Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 24
ERLENT
24 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
POUL Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, hyggst að
sögn stjórnmálaskýrenda nýta sér
ótta kjósenda við gerbreytt ástand
heimsmála, þeir vilji ekki kollsteypur
í ríkisstjórn á óvissutímum stríðs og
baráttu gegn hryðjuverkum. Hann
hafi í krafti embættis síns hrifsað
frumkvæðið í umræðum um utanrík-
ismál frá borgaraflokkunum og feti
þar í fótspor leiðtoga eins og Tonys
Blairs í Bretlandi og Gerhards
Schröders í Þýskalandi. Senn muni
koma í ljós hve vel það dugi til að
vinna þingkosningar.
Forsætisráðherrann boðaði óvænt
til kosninga 20. nóvember. Stjórn-
málaskýrendur segja snjallt að nýta
sér óvenjulegar aðstæður í heims-
málunum. „Þetta er hættuspil en
tímasetningin er að minnsta kosti
ekki slæm,“ segir Hans Jørgen Niel-
sen, stjórnmálafræðingur við Kaup-
mannahafnarháskóla. Orð eins og
samheldni og stöðugleiki og traust
forysta eru sögð verða mikið notuð í
kosningaáróðri jafnaðarmanna. Að-
alstjórnarandstöðuflokkurinn, Ven-
stre, hefur að undanförnu notað slag-
orð um að kominn sé tími til að
breyta til eftir nær áratugarlanga
stjórnarforystu jafnaðarmanna.
Vill nýtt umboð
Rasmussen segir nauðsynlegt að
stjórnvöld þurfi nýtt umboð vegna
mikilvægra ákvarðana sem taka
þurfi á næstunni. Tillögur stjórnar-
innar um ný lög sem beint er gegn
hryðjuverkum verða án efa eitt af því
sem hamrað verður á næstu vikurn-
ar. Ný skoðanakönnun sem danska
dagblaðið Jyllandsposten birti í gær
og gerð var að mestu eftir yfirlýs-
inguna um kosningar gefur til kynna
að jafnaðarmenn sæki nokkuð í sig
veðrið og fær flokkurinn um 31%
fylgi en var með 27,1% í síðustu kosn-
ingum. Eftir sem áður eru borgara-
flokkarnir þrír í stjórnarandstöðunni
með meirihluta og fengju 92 sæti af
175 á þjóðþinginu. Öflugasti flokkur
stjórnarandstöðunnar, Venstre, sem
þrátt fyrir nafnið er hægri-miðju-
flokkur, missir stuðning í könnun-
inni, fær 27,9% en fékk 30,5% í kosn-
ingunum. Litlar breytingar eru á
stöðu annarra flokka.
Að óbreyttu hefði verið kosið til
þings eftir rúma fimm mánuði en
kosið verður til sveitarstjórna sama
dag. Kannanir hafa bent til þess að
Miðdemókratar og Framfaraflokk-
urinn gætu dottið út af þingi og munu
þannig mörg atkvæði borgaraflokk-
anna ekki nýtast þeim. Sérfræðingar
segja að í þessu sé helsta von jafn-
aðarmanna fólgin. Einnig hefur
flokkurinn síðustu vikurnar hert
reglur um innflytjendur en þau mál
eru eitt viðkvæmasta deiluefnið í
dönskum stjórnmálum og ljóst að
margir kjósendur jafnaðarmanna
vilja að reynt verði að hamla gegn
innflutningi.
Vandi Nyrups, eins og hann er yf-
irleitt nefndur í fjölmiðlum, er að
ágreiningur er afar lítill um utanrík-
ismálin, borgaraflokkarnir taka und-
ir með honum þegar hann lýsir full-
um stuðningi við Bandaríkin og
stefnu þeirra í Afganistan. Með jafn-
aðarmönnum í ríkisstjórn
er miðjuflokkurinn Radi-
kale Venstre en þar sem
stjórnin hefur ekki þing-
meirihluta hefur hún
stuðst við Sósíalíska þjóð-
arflokkinn (SF), sem styð-
ur baráttu Bandaríkja-
manna gegn hermdar-
verkum. En í sumum
málum hefur Nyrup treyst
á stuðning hægriflokkanna
og er löng hefð fyrir því að minni-
hlutastjórnir beiti þessari aðferð í
Danmörku.
Helsti kosningasérfræðingur jafn-
aðarmanna, Mogens Lykketoft utan-
ríkisráðherra, segir flokksmenn hafa
vitað að á brattann væri að sækja og
þess vegna séu tölurnar í gær upp-
örvandi. Fréttaskýrandi Jyllands-
posten efast samt um að til lengdar
muni utanríkismálin duga Rasmus-
sen til að sveipa sig áru landsföðurins
á hættutímum. Önnur mál, samdrátt-
ur í heimahjúkrun, biðlistar á sjúkra-
húsum, glæpir og gallar á innflytj-
endalöggjöf muni því að lokum ráða
gerðum kjósenda.
Efnahagsástandið í Danmörku
hefur undanfarin ár verið
gott, hagvöxtur stöðugur og
nær ekkert atvinnuleysi. En
Nyrup hefur varað við því að
erfiðleikar séu yfirvofandi og
stjórnarskipti gætu dregið úr
tiltrú á efnahagslegu öryggi.
Hann veifaði nýlega eintaki
af dagblaðinu International
Herald Tribune á frétta-
mannafundi og minnti á frétt
um að 0,4% samdráttur hefði
orðið í bandarísku efnahagslífi á síð-
asta ársfjórðungi.
„Það er spurning um tíma hvenær
þessi þróun nær tökum á Evrópu og
gerðar verða harðari kröfur til okkar
í efnahagsmálum. Við erum ekki óör-
ugg en erum ákveðin í að hafa hönd á
stjórnvelinum og tryggja að gott at-
vinnuástand versni ekki þótt veröld-
in hafi orðið óöruggari og þrýstingur
á efnahaginn aukist,“ sagði ráð-
herrann. Hann sagði átta ára trausta
stefnu hafa valdið því að Danir væru
vel undir erfiðleika búnir en þeim
mun mikilvægara væri að láta ekki
„tilraunastarfsemi“ ógna stöðugleik-
anum.
Ljóst er að jafnaðarmenn hyggjast
reyna að slá Anders Fogh Rasmus-
sen, leiðtoga Venstre, út af laginu og
hindra hann í að ná vopnum sínum í
tæka tíð. Hann vísar því á bug að ut-
anríkismálin muni ráða ferðinni.
„Kosningabaráttan snýst ekki um
stríðið í Afganistan og baráttu gegn
hryðjuverkum. Kosningarnar snúast
um þau vandamál sem Danir fást við
á degi hverjum,“ segir hann. Fogh
Rasmussen segir um efnahagsmálin
að sé spá Nyrups rétt sé þörf á nýrri
stefnu og nýrri ríkisstjórn. Draga
verði úr útgjöldum fyrirtækja með
skattalækkunum til að þau verði
samkeppnishæfari á erlendum mörk-
uðum. Bendt Bendtsen, leiðtogi
Íhaldsflokksins, segist sammála Ny-
rup um að erfiðir tímar séu framund-
an en leggur áherslu á að bæta stöðu
fyrirtækjanna og lækka álögur á al-
menning.
Peningar í flokkssjóðina
Nýtt mál kom upp á miðvikudag er
skýrt var frá því í útvarpsþætti að
danska alþýðusambandið, LO, styddi
jafnaðarmenn með sjö milljónum
króna, nær níutíu milljónum ísl. kr., á
ári og sé ekki gerð grein fyrir
greiðslunum í uppgjöri flokksins.
Engu skiptir þótt félagar í LO taki
fram að þeir vilji ekki að gjöld þeirra
séu notuð til að styðja stjórnmála-
flokka. Að sögn fréttastofunnar AFP
ætlar einn af þingmönnum stjórnar-
andstöðunnar að kæra Nyrup fyrir
að taka við ólöglegum greiðslum í
flokkssjóðinn þar sem hann riti sem
formaður undir uppgjörið og hafi
ekki gert grein fyrir fénu opinber-
lega.
Talsmenn LO verja greiðslurnar
með því að borgaraflokkarnir fái
mun meira fé frá einkafyrirtækjum
og eðlilegt sé að sambandið styðji
flokk sem berjist fyrir hagsmunum
launþega. Samtök vinnuveitenda
segjast nú ætla að styrkja flokka í
fyrsta sinn í sögu sinni en tilgreina
ekki fjárhæðina. Sé ástæðan mikill
fjárstuðningur LO við jafnaðarmenn.
Danskir jafnaðar-
menn höfða til
óvissu kjósenda
Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra segir nauðsynlegt að fá
nýtt umboð vegna gerbreyttra aðstæðna í heimsmálum eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september.
Nyrup
Rasmussen
STJÓRNARKREPPA er nú í
Georgíu eftir að Edúard Shevardn-
adze forseti rak alla ráðherra sína á
fimmtudag vegna tilraunar öryggis-
lögreglunnar til að ráðast inn í óháða
sjónvarpsstöð sem hafði gagnrýnt
stjórnina og fjallað ítarlega um spill-
ingu meðal hátt settra embættis-
manna.
Þúsundir manna söfnuðust saman í
höfuðborg Georgíu, Tblisi, á fimmtu-
dag til að mótmæla atlögu öryggis-
lögreglunnar. Margir þeirra kröfðust
þess að Shevardnadze segði af sér
vegna spillingar meðal embættis-
manna og landlægrar fátæktar.
Mikil ólga hefur verið í Georgíu
síðustu mánuði vegna óánægju með
spillinguna og versnandi lífskjara og
atlaga öryggislögreglunnar varð til
þess að mörgum þótti nóg komið.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
kvaðst fylgjast grannt með þróuninni
í grannríkinu. Stjórn Shevardnadze
hefur verið undir þrýstingi frá póli-
tískum andstæðingum sínum heima
fyrir, frá aðskilnaðarsinnum í hér-
aðinu Abkasíu og rússneskum stjórn-
völdum sem saka Georgíumenn um
að hafa veitt skæruliðum frá Tsjetsj-
níu athvarf í sovétlýðveldinu fyrrver-
andi. Helsti andstæðingur Shevardn-
adze, Zurab Zhvania, forseti
georgíska þingsins, fór til Moskvu í
vikunni sem leið og kvaðst hafa átt
„vinsamlegar viðræður“ við rúss-
neska embættismenn.
Zhvania fagnaði þeirri ákvörðun
forsetans að reka stjórnina og til-
kynnti síðan að hann myndi segja af
sér sem þingforseti til að koma í veg
fyrir að stjórnarkreppan leiddi til
óeirða og algjörs stjórnleysis.
Shevardnadze tilkynnti á fimmtu-
dag að hann hygðist gegna embætt-
inu áfram til að „stýra Georgíu í
gegnum þessar róttæku breytingar“.
Vangaveltur voru um að hann kynni
að bjóða Zhvania mikilvægt ráð-
herraembætti í næstu stjórn til að
draga úr spennunni.
Shevardnadze var utanríkisráð-
herra í forsetatíð Míkhaíls Gorbat-
sjovs áður en Sovétríkin liðu undir
lok. Hann var virtasti stjórnmála-
maður Georgíu í mörg ár og átti stór-
an þátt í því að binda enda á borg-
arastríð í landinu í byrjun síðasta
áratugar. Vinsældir hans og áhrif
hafa hins vegar minnkað á síðustu ár-
um þar sem hann hefur ekki getað
staðið við loforð sín um að uppræta
spillinguna og bæta lífskjörin.
„Stjórn hans er góð fyrir þjófana,“
sagði einn mótmælendanna í höfuð-
borginni, 19 ára líffræðinemi. Hann
sakaði embættismenn um að hafa
auðgast á kostnað fátækra lands-
manna og nefndi sem dæmi um fá-
tæktina að móðir sín fengi aðeins
andvirði 700 króna á mánuði í ellilíf-
eyri.
„Það er kominn tími til að gamli
maðurinn segi af sér,“ sagði annar
mótmælandi um Shevardnadze sem
er orðinn 73 ára. „Segi hann ekki af
sér af sjálfsdáðum verður að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu til að knýja
hann til þess.“
Vandamálið er hins vegar að eng-
inn annar stjórnmálamaður í Georgíu
er nógu öflugur til að taka við forseta-
embættinu við þessar aðstæður og
jafnvel Zhvania viðurkennir að hætta
væri á upplausn í landinu segi Shev-
ardnadze af sér.
Mótmælin hófust eftir að öryggis-
lögreglan reyndi að ráðast inn í bygg-
ingu óháða sjónvarpsins Rustavi 2 á
þriðjudag vegna gruns um skattsvik.
Lögreglan kvaðst hafa fengið heimild
dómara til að rannsaka bókhald sjón-
varpsins en gat ekki sýnt hana þegar
sjónvarpsstjórinn vildi fá að sjá hana.
Lögreglumennirnir urðu þá að hætta
við rannsóknina.
Sjónvarpsstöðin hefur getið sér
orð fyrir harðskeyttan fréttaflutning
og á síðustu árum hefur hún fjallað ít-
arlega um óstjórn og spillingu hátt
settra embættismanna.
Zhvania lýsti misheppnaðri atlögu
lögreglunnar sem „grófri árás á tján-
ingarfrelsið“.
Vakhtang Kutateladze öryggis-
málaráðherra sagði af sér á miðviku-
dag en stjórnarandstæðingar á
þinginu sögðu að það dygði ekki. Þeir
kröfðust þess að innanríkisráðherr-
ann, Kakha Targamadze, og ríkissak-
sóknari Georgíu segði einnig af sér.
Stjórnarsinnar sökuðu þá stjórnar-
andstöðuna um að ætla að ræna völd-
unum.
Shevardnaze hótaði í fyrstu að
segja af sér ef innanríkisráðherrann
og ríkissaksóknarinn yrðu knúnir til
afsagnar en hætti við það á fimmtu-
dag þegar hann tilkynnti að öll
stjórnin færi frá. Forsetinn sagði að
atlagan að sjónvarpsstöðinni tengdist
á engan hátt umfjöllun hennar um
stjórnina en gagnrýndi starfsmenn
Rustavi 2 fyrir að virða ekki fyrir-
mæli dómara um að afhenda rann-
sóknarmönnum bókhaldsgögn.
Þingmenn sögðu að skattaeftirlits-
menn hefðu rannsakað bókhald sjón-
varpsstöðvarinnar fyrir hálfum mán-
uði og ekki fundið neinar
vísbendingar um skattsvik.
Stjórnarkreppa í Georgíu eftir misheppnaða atlögu öryggislögreglu að óháðri sjónvarpsstöð
Óttast stjórn-
leysi segi Shev-
ardnadze af sér
Reuters
Georgískir námsmenn hrópa vígorð gegn Edúard Shevardnadze forseta fyrir utan þinghúsið í Tbilisi í gær.
Tbilisi. Reuters.
Hætta er talin á upplausn og stjórnleysi í
Georgíu neyðist Edúard Shevardnadze for-
seti til að segja af sér vegna stjórnarkreppu
sem skollin er á vegna misheppnaðrar at-
lögu lögreglu að óháðri sjónvarpsstöð sem
hafði gagnrýnt stjórnina fyrir spillingu.