Morgunblaðið - 03.11.2001, Side 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EFASEMDIR eru uppi meðal
breskra flugmanna um ágæti þess
úrræðis flugfélaga að brynverja flug-
stjórnarklefa til að bregðast við
hryðjuverkavánni. Segja talsmenn
samtaka flugmanna í Bretlandi að
farþegum muni í raun geta stafað
meiri hætta af brynvörðum flug-
stjórnarklefum en flugráns- og
hryðjuverkamönnum.
Bæði British Airways og Virgin
Atlantic hafa tilkynnt að þau hyggist
bregða á það ráð að setja stálhurð að
flugstjórnarklefum flugvéla sinna til
að auka öryggi farþega í flugi. Hefur
síðarnefnda fyrirtækið raunar þegar
breytt einni vél þannig, að flugstjórn-
arklefi hennar er brynvarinn.
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur
einnig tilkynnt að það hyggist
styrkja dyr flugstjórnarklefa til
muna en áður höfðu fyrirtæki eins og
hið bandaríska United Airlines, sem
missti tvær flugvélar í árásinni 11.
september sl., ákveðið að koma fyrir
stálhurðum í flugklefanum.
Félag breskra flugmanna,
BALPA, hefur hins vegar látið hafa
eftir sér að stálhurðir, sem flugmað-
ur getur ekki opnað úr sæti sínu, séu
afar slæm hugmynd. Benti Christ-
opher Darke, framkvæmdastjóri
BALPA, á í samtali við netútgáfu
BBC að ef annar flugmanna veiktist
skyndilega gæti hinn ekki leitað að-
stoðar nema með því að yfirgefa sæti
sitt til að opna dyr flugstjórnarklef-
ans. Á meðan væri enginn til að huga
að stjórntækjum flugvélarinnar.
Færi svo að báðir flugmenn misstu
meðvitund, t.d. eftir að hafa andað að
sér reyk, gæti enginn komist að til að
reyna að stýra vélinni, þar sem flug-
stjórnarklefanum væri svo ramm-
lega læst.
Talsmenn Virgin Atlantic hafna
þessum rökum og segja að ávallt
verði þrjár manneskjur í flugstjórn-
arklefanum. „Afar litlar líkur“ væru
á því að allir þrír misstu meðvitund á
sama tíma. Sagði Richard Branson,
eigandi Virgin, að fyrst og fremst
væri verið að tryggja að engir óvið-
komandi hefðu aðgang að flugstjórn-
arklefanum.
„Auðvitað er það synd að til þessa
skuli hafa komið,“ sagði Branson.
„Það sem mestu máli skiptir hins
vegar er að fólk telji sig ekki hafa
ástæðu til að óttast flugferðir.“
Ted Murphy, forseti alþjóðasam-
bands flugmanna, sagði brynvarða
flugstjórnarklefa ekki koma í staðinn
fyrir bætta öryggisgæslu á jörðu
niðri. „Ef dyrnar að flugstjórnarklef-
anum eru lokatækifærið til að verja
flugvél árás hryðjuverkamanna þá
þýðir það jú að hryðjuverkamönnum
tókst að komast upp í vélina til að
byrja með,“ sagði hann við BBC.
Nokkur flugfélög hyggjast brynverja flugstjórnarklefa
Flugmenn efast um
ágæti úrræðisins
London, Frankfurt. AFP.
,-./
0/12$3425678259
:;
<
7*
; ;
;
=
> 4&% '&
&
; (&
; <
& >
=
9%
? ' %
<* ;;
>
;
;& ?
@ <: A% 7
:
: A%<&
;;;
< % &%
& ?
< %;
@
C
;
( @:
!"#
"$%!
&
'
"
!%
(
"
" &
)
"
!#
"# *
#" "
#++ "
MEIRIHLUTINN á norska
stórþinginu kaus á fimmtudag
gegn því að breyta reglum um
eftirlaunaréttindi þingmanna,
sem þykja nokkuð rífleg. Þá
var samþykkt að hækka laun
þingmanna og ráðherra.
Samkvæmt núgildandi
reglum öðlast norskir þing-
menn full lífeyrisréttindi eftir
aðeins tólf ára setu á þingi.
Ýmsum þykja það vera umtals-
verð fríðindi, enda tekur það
venjulega norska launamenn
að jafnaði 40 ár að ná fullum
lífeyrisréttindum. Tveir flokk-
ar á þingi, Sósíalíski vinstri-
flokkurinn og Miðflokkurinn,
lögðu til að lífeyrisréttindi
þingmanna yrðu færð nær því
sem tíðkast á almennum vinnu-
markaði, en tillagan var felld
með miklum meirihluta at-
kvæða.
Meðal þeirra sem greiddu
atkvæði gegn breytingunum
var Sylvia Brustad, 35 ára
þingmaður Verkamanna-
flokksins. Hún var kosin á þing
23 ára gömul og hefur því þeg-
ar tryggt sér fullan lífeyrisrétt.
Þingmenn samþykktu jafn-
framt á fimmtudag að hækka
laun sín úr 490.000 norskum
krónum á ári (um 5,8 milljón-
um ísl. kr.) í 520.000. Ráð-
herrar hækka úr 705.000 n.kr. í
760.000 og forsætisráðherrann
hækkar um 65.000 n.kr. í
925.000. Eru þetta um tvöfalt
meiri prósentuhækkanir en
orðið hafa á almennum vinnu-
markaði í Noregi að undan-
förnu.
Noregur
Ágrein-
ingur um
eftirlaun
þing-
manna
SÚ skoðun verður æ almennari með-
al hernaðarsérfræðinga á Vestur-
löndum og í Pakistan, að hvorki loft-
árásir né herstyrkur Norðurbanda-
lagsins dugi til að koma frá talibana-
stjórninni í Afganistan. Þess vegna
verði ekki komist hjá því, að Banda-
ríkjamenn og bandamenn þeirra
hefji þar unfangsmikinn landhernað.
Margir vestrænir embættismenn
telja, að Bandaríkjastjórn muni
halda loftárásunum áfram mánuðum
saman áður en hún tekur þá erfiðu
ákvörðun að senda landher til Afgan-
istans. Hún óttast, eins og fyrri rík-
isstjórnir, að dauði bandarískra her-
manna á erlendri grund muni ekki
mælast vel fyrir meðal almennings.
Rússar og ráðamenn í Mið-Asíu-
ríkjunum vara hins vegar Banda-
ríkjamenn alvarlega við því að draga
stríðið í Afganistan á langinn. Þeir
benda á, að þótt yfirleitt sé lítil ein-
ing meðal hinna ýmsu þjóðarbrota í
landinu, þá hafi þau alltaf snúið bök-
um saman gegn erlendum yfirráð-
um. Sovétmenn réðust inn í Afgan-
istan 1979 en urðu að hrökklast
þaðan tíu árum síðar með allan sinn
her, 115.000 manns. Talið er, að
14.500 sovéskir hermenn hafi fallið á
þessum tíma.
Bandaríkjamenn hófu loftárásirn-
ar 7. október án þess að vera nægi-
lega vel undir þær búnir. Þá skorti
upplýsingar um ýmislegt; töldu tal-
ibanastjórnina veikari en hún virðist
vera og síðast en ekki síst virðist sem
hernaðaráætlanirnar hafi ekki verið
nógu skýrar að því er ýmsir hern-
aðarsérfræðingar segja. Kenna þeir
um að nokkru leyti áhyggjum af til-
raunum til að koma saman breiðri
stjórn í stað talibanastjórnarinnar.
Talsmenn bandaríska varnar-
málaráðuneytisins segjast hættir að
bíða eftir pólitískri lausn og því hafi
loftárásir verið hertar til að hjálpa
Norðurbandalaginu. Þær eru þó í
raun ekki mjög umfangsmiklar, 63
flugferðir á dag, og ekki nema brot
af hernaðinum í Serbíu þegar farnar
voru 500 flugferðir daglega. Í stríð-
inu við Írak 1991 voru þær 1.500.
Tilgangur loftárásanna hingað til
hefur verið að eyðileggja hernaðar-
mannvirki og fjarskiptanet talibana
en þær hafa ekki fyrr en nú beinst að
neinu marki að hersveitum talibana.
Talið er, að í þeim séu 50.000 menn
og flestir foringjar þeirra eru enn
trúir Mohammed Omar, leiðtoga tal-
ibanastjórnarinnar.
Eins og fyrr segir telja margir, að
loftárásunum verði haldið áfram í
nokkra mánuði en þá loks verði land-
her beitt. Áætlað er, að hann megi
ekki vera minni en 20.000 menn, sem
nytu mikils stuðnings úr lofti. Þessi
her gæti einbeitt sér að töku borga
eins og Mazar-i-Sharifs, Kabúls og
Kandahars en augljóst er, að þörf
verður fyrir tugþúsundir hermanna
til að verja þær að því búnu.
Bandaríkjaher er talinn illa undir
það búinn að berjast í Afganistan, til
dæmis vegna vanþekkingar sinnar á
landinu og vegna þess, að hann hefur
ekki á sínum snærum nóg af fólki,
sem skilur það flókna samband, sem
er á milli þjóðarbrotanna í landinu.
Pakistanskir herforingjar telja, að
engin straumhvörf verði í stríðinu
fyrr en Norðurbandalaginu takist að
leggja undir sig einhverja stærstu
borganna eða stór landsvæði, sem nú
eru í höndum talibana. Það mun þó
ekki takast nema með hjálp Banda-
ríkjamanna, sem þá neyðast hugs-
anlega til að fjölga verulega í því liði,
sem nú þegar er komið til landsins.
Verulegur landhernaður
talinn óhjákvæmilegur
Islamabad. Los Angeles Times.
Bandaríkjamenn tilbúnir til lofthern-
aðar mánuðum saman en Rússar vara
við því að stríðið geti orðið langt
kunni að ráðast til atlögu við hengi-
brýr á vesturströnd Bandaríkjanna.
Upplýsingarnar hefðu ekki fengist
staðfestar, en ákveðið hefði verið
að senda engu að síður út aðvörun
til yfirvalda í átta ríkjum í vest-
urhluta Bandaríkjanna. Í tilkynn-
ingu FBI sagði að „ótilgreindir hóp-
ar“ hefðu lagt á ráðin um sex
„tilfelli“ á háannatíma dagana ann-
an til sjöunda nóvember. Tals-
maður dómsmálaráðuneytisins
sagði að verið væri að meta hversu
áreiðanlegar hótanirnar væru. Haft
var eftir háttsettum bandarískum
embættismanni, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, að aðvörunin væri
byggð á upplýsingum sem leyni-
þjónustu- og lögreglumenn hefðu
aflað í vikunni. Sagði embættismað-
urinn að erlendur hryðjuverkahóp-
ur múslima kynni að hafa í hyggju
að láta til skarar skríða við brýrn-
ar. Golden Gate brúin er 1.260
metra löng og um hana fara 110
þúsund ökutæki á degi hverjum.
Um aðra hengibrú á svæðinu, Oak-
land Bay-brúna, fara um 270 þús-
und bílar á dag. Öryggisgæsla hef-
ur einnig verið aukin við brýr í Los
Angeles og San Diego.
LÖGREGLUMAÐURINN Rob Nel-
son á verði við Golden Gate brúna
við San Francisco í Kaliforníu.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
hefur gert lögregluyfirvöldum við-
vart um óstaðfestar upplýsingar
þess efnis að hryðjuverkamenn
AP
Hóta hermdar-
verkum á brúm