frá þessu í gærkvöldi. Fyrr
um daginn hafði orðið mikið upp-
nám í sambandslöndunum Thür-
ingen og Schleswig-Holstein þegar
fréttist að bréf, sem sent var at-
vinnumálaskrifstofu ríkisins í Rud-
olstadt í Thüringen, og tveir pakk-
ar sem fundust í Neumünster í
Schleswig-Holstein hefðu haft að
geyma miltisbrandsgró.
Í Karachi í Pakistan gerðist það
að skrifstofum dagblaðsins Jang
var lokað en frumrannsóknir höfðu
leitt í ljós að miltisbrandsgró hefði
verið að finna á fréttayfirlýsingu
sem barst blaðinu í síðustu viku.
Stjórnvöld í landinu vildu þó rann-
saka málið nánar og gáfu í skyn í
gær að um gabb gæti hafa verið að
ræða.
Á fimmtudag hafði fengist stað-
fest að miltisbrandsgró var að
finna í póstpoka í bandaríska
sendiráðinu í Vilníus í Litháen. Var
það fyrsta miltisbrandstilfellið í
Evrópu en fram að þessu hafa þau
verið einskorðuð við Bandaríkin.
Á myndinni má sjá hvar grískir
slökkviliðsmenn æfa viðbrögð við
fundi grunsamlegra póstsendinga
en fulltrúar bandaríska sendiráðs-
ins í Aþenu sögðu í gær að nú væri
verið að rannsaka bréf sem barst
nýverið og þótti grunsamlegt.
Reuters
Duftið reyndist
laust við miltisbrand
Berlín, Karachi. AP, AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í gær að ekkert hlé yrði
gert á árásum á skotmörk í Afganist-
an yfir hvíldarmánuð múslima, ram-
adan, sem hefst um miðjan nóvem-
ber. Héldu bandarískar B-52
sprengjuflugvélar áfram að tæma
lestar sínar yfir hernaðarlega mikil-
vægum hæðum í nágrenni Kabúl sem
þykir til marks um að nú eigi að veita
afgönsku stjórnarandstöðunni fullt
liðsinni í baráttunni við hersveitir tal-
ibana.
Margar múslimaþjóðir, sem stutt
hafa aðgerðirnar gegn Afganistan,
höfðu lýst andstöðu sinni við að loft-
árásum yrði haldið áfram á meðan á
ramadan stæði. „Mín skoðun er sú að
óvinurinn muni ekki taka sér neina
hvíld á meðan ramadan stendur yfir
og því munum við ekki gera það held-
ur,“ sagði Bush hins vegar í gær. „Við
munum halda þessu stríði áfram uns
við höfum náð markmiðum okkar,“
sagði hann.
Í fyrrinótt hafði komið til bardaga í
Uruzgan í Mið-Afganistan milli talib-
ana og stuðningsmanna Hamids
Karzai, áhrifamikils stjórnarand-
stæðings af þjóðflokki Pastúna.
Sögðust Talibanar hafa handsamað
25 af stuðningsmönnum Karzai en
Karzai hefur undanfarið reynt að
vinna Zaher Shah, fyrrverandi kon-
ungi Afganistan, fylgi meðal Afgana.
Koma á fót „áróðursútvarpi“
Karzai slapp sjálfur undan á flótta
en fyrir nokkru tóku talibanar annan
forystumann stjórnarandstöðunnar,
Abdul Haq, af lífi en hann hafði verið í
Afganistan í sömu erindagjörðum og
Karzai. Vesturveldin sjá Shah sem
líklegan forystumann þeirrar stjórn-
ar sem hugsanlega tæki við ef talib-
anar hrökklast frá völdum.
Talsmenn talibanastjórnarinnar
sögðu bæði Osama bin Laden, sem
grunaður er um hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september sl., og
Mohammad Omar, andlegan leiðtoga
talibana, á lífi og vel haldna þrátt fyr-
ir næstum fjögurra vikna langar
hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna.
Hafa Bandaríkjamenn nú ákveðið
að setja á laggirnar útvarpsstöð,
Radio Free Afganistan, sem ætlað er
að vinna gegn talibönum í svokölluðu
„áróðursstríði“ en þeir óttast þau
áhrif sem yfirlýsingar talibana um
voðaverk Bandaríkjamanna í Afgan-
istan hafa á almenning í löndum
múslima í nágrenni Afganistan, sem
og í Afganistan sjálfu.
Ekki gert hlé á árás-
unum yfir ramadan
Washington, Doha, Rabat í Afganistan. AFP, AP.
Verulegur/26
DAVID Trimble, leiðtoga Sam-
bandsflokks Ulster (UUP) á Norður-
Írlandi, mistókst í gær að tryggja sér
kosningu í embætti forsætisráðherra
en þá fór fram atkvæðagreiðsla um
endurreisn heimastjórnarinnar í hér-
aðinu. Einungis 29 af 59 þingmönnum
flokka sambandssinna á þinginu í
Belfast greiddu Trimble atkvæði sitt
en til að ná kjöri þurfti hann að njóta
helmings stuðnings bæði hjá flokkum
kaþólskra og mótmælenda.
Í kjölfar þeirrar tímamótaákvörð-
unar Írska lýðveldishersins, IRA, í
síðustu viku að byrja afvopnun lýsti
Trimble yfir vilja UUP til að endur-
reisa samstjórn kaþólskra og mót-
mælenda á N-Írlandi sem hann veitti
forystu þar til í sumar. Greiddu allir
þingmenn kaþólskra Trimble at-
kvæði sitt í gær en í röðum sam-
bandssinna greiddu þingmenn Lýð-
ræðislega sambandsflokksins, DUP,
flokks klerksins Ians Paisley, allir at-
kvæði gegn Trimble.
Það sem hins
vegar skipti meira
máli var að tveir
þingmenn UUP
greiddu atkvæði
gegn formanni sín-
um. Töldu þeir sig
ekki geta sam-
þykkt stjórnar-
samstarf með Sinn
Féin að svo
stöddu, þrátt fyrir frumkvæði IRA í
síðustu viku. Ekki væru fyrirliggj-
andi nægar upplýsingar um hvort –
og þá hvernig og hvenær – herinn
hygðist halda afvopnun áfram.
Norður-Írlandsmálaráðherra
bresku ríkisstjórnarinnar, John Reid,
þarf nú að ákveða hvort efnt verður
til nýrra kosninga á N-Írlandi eða
hvort stjórnin í London tekur að fullu
við stjórnartaumunum á nýjan leik.
Fulltrúar bæði Sinn Féin og DUP
hvöttu til þess í gær að boðað yrði til
kosninga.
Uppnám á Norður-Írlandi
Trimble náði
ekki kosningu
Belfast. AFP.
David Trimble
YASSER Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, og Shimon Peres, utan-
ríkisráðherra Ísraels, áttu stuttan
fund á eyjunni Mallorca í gær, þar
sem þeir eru staddir á ráðstefnu um
efnahagsmál í Miðjarðarhafs-
löndum. Á myndinni sjást þeir tak-
ast í hendur á fundarstaðnum í
bænum Formentor, en að baki þeim
stendur Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands.
Þetta var fyrsti fundur Arafats
og Peresar síðan 26. september og
er vonast til að hann geti lagt
grunninn að frekari friðarumleit-
unum en ófriðlegt hefur verið um
að litast í Mið-Austurlöndum að
undanförnu.
Skutu palestínskir byssumenn
einn ísraelskan hermann til bana og
særðu annan á Vesturbakkanum í
gær. Palestínumennirnir óku á
jeppa upp að ísraelskri herstöð ná-
lægt landnemabyggð gyðinga í Beit
El, beindu skothríð að herstöðinni
og flúðu svo á brott.
Arafat
og Peres
hittast
Reuters
STÖRFUM í Bandaríkjunum fækk-
aði um 415 þúsund í október, og at-
vinnuleysi í mánuðinum nam 5,4%, að
því er greint var frá í gær. Er þetta
mesta atvinnuleysi síðan í desember
1996, og mesta aukning milli mánaða
síðan í maí 1980.
„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir
Bandaríkin,“ sagði George W. Bush
forseti um atvinnuleysistölurnar.
Hvatti hann þingið til að samþykkja
frumvarp um ráðstafanir til styrktar
efnahagslífinu, til þess að auðvelda
Bandaríkjamönnum að rétta úr kútn-
um eftir hryðjuverkin 11. september.
Bandaríkin
Atvinnu-
leysi eykst
Washington. AFP.
LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn
ætlar að sögn Jyllandsposten ekki að
sinna kærum sem lagðar hafa verið
fram á hendur jafnaðarmannaflokki
Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð-
herra um lagabrot í sambandi við
óbeinar greiðslur danska alþýðusam-
bandsins í flokkssjóði. Sagði lögregl-
an í gær að ekkert benti til að um brot
væri að ræða þar sem refsiákvæði í
lögum um fjárstuðning við flokka
hefði ekki tekið gildi fyrr en eftir að
greiðslurnar voru inntar af hendi.
Tveir prófessorar í lögum fullyrtu í
vikunni að flokkurinn hefði lengi brot-
ið lög með því að taka við nær níutíu
milljónum ísl. kr. að jafnaði á ári frá
1990. Bent var á að ekki væri skýrt
frá greiðslunum opinberlega eða í
bókhaldi flokksins.
Ólöglegt fé
í flokkssjóð?
Danskir/24
♦ ♦ ♦