Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarnar vikur hefur tugum, ef ekki hundruðum starfsfólks ýmissa fyrirtækja verið sagt upp hérlendis. Þetta eru ný- mæli fyrir marga sem eru nýir á vinnumarkaðnum því undanfarin ár hafa fyrirtæki ekki þurft að grípa til uppsagna. Unga fólkið sem er nýkomið á vinnumark- aðinn er því að kynnast veruleika uppsagna í fyrsta sinn. Rannsóknir hafa sýnt að upp- sögn er með stærstu áföllum sem fólk tekst á við í lífinu. Banda- rísku sálfræðingarnir Cochrane og Robertson hafa metið hve mikilli streitu ýmis áföll valda í lífi fólks. Í lista sem þeir gáfu út kemur í ljós að upp- sögn veldur jafn mikilli streitu og framhjáld maka og örlít- ið minni streitu en andlát fjöl- skyldumeðlims. Í grein sem Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekking- arsmiðju IMG, skrifaði og birtist í tímaritinu Vísbendingu fyrr á þessu ári, um uppsagnir og áhrif þeirra, kemur fram að uppsögn sé átakanlegur atburður, sem „kalli fram mjög sterkar tilfinn- ingar og raski þeirri mynd sem viðkomandi hefur af veru- leikanum: hvernig hlutirnir, fólk- ið og hann sjálfur er og hvert sambandið er milli þessa alls.“ Á bak við hvert uppsagnarbréf sem sent hefur verið út á síðustu vikum á sér stað persónulegt uppgjör sem starfsmaðurinn á við sjálfan sig, getu sína og færni. En hvers vegna eru uppsagnir jafn mikið áfall og áðurnefndar rannsóknir sýna? Hvers vegna er það að missa vinnuna jafn mikið áfall og að missa einhvern úr fjöl- skyldunni eða komast að því að makinn stundi framhjáhald? Í samanburði við þetta tvennt kem- ur það manni eiginlega á óvart hve mikið áfall uppsögn veldur. Ef við skoðum samfélag okkar og áherslur þess þarf þetta þó ekki að koma okkur svo mikið á óvart. Starfsheiti og stétt eru með fyrstu upplýsingum sem okkur eru gefnar upp þegar við forvitnumst um aðra ein- staklinga. Með þeim getum við sett einstaklinginn í einhvern hóp, skilgreint hann. Jafnframt er það oftast þannig að þegar við hittum gamla kunningja á förn- um vegi spyrja þeir okkur, (og við á móti): „Hvað ert þú að gera núna?“ frekar en „Hvernig hefur þú það?“ eða „Hvað er að frétta?“ Þessi áhersla, að spyrja fólk hvað það sé að gera, er í takt við þá sterku vinnumenningu sem þrífst hér á landi eins og í öðrum vestrænum löndum. Við vinnum mikið til þess að byggja upp fyrir framtíðina, til þess að börnin okk- ar og við sjálf getum átt áhyggju- laust ævikvöld. Að hafa góða vinnu, sæmileg laun og að starf okkar sé metið að verðleikum er okkur mjög mikilvægt. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að við skilgreinum okkur flest út frá vinnunni, starfinu sem við gegn- um hverju sinni og hegðum okkur í samræmi við það. Persónuleiki okkar, veikleikar og styrkleikar eru í öðru sæti og það er kannski þess vegna sem uppsagnir ganga svona nærri okkur. Í raun er það krafa samfélags- ins að við tökum þátt í vinnu- menningunni og klífum met- orðastigann eins hratt og mögulegt er. Við erum öðruvísi ef við gerum það ekki. Þetta kemur til dæmis í ljós þegar foreldrar ákveða að verja lengri tíma með börnum sínum en eðlilegt er talið, og fara ekki strax út á vinnu- markaðinn. Eða þegar við spyrj- um ömmur okkar hvað þær gerðu í lífinu. „Ég var nú bara heima,“ sagði amma mín heitin einu sinni þegar ég var unglingur og spurði hvað hún hefði starfað við. Mér fannst það frekar skrýtið að hún hefði ekki unnið neitt miðað við að hún var frábær manneskja. Í mörgum samfélögum sem eru ekki vestræn skiptir vinnan minna máli. Það skiptir að vísu máli að hafa fasta innkomu til að sjá fyrir fjölskyldunni en hvort menn eru hótelstjórar eða ræsti- tæknar skiptir minna máli, fólk getur verið jafn merkilegt fyrir það. Þar verður maður jafnframt var við að mun meiri áhersla er lögð á manneskjuna sjálfa fremur en starfið sem hún gegnir. Fólk hefur til dæmis áhuga á að vita hver þú ert en ekki endilega hvað þú gerir. Það getur liðið langur tími áður en þú ert spurður um það. Það skiptir ekki öllu máli. Við gætum lært ýmislegt af þessum þjóðum sem eru ekki fastar í viðjum vinnumenningar og bröttum metorðastiga hennar. Í viðtali sem ég tók fyrr á þessu ári við frelsishetjuna og fyrrver- andi forseta Suður-Afríku, Nel- son Mandela, kom þetta viðhorf berlega í ljós. Ég spurði hann hver væri mesti stjórnmálamaður 20. aldarinnar og fékk þetta svar: „Ég dáist ekki að fólki vegna stöðu þess í samfélaginu eða í rík- isstjórn. Ég dáist að fólki sem gerir það sem í þess valdi stendur til að bæta stöðu annarra lifandi manna.“ Með öðrum orðum, hann dáist að fólkinu sjálfu en ekki þeirri stöðu sem það gegnir. Það er ekki bara Mandela sem hugsar svona heldur verður mað- ur var við þetta viðhorf í þessum hluta heimsins og jafnframt við skort á því þegar komið er til baka í hinn vestræna heim. Eitt- hvað í menningu þessara þjóða kennir þeim að lifa í nútíðinni, að lifa fyrir stað og stund. Það lifir til þess að eiga góða fortíð, til þess að geta litið til baka og sagt: „Mikið hef ég átt skemmtilegt og ánægjulegt líf.“ Við lifum hins vegar til þess að geta átt góða framtíð, við hugsum: „Bráðum verður gaman af því að þá....“ Við búum í haginn fyrir komandi ár og gleymum þar af leiðandi stundum að njóta augnabliksins. Kannski ættum við að breyta við- horfi okkar? Við gætum skil- greint okkur á annan hátt og þá ekki einungis út frá starfsheiti og stöðu. Ef við gerum það verða uppsagnir kannski ekki jafn stórt áfall fyrir okkur og þær eru nú. Áfallið við uppsögnina „Það lifir til þess að eiga góða fortíð, til þess að geta litið til baka og sagt: „Mikið hef ég átt skemmtilegt og ánægjulegt líf.“ Við lifum hins vegar til þess að geta átt góða framtíð.“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is NÝLEGA voru birt- ar niðurstöður úr könnun sem gerð var í október árið 2000 á vímuefnanotkun 16–19 ára nemenda í fram- haldsskólum á Íslandi og þar með fenginn samanburður við árið 1992 þegar samskonar könnun fór fram. Að rannsókninni stóðu sérfræðingar hjá Rannsókn og grein- ingu, en bakhjarlar voru Áfengis- og vímuvarnaráð, menntamálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, Rauði kross Íslands, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og rannsóknanefnd umferðarslysa. Þegar árin 1992 og 2000 eru þannig borin saman kemur ýmis- legt áhugavert í ljós. Dregið hefur verulega úr áfengisneyzlu meðal 16–19 ára nemenda, og hefur þeim fækkað úr 81% í 63% sem á síðustu 30 dögum fyrir könnun hafa orðið ölvaðir. Þessu ber að fagna. Al- gengast er þó að unglingarnir neyti áfengis heima hjá öðrum og er í því sambandi vert að gefa gaum þeirri áherzlu sem foreldrasamtök á borð við Heimili og skóla hafa lagt á að staðið sé eftir megni gegn foreldra- lausum partíum. Foreldrar þurfa að taka slíkar ábendingar alvarlega og standa saman um þær. Þá seg- ist tæplega þriðjungur framhalds- skólanema neyta áfengis á skóla- böllum og á útihátíðum sem eru séríslenzkt fyrirbæri. Unglingahá- tíðir í sumarbjartri íslenzkri nátt- úru hafa gjarnan hliðarverkanir og þetta er ein þeirra. Lítillega hefur dregið úr dag- legum reykingum nemenda milli áranna 1992 og 2000 þótt það telj- ist vart marktækt að 16–19 ára nemum sem reykja daglega hefur fækkað úr rúmlega 21% í 19%. Nokkur umræða hefur orðið um svör við spurningu um svefntöflur og róandi lyf. Níu af hverjum tíu hafa aldrei tekið slík lyf en túlka mætti svörin þannig að 10% tækju lyf að staðaldri. Svo er þó ekki. Þeir sem segjast hafa tekið þess háttar lyf einu sinni til tvisvar eru 5,6% og með því er ljóst að rúm 95% af 16–19 ára unglingum hafa enga eða svo til enga reynzlu af svefn- lyfjum og róandi lyfj- um. Nær hefði verið að ganga út frá þeim sem tekið hafa lyfin t.d. þrisvar sinnum eða oftar svo að sjá hefði mátt strax að hópurinn er innan við 5%. Mikil umræða á sér stað í öðrum löndum um vímuefnanotkun ungs fólks. Cherie Blair, eiginkona brezka forsætisráðherrans, lýsti í september á þessu ári yfir stuðn- ingi við herferð góðgerðarsamtak- anna Addaction gegn slíkri neyzlu, en talið er að næstum því helm- ingur ungra Breta á aldrinum 16– 29 ára hafi prófað ólögleg vímuefni og einn drengur af hverjum 10 undir 16 ára aldri noti slík efni að staðaldri. Ungir Íslendingar eru reyndar fjarri þessu, en þó má glöggt sjá að neyzla þeirra hefur aukizt nokkuð, einkum á hassi. Sagt er að þeir sem nota hass hér á landi drekki einnig áfengi, en víða annars staðar kemur hass- notkun í staðinn fyrir áfengi. Foreldrar eru lykill að framtíð og hamingju barna sinna, leggja þeim til erfðaefni og hafa óend- anlega mikil áhrif á þau í uppeld- inu. Óregla ungmenna getur stafað af því að þau hafi alizt upp við óeðlilegar aðstæður, svo sem óreglu foreldra, verið vanrækt eða skort heilbrigða ástúð og aga. Van- líðan barna og brotin eða léleg sjálfsmynd unglings gerir hann auðveldara fórnarlamb aðstæðna sem hann ræður ekki við. Stuðningur fagfólks við foreldra getur verið mikilvægur en aðstæð- ur fjölskyldunnar ráðast þó einnig af pólitískum ákvörðunum og þeim leikreglum sem þjóðfélagið setur. Framtíðarsýn brezka rithöfundar- ins P.D. James í bók um omega- kynslóðina sem var ófyrirleitin, frökk, kröfuhörð og ófrjósöm og hafði því engu að tapa vekur mann til vitundar um að umhverfisáhrif geta haft áhrif á velferð manna. Vel þarf að búa að mannfólkinu á öllum stigum lífsins. Kynslóðir þurfa að rækta samband sín á milli svo að búa megi börnunum sífellt betri skilyrði til að ná fullum þroska. Það verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur á næstu árum og von- andi verður það hægt með könn- unum af þessu tagi. Nauðsynlegt er þó að kanna einnig hvernig hóp 16–19 ára unglinga sem ekki eru lengur í skóla reiðir af þótt erf- iðara geti verið að nálgast þann hóp. Mikilvægt er að standa enn betur að forvörnum og til þess þarf að efla heilsugæzluna vegna ná- lægðar hennar við fólkið í landinu. Því til viðbótar koma aðgerðir stjórnvalda sem ráða mestu um að- stæður fjölskyldunnar. Síðast en ekki sízt þarf að byggja á góðra manna ráðum. Ungum er það allra bezt … Katrín Fjeldsted Vímuefni Vanlíðan barna og brotin eða léleg sjálfs- mynd unglings, segir Katrín Fjeldsted, gerir hann auðveldara fórnarlamb aðstæðna sem hann ræður ekki við. Höfundur er læknir og 14. þingmaður Reykjavíkur. NÚ er vont að vera fjarri ykkur öllum, því að hittast gefur manni kjark og hleypir í mann fítonskrafti. Verkfall tónlistarskóla- kennara hefur nú stað- ið í eina viku og lítið virðist þokast í sam- komulagsátt. Ég sem hef svo gaman af starf- inu get allt í einu ekki sinnt því, og ef ekkert gerist í launamálum okkar sé ég varla að ég hafi efni á að sinna því. Vont mál! Við á Hornafirði erum fá, en reynum þó að vera manns gaman. Hér er mikill stuðn- ingur frá öllum og er það mikils virði. Fólk er duglegt að skrifa á undirskriftalistana, sem nemenda- félag Tónlistarskólans í Reykjavík „Ýmir“ sendi út, en ekki hef ég þó orðið vör við „þungavigtarmenn“ staðarins á þeim, en kannske má ég ekki vera svo frek að ætlast til þess. Hér í bæ er gefið út vikulegt frétta- blað „Eystrahorn“, og hefur margt verið birt í því okkur til stuðnings. Ég hef aldrei verið í verkfalli áður og er þetta ástand vond tilfinning. Tek ég þó þátt í því af heilum hug í þeirri von að þegar því lýkur fái ég aftur á tilfinninguna að starfið sé einhvers virði, og metið að verð- leikum. Við búum í menningarsam- félagi og tónlist er stór þáttur í þess konar samfélagi. Kröfur okkar eru ósköp einfaldar, við viljum leiðréttingu launa okkar í samræmi við aðra kennara. Hjá mér í námi er lítill ein- hverfur strákur að læra á hljómborð. Þessi litli gutti sem verður að hafa allt sitt líf í föstum skorðum skilur ekkert í því að geta ekki farið í „Tónó“, því hann skil- ur ekki ástandið, en það gera skólayfirvöld, en allt kemur fyrir ekki. Nóg um svartsýnis- raus. Hér á mínu heimili er allt skínandi hreint og fágað, líkt og jólin væru á næstu dögum. (Þá er svo mikið að gera í músikkinni, að svoleiðis gjörningur er alveg í lágmarki.) Hér hef ég far- ið yfir eins og hvítur stormsveipur, vopnuð öllum þeim græjum sem til- heyra þvílíkri áraun. Flygillinn hef- ur verið brúkaður, frystikistan tek- in í karphúsið (þó ekki hið eina sanna), og bara nefnið það. Nú er svo komið að ég er búin að fá leiða á þessu stússi. Býst ég við að kaupa upp öll krossgátublöð bæjarins á næstunni, dusta rykið af bókahill- unni og leggjast í hugarleikfimi. Einu gleymdi ég, það er komin tölva á heimilið sem ég kann skammarlega lítið á, er ekki einu sini nettengd. Kann þó að opna hana og skrifa bréf og prenta út, lengra nær það nú ekki. Kannske ég noti nú tímann. Í byrjun verkfalls var í Ríkisút- varpinu þátturinn „Hlaupanótan“ og hlustaði ég með athygli. Hann var afar frjór og músíkalskur. Mig dreymir um að nota fjölmiðlana til frekari framdráttar tónlistarskóla- kennurum. Hvernig væri ef engin tónlist yrði hjá þeim í svosem tvo daga? Í raun að deyða alla tónlist, útvarpa eingöngu fuglatísti, hvala- hljóðum, eða bara hlusta á þögnina. Ekki er það verri kostur en síbylj- an. Þessi bréfaskrif mín áttu ekki að vera svartsýni og bölmóður, heldur innsýn í daglegt líf tónlistarskóla- kennara, sem saknar þess að geta ekki kennt nú um stundir. Undir- tónninn er þó alvara. Ég hef fulla trú á okkur og forystunni og mun- um við með samstöðunni standa keik eftir. Leysum deiluna svo öll dýrin í skóginum geti verið vinir. Samstöðukveðjur frá Hornafirði. Þankagangar í verkfalli Guðlaug Hestnes Tónlist Við viljum leiðréttingu launa okkar, segir Guð- laug Hestnes, í sam- ræmi við aðra kennara. Höfundur er tónlistarskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.