Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra átti í gærmorgun fund með Marinus Heijl, aðstoðarfram- kvæmdastjóra tæknisviðs Alþjóða- flugmálastofnunarinnar, ICAO, í Montreal í Kanada þar sem boðuð verkföll íslenskra flugumferðar- stjóra um miðjan mánuðinn voru helsta umræðuefnið. Heijl sat Flugþing í vikunni og hefur verið að kynna sér starfsemi Flugmála- stjórnar í leiðinni og rætt við ís- lenska embættismenn. Í samtali við Morgunblaðið sagði Heijl að ICAO hefði miklar áhyggjur af stöðu mála á Íslandi og boðuðum verkföllum, sem eiga að verða daglega í hálfan mánuð, hafi samningar ekki tekist við rík- ið fyrir 16. nóvember. Heijl sagði að ítrekuð hefði verið sú afstaða sem fram kom í bréfi forseta ICAO til samgönguráðherra í febr- úar sl., þegar flugumferðarstjórar boðuðu síðast til verkfalls, að stofnunin myndi ekki sætta sig við neina truflun á flugumferð og myndi bregðast við af alvöru til að tryggja áframhaldandi flug yfir nyrsta hluta Atlantshafsins. Alvarlegri staða en í síðustu aðgerðum í febrúar Hann sagði stöðuna nú enn al- varlegri en í febrúar vegna nýrrar ógnar af völdum hryðjuverka og slæmrar stöðu flugfélaganna af þeim völdum. Langt verkfall væri óviðunandi fyrir alþjóðaflugið, það gæti haft gríðarleg áhrif á afkomu flugfélaganna. „Ísland gegnir mikilvægu hlut- verki í stjórnun alþjóðlegrar flug- umferðar. Flugmálastjórn hefur leyst sín verkefni vel af hendi sem við hjá ICAO erum afar ánægðir með. Sérstakar ráðstafanir eru gerðar ef truflun verður á flug- umferð og þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem íslenskir flug- umferðarstjórar hóta verkfallsað- gerðum. Okkar verkefni er að minna hérlend stjórnvöld á sitt hlutverk og hvaða skuldbindingar fylgja gerðum samningum um flugumferðarstjórnina. Ísland hef- ur tekið á sig þá ábyrgð að bjóða flugumferðarstjórn á vissu flugs- væði og þarf að sinna ákveðnum skyldum. Upp geta komið óumflýj- anlegar aðstæður sem trufla flug- umferð, eins og hryðjuverk eða rafmagnsleysi, og þá er gripið til varaáætlunar sem unnið er eftir. Ef ítrekuð verkföll starfsmanna við flugumferðarstjórn koma upp þá er það mjög alvarlegt, bæði fyr- ir alþjóða flugumhverfið og al- menning. Bjóða þarf upp á alþjóð- lega flugumferðarstjórn á öruggan og stöðugan hátt. Ég veit að ís- lensk stjórnvöld gera sér fyllilega grein fyrir þessu og taka á málinu af festu,“ sagði Marinus Heijl. Mikil ógnun við flugið og setur ferðaþjónustu í uppnám Sturla Böðvarsson sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að farið hefði verið yfir stöðu mála með Heijl, sem þekkti samninginn vel sem Ísland framfylgir um al- þjóðlega flugumferðarstjórn. Hann myndi síðan gefa yfirmönnum sín- um hjá ICAO skýrslu um stöðuna hér á landi. „Boðaðar aðgerðir flugumferð- arstjóra eru mjög alvarlegar. Vinnustöðvun á hverjum degi í þetta langan tíma er mikil ógnun við allt flug og setur alla ferða- þjónustu í uppnám. Auðvitað bind ég vonir við að samningar takist,“ sagði Sturla. Hann sagði málefni flugumferðarstjóra hafa verið rædd á ríkisstjórnarfundi í gær og þar var farið yfir stöðu mála. Með þeim Sturlu og Heijl á fundinum voru Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðar- sviðs Flugmálastjórnar, Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu, Jóhann Guð- mundsson, skrifstofustjóri í ráðu- neytinu, og Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráð- herra. Yfirmaður hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO, um boðuð verkföll flugumferðarstjóra Óviðunandi staða fyrir alþjóðaflugið Morgunblaðið/Ásdís Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóri tæknisviðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, Marinus Heijl. Á ALLRAHEILAGRAMESSU 2. nóvember lagði sendiherra Frakka á Íslandi, Louis Bardollet, krans að minnisvarða franskra sjómanna, sem fórust við Ísland á langri fiskveiðisögu þeirra á Ís- landsmiðum. Sem kunnugt er varð mannfall þeirra mikið hér við land og fjöldi þeirra var hér jarðsettur. „Vestast í Víkurgarði“ eins og Guðmundur Guðmunds- son skólaskáld orðaði það í þekktu minningarljóði, var í lok þorskveiðitíma Frakka hér við land skógur af trékrossum á leið- um þessara frönsku sjómanna vestast í Reykjavíkurkirkjugarði. Þegar krossarnir höfðu grotnað og nöfnin mörg horfið var þeim um miðja síðustu öld safnað sam- an og reistur minnisvarði í Suð- urgötukirkjugarði á þeim stað sem þeir hvíldu flestir. Frakkar hafa tekið upp þann sið að leggja á allraheilagramessu ár hvert krans frá sendiráðinu að þessum minnisvarða og minnast í við- urvist íslenskra og erlendra gesta þessara samskipta þjóðanna, sem Louis Bardollet, sagði í ávarpi að hefðu verið einstaklega hlýleg um leið og hann þakkaði aðstoð Íslendinga við þá. Við athöfnina flutti sr. Rolland bæn og minntist þessara látnu sjómanna. Morgunblaðið/Þorkell Í minningu franskra sjómanna PERSÓNUVERND gerði athuga- semd við reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja vegna fortakslauss ákvæðis um að á lyfseðli eigi að til- greina við hverju nota eigi lyfið og í kjölfarið var ákvæðinu breytt á þann veg að lækni sé í undantekningatil- vikum heimilt að sleppa því að geta við hverju lyf sé gefið. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Ís- lands, segir að þessi breyting á reglu- gerðinni sé ófullnægjandi og komi ekki til móts við sjónarmið lækna. Ákvæðið er í 23. gr. reglugerðar nr. 111/2001, sem gefin var út 22. janúar í vetur, tók gildi 1. apríl, en var breytt 14. júní síðastliðinn og hljóðar svo: „Útgefandi lyfseðils skal tilgreina á lyfseðli hvernig, hvenær og við hverju nota á ávísað lyf, á þann hátt að auð- skilið sé fyrir notanda þess. Í und- antekningartilvikum má læknir sleppa að geta við hverju lyf er notað telji hann það þjóna hagsmunum sjúklings.“ Sigurbjörn sagði að breytingin sem gerð hefði verið á reglugerðinni væri ófullnægjandi og kæmi alls ekki til móts við sjónarmið lækna hvað þetta snertir. Auðvitað eigi það að vera í hendi sjúklings og læknis að hve miklu leyti viðbótarupplýsingar séu gefnar á lyfseðli. Sigurbjörn sagði að aðdragandinn að þessu næði til nokkurra ára og mætti rekja til þess að lyfjafræðingi hefði verið heimilað að afgreiða lyf undir öðru heiti en læknar skrifuðu upp á, ef um sama lyfið var að ræða en undir öðru heiti. Læknar hefðu flestir verið sáttir við þá ákvörðun í sjálfu sér, en komið hefði í ljós hætta á rugl- ingi lyfja hjá sjúklingum vegna þess að þeir gátu verið með sama lyfið und- ir höndum undir tveimur heitum. Þess vegna hefðu læknar tekið upp að skrifa með skömmtunarfyrirmælun- um við hverju lyfið væri notað, en þar hefði ekki verið um sjúkdómsgrein- ingar að ræða heldur upplýsingar um við hverju lyfið væri. Þetta hefði síðan verið fært inn í reglugerð og gert að skyldu við endurskoðun hennar. Læknafélag Íslands hefði gert alvar- legar athugasemdir við það og í fram- haldinu hefðu þessu verið breytt þannig að læknar væru ekki lengur skyldaðir til þessa ef þeir töldu það í þágu sjúklingsins að gera það ekki. Hins vegar væri of skammt gengið í þeirri breytingu sem gerð hefði verið og breytingin því ófullnægjandi. Sigurbjörn sagðist reikna með að læknar myndu hér eftir sem hingað til meta það hvort nauðsynlegt væri að upplýsingar þessa efnis kæmu fram á lyfseðlinum og gera það í samkomu- lagi við viðkomandi sjúkling. Sigurbjörn bætti því við að upplýs- ingar á lyfseðli vegna greiðsluskyldu Tryggingastofnunar væru allt annað mál, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að greiðsluskilmálar Trygginga- stofnunar gætu verið háðir því við hverju lyfið væri. Þær breytingar hefðu verið gerðar til hagræðis og snúi að því að í völdum tilvikum geti læknir gefið upp ákveðið númerabil yfir sjúklinga til þess að ríkið taki full- an þátt í greiðslu lyfsins. Kæmi það í stað lyfjaskírteinis áður. Hörður H. Helgason, lögfræðingur hjá Persónuvernd, sagði að stofnunin hefði tekið upp málið að eigin frum- kvæði og ákveðið hefði verið að ekki væri ástæða til að gera frekari at- hugasemdir að svo stöddu eftir að heilbrigðisráðneytið hefði ákveðið að verða við athugasemdum Persónu- verndar. Formaður Læknafélags Íslands um lyfseðla Ófullnægjandi breyt- ingar á reglugerðinni RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík á tjóni Ólafs Hólms Guðbjartssonar, bónda á Sjávarhólum á Kjalarnesi, sem misst hefur 50 ær eftir hundsbit hefur ekki leitt til þess að dýrbíturinn eða -bít- arnir hafa náðst. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar sem dýrbitsmál síðan í lok september og hef- ur á þeim tíma yfirheyrt fólk á bæjunum í nágrenni við Ólaf og aflað frekari gagna. Þá hafa hundaeftirlitsmenn hjá heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur, sem rannsóknin er unn- in í samráði við, gert sínar kannanir og litið eftir lausum hundum á svæðinu. Að sögn Jónasar Hallsson- ar aðstoðaryfirlögregluþjóns, er litið alvarlegum augum á málið og hvetur hann fólk ein- dregið til að láta lögregluna vita ef vart verður við lausa hunda. Dýrbítar á Kjal- arnesi ekki fundnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.