Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, elskurnar mínar, við sprautum ekki við þessu, þetta eru bara skitustingir eftir allt ofátið. Námskeið um rafræna viðskiptahætti Nýjar leiðir í rekstri Útflutningsráð Ís-lands og Háskól-inn í Reykjavík ásamt Euro Info skrifstof- unni standa fyrir þremur námskeiðum sem bera yf- irskriftina „Nýjar leiðir í rekstri – raunveruleg hag- ræðing, kostnaðarlækkun og aukin arðsemi með raf- rænum viðskiptaháttum“. Erna Björnsdóttir hjá Út- flutningsráði er í forsvari fyrir námskeiðin og Morg- unblaðið ræddi við hana á dögunum. Hvað heita námskeiðin og hvernig eru þau byggð upp? „Námskeiðin heita „Nýj- ar leiðir í rekstri“ og hafa undirtitilinn „Raunveruleg hagræðing, kostnaðar- lækkun og aukin arðsemi með raf- rænum viðskiptaháttum“. Þetta eru þrjú námskeið sem haldin eru með mánaðar millibili og standa frá klukkan 8.30 til 12.30 í hvert sinn. Markmiðið er að fá fyrirtæki til að sækja öll námskeiðin en þó er mögulegt að velja úr námskeið. Námskeiðin eru hagnýt, þ.e. við viljum að fulltrúar fyrirtækjanna fari heim með haldgóða vitneskju um þá möguleika og þau tækifæri sem felast í rafrænum viðskipta- háttum. Fyrsta námskeiðið, hinn 8. nóvember, er í umsjá Árna Hall- dórssonar, viðskiptafræðings og doktorsnema við Viðskiptaháskól- ann í Kaupmannahöfn. Þar verður sýnt fram á hvernig ná megi fram hagræðingu í innkaupum, vöru- stjórnun, birgðahaldi og aðföng- um, stytta aðfangakeðjuna og auka veltuhraða birgða. Á desem- bernámskeiðinu, sem er í umsjón Þórðar Víkings Friðgeirssonar, verkefnastjóra hjá Háskólanum í Reykjavík, verður farið yfir sölu og markaðssetningu á Netinu, t.d. hvernig nota megi upplýsinga- tækni til að þjóna viðskiptavinum betur og auka viðskiptatryggð þeirra. Á þessum námskeiðum munu einnig fulltrúar tveggja ís- lenskra fyrirtækja, Eimskips og Form.is, segja frá verkefnum og möguleikum tengdum rafrænum viðskiptum. Þriðja námskeiðið er af svolítið öðrum toga, en á því munu Þórður S. Gunnarsson, dós- ent við Háskólann í Reykjavík, og Árni Harðarson, yfirmaður skatta- sviðs Deloitte & Touche hf., fara yfir lagaumhverfi rafrænna við- skipta, m.a. samningarétt, höf- undarétt og skattarétt.“ Hverjum eru námskeiðin ætluð? „Námskeiðin eru ætluð stjórn- endum fyrirtækja. Verð námskeið- anna miðast við að þau sæki tveir fulltrúar frá hverju fyrirtæki, ekki endilega sömu fulltrúar í hvert skipti. Framkvæmdastjóri og inn- kaupastjóri gætu t.d. sótt fyrsta námskeiðið og markaðsstjóri fyr- irtækisins síðan komið inn á nám- skeið númer tvö. Þannig held ég að líkurnar aukist á því að umræður um efni námskeiðanna skapist inn- an hvers fyrirtækis.“ Hver eru markmið námskeiðanna? „Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna á raunhæfan hátt þá möguleika sem felast í rafrænum viðskiptaháttum. Við ætlum að kynna fyrir stjórnendum verkfæri til að auka hagræðingu í rekstri og skilja eftir hjá þeim vitneskju sem getur nýst þeim við stefnumótun í framtíðinni.“ Námskeiðin tengjast einhvers konar alþjóðlegri herferð eða hvað? „Já, námskeiðin eru hluti af al- þjóðlegri herferð sem fer fram í 18 Evrópulöndum og er styrkt af framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Herferðin, sem á ensku nefnist „EIC e-Business Campaign“, er hluti af GoDigital- áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að hvetja lítil og með- alstór fyrirtæki í Evrópu til að nýta sér Netið í viðskiptum. Euro Info skrifstofan á Íslandi, sem rek- in er af Útflutningsráði og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, er fram- kvæmdaaðili herferðarinnar hér á landi. Formlegur upphafsdagur hennar var 14. september og stendur hún í eitt ár. Þátttöku- löndin fara ólíkar leiðir í vinnu sinni með fyrirtækjum en alls stað- ar er markmiðið það sama, að ná til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, kynna fyrir fulltrúum þeirra þá hagræðingarmöguleika sem Netið býður upp á og aðstoða þau við að stíga nauðsynleg skref í átt til þátt- töku í viðskiptum á Netinu.“ Svo er einhver viðhorfskönn- un...? „Það eina sem gert verður eins í þátttökulöndunum 18 er að lögð verður viðhorfskönnun fyrir þau fyrirtæki sem þátt taka í nám- skeiðum og viðburðum tengdum herferðinni. Sömu spurningar verða lagðar fyrir í öllum löndun- um og niðurstöðurnar munu því veita dýrmætar upplýsingar um stöðu rafrænna viðskipta í Evrópu. Við ætlum að ganga skrefi lengra og leggja þessa könnun ekki að- eins fyrir þau fyrirtæki sem þátt taka í nám- skeiðunum heldur fyrir stóran hóp íslenskra fyrirtækja þannig að niðurstöðurnar hér geti nýst sem flestum sem að þessum málum koma, t.d. stjórnvöldum, stefnumótendum, ráðgjöfum og hugbúnaðarfyrirtækjum. Könnun- .is mun framkvæma könnunina og að henni standa, auk Útflutnings- ráðs og Könnun.is, ICEPRO, EAN á Íslandi, Staðlaráð Íslands og Skýrslutæknifélagið.“ Erna Björnsdóttir  Erna Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1987, stundaði síðan nám í þýsku og hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands árin 1990–94 og lauk BA- prófi í alþjóðasamskiptum og markaðsfræði frá Viðskiptahá- skólanum í Kaupmannahöfn 1998. Hún hefur starfað hjá Út- flutningsráði síðan í janúar á þessu ári en starfaði áður við þýðingar hjá IFT-Media Services í Kaupmannahöfn og Fjárfest- ingarstofunni. Sambýlismaður Ernu er Þórarinn Bjarnason og eiga þau tvö börn. Við ætlum að ganga skrefi lengra BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnar- ness hefur ákveðið að halda próf- kjör laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Félagið á tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar á því kjörtímabili sem lýkur næsta vor, þau Högna Óskarsson lækni og Sunnevu Hafsteinsdóttur fram- kvæmdastjóra. Sunneva gefur kost á sér áfram en Högni hefur tekið sæti í prófkjörsnefnd sem formað- ur. Auk Sunnevu ætla að taka þátt í prófkjörinu Árni Einarsson, upp- eldis og menntunarfræðingur, Edda Kjartansdóttir deildarstjóri, Guð- rún Helga Brynleifsdóttir, héraðs- dómslögmaður og rekstrarhagfræð- ingur, Kristján Einar Einarsson aðflugshönnuður, Nökkvi Gunnars- son skrifstofumaður, Stefán Berg- mann, líffræðingur og dósent, og Þorvaldur Kolbeins Árnason verk- fræðingur. Þrjú efstu sætin eru bindandi og aðeins kunngert um úrslit í þau sæti. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum félagsins. Prófkjör 17. nóvember Bæjarmálafélagið á Seltjarnarnesi SKIPTAR skoðanir virðast vera um loftárásirnar á Afganistan skv. nýrri skoðanakönnun Gallup. Tæplega 46% svarenda sögðust vera hlynnt loftárásunum, 15% eru hvorki hlynnt né á móti og tæplega 41% segist and- vígt árásunum, skv. niðurstöðum könnunarinnar. Karlar eru mun hlynntari loftárás- unum en konur, en tæplega 58% karla lýstu stuðningi við þær en 28% kvenna. Þá er fólk á aldrinum 25–34 ára hlynntara loftárásunum en aðrir aldurshópar skv. könnuninni. 46% styðja loftárásir á Afganistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.