Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvert er tilefni nafnabreytingar fé- lagsins? „Árið 1997 var hlutverk félagsins útvíkkað þannig að það náði til stjórnunar almennt. Síðan þá hefur sú umræða verið stöðug innan fé- lagsins hvort nafnið á félaginu lýsi starfsemi félagsins nægjanlega vel. Eins og alltaf, þegar kemur að nafna- breytingum, var málið viðkvæmt því nafn félagsins á sér ákveðna forsögu enda var félagið stofnað 1986. Síðla árs 2000 og í byrjun þessa árs varð samkomulag um að til þess að festa í sessi þá þróun sem hafði átt sér stað væri nauðsynlegt að skipta um nafn. Hjá félaginu eru starfandi faghópar sem taka fyrir alls konar mál, hvort sem það eru gæðamál, umhverfis- og öryggismál eða starfsþróunarmál, svo eitthvað sé nefnt. Þannig að í rauninni var þessi nafnabreyting gerð til að endurspegla betur starf- semina eins og hún er í dag.“ Stendur eitthvað sérstakt til vegna 15 ára afmælis Stjórnvísi? „Í ár verður gæðavikan haldin í 7. skipti dagana 5.–9. nóvember, undir formerkjum framsækinnar stjórn- unar. Í boði verða þrír atburðir: Vik- an byrjar á morgunverðarfundi 7. nóvember þar sem niðurstöður könn- unar á hvaða þættir þurfa að liggja til grundvallar fyrirmyndarfyr- irtækjum verða kynntar. Einnig verða pallborðsumræður sem Elín Hirst mun stýra. Þeir sem munu skipa pallborðið eru Ari Edwald, Al- mar Guðmundsson, Finnur Svein- björnsson og loks tveir forsvarsmenn fyrirmyndarfyrirtækja. Þetta gæti orðið mjög áhugaverð umræða sem ætti að höfða til allra stjórnenda. 8. nóvember verður haldin hálfs dags ráðstefna með yfirskriftina „Stöðug framþróun fyrirtækja“. Við höfum fengið erlendan fyrirlesara, David Jackson, til að koma til landsins en erindi hans heitir „Creating Dyn- amic Organisations“. Hann hefur haldið mjög eftirsótt námskeið og skrifað nokkrar bækur um sama efni. Til að geta átta sig betur á íslenska veruleikanum höfum við fengið full- trúa Marel, Delta og Opinna kerfa til að segja okkur frá því hvað liggur til grundvallar þeim árangri sem þessi fyrirtæki hafa náð á undanförnum árum. Gæðavikan endar svo á af- hendingu Íslensku gæðaverð- launanna. Þetta er í 3. skipti sem verðlaunin verða afhent.“ Nú koma sífellt upp ný hugtök varðandi stjórnun og stjórnunarað- ferðir. Hvernig er með slíkar nýjar aðferðir, skila þær árangri? „Það má segja að til dæmis þegar gæðastjórnun kom fyrst upp í um- ræðunni var það í raun áhersla á góða stjórnun. Síðan koma upp nýjar útfærslur á því sem menn hafa verið að gera og þá vilja menn oft setja ein- hverja hatta á þetta, ráðgjafar vilja selja þessar hugmyndir til við- skiptavina sinna og það gerir um- ræðuna oft þægilegri. Ef við lítum til dæmis á „balanced scorecard“ eða samhæft mælingakerfi þá eru menn í raun að setja upp ákveðna mæli- kvarða. Þetta er alls ekki ólíkt því sem fyrirtæki hafa gert í gegnum tíð- ina. Það sem samhæft mælingakerfi reynir til dæmis að draga fram er kannski að horfa ekki bara á þessa fjárhagslegu mælikvarða, heldur einnig á viðskiptavinina, starfsmenn- ina og innri starfsemi og ferli innan hennar. Það sama á við um Íslensku gæðaverðlaunin og þá hug- myndafræði sem liggur þar á bak við, þ.e. mat er lagt á þá þætti sem auka ánægju viðskiptavina og starfs- manna og bæta þar af leiðandi rekstrarárangur fyrirtækisins. Oft er þannig verið að glíma við sömu viðfangsefnin en horft á þau frá mis- munandi sjónarhornum.“ Nú hefur þessi umræða verið höfð í hvað mestum hámælum hjá fyrir- tækjum, en maður hefur tekið eftir að hún er að færast í auknum mæli inn í stjórnsýslu og opinberar stofn- anir, hafið þið fundið fyrir þessu hjá ykkur? „Í raun má segja að á undanförn- um árum hafi verið mikið að gerast hjá einkareknum fyrirtækjum en jafnframt hefur verið mikil umræða innan opinbera geirans, til dæmis í heilbrigðisgeiranum, þar er mikil vakning til dæmis hvað varðar ár- angursstjórnun og sjálfsmat.“ Þið voruð með ráðstefnu um dag- inn, „Hvað er að græða á gæða- stjórnun“, hvað kom fram á þessari ráðstefnu? „Þar voru forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja að lýsa reynslu sinni af því að vera með vottuð gæðakerfi. Fram- kvæmdastjórar Sets hf., VKS hf. og Norðurmjólkur lýstu reynslu sinni af því. Það sem var sameiginlegt með öllum þessum fyrirtækjum var sam- dóma álit stjórnenda þeirra að það sé nauðsynlegt að fella gæðakerfið inn í stjórnkerfi fyrirtækja. Það verður að vera þannig að þetta verði hluti af daglegri starfsemi og stjórnun. Þessi þrjú fyrirtæki eru búin að taka gæða- málin inn í framkvæmdastjórnina og fundi á vegum hennar. Þar eru gæða- málin síðan rædd alveg eins og önnur mál sem snúa að rekstrinum. Eins vildu forsvarsmenn þessara fyrir- tækja halda því fram að gæðakerfin og skipuleg vinnubrögð sem þeim fylgja hefðu verið stór þáttur í þeim árangri sem þau hafa náð. Þar af leið- andi eru menn mjög ánægðir með ár- angurinn og vilja endilega halda þessari vinnu áfram, finnst í raun furðulegt að fleiri fyrirtæki taki ekki upp skipulagt gæðastarf. Það eru til dæmis hlutfallslega fá fyrirtæki með vottuð gæðakerfi á Íslandi, til dæmis samanborið við Noreg. Ef tekið er mið af fjölda vottaðra fyrirtækja í Noregi samanborið við Ísland ættu að vera eitt hundrað vottuð fyrirtæki á Íslandi í stað 27.“ Er þörf hjá fyrirtækjum fyrir að vera með vottað gæðakerfi? „Þetta er auðvitað álitamál hvort það sé nægjanlegt að vera bara með eigið óvottað gæðakerfi. Það má samt segja að aðhaldið sem fylgi því að vera með vottað kerfi ýti undir að árangur náist. Þá er alltaf vitað að það kemur einhver tvisvar á ári til að taka kerfið út og það setur ákveðinn þrýsting á stjórnendur og starfs- menn. Íslensk fyrirtæki eru lítil og oft erum við að reyna að gera það sama og stór fyrirtæki úti í heimi með færra starfsfólki. Stjórnunin verður þannig oft því marki brennd að því sem er mest aðkallandi er sinnt fyrst. Með því að hafa ut- anaðkomandi aðila er alveg tryggt að gæðastjórnunin lendir ekki á hak- anum,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, formaður Stjórnvísi. Virk þátttaka stjórnenda tryggir árangur Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Ragnarsdóttir, formaður Stjórnvísis. Gæðastjórnunarfélag Íslands er 15 ára um þessar mundir og hefur verið ákveðið að breyta nafni fé- lagsins í Stjórnvísi. Tómas Orri Ragnarsson ræddi við Guðrúnu Ragnarsdóttur, formann félagsins. EIGNARHLUTUR Lands- banka Íslands í Íslandssíma mun fara úr 19,3% í 22,1% eftir forgangsréttarútboð, ef bankinn fullnýtir kaupheimildir sínar í útboðinu. Hlutur Landsbankans og dótturfélagsins Fjárfesting- ar nemur nú alls um 113,6 millj- ónum króna að nafnverði eða 19,31% hlutafjár, samkvæmt hluthafalista Íslandssíma. Landsbankinn hefur því heimild til að festa kaup á öðrum 113,6 milljónum í forgangsréttarút- boði til hluthafa á næstu vikum. Verði sá réttur nýttur mun bankinn eiga hlutabréf að nafn- verði 227,2 milljónir í félaginu. Hluthafafundur veitti stjórn Íslandssíma heimildir til sam- tals 716 milljóna króna hluta- fjáraukningar á dögunum, þar af verða 410 milljónir króna seldar í forgangsréttarútboðinu á næstu vikum og 28 milljónir notaðar sem greiðsla fyrir kaup á hlutabréfum í Fjarskiptafélag- inu Títan. Hlutafé í félaginu var áður 588 milljónir króna en eftir væntanlegt útboð má gera ráð fyrir að hlutafé Íslandssíma verði 1.026 milljónir króna. Þá eru ótaldar 278 milljóna króna heimildir sem vænta má að verði ekki nýttar fyrr en síðar. Landsbankinn mun sam- kvæmt þessu eiga rúman 22% eignarhlut í Íslandssíma að út- boðinu loknu. Þá mun hlutur fjárfestingarsjóða á vegum bankans aukast úr 3,45% í 4,1%, nýti þeir kaupheimildir sínar. Miðað við að allar heimildir stjórnar Íslandssíma til hluta- fjáraukningar verði nýttar mun hlutur Landsbankans í Íslands- síma nema 17,4% hlutafjár eftir 18 mánuði. Væntanlegt hlutafjárútboð Íslandssíma Hlutur Lands- bankans 22%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.