Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 23 ÚTVEGSMENN eru tilbúnir til að greiða hóflegt auðlindagjald, verði það til að ná víðtækri sátt um stjórn- un fiskveiða og jafnræðis verði gætt á milli atvinnugreina. Þetta kemur fram í ályktun 62. aðalfundar Lands- sambands íslenskra útvegsmenna sem lauk í gær. Í ályktuninni eru þó gerðir ýmsir fyrirvarar sem sagðir eru forsenda þess að sátt náist um greiðslu auð- lindagjalds. Þar segir m.a. að mest hagkvæmni náist í sjávarútvegi ef gildistími úthlutunar aflahlutdeilda verði varanlegur. Eins verði reglur um greiðslu auðlindagjalds að gilda til langs tíma, enda séóviðundandi fyrir sjávarútveginn að búa við þá óvissu sem greinin hefur búið við undanfarin ár. Þá segir að upphæð auðlindagjalds þurfi að ákveða með hliðsjón af afkomu sjávarútvegsins og að útgerðinni verði veittur tími til aðlögunar að greiðslu gjaldsins. Út- vegsmenn hafna alfarið hugmyndum um svokallaða „fyrningarleið“ og uppboð ríkisins á aflahlutdeildum eða aflamarki er alfarið hafnað og segja einsýnt að aldrei geti orðið sátt um þessa leið innan sjávarútvegsins. Tillögu um takmörkun framsals vísað frá Kristján Ragnarsson var á fund- inum einróma kjörin formaður LÍÚ næsta starfsár. Hann segir að um- ræður um gjaldtöku brenni mjög á útvegsmönnum víða um land. Hann segir útvegsmenn reiðubúna til að borga hóflegt gjald, tengt afkomu, og það sé þeirra innlegg til að ná sáttum um fiskveiðistjórnunina. Miklar umræður urðu á fundinum um takmörkun á framsali aflaheim- ilda og veiðiskyldu og komu fram ýmis sjónarmið þar að lútandi, til dæmis hvort takmarka ætti framsal aflamarks við 50% eða 25% þorsk ígilda skips eða útgerðar. Var á fundinum lögð fram málamiðlunar- tillaga þess efnis að framsal yrði tak- markað í þrepum úr 50% í 25% á þremur árum en veiðiskylda yrði jafnframt lögð niður. Tillögunni var hinsvegar vísað frá og hlaut hún því ekki afgreiðslu á fundinum. Kristján lagði sjálfur til á fundinum að veið- skylda yrði 50% á hverju ári, í stað annars hvers árs eins og nú er. Hann hefði því viljað fá niðurstöðu í málið á fundinum. „Útvegsmenn leggja áherslu á að veiðirétturinn hafi kom- ið út á veiðireynsluna og byggi á því að hver útgerð nota sín skip til veiða í stað þess að framselja heimildirnar í verulegum mæli. Við fengum hins- vegar ekki endanlega niðurstöðu í málið á fundinum, þannig að stjórn LÍÚ hlýtur að þurfa að taka afstöðu í þeim málum í tengslum endurskoð- un laganna þegar hún kemur fram í frumvarpi,“ segir Kristján. Tilbúnir að greiða hóflegt auðlindagjald Útvegsmenn vilja ná sátt um stjórn fiskveiða SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar vilja að öll viðskipti með fisk milli óskyldra aðila fari um fiskmarkað. Þau vilja að þeim, sem bæði eiga út- gerð og fiskvinnslu, verði gert að skilja þessa þætti að fjárhagslega, og að sett verði löggjöf um verðmyndun á fiski, sem kemur meðal annars í veg fyrir að veiðiheimildir verði notaðar sem gjaldmiðill í viðskiptum með fisk. Þetta kom fram á aðalfundi sam- takanna sem haldinn var í gær. For- maður SFÁÚ, Óskar Þór Karlsson, ræddi helstu baráttumál samtakanna og niðurstöður nefndar um framtíð- armöguleika fiskvinnslunnar og nefndar um samanburð á starfsskil- yrðum sjó- og landvinnslu. Ein af til- lögum beggja nefndanna var að fisk- vinnslur geti eignast kvóta. Um hana sagði Óskar að hún geti með tímanum haft stórtæk áhrif á þróun íslenskrar fiskvinnslu og starfsumhverfi sjávar- útvegsins í heild, nái hún fram að ganga. Óskar ræddi svo tillögu þess efnis að bjóða skuli gámafisk til sölu hér á landi. Hann sagðist sérstaklega fagna fyrstu tillögum nefndar um framtíð- armöguleika fiskvinnslunnar þess efnis að áður en ísvarinn heill fiskur sé settur í gáma til útflutnings á er- lenda fiskmarkaði skuli hann boðinn til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. „En tillagan, eins og hún er sett fram, finnst okkur fela í sér sýnda veiði en ekki gefna. Gerð er tillaga um að þessi framkvæmd hafi nokkurn að- draganda eins og nefndin orðar það og gerir það að tillögu sinni að sem fyrsta skef verði komið á almennri til- kynningaskyldu sem allar útgerðir sem ætla að flytja fisk til vinnslu er- lendis, verði að hlíta, þannig að fisk- kaupendur hér á landi hafi með að- gengilegum hætti aðgang að upplýsingum og geti þar með boðið í fiskinn til jafns við erlenda aðila.“ Selja á allan óunninn fisk á Íslandi „Það að selja allan óunninn fisk á Íslandi er að okkar mati eitt allra mikilvægasta atriðið til þess að svo megi verða. Þetta er að okkar mati staðreynd sem verður að hafa að leið- arljósi í þessu máli. Nú til dags fer ís- lenski gámafiskurinn, sem unninn er erlendis, inn á sömu markaði og því í beina samkeppni við fisk sem unninn er hér heima. Slík samkeppni þarf ekki undir eðlilegum kringumstæðum að vera neikvæð en hún er það í þessu tilviki, m.a. vegna þess að gæði gáma- fisksins, sem oftast er vikugamall eða meira þegar hann kemur til neytand- ans, verða aldrei þau sömu og á fiski sem kemur glænýr með flugi frá Ís- landi,“ sagði Óskar Þór Karlsson, meðal annars. Óraunhæft að setja allan fisk á markað Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í ávarpi sínu á fund- inum að fiskmarkaðir væru mikilvæg- ur vettvangur hráefnisöflunar hjá fiskvinnslunni. Þeir hafi stuðlað að bættri nýtingu ýmissa fisktegunda, opnað fiskvinnslufyrirtækjum leið að hráefni og stuðlað að aukinni nýtingu aukaafurða. Á hinn bóginn hafi verið kvartað undan því að fiskmarkaðarnir hafi tilhneigingu til að stuðla að óeðli- legri hækkun á hráefnisverði þar sem raunverulegt framboð komist ekki til skila. Einnig hafi verið vakin athygli á því að markaðarnir selji líka fisk í beinni sölu sem geti skekkt verð- myndun. Þá vilji aðrir meina að á svo- kölluðum „seljendamarkaði“ fái hrá- efnið ekki nægilega góða meðferð. Sagði Árni að í ljósi þessa hafi hann ákveðið að skipa nefnd er hafi það hlutverk að gera úttekt á gildi fisk- markaða og áhrifum þeirra fyrir ís- lenskan sjávarútveg og atvinnuþróun. „Ég vil þó ekki liggja á þeirri skoðun minni að ég tel með öllu óraunhæft að skylda útgerðir til þess að setja allan fisk á markað. Ég tel að það samræm- ist ekki viðteknum hugmyndum um frjáls viðskipti. Hins vegar þykir mér sú leið vera athugandi hvort ekki megi auka framboð á fiskmörkuðum með því að allur fiskur sem flytja á óunninn úr landi verði áður boðinn rafrænt til sölu hérlendis. Í því felist þó ekki nein forkaupsréttarákvæði. Nefndin um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar gerði þetta að tillögu sinni en benti líka á að eðlilegt sé að svo veigamikil breyting hafi nokkurn aðdraganda og því þykir nefndinni eðlilegt að leggja til sem fyrsta skref að koma á almennri tilkynninga- skyldu sem allar útgerðir, sem ætla að flytja fisk til vinnslu erlendis, verði að hlíta. Þetta felur í sér að tilkynnt er með formlegum hætti hversu mikinn fisk viðkomandi hyggst flytja úr landi, þannig að fiskkaupendur hér á landi hafi með aðgengilegum hætti aðgang að þessum upplýsingum og geti þar með boðið í fiskinn til jafns við erlenda aðila,“ sagði Árni. Samtök fiskvinnslu án útgerðar „Sýnd veiði en ekki gefin“ Morgunblaðið/Golli Óskar Þór Karlsson, formaður SFÁÚ, á aðalfundi samtakanna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.